Morgunblaðið - 25.06.1999, Side 3

Morgunblaðið - 25.06.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 C 3 KNATTSPYRNA Kristján Brooks Getur oft verið einmana- legt frammi Kristján Brooks virðist kunna ágætlega við sig í Keflavík og honum gengur vel að koma boltan- um í net andstæðing- Öm anna á vellinum við Arnarsor Hringbrautina. Krist- skrífar ján ^efur skorað fímm mörk í þeim þremur heimaleikjum sem liðið hefur leik- ið. Þrátt fyrir það er Kristján oft einmana í framlínunni. „Já, það getur oft verið einmanalegt þarna frammi, en svona er leikskipulagið. Ég kvarta samt ekki. Ég fæ góða hjálp frá kantmönnunum og mið- vallarleikmönnum, þannig að sókn- arþunginn liggur ekki eingöngu á mér. Gestur (Gylfason) var óhepp- inn að skora ekki tvisvar í leiknum, en hann setur bara boltann inn á móti ÍBV.“ Keflvíkingar eiga þrjá erfiða leiki framundan, tvo á móti Vest- mannaeyingum og einn á móti KR, en Kristján óttast þá ekki. „Það eru allir leikir erfiðir, hverjir sem andstæðingarnir kunna að vera. Við ætlum að mæta grimmir til leiks á móti ÍBV í bikarnum og stefnum á sigur.“ Skemmtilegra að sigra en að tapa! Sigurður Björgvinsson, annar þjálfari Keflvíkinga, var brosmild- ur eftir leikinn. „Við erum ekki komnir á beinu brautina ennþá, en við unnum leikinn og það er öllu skemmtilegra en að tapa.“ Sigurður var mjög ánægður með leik sinna manna. „Strákarnir voru grimmir sem ljón og léku vel. Við værum komnir með fleiri stig ef við hefðum leikið alla leiki með þessum krafti. En við erum að vinna í okk- ar málum og ég er bjartsýnn á að betri tíð sé í vændurn," sagði Sig- urður galvaskur. ■ GUÐMUNDUR Brynjarsson lék sinn fyrsta leik með Keflavíkurlið- inu. Hann er varnarleikmaður. ■ ÞÓRARINN Kristjánsson, sem leikið hefur í framlínu Keflvikinga, lék ekki með gegn Blikunum. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson var á leik Keflavíkur og Breiðabliks. Var mál manna að hann væri að fylgj- ast með Marel Baldvinssyni fyrir Stuttgart. Morgunblaðið/Einar Falur KRISTJÁN Brooks lék á als oddi í gærkvöldi. Hann skapaði oft hættu við mark Breiðabliks enda skoraði hann bæði mörk Keflvíkinga. Hér snýr hann á Hjalta Kristjánsson. Keflvíkingar af hætlusvæðinu STAÐRÁÐNIR í að komast upp af hættusvæði efstu deildar karla, börðust Kefivíkingar fyrir hverjum bolta þegar þeir fengu Breiða- blik í heimsókn í gærkvöldi og uppskáru samkvæmt því 2:1 sig- ur, sem kom þeim úr 9. í 8. sæti deildarinnar. Blikar hinsvegar eru eftir sem áður um miðja deild og misstu af tækifæri til að komast í 2. sætið. Keflvíkingar byrjuðu á að pressa á gesti sína og stukku á eftir hverjum bolta á meðan Blikar virtust rólegri í tíðinni. Strax Stefán var ljóst að Kristján Stefánsson Brooks ætlaði sér að skrífar minnsta kosti eitt mark þegar hann með snögg- um sprettum sínum hrelldi varnar- menn Kópavogsbúa, sem sjálfir tefldu fram liprum Marel Jóhanni Baldvinssyni og Bjarka Péturssyni í fremstu víglínu. Færi létu þó á sér standa fyrir hlé en öll voru þau heimamanna um miðjan fyrri hálfleik - Gestur Gylfason skaut yfir eftir góða sendingu Gunnars Oddssonar, Kristján braust upp völlinn en skaut framhjá og var skömmu síðar felldur rétt utan vítateigs en aukaspyrnan, sem fylgdi í kjölfarið, fór yfir. Líf færðist í tuskurnar eftir hlé og færin komu á færibandi. Eftir fimm mínútur átti Kristján enn einn sprettinn en skaut framhjá. Tveimur mínútum síðar áttu Blikar fyrsta um- talsverða færið sitt þegar skot Kjart- ans Einarssonar var varið af Bjarka Guðmundssyni, markverði Keflvík- inga, en mínútu síðar átti Kristján enn einu sinni fínan sprett eftir send- SIGURÐUR Grétarsson þjálfari var ekki sáttur við leik liðsins og hefði eflaust kosið að vera inni á vellinum í stað þess að horfa frá hliðarlinunni en hann lék ekki með vegna meiðsia. Leikmenn Breiðabliks voru mikið með bolt- ann í leiknum en náðu aldrei að ingu Gunnars og í þetta sinnið brást honum ekki bogalistin - skoraði fyrsta mark leiksins. Strax á eftir fékk Blikinn Bjarki boltann inni í vítateig Keflvíkinga en tókst ekki að lyfta honum yfir nafna sinn, mark- vörðinn. Skammt var stórra högga á milli því tveimur mínútum siðar skor- aði Kristján aftur með skalla en það dugði til að gestirnir tóku við sér og á 70. mínútu fékk Bjarki vítaspymu, sem Salih Heimir Porca skoraði úr. Rétt undir leikslok fékk Kristján enn gott opið færi en varnarmenn Blika náðu að bjarga í horn. skapa verulega hættu fyrir fram- an mark heimamanna. Sigurður var mjög ósáttur við hversu illa hans mönnum gekk að opna vörn Keflvíkinga. „Það vantaði alla grimmd í liðið, menn halda greinilega að leikir vinnist af sjálfu sér en það hefur ekki gerst Islendinga- slagur í Noregi f GÆR var dregið í 16-Iiða úrslit norsku bikarkeppn- innar í knattspymu. Is- lendingaliðin Tromsö, sem Tryggvi Guðmundsson leikur með og Stabæk, sem Helgi Sigurðsson og Pétur Marteinsson leika með, mætast í Tromsö 30. júní. Önnur lið sem mætast eru: Odd Grenland - Viking, Válerenga - Brann, Bodö/Glimt - Lyn, Rosen- borg - Moss, Kjelsás - Molde, Raufoss - Kongsvin- ger og Lilleström - Hauga- sund. hingað til í knattspyrnu." Sigurður taldi að varnarleikur liðsins hefði verið í skötulfki. „Við vorum alltof flatir í vörninni og fengum á okkur klaufamark, en það var ætlunin að forðast það, og þess vegna tapaðist leik- urinn.“ Vantaði alla grimmd I X It, • 26 Coulthard - Frentzen - Barrichello 1,30 4,70 3,75 • 27 Hakkinen - M.Schumacher - Irvine 1,65 2,55 4,00 • 28 R.Scluimacher - Hill -Trulli 2,45 2,95 2,00 • 29 Vlllene -Alesi - Frentzen - 2,55 2,90 1,95 30 Frentzen - Fisichella 1,90 3,50 2,30 31 Hakkinen - M.Schumacher 1,85 4,80 2,00 32 Hill -Trulli 2,65 2,05 2,60 33 Irvine - Coulthard 2,05 3,65 2,05 3d R.Schumacher - Barrichello 2,15 2,95 2,25 35 Wurz - Ah*si 2,45 2,00 2,95 KOMDIIIKAPP ...Á LINGIUNNI linuUaUa ó taugardag Keppni ó uinnudag FORMUIAI Tippiiöu fyrir kl. 10.55 ú laugiirdag e6a á Interiietinu: uuuuvu.1x2.iH spennandi, liriny eftir hriny

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.