Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 46
DRAMA Allt í botni - Pump Up the Volume ('90) Frumsýningar / Christian Slat- / 9 er leikur ung- l an mann, nýfluttan til Arizona frá New York. Á erfitt með að aðlagast. Opnar útvarpsstöð til að bæta úr einsemdinni. Slater er ekki alls varnað þótt hæfileikarnir gneisti ekki af honum, og heldur meðal- unglingamynd gangandi. Sýn, 3. júlí. Brotsjór - White Squall {'96) v Fokdýr og hádramatísk 9 (Bekkjarfélagið heldur til sjós), en yfir höfuð mislukkað pen- ingabruðl með svo lélegum brellum aðjafnvel örgustu landkrabbar ættu að hrista höfuðið yfir útkomunni. Handritið vont, heilu persónurnar úti að aka (t.d. John Savage) og fátt sem gleður skilningarvitin. Eitt af mörgum feilsporum Jeffs Bridges og leikstjórans, Ridley Scott. Bfórásin, 30. júní. Carrington ('95) jy Litskrúðugt ástalff einstakling- 9 anna er til umfjöllunar í sann- sögulegri mynd um listamannahóp sem kenndi sig við Bloomsbury. Þ.á m. voru listmálarinn Dora Carrington (Emma Thompson) og rithöfundurinn Lytton Strachey (Jonathan Pryce). Sá böggull fylgir skammrifi að hún er gift, hann hommi. Pryce er fremstur meðal jafningja í glæsilegum leikhóp sem fer vel með litríkan og kjarnyrt- an texta Christophers Hampton (Dangerous Liaisons). Bíórásin, 24. júní. Heimkoman - Coming Home (78) i/ Grunnar og stundum forkast- 9 anlegar skoðanir fröken Fonda, Waldo Salt (handritshöfund- ur) og leikstjórans Hal Ashby, á róstutímum Víetnamstríðsins, eink- um afstaða Fonda til hermanna sinnar eigin þjóðarsem börðust samkvæmt skipunum fyrir land sitt í vonlausu stríði sem tapaðist og Ví- etnam varð að stærsta fátækrahverfi veraldar, gleyptu ekki allir hráar. Það breytir engu um að þessi stórpólitíska mynd nær vel afstöðu frjálslyndra og vinstrisinnaðra Bandaríkjamanna á tímum þessa óþurftarstríðs. Fonda leikur sjálf- þoðaliða á sjúkrahúsi sem gift er at- vinnuhermanni ÍVÍetnam (Bruce Dern). Annast slasaða hermenn á meðan bóndi hennar sinnir skyldum sínum á blóðvellinum. Þau verða ástfangin, Fonda og einn sjúkling- anna, lamaður hermaður sem leik- inn er af mikilli snilld af Jon Voight, sem hlaut Óskarsverðlaunin, ásamt Fonda og Salt. Dern stendur þeim lítt að baki. Auk þess var myndin til- nefnd til fjölda annarra verðlauna. Bíórásin, 1. júlí. Land og frelsi - Land and Freedom ('95) ji Það sannast hið fornkveðna, 9 “Byltingin étur börnin sín", í nærskoðun vinstrisinnaða kvik- myndajöfursins Keris Loach, á borg- arastyrjöldinni á Spáni. Þar sem heittrúaðir kommúnistar úr öllum heimshlutum létu að lokum í minni pokann fyrir Frankó. Loach bendir á að orrustan tapaðist á fleiri vígstöðv- um. Hugsjónir myrkvuðust, jafnvel grundvallarsjónarmið jafnréttis og bræðralags guldu afhroð. Bíórásin, 25. júní. Magnús ('89) i Leikstjórinn og handritshöf- 9 undurinn Þráinn Bertelsson hefði mátt draga um það ákveðnari línur hvort hann ætlaði að gera gam- anmynd eða drama. Alvaran þung- lamaleg en gamanþátturinn léttleik- andi með skemmtilegum persónum í fyndnum kringumstæðum. Þetta tvennt blandast illa saman og skað- ar heildarútkomuna. Egill Ólafsson, Þórhallur Sigurðsson, Jón Sigur- björnsson, Guðrún Gísladóttir. Bíórásin, 27. júní. Skítverk - Blue Collar (78) ij Fyrsta og besta mynd leik- 9 stjórans Pauls Schrader er kaldhæðin frásögn af fáséðu fyrir- brigði í bandarískum myndum: iðn- verkamönnum. Richard Pryor, Harvey Keitel og Yaphet Kotto leika vinnufé- laga í bílaverksmiðju sem grípa til örþrifaráða þegar endarnir ná ekki saman. Athyglisverð og vel gerð mynd. Stöð 2, 26. júní. QAMANMYNDIR Eftirskjálftar - Tremors 2: After- shocks ('95) / Framhald 9 bærilegrar aulagrínmyndar um mannætu- maðka stendurfrummyndinni tals- vert að baki hvað snertir handrit og leikstjórn og köttur kominn í ból Kevins Bacon. Fred Ward er boru- brattur einsog fyrri daginn. Stöð 2, 26. júní. Ace Ventura; Náttúran kallar - Ace Ventura; When Nature Calls ('95) / Kvikmyndaframleiðendur 9 fundu gullnámu í Jim Carrey en önnur myndin um gæludýrasþæj- arann Ventura er dáðlaus prump- og aulabrandarasúpa frá handritshöf- undinum. Aðeins fyrir harðsvíruðustu aðdáendur gamanleikarans, þó langt fyrir neðan hans virðingu. Stöð 2, 25. júní. í djörfum leik - Dirty Mary, Crazy Larry (74) ji Galgoþagamanmynd um 9 mannrán, smáglæpi, hrað- skreiða bíla og ungt og óstýrilátt par sem þau leika furðu vel, Peter Fonda og kyntáknið Susan George. Útkom- an fislétt grín að hætti tíðarandans, það kemur í Ijós hvernig hún hefur elst. Stöð 2, 3. júlí. Max Dugan snýr aftur - Max Dugan Returns ('83) ii Miðaldra kennslukona 9 (Marsha Mason), býr við þröngan kost ásamt syni sínum (Matthew Broderick). Skyndilega birtist faðir hennar (Robards), sem hljóp frá fjölskyldunni fyrir löngu, í dyrunum. Maðurinn er alræmdur fjárhættuspilari, kvennabósi, sælkeri, tugthúslimur, heimspekingur og drabbari, sem fær loks inngöngu er hann segist eiga skammt eftir ólifað. Kemur í Ijós að karl er múraður og tekur að ausa stórgjöfum yfir mæðginin, sem Mason á erfitt með að fela fyrir augum kærastans (Don- ald Sutherland) sem til allrar bölvun- ar er lögga! Lauflétt og oft bráðfynd- in, enda byggð á leikriti eftir Neil Simon, sem býður upp á skemmti- legar uppákomur sem nýtast fag- manninum Herbert Ross. Stöð 2, 27. júní. Ofurhetjan - Hero at Large (92) éAtvinnulaus leikari (John Ritt- er) fær íhlaupavinna við kynningu á kvikmynd og klæðist f því tilefni búning ofurhetju. Tekur hlutverkið fullalvarlega þegar þlá- kaldur raunveruleikinn fiækir at- burðarásina. Úr verður bærileg gamanmynd og Ritter engum líkur. Fæstir þola hann, reyndar, en hann kom þægilega á óvart í hádramat- ísku hlutverki. í Sling Blade. Sýn, 27. júnf. SPENNUMYNDIR About Last Night ('86) ÉUng hjón búa saman en allir í kringum þau eru einhleyþir og gæinn á erfitt með að finna sig í aðstæðunum. Ágætlega gerð mynd með fullt af unglingaleik- urum, (Rob Lowe, Demi Moore, Elizabeth Perkins), að fikra sig upp í fullorðinshlutverk. Gerð eftir leikriti David Mamets. RUV, 3. júlí. Áflótta- North By Northwest ('59) tiy Einn besti spennutryllir 9 meistara Hitchcocks er linnu- laus eltingaleikur kaupsýslumanns (Cary Grant) um þver og endilöng Bandaríkin, undan fjandsamlegum erindrekum sem telja hann njósn- ara sem veit of mikið. Mikil spenna, rómantík og stórkostleg atriði, sem eru með þeim bestu í kvikmynda- sögunni; frábær Grant, Eva Marie Saint og James Mason, gera mynd- ina að ódauðlegri afþreyingu. Sýn, 2. júlí. 46

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.