Morgunblaðið - 25.07.1999, Page 2
STAR WARS UPPLIFUN
EINLÆGS AÐDÁANDA
Hltexti-'Guömundur Br.líl|6rí I
ér til hliðar fer smá grein eftir einlægan Star Wars
aðdáanda um hvernig það var að upplifa sýningu á Star
Wars Special Edition í Mann's Chinese Theater í
Hollywood daginn eftir frumsýningu. Þess má geta að allar Star
Wars opnuðu í Mann's Chinese bíóinu og hefur bíóið orðið
hálfgert "Mekka" Star Wars aðdáenda.
f dag er dagurinn! f dag er Star Wars-dagurinn. f dag
er laugardagur 1. febrúar 1997. Ég stend í röðinni á
hliðargötu fyrir aftan hið fornfræga Mann Chinese
Theater á Hollywood Boulevard, í hjarta drauma-
verksmiðjunnar þar sem kvikmyndastjörnurnar gera
minningu sfna og frægð ódauðlega með því að setja
hendur og fætur í sement ásamt undirskrift. Ég bíð í
örvæntingu eftir því að sjá Star Wars Special Edition.
Veðrið hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á stemmn-
inguna. Annars vegar spýtir sólin sjóðheitum geislum
sínum í allar áttir um Ijósbláan, skýjalausan himininn
og ekki er laust við að funheitum íslenskum
stjörnustríðsaðdáanda þyki nóg um. Á hin bóginn
rignir ekki (gerist nánast aldrei í suður-Kalifornfu) svo
af tvennu illu er fyrri kosturinn betri.
Sjóðandi hitinn gerir það að verkum að sólgleraugun
renna eilftið eftir nebbanum undir Star Wars
derhúfunni minni sem ég ber stoltur. Áfram er beðið.
Allt f kringum mig ómar hin engilsaxneska alheims-
tunga ásamt hlátrasköllum og hitastunum frá þéttholda
götuspekingum með andlitshár f öllum heimsins
regnbogatískulitum. Einn og einn svitadropi læðist eftir
bakinu. Áður en ég veit af er komin hálfskílómetra löng
röð fyrir aftan mig! Ég kom einum og hálfum tíma fyrir
sýningu, samt var komin (að mér fannst) mflulöng röð
fyrir framan mig.
Sýningin á að hefjast korter í eitt á þessu sjóðheita
laugardagseftirmiðdegi. Ég horfi á þá sem standa f
röðinni: Fullorðið fólk með Star Wars leikföng, étandi,
drekkandi, lesandi, hlæjandi og stynjandi.
LOKSINS er opnað við mikið lófatak fjöldans og
skriður kemst heidur betur á röðina sem breytist f
flóðbylgju inn í andyrið - allir hafa þegar keypt miða
auðvitaðl Ég fjárfesti í poppi og kóki með grænu
dollurunum mfnum og ryðst sfðan inn í bfósalinn.
Þvflíkur bíósalur! 1.500 manna risasalur með hafsjó af
rauðum sætum fyrir framan 60 feta risasýningartjald
með rauðum tjöldum og fullkomnasta hjóðkerfi heimsl
Klukkuna vantar korter í sýningu.
Mannþröngin ærist þegar sýningartjöldin opnast.
Hróp, köll og klapp og fólk raulandi Star Wars.... Star
Wars... Star Wars. Þvílík og önnur eins upplifun. Aldrei
áður á ævinni.
Stóra stundin er að renna upp. Klukkan 12:42 og
counting...
Það verður gjörsamega allt vitlaust þegar myndin
byrjar og látlaust klappað... gjörsamlega stanslaust.
Síðan er klappað og öskrað þegar hver hetjan af fætur
annarri birtist á hvfta tjaldinu þó mest fyrir Svarthöfða
og Hans Solo. Einnig er klappað og flautað fyrir nýju
senunum sem bætt hefur verið við og í lokin tekur
bíóið þátt í lokaathöfninni með áframhaldandi öskri,
lófataki og flauti. Lófatakið stendur langt fram í
endalistann.
Oftar en ekki fékk ég gæsahúð á meðan á sýningunni
stóð. En þegar Obi Wan dó f lokin og þegar Helstirnið
splundraðist eru ógleymanleg augnablik sem koma til
með að lifa í eilífri minningu fullorðinsáranna.
Hætt er þó við að þessar sömu tilfinningar vakni
heldur betur til Iffsins við það að upplifa nýju Star Wars
myndina sem fengið hefur frábærar viðtökur um
heim allan.
- Guðmundur Breiðfjörð ■
STJORNUSTRIÐ epísode^j
FYRSTI HLUTI: ÓGNVALDURINN.
FRUMSÝND Á ÍSLANDIM!!!
ann 13. ágúst næstkomandi rennur stóra
stundin upp. Myndin sem allir hafa beðið
I eftir, Stjörnustríð fyrsti hluti: Ógnvaldurinn,
verður loksins frumsýnd í 6 kvikmyndahúsum
samtímis hér á landi. Myndin hefur farið
sigurför um heiminn og slegið fjöldan allan af
aðsóknarmetum t.d. í Bandaríkjunum,
Bretlandi, Asíu og Ástralíu og nú er komið að
því mátturinn verði með íslendingum.
Fös. 13. Ágúst:
í hvaða bíóum er nýja
Stjörnustríðsmynndin sýnd?
Nýja Stjörnustríðsmyndin verður sýnd í
Regnboganum, Kringlubfói, Bfóhöliinni f
Álfabakka, Laugarásbíói, Nýja Bfói Akureyri
og Nýja Bíói Keflavík.
Sólarhringssýningar:
Myndin verður sýnd allan sólarhringinn í
Regnboganum, Bíóhöllinni í Álfabakka og
Nýja Bíói Akureyri fyrstu tvo sólarhringanna.
Forsala aðgöngumiða er hafih!
• Hraðbankar:
Hægt verður að kaupa miða beint f
hraðbönkum fslandsbanka um allt land með
debet eða kreditkorti. Þú einfaldlega velur
kvikmyndahús og sýningartíma og
útprentaður miði er staðfesting sem þú
skiptir fyrir bíómiða í miðasölu viðkomandi
kvikmyndahúss.
• Heimabanki:
Þú ferð einfaldlega inn á Heimabanka
(slandsbanka, www.isbank.is, og velur
kvikmyndahús og sýningartíma og millifærir
sfðan upphæðina sem verslað er fyrir. Hægt
verður að nálgast miðann/miðana f miðasölu
viðkomandi kvikmyndahúss í eigin persónu
gegn framvísun persónuskilríkja eftir 10.
ágúst þegar forsölu fslandsbanka lýkur.
Miðinn verður að vera sóttur tveimur klst.
fyrir sýningu.
Regnboginn 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00 5:00 8:00
Bfóhöllin 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00 5:00 8:00
Nýja Bíó Akureyri 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00 5:00 8:00
Krfnglubfó 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Laugarásbfó 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00
Nýja Bíó Keflavík 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Lau. 14. Ágúst:
Regnboginn 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00 5:00 8:00
Bfóhöllin 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00 5:00 8:00
Nýja Bíó Akureyri 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00 5:00 8:00
Kringlubfó 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Laugarásbíó 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30 2:00
Nýja Bfó Keflavík 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Sun. 15. Ágúst:
Regnboginn 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Bíóhöllin 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Nýja Bíó Akureyri 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Kringlubfó 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Laugarásbíó 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
Nýja Bíó Keflavík 12:30 15:00 17:30 21:00 23:30
laaaMÆfflgi KRINGUJK)1% vr-Víi
ÁLFABAKKA bHk-Aaui
D I G I T A L
surround-ex Nýja stafræna Dolby Surround EX hljóðkerfið:
Nýtt og fullkomið Dolby Digital Surround EX hljóðkerfi var sett
upp í Regnboganum f júnf síðastliðnum, gagngert vegna nýju
Stjörnustrfðsmyndarinnar.
Fyrir 20 árum heilluðust áhorfendur um allan heim af nýrri mynd sem
hét Stjörnustríð og nýju margrása hljóðkerfi sem hét Dolby Stereo. Nú
loksins þegar nýja Stjörnustríðsmyndin sem allir hafa beðið eftir,
Störnustríð fyrsti hluti: Ógnvaldurinn, er komin í bfó hafa Dolby
Laboratories og Lucasfilm tekið höndum saman og búið til nýtt og enn
fullkomnara hfjóðkerfi sem heitir Dolby Digital Surround EX, nýjasta
uppfinningin f kvikmyndahljóði fyrir nýja og spennandi bíóöld.
Kerfið var tekið í notkun nú f maf í Bandarfkjunum á nýju Stjörnustrfðs-
myndinni. Áhorfandinn upplifir betri samsvörun og jafnvægi allra hljóða,
hljóðeffecta og tæknibrellna frá öllum hliðum kvikmyndasalarins (360°
hljóðflutningur) sem mun gera bfóupplifunina á nýju Stjörnustrfðsmyndinni
enn magnaðri en nokkur hefur ímyndað sér.
Önnur bíó sem sýna nýju Star Wars myndina hérlendis hafa einnig tekið
upp hið nýja EX kerfi.
Ritstjórar: Stefán Sigurjónsson
og Gísli Einarsson
Hönnun og uppsetning: Siggi Sveinn og Ari S. Arnarsson
Textahöfundar:
Gísli Einarsson
Stefán U. Sigurjónsson / Der Konig
Ari S. Arnarsson
Jón Björgvin Stefánsson
Torfi Frans Ólafsson
Birgir Örn Steinarsson
Guðmundur Breiðfjörð
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson / Rauða Ljónið
Þó Clio hafi alla kosti smábfls býður hann um
leió þægindi og öryggi stserri bíla. Hann er
ekki aðeins rúmmeiri en aðrir bflar f sama
stxrðarflokki heldur er hann einnig mun
öruggari á alla vegu (t.d. ABS hemlakerfi og
allt að 4 loftpúðar). Hljóðeinangrunin í Clio
er meiri og aksturseiginleikar hans eru betri.
Er ekki kominn tími til að fá sér stóran bfl?
CrjótháU 1
Sfmi 5751200
Soludeild 57J1220