Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 10

Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 10
10 B FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ævintýraferð íslensks háskólanema til Varna í Bulgariu Landsmenn leystir úr íj ötrum kommúnisma Morgunblaöiö/Þorkell Búlgaría er land tækifæranna, segir Kristrún Sveinbjörnsdóttir. Kristrún Sveinbjörns- dóttir stundar nám við FlU-háskólann á Mi- ami, í stjórnun og al- þjóðaviðskiptafræði. I maí lenti hún í ævintýri sem hún sagði Ivari Páli Jónssyni frá. AÐDRAGANDI ferðar- innar var með þeim hætti að Kristrún sá auglýsingu í skólanum. í henni var auglýst eftir fólki til að fara til borgarinnar Vama í Búlgaríu og aðstoða þarlend fyrir- tæki við að aðlagast frjálsum markaði. Hún sendi umsókn til prófessorsins sem sá um verkefn- ið, dr. Jan Luytjes, og var vahn ásamt 19 öðrum nemendum. Kristrún segir að fímm nem- endur hafí hætt við á síðustu stundu, foreldrar þeirra hafi bannað þeim að fara vegna stríðs- ins í Kosovo. „Daginn áður en við fórum varpaði NATO af misgán- ingi sprengju á úthverfí Sofiu, höfuðborgar Búlgaríu. Fólk var því frekar taugaóstyrkt við upp- haf ferðar,“ segir hún, en bætir við að sjálf hafí hún ekki látið hugfallast. Að sögn Kristrúnar var fyrir- fram gert ráð fyrir að dvöl nem- endanna hefði verið að öllu leyti undirbúin og skipulögð, en annað kom á daginn. „Búlgarski prófess- orinn sem átti að sjá um það, dr. Koev, trúði því ekki að við værum að koma. Hann trúði því ekki fyrr en við vorum lent,“ segir hún. Hún segir að lítið hafi verið búið að tala við búlgörsk fyrirtæki, þannig að þau hafí þurft sjálf að fara á stúf- ana. Erfitt að fá upplýsingar Kristrún segir þau hafa mætt töluverðri tortryggni til að byrja með. „Við fórum fljótlega á fund með borgarstjóra Varna, sem heit- ir Christo Kirchev. Prátt fyrir að hann virtist vera hrifinn af því sem við vorum að gera, var hann treg- ur til að gefa okkur upplýsingar. Við spurðum hann til dæmis nokkrum sinnum hvort til væri upplýsingamiðstöð fyrir fólk sem væri að stofna fyrirtæki, en hann fór undan í flæmingi. Svo þegar við vorum búin að vera þarna í ein- hvem tíma komumst við að því eft- ir krókaleiðum að Efnahagsþróun- arstofa var til í Varna og að borg- arstjórinn var sjálfur forstöðumað- ur hennar,“ segir Kristrún. Að ferðinni kom ungverskur milljarðamæringur, George Soros, sem flutti ungur til Bandaríkjanna og safnaði auði. Hann hefur mikla trú á Búlgaríu og telur að þar sé óplægður akur fyrir fjárfesta. Að hans sögn er efnahagur Búlgaríu að ná sér á strik, einkum vegna þess að kommúnisminn náði ekki að skjóta jafn sterkum rótum þar og t.a.m. í Rússlandi. Soros hefur látið mikið fé af hendi rakna til að aðstoða Austur-Evrópuríki. .Áhugamál hans er að koma á fót stórri viðskiptamiðstöð, með þátt- töku erlendra fjárfesta, til að hjálpa Austur-Evrópubúum að koma undir sig fótunum,“ segir Kristrún. „Við undirbjuggum þá miðstöð í samvinnu við menn frá Open Societyí Sofiu, meðal annars með fullkominni viðskiptaáætlun sem var forunnin á Miami nokkrum mánuðum fyrir brott- för,“ bætir hún við. Hjálp frá milljarðamæringi Soros hefur stofnað Open Soci- efy-klúbba víðs vegar um Austur- Evrópu, en hlutverk þeirra er að aðstoða fyrirtæki. „Eftir nokkra byrjunarörðugleika kom formaður klúbbsins í Varna að máli við okk- ur, eftir að hafa frétt af komu okk- ar í fjölmiðlum. Hann greiddi okk- ur leið, því hann vildi knýja fram hugarfarsbreytingu hjá fyrirtækj- unum,“ segir Kristrún. Að sögn Kristrúnar eru 60% búlgarskra fyrirtækja í ríkiseign. „Einkavæðingin er í fullum gangi. Við komum til landsins núna þegar hún var að hefjast. Hlutverk okkar var að veita sem flestum fyrirtækj- um ráðgjöf, en við vorum náttúru- lega helst til fá til að veita öllum þjónustu sem þurftu,“ segir Kristrún. Fyrirtækið sem Kristrún að- stoðaði var stærsta atvinnumiðlun Varna, Polykontakt, sex ára gam- alt fyrirtæki. „Við gerðum full- komna viðskiptaáætlun til næstu fimm ára fyrir fyrirtækið. Það þurfti reyndar nokkuð til að sann- færa stjómendur þess um nauðsyn áætlunarinnar, en þeh' voru í byrj- un á þeirri skoðun að slík áætlun væri óþörf. En það tókst og við er- um núna í góðu sambandi við þá,“ segir hún. Aftur austur innan skamms Kristrún segist hafa mikinn hug á því að endurtaka leikinn og heimsækja Austur-Evrópu á ný. „Þrjú önnur Austur-Evrópulönd hafa haft samband við dr. Jan Lu- ytjes með svipuð verkefni í huga. Hann var nýlega á stórri ráðstefnu í Búlgaríu og ég bíð núna eftir að heyra frá honum um framhaldið,“ segir hún. Þess má geta að dr. Lu- ytjes er einn af stofnendum FIU og er iðulega kallaður „faðir“ há- skólans. Búlgaría er land tækifæranna, segir Kristrún. „Möguleikarnir eru óþrjótandi,“ segir hún. „Ef ég væri að klára nám núna, myndi ég reyna fyrir mér í Búlgaríu. Það sem þarf er hugarfarsbreyting, en ég fann greinilega fyrir henni með- al ungs fólks,“ segir Kristrún að lokum, en um þessar mundir er hún að vinna hjá Arnasyni og co, einkaleyfa- og vöramerkjastofu. Hún er einnig að vinna að því að gera viðskiptaáætlanir fyrir fyrir- tæki. Það ælti einhver að taka Þú gætir tekið ó því. ó þessu vandamóli! Þú gerir ekki neitt. - Ekki nokkurn skapaðan hlut. VOO DON'T DO ANVTHTNG. NOT A SINGLE THING. & EVERVTHTNG 15 so AtASIGUOUS HERE! 15 IT TOST fAE, OR IS THIS iaeeting taking FOREVER? j-- Það er allt svo tvírætt hérnal Finnst mér það bara, Það ætti einhver að eða er þessi fundur hrikalega langurí taka á því vandamáli! Einar Farest- veit semur við Sensor- matic EINAR Farestveit & Co hf. tók nýlega við söluumboði fyrir banda- rísku samsteypuna Sensormatic Electronic Corporation sem fram- leiðir rafeindaöryggistæki, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Einari Farestveit & Co. Samningurinn við Einar Farest- veit & Co felur í sér sölu og þjón- ustu á öllum framleiðsluvörum Sensormatic á Islandi en á meðal þess búnaðar sem Sensormatic er hvað þekktast fyrir er vörueftirlits- kerfi fyrir verslanir, myndavéla- kerfi og aðgangseftirlitskerfi. Hákon Farestveit, sölustjóri ör- yggiskerfa hjá Einari Farestveit & Co, segir í fréttatilkynningunni að með samningnum aukist breiddin í öryggisbúnaði sem fyr- irtækið selur, einkum þó á sviði vörueftirlitskerfa. Hann segir að sökum harðnandi samkeppni séu verslunareigendur á íslandi að gera sér æ betur grein fyrir hversu nauðsynlegt er að lág- marka vörurýrnun með því að koma í veg fyrir að vörur fari ógreiddar úr verslununum. Einar Farestveit & Co hefur selt heimilistæki, öryggistæki og lækn- ingatæki auk ýmissa annarra raf- eindatækja í 35 ár. Velta fyrirtæk- isins er um 240 milljónir króna og hjá því starfa 10 manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.