Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 4
4 C FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Atakalítill sigur í átaka miklum leik KR-ingar tylltu sér í efsta sæti íslandsmóts karla með sann- gjörnum og nokkuð öruggum 3:1 sigri á Fram á heimavelli sín- um. Var sigurinn þeim e.t.v. átakaminni en reikna hefði mátt með miðað við leik liðanna upp á síðkastið. KR-liðið var einfald- lega mun heilsteyptara og ákveðnara í öllum sínum aðgerðum og uppskar samkvæmt því. Þótt sigurinn hafi verið átakalítiil var nokkuð um átök á milli manna sem þurfti ekki að koma á óvart. KR-ingar hófu leikinn mun betur með fremur sókndjarfri uppstill- ingu sinni sem fólst í því að hafa Ein- ^■■1 ar Þór Daníelsson í Ivar fremstu röð ásamt Benediktsson Guðmundi Benedikts- skrifar syni og Bjarka Gunn- laugssyni í fjarveru Andra Sigþórssonar. Reyndist þessi uppstilling ágætlega gegn Fram-lið- inu sem var heldur vamarsinnað og ætlaði sér greinilega ekki að fara neinu offari í leiknum. Einar Þór gerði strax usla í vörn fram og á 6. mínútu fékk hann allgott færi á markteigshorni en skaut framhjá. Þremur mínútum síðar bjargaði Ólaf- ur Pétursson vel eftir fyrirgjöf frá Bjarka Péturssyni, andartaki áður en Guðmundur kom aðvífandi að mark- inu, óvaldaður. Menn rak því ekki í rogastans er KR-ingar opnuðu mark- areikning leiksins á 12. mínútu með marki frá Einari Þór. Eftir fyrsta markið varð loft lævi blandað á leikvellinum og óþarfa pústrar og brot urðu algengari sem minnkaði einbeitingu manna talsvert. Meðal annars fékk einn leikmaður hvors liðs gult spjald með mínútu millibili og var það síst ósanngjarnt eða of sparlega með spjöldin farið hjá slökum dómara leiksins, Agli Má Markússyni. Hann vantaði alla rögg- semi frá upphafi, hefði mátt nota gulu spjöldin enn meira og a.m.k. brúka það rauða einu sinni oftar en hann gerði. KR-ingar voru eftir sem áður sterkari aðilinn og fengu færi til að bæta við. Besta færið fékk Bjarki á 19. mínútu er hann var staddur einn á miðjum vítateig Fram gegn Ólafi Péturssyni markverði. Klaufaskapur Bjarka kom hins vegar í veg fyrir að hann skoraði og Ölafur varði vel Hilmar Björnsson lék gegn gömlu félögunum „Megum ekki hengja haus“ Hilmar Björnsson lék sinn annan leik fyrir Framara, en varð að lúta í lægra haldi fyrir gömlu sam- herjunum í KR. Þetta Björn Ingi er i annað sinn á ferl- Hrafnsson inum sem Hilmar skrifar leikur gegn KR-ing- um, fyrra sinnið var árið 1993 er hann lék seinni hluta tímabilsins með FH-ingum í efstu deild. „Þetta var svolítið skrítið fyrst, ég verð að viðurkenna það, en um leið og leikurinn hófst velti ég því ekki lengur fyrir mér og upp frá því var þetta eins og hver annar leikur," sagði Hilmar eftir leikinn. „Þetta var örugglega mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfend- ur, mikil barátta og fjögur mörk. KR-ingar voru sterkari í fyrri hálf- leik og gerðu þá tvö mörk, en við fengum líka færi og hefðum með heppni getað skorað, t.d. er Steinar [Guðgeirsson] negldi í slána undir lok fyrri hálfleiks. Svo gekk okkur betur í seinni hálfleik, sérstaklega þegar við þorðum að láta boltann ganga innan liðsins. Eftir mark okk- ar náðum við ágætri pressu, en þriðja mark KR kom eiginlega á versta tíma fyrir okkur. Samt héld- um við áfram að reyna og við hefðum sett mikla spennu í leikinn með öðru marki. Það tókst því miður ekki,“ sagði Hilmar. KR-ingar eru gríðarlega sterkir, að mati Hilmars. „Það er valinn mað- ur í hverju rúmi í þessu liði og mjög erfitt að leika gegn þeim. Sigurinn var líklega sanngjarn, þegar á heild- ina er litið, en mér fannst þeir detta nokkuð niður í seinni hálfleik og þá gekk okkur betur. En það er sér- staklega gaman að spila á þessum velli og mikil stemmning í kringum leikinn. Auðvitað er erfitt að leika gegn bestu vinum sínum og ég vildi í sannleika sagt ekki þurfa að gera það í hverri viku. En nú er ég Framari og vil vinna leiki með þeim og standa mig sem best í hverjum leik.“ Hilmar segist enn vera að kynnast samherjum sínum í Fram-liðinu og er bjartsýnn á næstu leiki. „Þetta var gífurlega erfiður leikur og ör- ugglega einn erfiðasti útileikur okk- ar í deildinni. Þess vegna megum við ekki hengja haus þrátt. fyrir tapið, heldur rífa okkur upp og gera betur í næstu leikjum. Það er leikið ört í deildinni þessa dagana og því er mjög mikilvægt að missa ekki damp- inn. Staða okkar í deildinni er enn ágæt.“ kæruleysislegt skot hans. Hvað sem þessu leið kom annað mark KR á 37. mínútu og var það sérlega laglegt hjá Guðmundi Benediktssyni. Heldur dró úr krafti KR eftir markið. Lið Fram sýndi hins vegar ekki mikla tilburði í sókninni. Næst því að skora komst Anton Bjöm Markússon er hann skallaði framhjá á 28. mínútu eftir einu homspyrnu Fram í leiknum. Marcel Orlemans fékk opið færi á 38. mínútu, en tókst ekki að stjórna boltanum og skot hans fór nokkuð yfir markið. Hinum megin var Sigþór í færi á vítateign- um en náði ekki að stýra knettinum rétta leið. Rétt áður en flautað var til leikhlés átti Steinar Guðgeirsson þrumuskot af 20 metra færi í slá KR- marksins. Fór þar með eitt besta færi Fram í leiknum. Framarar færði sig framar á leik- völlinn í upphafi síðari hálfleiks, bættu manni í sóknina á kostnað vamarinnar og það virtist hrífa því sóknarákafinn varð meiri en fyrr. Ágúst Gylfason átti skot framhjá á 47. mínútu og gaf tóninn um stund. Sævar Pétursson minnkaði síðan muninn á 55. mínútu og virtist sem markið ætlaði að hleypa spennu í leikinn. Leikmenn Fram reyndu að fylgja markinu eftir, en vantaði herslumuninn upp á. Sóknarleikur liðsins var oft einum of hægur og varfærnislegur sem gerði KR-ingum auðvelt um vik í vörninni. KR-ingar vora hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefa Fram annað stigið. Vesturbæjarliðið hafði viljann til sóknar en bitið virtist minnka nokkuð er Sigþór og Guðmundur urðu að yfirgefa leikvöllinn fyrri hluta hálfleiksins. Bjarki fékk tæki- færi til að innsigla sigurinn, a.m.k. að koma KR í góða stöðu, á 71. mínútu er hann fékk annað opið marktæki- færi líkt því sem hann fékk í fyrri hálfleik. Enn á ný mistókst honum og Ólafur varði vel. Bjarki bætti hins vegar fyrir mistökin einni mínútu síð- ar er hann skoraði þriðja mark KR með fallegu skoti utan vítateigs; þá var Ólafur illa á verði. KR-ingar voru sterkari síðasta stundarfjórðung leiksins eftir þriðja markið. Héldu þeir Frömurum í greipum sér og biðu menn þess eins að leikurinn yrði flautaður af. Sem fyrr segir var sóknarleikur Fram nokkuð hægur og bitlítill. Or- lemans mátti ekki við margnum og Sigurður Örn gætti Hilmars vel sem fékk þess vegna lítið svigrúm til að gera usla. Höskuldur Þórhallsson sást vart í fremstu víglínu og í raun þurftu varnarmenn KR engar áhyggjur af honum að hafa. Það er svo sem enginn hægðarleik- ur að sækja stig í greipar KR-inga á heimavelli þeirra. Hins vegar má spyrja sig að því hvort ekki sé þörf á að tefla djarfar en leikmenn Fram gerðu að þessu sinni til þess að eiga einhvern möguleika á stigi. KR-liðið er sterkt, innan þess virðist ríkja góður andi, auk þess sem leikmanna- hópurinn er þéttur. Dómarinn gerði rétt EINAR Þór Daníelsson, leikmaður KR, setti heldur betur svip sinn á leikinn gegn Fram. Hann lék í fram- línu liðsins í fjarveru Andra Sigþórssonar, sem er meiddur, og skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálf- leik. I heild átti hann ágætan leik og tilkynnti vallar- þulurinn undir lok leiksins að Einar hefði verið út- nefndur maður leiksins af Útvarpi KR. Aðeins örfáum andartökum síðar fékk Einar Þór svo réttilega að líta rauða spjaldið fyrir að slá til Ásgeirs Halldórssonar, varnarmanns Framara. .Ásgeir braut á mér og ég sló hendinni til hans, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Einar heldur óhress með sjálfan sig eftir leikinn. „Dómarinn gerði því rétt í að reka mig út af og ég verð að súpa seyðið af því.“ ÞÓRHALLUR Hinriksson fagnar Guðmundi Benediktssyni eftir að hinn síðarn þess einnig albúinn að gleðja Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga Sigurinn var sanngjam Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, sagðist ánægður með sigurinn á Fram enda væru það stigin þrjú sem skiptu öllu máli. „Ég er ánægður með Vaiur leikinn að mestu leyti. Jónatansson Fram-liðið er mjög gott skrifar 0g nær að leika vel saman þegar það fær tíma. Við náðum oft að pressa á þá og gera þeim erfiðara fyrir. Ég er ánægður með bar- áttuna í KR-liðinu og sigur er það sem skiptir öllu máli. Sigurinn var sanngjarn enda fengum við fleiri færi en þeir. Þetta var mikil vinna hjá leikmönnum og von- andi verða þeir búnir að jafna sig áður en við mætum Leiftri á Ólafsfirði á sunnudaginn," sagði Atli. Fór ekki um þig þegar Framarar náðu að minnka muninn í 2:1 í upphafí síðari hálfleiks? „Jú, auðvitað. Við sögðum á vara- mannabekknum: Enn fáum við mark upp úr föstu leikatriði - eins og hin fjögur sem við höfðum fengið á okkur fyrir þennan leik. Þetta er einhver grýla sem við verðum að vinna okkur út úr, en það er ágætt að vita hvað er að. Við fengum á okkur tvö mörk eftir hornspyrnur í Eyj- um og núna bara eitt, þannig að það er framför." Nú settir þú Einar Þór í framlínuna fyrir Andra, sem er meiddur, ertu ánægðurmeð frammistöðu hans? „Já, hann skilaði sínu vel. Hann gerði það sem til var ætlast, skoraði mark og vann vel. Hann fór að vísu aðeins yfir strikið í lokin þegar hann braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. En svona get- ur komið fyrir í hita leiksins." Sigþór var búinn að vera góður, hvers vegna tókst þú hann út af í upphafí síðari hálfleiks? „Sigþór var meiddur. Hann fékk hné í bakið í lok fyrri hálfleiks og var orðinn þjáður. Guðmundur var líka slæmur í bakinu og því tók ég hann út af og Bjarki fékk högg á aðra höndina. Það er mikið álag framundan hjá þessum strákum og því gott að geta hvílt þá.“ Nú er KR komið í toppsæti deildarinnar og ætlar sjálfsagt að halda í það sem lengst? „Já, nú erum við komnir með einu stigi meira en eftir alla fyrri umferðina í fyrra. Það eru 13 stig komin í hús og þegar við erum búnir að ná í 30 stig get- um við farið að spá í hver staðan og möguleikar okkar séu á íslandsmeist- aratitlinum, ekki fyrr. Það eru allt of margir leikir eftir til að spá of mikið í það. Við stefnum að því að ná í þrjú stig á Ólafsfírði á sunnudaginn og hugsum ekki um annað á meðan.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.