Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 12
TORFÆRA
wmammmmBam
Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem
GUNNAR Pálmi Pétursson frá Höfn í Hornafirði náði öðru sæti á götujeppa og lét gamminn geisa í vatnselg í timaþraut.
Sigurður Arnar Jónsson stefnir á titilsókn eftir sigur í öðru torfærumóti ársins
Lipurð og útsjónar-
semi skilaði gullinu
ÁHUGAMENN héldu að það heyrði til und-
antekninga að götujeppar gætu unnið tor-
færumót, lagt sérútbúna jeppa að velli, eft-
ir að slíkt henti í fyrsta móti ársins fyrir
nokkrum vikum. Þá vann Ásgeir Jamil All-
ansson á götujeppa. Núna varð Hornfirð-
ingurinn Gunnar Pálmi Pétursson á götu-
jeppa í öðru sæti í keppni í Jósepsdal á
sunnudaginn, en Akureyringurinn Sigurður
Arnar Jónsson á sérútbúnum jeppa fyrstur.
Munaði aðeins 20 stigum á þeim. Ásgeir
Jamil varð sjötti og leiðir íslandsmótið, á
götujeppa. Hriktir því í stoðum meðal öku-
manna á sérútbúnum ökutækjunum eftir
fyrstu tvö mót ársins.
Greinilegt er að miklar og dýrai- græjur eru
ekM leiðin að titilinum, a.m.k. ekki á fyrri-
hluta keppnistímabilsins. Sigurður Arnar Jónsson
er síst reyndur miðað við þá öku-
Gunnlaugur kappa sem hann mætir. Margir
Rögnvaldsson með reynslu sem skiptir nærri ein-
skrífar um tug ára. En útsjónarsemi og
lipurð er það sem skilar honum í
toppsætið um helgina. „Mér fmnst mikilvægt að
velja aksturslínurnar í þrautunum þannig að ég sé
ekki að sópa niður dekkjum og fá refsingu. Reyni
að sneiða framhjá dekkjum, reyni ekki við ókleif
börð, til að halda jeppanum í lagi í gegnum alla
keppnina,“ sagði Sigurður Arnar í samtali við
Morgunblaðið. Hann er rútubílstjóri hjá Sérleyfis-
bílum Akureyrar og það hjálpaði honum óneitan-
lega að hafa tamið ökutæki sitt nokkur kvöld fyrir
keppnina í Jósepsdal.
Slæm byrjun á heimavelli
„Mér gekk illa í íyrsta mótinu, sem var á heima-
velli. Beygði stýristjakk og braut millikassa og varð
Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem
SIGURÐUR Arnar Jónsson vann sigur eft-
ir vandaðan undirbúning og æfingaakst-
ur fyrir keppnina í Jósepsdai.
að hætta eftir fjórar þrautir, sem var grátlegt,"
sagði Sigurður. Hann smíðaði nýtt ökutæki í vetur,
kannski af vanefnum miðað við aðra keppendur
sem stefna á toppinn og notaði vél og hásingar úr
jeppa, sem hann ók í íyrra. „Ég græddi mikið á því
að prófa jeppann rækilega eftir fyrsta mótið og
hristi úr honum veikleikana, auk þess að fá akst-
ursæfingu. Ég ætla að leggja áherslu á það að aka
mikið á milli móta. Það stoðar lítið að mæta beint í
mót, æfingalaus. Undirbúningurinn er það sem
skilar árangri. Það sannaðist í Jósepsdal."
„Mér gekk vel í þrautunum þar og fannst skipu-
lagið til fyrirmyndar og brautinar skemmtilegar.
Ég klúðraði reyndar fyrstu þraut, lenti kjánalega
eftir stökk sem olli mér vandræðum. Var aðeins
fimmti eftir fyrstu tvær þrautirnar. Svo vann ég
vel á í 3. og 4. þraut af átta sem við tókumst á við.
Ég á kannski ekki möguleika á tilþrifaverðlaunum
í mótum, en reyni að skila jeppanum gegnum
þrautirnar af kappi, en með forsjá. Það er líka
alltof dýrt að skemma hluti, nóg kostar þetta
samt. Það er betra að mæta í allar þrautir og fá
einhver stig í hverri.“
Hefur augastað á meistaratitlinum
„Mér líst vel á stöðuna í íslandsmótinu og mun
berjast við toppana um meistaratitilinn. Ég hélt að
ég hefði glatað möguleikanum eftir fyrsta mótið.
Götujepparnir hafa staðið sig vel og Gunnar Pálmi
sýnir það að þekkja hegðun jeppans skilar góðum
árangri. Því mun ég leggja allt kapp á að ná tökum
á nýsmíði minni milli móta, með stöðugum æfing-
um. Svo vona ég að keppt verði á Egilsstöðum í
júh', þó talað sé um að keppa frekar í Jósepsdal aft-
ur. Mér finnst það ekki spennandi. Það er
skemmtilegra að vera á mismunandi svæðum og
keppnin á Egilsstöðum býður alltaf upp á
skemmtileg tilþrif,“ sagði Sigurður Amar Jónsson.
m
Liðfrá
Eyjaálfu
líklega
beint
á HM
ALÞJÓÐA knattspyrnu-
sambandið, FIFA, íhugar
að gera breyt ingu á úr-
Itökureglum fyrir heims-
meistarakeppnir og heim-
ila þvf liði sem vinnur
Eyjaálfukeppnina að fara
beint í lokakeppnina í
stað þess að þurfa að taka
þátt í sérstakri keppni um
sæti á HM. Búist er við að
ef breytingin verði að
veruleika geti hún átt stað
fyrir lokakeppnina árið
2002.
Samkvæmt þeim reglum
sem eru í gildi verður lið,
sem vinnur Eyjaálfú-
keppnina, að leika við
landslið sem ekki hefur
tekist að komast áfram í
undankeppnií annarri
álfú. Búist er við að það
land í Eyjaálfú sem hagn-
S ist mest á þessari breyt-
ingu verði Ástralía, sem
hefúr fallið út fyrir
Skotlandi, Argentínu og
Iran fyrir síðustu þijár
lokakeppnir HM.
■ ÁSGEIR JAML ALLANSSON
er með 26 stig í stigakeppni öku-
manna eftir mót helgarinnar. Hann
ekur götujeppa. Einar Gunnlaugs-
son er með 24, Gísli G. Jónsson 23,
Sigurður Amar Jónsson 20 og
Gunnar Pálmi Pétursson 15.
■ SIGURÐUR ARNAR JÓNSSON
hlaut 1.905 stig í keppninni í Jós-
epsdal en götujeppamaðurinn
Gunnar Pálmi Pétursson 2.160.
Einar Gunnlaugsson 1.985, Ragn-
ar Skúlason í sinni fyrstu keppni á
árinu 1.975, Gísli G. Jónsson 1.950
og Ásgeir Jamil 1.910.
■ HARALDUR PÉTURSSON á
nýsmíðuðum jeppa braut enn drif-
búnað og nýstárleg smíði hans hef-
ur ekki enn náð að komast á topp-
inn, þrátt fyrir mikinn hug Harald-
ar.
■ GÍSLI G. Jónsson meistari í
akstri í tímabraut var ólánsamur í
vatnselg sem var í tímabrautinni.
Sprengdi heddpakkningu í hama-
ganginum og tapaði dýrmætum
hestöflum í lokaþrautunum fyrir
vikið.
■ EINAR Gunnlaugsson sagðist
hafa klúðrað sigurmöguleikanum í
3. braut, eftir að hafa sleppt enda-
hliði, sem hann sá ekki. Fyrir
lokaþrautina var hann þriðji að
stigum og vildi næla í gullið með
því að klífa erfitt barð. En barðið
hafði betur og Einar náði aðeins í
brons.
■ GUNNAR Pálmi Pétursson,
sem varð annar að stigum á götu-
jeppa, býr á Höfn í Homafirði og
rekur þar bílaverkstæði. Hann hef-
ur keppt manna lengst og á sama
jeppa sem hann'getur einnig notað
á götum heimabæjar síns.