Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 11
Andmann endursýndur á RÚV Dýrslegur einkaspæjari Þættirnir um einkaspæjarann Andmann eru teiknimyndir méð gamansömu ívafi, samdar af Jeff Reno og Ron Osborn. Ef einhver er svo óheppinn að vita ekkert um einkaspæjar- ann Andmann, sem birtist á skjánum á mánudags- kvöldum, þá er hann með appelsínugult hár, fyrrver- andi stórreykingaönd, kaffifíkill, vinnur fremur gagnslausu svíni og hefur rænulitla ritara. Heima fyrir þarf hann að glíma við þolfimióöa mágkonu sína, ömmu sem er algert dauðyfli, kjökrandi síamstvíbura og treggáfaðan son. Andmann einkaspæjari hefur litla stjórn á lífi sínu og þar sem hann er á ferð getur allt gerst. Leikarinn Jason Alexander Ijáir hinum hrokafulla Andmann rödd sína, en Alexander er til að mynda þekktur fyrir leik sinn f Seinfeld, „Pretty Wom- an“ og „White Palace". Aðrir valinkunnir leikar- ar eins og Nancy Dweezil Gregg , Dana Hill og Tim Curry koma einnig við sögu. f augum einkaspæjarans Andmanns er ekkert heilagt. Bernice mágkona Andmanns getur aldrei setiö auðum höndum. www.mira.is Bæjarlind 6, sími 554 6300 Fiuffy og Uranus eru tuskubrúður sem ráðnar voru á skrif- stofuna til Andmanns vegna mistaka. And- mann er mjög í nöp við þá þrátt fyrir að þeir reyni í sífellu að þóknast honum. Ætli honum líki samt ekki vel aö þeir séu ókeypis vinnuafl. Þessi bandaríski teiknimyndaflokkur er byggður á myndasög- um eftir Everett Peck og í þáttunum kemur tónlist eftir Frank Zappa mikiö við sögu. Þátturinn hefur fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda fyrir að vera í senn bráð- skemmtilegur og gagnrýninn á nútíma- þjóöfélag. Andmann sem framleiddur er af Kla- sky Csupo, Inc. og Reborn Production í samvinnu við Para- mount Domestic Tel- evision hefur verið of- Traustur vinur og samstarfs- félagi And- manns. Þrátt fyrir að And- mann vaði yf- ir Cornfed, öskri á hann og notfæri sér hann á sjálfselsku- fullan hátt, geta þeir ekki hvor án ann- ars verið. arlega á listum um vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn var á dagskrá 14. júní og eru þeir endursýndir frá byrjun. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.