Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 3

Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FRJALSIÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 C 3 Morgunblaðið/Golli UNGA kynslóðin hópaðist að Þóreyju þegar færi gafst eftir að stökkmóti ÍR-inga lauk til þess að fá hjá henni eiginhandaráritun. ingar hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði 9 ára gömul. „Fram til þess að ég fór að æfa fimleika hafði ég bara verið að leika mér eins og önnur böm á leikjanámskeiðum. Ég æfði fimleika í tíu ár.“ Þórey varð bikarmeistari í liðakeppninni sex ár í röð með Björk. „Ég var yf- irleitt á eftir Nínu Björk [Magnús- dóttur] og Elvu Rut [Jónsdóttur] á íslandsmótum. En ég varð þó eig- inleikameistari 1993 og Islands- meistari á tvíslá sama ár. Ég tók síðast þátt í Islandsmeistaramót- inu 1996. Fimleikar era góður grunnur fyrir margar íþróttir, ekki bara stangarstökk. Þar skiptir miklu máli að vera í góðri alhliða æfingu, hafa fimi, jafnvægi auk þess sem maður verður að temja sér aga og læra að taka við leiðbeiningum um tæknileg atriði frá þjálfara. Fim- leikamaður sem vill ná árangri verður að vera gagnrýnn á sjálfan sig.“ Eftir tíu ár í ströngum fimleika- æfingum vildi Þórey breyta til og reyna sig á öðram vettvangi íþrótta. „Mér fannst ég ekki vera orðin gömul, það var meira vegna þess að ég var farin að þreytast á því að æfa það sama aftur og aftur árið út í gegn.“ Ragnheiður Olafsdóttir, þjálfari hjá frjálsíþróttadeild FH og ís- landsmethafi í hlaupum, hafði sam- band við Þóreyju og Nínu Björk Magnúsdóttur þegar hún frétti að þær væra hættar í fimleikum og spurði þær hvort þær hefðu áhuga á að reyna fyrir sér í stangar- stökki. „Við höfðum aðeins prófað stangarstökk árið áður en við hætt- um í fimleikunum en ég ákvað að hella mér út í íþróttina haustið 1996. Byrjaði reyndar fremur ró- lega, æfði einu sinni í viku en fjölg- aði síðan smátt og smátt æfingun- um. Ég fór meira af gamni en alvöra að stunda frjálsíþróttir eftir að ég rifaði seglin í fimleikunum. Ég bjóst aldrei við að ná árangri í frjálsíþróttum, enda fór ég ekki með því hugarfari á mínar fyrstu æfingar." Hvað olli því að þú valdir stang- arstökkið fremur en annað, nú varst þú til dæmis liðtækur lang- stökkvari? „Forvitni, mig langaði einfald- lega að prófa og athuga hvort ég gæti náð einhverjum árangri. Síð- an hjálpaði það einnig að Kristján Gissurarson hvatti mig til dáða og sagðist sjá í mér efni í stangar- stökkvara.“ Þórey segist hafa stokkið yfix- 2,80 metra í fyrsta sinn sem hún stökk á stöng og aðeins fundið fyrir hræðslu. Eftir um það bil tveggja mánaða æfingar hætti hún og fór til Bandaríkjanna og var þar við leik og störf í fjóra mánuði. Fyrri hluta sumars 1997 kom hún heim og fór þá að æfa af meiri alvöra en áður og segja má að síðan hafi vart fallið út æfingadagur. Sumarið 1997 keppti hún í fyrsta sinn utan landsteinanna í Evrópu- meistaramóti unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fór í Finnlandi. Þórey stökk 3,70 metra, bætti sig um 10 sentímetra og hafnaði í fjórða til níunda sæti. „Þetta var mjög eftirminnilegt mót, ekki síst vegna þess að ég var mjög stressuð í keppninni." Helgina eftir mótið bætti Þórey sig enn og stökk 3,80 metra á Meistaramóti íslands. „Eftir hraðar framfarir staðnaði ég aðeins og tók ekki eins öram fram- fóram og áður.“ Hún viðurkennir að það hafi oft verið býsna einmanalegt að æfa stangarstökk hér heima, einkum á sumrin. „Þá voram við Kristján þjálfari oft tvö á æfingum, en yet- urinn 1997 til 1998 byrjuðu nokkrir strákar að æfa. Það var mikið betra að fá einhvern félagsskap við æfingamar. Þennan sama vetur náði ég lágmarkinu til þátttöku á EM innanhúss og það hvatti mig ennfrekar til dáða og sagði mér að ég væri á réttri leið.“ A síðasta ári keppti Þórey bæði á Evrópumeistaramótinu innan- húss og utan. A báðum mótunum gekk henni allt í mót og felldi fjóra metra í þrígang í undankeppni ut- anhússmótsins. „Ég var mjög stressuð og var að reyna nýjar stangir og ýmislegt fleira varð til þess að slá mig út af laginu. En ég kom ríkari af reynslu til baka frá báðum mótunum. Á HM í Japan í vetur gekk mér mun betur, stökk 4,20 og varð í ní- unda til tíunda sæti, en hefði viljað fara aðeins hærra. Mér tókst hins vegar að létta af mér þeim álögum sem mér fannst hvfla á mér á stór- mótum. Þegar ég stökk yfir byrj- unarhæðina í Japan, 3,84 metra, hélt ég um stund að ég færi ekki hærra, en sá kvíði hvarf og var ástæðulaus." Líkar vel í Svíþjóð Þórey ákvað að fara til Svíþjóðar sl. haust og æfa grein sína með Völu Flosadóttur, undir hand- leiðslu þjálfara hennar, Pólverjans Stanislavs Szcyrba. En hvað réð því að hún valdi Svíþjóð? „Stanley þjálfari hafði samband við mig í kringum EM í Valencia í febrúar í fyrra og spurt hvort ég vildi ekki koma út og æfa með Völu. Mér var heiður að boðinu og velti því talsvert fyrir mér í fyrra- sumar, ásamt boði frá bandarísk- um háskóla. Hins vegar fór tvenn- um sögum af skólastyrk þeim sem mér stóð til boða við þann skóla, þannig að ég var í hálfgerðri klemmu um tíma. Að endingu lét ég slag standa, ákvað að fara til Svíþjóðar í tvo til þrjá mánuði og æfa með Völu og sjá til hvemig mér gengi. Mér líkaði strax vel og lærði strax mikið af Völu og St- anley þannig að ég tók þá ákvörð- un að vera áfram í Svíþjóð. Síðan komst ég inn á mánaðar- legan styrk frá Afreksmannasjóði ISI um áramót og það breytti öllu fyrir mig og gerði mér í raun kleift að vera ytra, án styrksins væri það ekki mögulegt. Nú get ég einbeitt mér að því að æfa íþrótt mína.“ Þórey lauk stúdentsprófi sl. vor og daginn áður setti hún Islands- og Norðurlandamet í stangar- stökki utanhúss, 4,18 metra, en átti það aðeins í nokkra daga, þá hafði Vala endurheimt það. Þórey var ekkert í skóla sl. vetur en segir það koma til greina að vera í nokkram fögum í háskólanum í Lundi á kom- andi vetri „til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, milli æfinga,“ eins og hún orðar það. I framtíðinni segist hún stefna að því að fara í verk- fræðinám og sem stendur er líkleg- ast að umhverfisverkfræði verði fyrir valinu. „I fyiTavetur var ég sjálfboðaliði í skóla fyrir hreyfihömluð börn. Þar lærði ég sænskuna og var auk þess í mjög gefandi starfi. Sænsk- an er að koma hjá mér, að minnsta kosti er ég hætt að tala ensku við Svíana, enda era þeir ekkert hrifn- ir af því.“ í skugga Völu Er Stanley mjög kröfuharður þjálfari? „Hann er kröfuharður og verður að vera það. Allir þjálfarar sem vilja ná árangri verða að gera kröf- ur. Mér líkar mjög vel við hann og treysti honum fullkomlega enda hefur það skilað árangri.“ Þórey segir það bara vera betra fyrir sig að standa í skugga Völu Élosadóttur, Islands- og Norður- landamethafa. „Mér finnst gott að standa í skugganum, mér líður ekki vel í sviðsljósinu, þannig að ég er ósköp sátt við mína stöðu í dag.“ Þórey segist líka sérlega vel samstarfið við Völu. „Hún aðstoðar mig mikið og á þeim tímabilum sem við eram í erfiðum æfingum hvetjum við hvor aðra áfram, þannig að ég held að samstarfið sé af hinu góða.“ Nú eruð þið Vala landar og æf- ingafélagar; hvernig lítur þú á hana sem keppinaut þinn? „Ég ber mikla virðingu fyrir Völu, sem er frábær einstaklingur hvort heldur er utan eða innan íþróttanna. Auk þess sem við eram góðir félagar. Síðan þegar út í keppni er komið er hún eins og hver annar keppinautur." Ertu undir það búin að vinna Völu, verða betri en hún? „Alls ekki eins og ástatt er nú. Hreint út sagt er ég ekki tilbúin til að vinna hana og ég er heldur ekki viss um að almenningur og fjöl- miðlar séu undir það búnir heldur. Ennþá finnst mér á einhvern hátt rétt að hún vinni.“ Stefnir þú að því að vera áfram í Svíþjóð við æfíngar? „Að minnsta kosti er það stefnan fram yfir Olympíuleikana í Sydney á næsta ári. Þangað stefni ég ótrauð og vona að það takist. A^ meðan á þeim undirbúningi stend- ur tel ég að mér sé vel borgið í Sví- þjóð. Eftir leikana ætla ég að end- urmeta stöðuna. Draumurinn er að geta æft hérna heima að minnsta kosti í hálft ár eftir leikana, en það verður að koma í ljós þegar þar að kemur.“ Hápunktur sumarsins hjá Þóreyju verður heimsmeistaramót- ið í Sevilla sem fram fer í ágúst. Allur undirbúningur vorsins miðar að því að vera í sem bestri æfingu þegar á mótið kemur. Lágmarkið til þátttöku er 4,35 metrar og ár- ' angur innanhúss tekinn gildur þannig að Þórey getur verið nokk- uð afslöppuð á mótum sumarsins, þarf ekki að berjast við eitthvert lágmark og vera með öndina í háls- inum yfir því á hverju móti. „Um áramótin setti ég mér ákveðið markmið fyrir sumarið en vil ekki segja hvert það er, mark- mið á maður fyrir sjálfan sig.“ Með góðum árangri síðasta vetrar, 4,36 metrum, hlýtur þú að hafa nálgast markmiðið? „Ekki alveg, en ég er komin nærri því sem ég stefndi að.“ Stekkur þú yfír 4,50 metra í sumar? „Nei, ég geri það ekki í sumar, það held ég að hægt sé að útiloka, þótt vissulega sé alltaf erfitt að slá einhverju föstu.“ Ertu haldin fullkomnunar- áráttu? „Kannski, ég reyni að minnsta kosti að leggja mig alla fram við það sem ég tek mér fyrir hendur, ef ekki þá finnst mér alveg eins gott að sleppa því að taka eitthvað að sér eða ganga í eitthvert verk.“ FederaF Expres verður haldið hjá Golfklúbbnum Setbergi sunnudaginn 20. júní 1999. Keppnisfyrirkomulag höggleikur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun Án f.orgjafar 1. sæti Utanlandsferö að verðmæti kr. 30 þús. 2. sæti Vöruúttekt að verðmæti kr. 20 þús. 3. sæti Vöruúttekt að verðmæti kr. 10 þús. Með foraiöf 1. sæti 2. sæti 3. sæti Utanlandsferð að verðmæti kr. 30 þús. Vöruúttekt að verðmæti kr. 20 þús. Vöruúttekt að verðmæti kr. 10 þús. Þrenn glæsileg nándarverðlaun Ræst verður út frá kl.8.00 til 10.00 og frá kl. 13.00 til 15.00 Skráning í síma 565 5690

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.