Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 B 5
„Þegar slík blaðra
springur brenna sig
margir og á Wall
Street hugsa marg-
ir ennþá með hryll-
ingi til allra líf-
tæknifyrirtækjanna
sem aldrei urðu að
neinu.“
legt fyrir fjárfesta sem sjá ekki
hagstæðustu kaup- og sölutilboð.
Fyrstu dagana eftir stórkaup ríkis-
bankanna fréttist t.d. að verið væri
að bjóða bréf til almennra fjárfesta
á gengi í kringum 20, á meðan önn-
ur verðbréfafyrirtæki voru tilbúin
að selja á lægra gengi fyrir hönd
sinna viðskiptavina. Þetta er á
vondu máli kallað krossaður mark-
aður. Það væri æskilegt að einhver
leið fyndist til að versla með þessi
bréf hér á Islandi á skikkanlegan
hátt.
Níðstangir úr gulli
DeCODE Genetics Inc. er senni-
lega eitt þeirra fyrirtækja sem hvað
besta kynningu hefur fengið áður
en það hefur verið skráð á hluta-
bréfamarkaði. Sú kynning gæti þýtt
töluverðan meðbyr á markaðnum,
a.m.k. fyrst um sinn. Bjartsýnustu
menn tala jafnvel um að ekkert fyr-
irtæki hafi verið í jafngóðri stöðu
síðan sjálft Netscape fór á markað
með miklum látum árið 1995 og gaf
tóninn fyrir Intemet-kaupæðið. Það
hlýtur að vera skrítin tilfinning fyr-
ir gagnrýnendur fyrirtækisins og
miðlæga gagnagrunnsins að hafa
átt þátt í að auglýsa það svona
rækilega upp og gera þannig hluta-
bréf eigendanna að áhugaverðari
söluvöru. Eg held nefnilega að það
sé leitun að þeim fjárfesti sem hefur
verulegar áhyggjur af því að hugs-
andi vísindamenn riti alvarleg vam-
aðarorð í fagtímarit eða einhver
áhugamannasamtök reyni að tengja
fyrirtækið við helför nasista. Menn
láta sér yfirleitt nægja að fyrirtæki
starfi eftir gildandi landslögum í
sínu heimalandi og gagnrýnin eykur
einfaldlega áhugann. Eftir ein-
hverju hlýtur að vera að slæðast
fyrst gagnrýnendurnir ganga svona
hart fram, hugsa líklega flestir.
Undantekningin: Amgen
Það er fyrir margra hluta sakir
áhugavert að skoða feril bandaríska
líftæknirisans Amgen. Bæði fyrir
þá sem þurfa nú að kynna sér fram-
andi heim líf- og erfðatæknifyrir-
tækja og einnig þá sem eru að velta
því fyrir sér hvað verði um heitustu
Internet-fyrirtækin til lengri tíma.
Amgen var stofnað 1980 af hópi vís-
indamanna og áhættufjárfesta og
hóf starfsemi árið eftir á 19 milljóna
dala framlagi hinna síðamefndu.
Það aflaði þrívegis fjár á hluta-
bréfamarkaði á árunum 1983-87.
Árið 1987 fékk Amgen fyrsta einka-
leyfi sitt vegna þróunar á stórlyfmu
Epogen sem fékk markaðsleyfi
tveimur ámm síðar. Síðan fylgdi
annað stórlyf, Neupogen í kjölfarið
og nú em starfsmenn Amgen orðnir
5.500 talsins og það komið í hóp
stórra lyfjafyrirtækja.
Síðustu 12 mánuði var velta
Amgen 2,7 milljarðar bandaríkja-
dala og þar af er hagnaðurinn 913
milljónir dala. Það gerist þótt fyrir-
tækið eyði gríðarlegum fjármunum í
rannsóknir og þróun. Markaðsvirði
fyrirtækisins em 30 milljarðar dala,
þannig að V/H hlutfallið er 33.
Það er fróðlegt að skoða 15 ára
graf yfir þróun verðs hlutabréfa í
fyrirtækinu. Það fór hægt af stað en
í líftæknikaupæðinu 1990-91 marg-
földuðust bréfin í verði. Eftir að sú
blaðra sprakk tók það Amgen síðan
á þriðja ár að ná aftur fyrra gengi,
jafnvel þótt reksturinn' væri með
ágætum. Langflest líftæknifyrir-
tækin sem athygli spákaupmanna
beindist að urðu aldrei að stórfyrir-
tækjum og á þeim töpuðu fjárfestar
miklu fé. Gott gengi Amgen er því
undantekning. Það er ekki ólíklegt
að eitthvað svipað muni eiga sér
stað með netfyrirtækin núna. Ein-
staka munu lifa og verða viðskipta-
veldi, en flest falla í gleymsku. Hér
er alls ekki verið að gefa því undir
fótinn að deCODE verði nýtt
Amgen. Þótt þróun lyfja með hag-
nýtingu líftækni sé erfið, þá er notk-
un erfðatækninnar ennþá flóknari.
Keppinautarnir
Það er áhugavert að skoða þróun
verðs á hlutabréfum keppinauta
deCODE, þótt engin þessara fyrir-
tækja séu fyllilega sambærileg. Mil-
lenium Pharmaceuticals hefur verið
að gera það gott að undanfömu og
hafa hlutabréfin tvöfaldast í verði
síðasta árið. Markaðsvirði Milleni-
um er nú 1.200 milljónir dala, eða
meira en helmingi hærra en
deCODE. Gengi hjá Human Gen-
ome Sciences hækkaði mikið um
áramótin 1995/96, en þótt fyrirtæk-
ið hafi verið afar duglegt við einka-
leyfaumsóknir hefur það ekki staðið
undir væntingum og gengið héfur
sveiflast fram og til baka æ síðan.
Enn em fjárfestar þó greinilega
ekki úrkula vonar, því markaðsvirði
fyrirtækisins er 900 milljónir dala.
Athugasemd
greinarhöfundar
Þær vangaveltur sem fram koma
í þessari grein má alls ekki túlka
sem hvatningu til að kaupa eða selja
hlutabréf deCODE Genetics né
nokkurs annars fyrirtækis. Þær
geta heldur ekld á nokkum hátt
talist fullnægjandi grundvöllur
ákvarðanatöku um kaup eða sölu.
Margeir Péturssón
Höfundur er héraðsdómslögmaður
og löggiltur verðbréfasali. Hann
rekur eigið verðbréfafyrirtæki.
Skjávarpi ~"V4”
til myndframsetningar
-úr tölvu eða af myndbandi
Mjög léttur og meðfærilegur skjávarpi, aðeins 4,5 kg.
Fjarstýring með músarstýringu og leysibendli. Innbyggðir
hátafarar. Er ætlaður ráðstefnusölum, stofnunum,
fyrirtækjum skólum o.fl. Kynning í verslun okkar og eða
með heimsókn til þín. ieitið upplýsinga.
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
SH/VR P.... leiðandi framleiðandi með uLCD"’tækni
*Uquid Crisktl Display
'I 25QQ 02
, THn'u Ö5 /' Oí)
sundurliðun ferðaútgjalda
allar tryggingar vegna viðskiptaferða
bílaleigutrygging
betri aðstaða í viðskiptaferðum
EUROPAY ísland og Flugleiðir bjóða fyrirtækjum nýtt kreditkort,
Fyrirtækjakort. Notkun kortsins hefur í för með sér aukið hagræði hjá
fyrirtækjum, sparnað og skilvirkara eftirlit með ferðaútgjöldum.
Handhafi kortsins nýtur betri aðstöðu í viðskiptaferðum og korthafi,
sem er íVildarklúbbi Flugleiða, fær að auki ferðapunkta samkvæmt
reglum Vildarklúbbsins.
Láttu Fyrirtækjakortið auðvelda þér að halda utan um reksturinn
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Europay ísland í
síma 550 1555 og hjá Söluskrifstofum Flugleiða í síma 5050
IŒLANDAIR