Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 B 3
KNATTSPYRNA
Njósnarí St. Johnstone
fylgdist með fjórum leikjum
DONALD S. Mackay, yfír-
njósnari skoska úrvalsdeildar-
félagsins St. Johnstone, var
staddur hér á landi um helgina
og fylgdist með fjórum leikjum
í efstu og 1. deild. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var
Mackay að fylgjast með fram-
heijum en varð ekki vitni að
mörgum mörkum í leikjum í
efstu deild.
Á föstudag sá hann 1. deild-
arleik Stjörnunnar og KVA í
Garðabæ, sem endaði 5:2 fyrir
heimamenn og þijá jafnteflis-
leiki í efstu deild á laugardag
og sunnudag. Fyrst fylgdist
hann með leik KR og Breiða-
bliks og síðan með leik Skaga-
manna og Leifturs í beinni út-
sendingu í sjónvarpi, en báðir
þessir leikir enduðu með
markalausu jafntefli. Þá sá
hann Víking og Grindavík gera
1:1 -jafntefli í Laugardal.
„Eg á nokkra vini hér á Is-
landi og ákvað að nýta tæki-
færið meðan á dvöl minni stóð
til þess að sjá hvort ég sæi
efnilega leikmenn sem félagið
gæti notað. Maður sér alltaf
einhverja sem hafa hæfileika,
en ég ætla ekki að nafngreina
þá.“ Mackay sagði að þrátt fyr-
ir að hann hafí ekki séð mikið
af mörkum í leikjum efstu
deDdar hafí hann séð margt at-
hyglisvert í leikjunum fjórum.
Mackay sagði að gæði ís-
lenskrar knattspyrnu væru
meiri en áður og lofaði frammi-
stöðu íslenska landsliðsins,
sagði að það hefði komið veru-
lega á óvart í undankeppni
heimsmeistaramótsins en það
hefði sett heimsmeistara
Frakka í erfíða aðstöðu í riðli
þjóðanna tveggja. „Margir leik-
menn hafa reynt fyrir sér er-
lendis á síðustu árum og það er
til góðs fyrir knattspymuna
hér á landi því þeir kynnast
nýjum hlutum og geta síðar
miðlað af reynslu sinni. Þessi
reynsla er þegar farin að skila
sér hjá íslenska landsliðinu.“
Mackay vildi ekki segja til
um hvort hann hygðist koma
aftur hingað til lands í sumar
til þess að skoða leikmenn,
sagði að það væri alfarið undir
knattspymustjóra félagsins
komið. „Það er mikið af leikj-
um í sumar sem hægt er að
fylgjast með en einnig gæti
komið til greina að félagið
sendi hingað unga leikmenn til
þess að þeir fái meiri reynslu
áður en næsta tímabil hefst í
Skotlandi. Þrátt fyrir að tals-
verður getumunur sé á efstu
deild í Skotlandi og Islandi
geta skoskir leikmenn vel lært
af þeirri knattspyrnu sem leik-
in er hér á Iandi.“
Sex Skotar vom í leik-
mannahópum Grindvíkinga og
Víkinga á sunnudag og að-
spurður hvað Mackay hafí
fundist um frammistöðu þeirra
sem léku í leiknum sagði hann
að þeir hefðu gefíð sig alla í
leikinn eins og Skotar gerðu
ævinlega en þeir þyrftu greini-
lega að bæta tæknina. „Þeir
hafa hæfíleika en verða að
leggja meiri rækt við sending-
ar og tækni.“
Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Víkinga, óhress með að ná aðeins jafntefli
Ferguson
aðlaður
ELÍSABET Bretadrottning hyggst
aðla Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóra Manchester United. Fergu-
son, sem fagnaði tilnefningunni með
fjölskyldu sinni í suðurhluta Frakk-
lands um síðustu helgi, sagðist
hlakka til að verða aðlaður af drottn-
ingunni. „Ég er mikill þjóðernissinni,
eins og flestir Skotar,“ sagði knatt-
spyrnustjórinn.
Ferguson var tilkynnt um að hann
yrði aðlaður skömmu eftir að lið
hans lagði Bayern Miinchen 2:1 í
Meistaradeild Évrópu. Hann sagðist
ekki halda að hann hefði hlotið aðals-
nafnbótina fyrir árangur liðsins í
vetur, en það vann þrjá titla, heldur
fyrir framlag sitt til knattspyrnunn-
ar og velgengni sem knattspyrnu-
stjóri undanfarin ár.
Ferguson kvaðst ekki myndi leyfa
leikmönnum sínum að kalla sig „sir“
Ferguson í sinni návist, þess í stað
vildi hann láta kalla sig „stjórann",
eins og_ leikmenn hefðu hingað til
gert. „Ég leyfi þeim ekki að kalla
mig „sir“ á æfingum eða annars
staðar þar sem ég er nálægur, en
þeim er frjálst að gera það sem þeim
sýnist að mér fjarstöddum,“ sagði
Ferguson.
„Þurftum
á sigri
að halda“
„ÉG er hrikalega svekktur með úrslitin því það voru aðeins fimn
mínútur eftir þegar Grindvíkingum tókst að jafna leikinn. Við
þurftum á sigri að halda til þess að komast nær efstu liðunum í
deildinni, en herslumuninn vantaði til þess að það gengi eftir,“
sagði Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Víkinga, sem gerðu 1:1-jafn-
tefli við Grindvíkinga á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld.
Leikur liðanna var tilþrifalítill og
fá marktækifæri sem litu dags-
ins ljós. Grindvíkingar sóttu meira í
upphafi leiks án þess
Q[sij þó að skapa sér
Þorsteinsson mörg marktækifæri.
skrifar Hættulegustu færin
í hálfleiknum komu
hins vegar í hlut Víkinga. Fyrst
komst Sumarliði Arnason, leikmað-
ur Víkings, einn á móti Alberti Sæv-
arssyni, markverði Grindvíkinga,
sem var á réttum stað og varði vel.
Síðan náði Arnar Hrafn Jóhannsson,
leikmaður Víkings, skoti á markið af
stuttu færi, en Albert var aftur á
réttum stað og varði knöttinn í hom.
Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega
er Grindvíkingurinn Paul McShane
náði að skalla knöttinn að marki
Víkinga, en knötturinn hafnaði í
stöng. Ekki náðu leikmenn liðanna
að fýlgja eftir líflegri byrjun og til-
raunir þeirra til þess að byggja upp
sóknir runnu flestar út í sandinn
þrátt fyrir nokkur ágæt tilþrif, eink-
um hjá hinum ungu miðjumönnum
Laudrup til Ajax
DANSKI knattspyrinimaðurinn
Brian Laudrup, sem hætti hjá
FC Kaupmannahöfn í síðasta
mánuði, skrifaði í gær undir
tveggja ára samning við Ajax í
Amsterdam. Laudrup, sem er
þrítugur, ságði að fímmtán fé-
lög hefðu haft samband við sig
eftir að hann liætti hjá Kaup-
mannahafnarliðinu. Knatt-
spyi'nuferill hans spannar nú
13 ár. Hann hefur leikið með
Brundby, Bayern Míinchen, Fi-
orentina, AC Milan, Glasgow
Rangers, Chelsea og nú síðast
FC Kaupmannahöfn.
Víkings: Bjama Hall og Hauki
Úlfarssyni.
Víkingum tókst að brjóta múrinn
er þeir fengu vítaspymu á 72. mín-
útu sem Sumarliði skoraði úr. Mark-
ið hleypti miklu lífi í Grindvíkinga
sem sóttu talsvert undir lok leiksins.
Fyrst átti Grétar Hjartarson, besti
leikmaður Grindvíkinga í leiknum,
skemmtilega bakfallsspyrnu að
marki sem Gunnar Magnússon,
markvörður Víkings, varði vel, en
hann stóð hins vegar ráðþrota er
Grétar skallaði knöttinn framhjá
honum og í netið 5 mínútum fyrir
leikslok. Undir lokin fékk Colin
McKee, leikmaður Víkings, ágætt
tækifæri til þess að skora mark er
Albert markvörður hætti sér of
langt út úr markinu, en varnar-
mönnum gestanna tókst að komast
fyrir skotið.
Þrándur fyrirliði Víkinga sagði
vonbrigði að liðið náði ekki að halda
forystunni út leikinn. „Það getur allt
gerst þegar knetti er spyrnt fyrir
markið, en honum [Grétari Hjartar-
syni] tókst að ná fyrirgjöfinni og
sneiða boltann í fjærhornið og ekk-
ert við því að gera.“
Aðspurður sagðist Þrándur ekki
sáttur við frammistöðu liðsins það
sem af er móti og kvaðst hafa gert
sér vonir um að það fengi fleiri stig.
„Ég er sérstaklega ósáttur við úr-
slitin gegn Leiftri í 4. umferð og nú
gegn Grindvíkingum. Við töpuðum
3:0 fyrir Leiftri og vorum staðráðnir
í að standa okkur betur gegn Grind-
víkingum. Við sýndum mikla baráttu
í þessum leik, en því miður tókst
okkur ekki að ná í þrjú stig, sem
hefði komið sér vel því aðrir leikir í
umferðinni enduðu einnig með jafn-
tefli. Öll stig skipta máli í þessari
baráttu enda er skammt á milli efstu
og neðstu liða.“
Morgunblaðið/Kristinn
ÞORRI Ólafsson, varnarmaður Víkings, í baráttu við Duro Mijuskovic, sóknarmann Grindvíkinga.
Helgi Bogason, aðstoðarþjálfari Grindavíkur
Sáttur við jafntefli
„VIÐ ætluðum okkur þrjú stig í
leiknum. Þeir [Víkingar] náðu hins
vegar að skora mark þegar skammt
var til leiksloka og ég tel að við get-
um verið sáttir við að ná að jafna
leikinn þegar fímm mínútur voru
eftir af leiknum," sagði Helgi Boga-
son, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga.
Hann sagði að bæði lið hefðu skap-
að sér nokkur færi í leiknum, en í
heild hefðu úrslitin verið sanngjörn.
Aðspurður um hvort honum hefði
fundist vítaspymudómurinn réttlát-
ur sagði Helgi að menn í búnings-
klefa Grindvíkinga hefðu talið dóm-
inn strangan og hann væri þeim að
mörgu leyti sammála. „En þegar
leikmaður rennir sér eftir knetti inni
í vítateig er þessi hætta alltaf fyrú
hendi. I raun var ekki mikil hætta
fyrir framan markið þegar atvikið
gerðist og mistök sem ollu því að
Víkingar náðu að komast svona ná-
lægt markinu og næla sér í víti.“
Helgi sagði að Grindavíkurliðið
hefði fengið fimm stig eftir fimm
umferðir, en það hefði fyrirfram
gert sér vonir um að ná fleiri stigum
í fyrstu umferðunum. „Næsti leikur
í deildinni er gegn Keflvíkingum í
Grindavík. Okkur hefur gengið vel
gegn þeim á heimavelli undanfarin
ár og ætlum að halda því áfrarn."