Morgunblaðið - 25.06.1999, Síða 7

Morgunblaðið - 25.06.1999, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 C 7-t' IÞROTTIR SKYLMINGAR Kemst Sigrún á HM? Sigrún Ema Geii-sdóttir er í 45. til 60. sæti heimslista kvenna í skylmingum með höggsverði og takist henni að halda því sæti fram á haustið hefur hún unnið sér inn þátttökm-étt á heimsmeistaramót- inu sem fram fer í Seoul í S-Kóeru í nóvember. Sigrún hefur síðustu mánuði tekið þátt í fjórum heims- bikarmótum, en þau gefa stig á heimslistann, og hefur árangurinn fleytt henni í þessa stöðu á listan- um. Takist henni að vinna sér þátt- tökurétt á heimsmeistaramótinu yrði hún fyrst íslenskra skylminga- manna til þess. Á fyrsta heimsbikarmótinu sem Sigrún tók þátt í, í Orléans í Frakk- landi, hafnaði hún í sæti á milli 30 og 40, en keppendur voru nærri 100. Alls komust 64 fjórir þeiira áfram í útsláttarkeppnina. í henni vann Sig- rún fyrstu viðureignina en tapaði í annaiTÍ umferð. Ásamt Sigrúnu tóku Guðrún Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústsdóttir einnig þátt en þeim vegnaði ekki eins vel og Sigrúnu. Því næst kepptu Sigrún og Guð- rún þátt í móti í Boston í Bandaríkj- unum. Þar náði Sigrún sér ekki á strik, hafnaði í 67. sæti. Guðrún var betri og hafnaði í 45. sæti en alls voru keppendur 75 á mótinu. Þriðja heimsbikarmótið sem ís- lenskir skylmingamenn tóku þátt í var haldið í Koblenz í Þýskalandi. Keppendur voru alls 75 og komst Sigrún í 64 manna úrslit. Vann hún fyrstu viðureign þar en tapaði þeini næstu og varð í 44. sæti. Þorbjörg tók einnig þátt en var í 74. sæti. Snemma í júní fóru Sigrún og Guð.rún á mót í mekka skylmingaí- þróttarinnar í Þýskalandi, bæinn Tauberbischofsheim. Þangað stefndu alls 64 skylmingamenn til keppni í kvennaflokki, en einnig var keppt í karlaflokki. Sigiún náði sér sérlga vel á strik á þessu móti, hafnaði í 20. sæti, sem er það besta sem hún hefur náð til þessa og gaf henni um leið mikilvæg stig á heimslistann. Guðrún varð í 57. sæti. Síðasta heimsbikarmótið á þessu keppnistímabili fór fram í Havana á Kúbu um síðustu helgi, en þangað fóru íslenskir skylminga- menn ekki. „Það hefur verið mjög skemmti- legt og lærdómsríkt að taka þátt í þessum mótum, auk þess sem það er góð tilbreyting frá því að vera að eiga alltaf við sömu andstæðingana hér á landi,“ segir Sigrún Erna, sem notið hefur styrks frá Hafnar- fjarðarbæ til að taka þátt í mótun- um. „Einkum var ánægjulegt að keppa í Tauberbischofsheim. Þar var aðstaðan einstök og mótið fékk mikla athygli enda gríðarlegur áhugi fyrir íþróttinni í bænum.“ Sigrún tók upp æfingar af fullum krafti snemma í ár eftir að þær höfðu legið niðri um nokkurt skeið meðan hún stundaði nám í Dan- mörku. „Það er gaman að vera komin á fulla ferð að nýju og von- andi tekst mér að vinna mér sæti á heimsmeistaramótinu, möguleikinn er fyrir hendi.“ Kristinn áfram í efsta flokki afreksmanna- sjóðs Á FUNDI framkvæmdanefndar Iþrótta- og ólympíusambands Is- lands í sl. viku var ákveðið að end- urnýja y langtímastyrktarsamning við SKÍ til eins árs vegna Kristins Björnssonar skíðamanns. Hann verður áfram í efsta styrktarflokki afreksmannasjóðs, fær 160 þúsund krónur á mánuði til 30. apríl á næsta ári. Þá var samþykkt að veita Fim- leikasambandinu 200 þúsund krón- ur vegna landsliðsverkefna, Hand- knattleikssambandinu 800 þúsund vegna þátttöku ungmennalandsliðs kvenna í heimsmeistaramótinu í Kína í sumar og Iþróttasambandi fatlaðra veitt 200 þúsund krónur í styrk. MOTORKROSS IL GOLF/EM UNGLINGA Morgunblaðið/Jón Hafsteinn Magnússon RAGNAR Ingi Stefánsson og Viggó O. Viggósson í baráttu og að hringa aðra keppendur í fyrstu umferð mótsins að Laugalandi. Ragnar keyrði besl að Laugalandi Jón velur ung- mennalandsliðin JÓN Karlsson, landsliðseinvaldur unglinga í golfi, tilkynnti í gær hópinn sem keppa mun á Evrópu- meistaramótum unglinga í næsta mánuði. Keppa drengir í Svíþjóð og stúlkur í Finnlandi, en mótin fara fram 6. til 10. júlí nk. Þetta er í fyrsta sinn sem íslend- ingar senda stúlknaflokk á Evrópu- mótið og Jón sagði í gær að menn renndu blint í sjóinn hvað það varð- aði. „Stefnan er auðvitað að gera sitt besta, en það er ánægjulegt að sjá þá miklu breidd sem er hjá ungum kylfingum hér á landi, hvort sem eru drengir eða stúlkur," segir Jón. Hópurinn æfir saman þessa dag- ana og mun gera fram að mótinu í næsta mánuði. I drengjahópnum eru Gunnai- Þór Gunnarsson, Gunnar Þór Jóhannsson, Örlygur Helgi Gríms- son, Guðmundur Ingvi Einarsson, Sigurþór Jónsson og Bii'gir Már Vig- fússon. í stúlknaliðinu eru Helga Rut Svanbergsdóttir, Nína Björk Geirs- dóttir, Kolbrún Sól Ingólfsdóttir og' Kristín Elsa Erlendsdóttir. Karl er þjálfari beggja liða, en mun fylgja drengjaliðinu til Svíþjóðar ásamt Þóri Bragasyni. Með stúlkna- liðinu verða í för Olga Lísa Garðars- dóttir og Kai'l Ómar Karlsson. QPNA EITVtSKIPS golfmótið á Nesvelli laugardaginn 26. júní 1999 Rástímar frá kl. 8-10 og 13-15. Verðlaunaafhending um kl. 19. Stórglæsileg verðlaun fyrir: 1., 2. og 3. sæti með og án íorgjafar. Nándarverðlaun verða veitt á 2./11. braut og 5./14. braut Skráning í golfskála í síma 561 1930. Þátttökugjald kr. 2.000. Golfklúbbur Ness r......... ........\ ÖNNUR umferð fslandsmótsins í mótorkrossi fór fram að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit um síðustu helgi á braut sem akstursdellukallinn Finnur Aðalbjörnsson hefur útbúið með hjálp góðra vina. Framkvæmd og aðbúnaður var til fyrirmyndar. 20 keppendur voru skráðir til leiks og var mikil spenna var á ráslínunni þar sem íslandsmeistarinn Ragnar Ingi Stefánsson, sem býr í Svíþjóð, hafði unnið fyrstu umferðina frekar létt. En hann endurtók leikinn og sigraði þó svo að hann hafi þurft að hafa töluvert fyrir honum. Eknar voru þrjár umferðir. Besta startinu í fyrstu umferð náði Helgi Valur Georgsson, fyrrverandi Islandsmeistari, þá Jón Hafsteinn kom Ragnar Ingi, Magnússon .Þorvarður Björg- skrifar úlfsson, Viggó O. Viggósson og Reyn- ir Jónsson. Ragnar náði fljótlega forystunni með Þorvarð og Viggó á hælunum, en Þorvarður bræddi úr hjóli sínu og hætti. Viggó fylgdi fast á eftir Ragnari og reyndi árangurs- laust að komast framúr, mikil drulla sem Ragnar jós yfir hann byrgði honum sýn. Niðurstaðan var að Ragnar varð fyrstur, Viggó annai' og Reynir þriðji. I 2. umferð náði Helgi Valur besta startinu, þá kom Þorvarður, Ragnar, Reynir og síðan Viggó. Þorvarður komst fljótlega í forystu, missti hana síðan niður tO Viggós. Ragnar og Reynir voru í mikilli bar- áttu og þustu fram úr Viggó og allt í einu var Reynir orðinn fyrstur, Ragnar annar og æðisleg barátta þar sem þeir skiptust á að hafa for- ustu. Reynir náði smáforskoti en Ragnari tókst að komast fram úr á lokahringnum. Niðurstaðan var: Ragnar númer eitt, Reynii- tvö og Viggó þrjú. I þriðju og síðustu umferðinni náði Helgi Valur besta startinu aft- ur, en flótlega tóku þeir Ragnar og Reynir við forystuhlutverkinu og háðu harða orustu sem endaði með að Reynir stakkst fram fyrir sig og Ragnar náði forustunni sem hann hélt til loka. f þessari umferð þurfti Ragnar svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Nokkrir nýliðar tóku þátt í keppninni og stóðu sig vel. Keppnin var mjög spennandi, brautin góð og skemmtu áhorfendur sér vel. Má búast við afar spennandi lokaum- ferð í stigakeppninni um íslands- meistaratitilinn sem fram fer 24. júlí. Lokaúrslit: 1. Ragnar I. Stefánsson, VH&S CR 500 2. Viggó Ö. Viggósson, JHM SPORT YZ 250 3. Reynir Jónsson, VH&S KX 250. olis Olís Char. Broil opið verður haldið hjá Golfkiúbbi Borgarness laugardaginn 26. júní. Leikinn verður 18 holu höggleikur. Glæsileg verðlaun frá Olís fyrir fyrstu þrjú sætin með og án forgjafar. Nándarverðlaun, verðlaun fyrir lengsta teighögg, dregið úr skorkortum. Skráning og upplýsingar í síma 437 1663 eða 862 1363.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.