Morgunblaðið - 25.07.1999, Qupperneq 6
1
STJÖRNU-STRÍÐS-
LEIKARARNIR OKKAR
(taxti->Sta(án Unnar Sigurjónsson]
... eða næstum því!
||pll| að þykja alltaf stórtíðindi þegar
íslendingar gera eitthvað af sér út í hinum
I stóra heimi, og vilja þá oftast allir eignast smá
hlut í viðkomandi sbr. "Björk okkar". Nú eiga
flest allir minnihlutahópar sínar útgáfur af
"okkar". íþróttaliðið á fullt af hetjum,
poppararnir eiga Björk og Gus Gus o.s.frv.
Núna ertími Stjörnustríðs aðdáendanna því við
eigum líka okkar "okkar" til þess að monta
okkur af. Ingvar Sigurðsson og Álfrún
Örnólfsdóttir eiga það sameiginlegt að þau
náðu bæði athygli Lucasfilm manna þegar þeir
voru að leita eftir leikurum fyrir Episode 1. Þó
svo að þau hafi ekki fengið hlutverkin, þá náðu
þau samt lengra en þúsundir verðandi leikara
gæti nokkurn tíman dreymt um að ná. Þau voru
bæði mjög lítillát og kannski svolítið hissa
þegar ég nálgaðist þau með stjörnuglampa í
augum og plataði þau í viðtal. Það sem á eftir
fer eru óklipptar frásagnir þeirra.
Ingvar Sigurðsson stórleikari með meiru komst alla leið til
London, og náði meira að segja að hitta George Lucas sjálfan er
hann var beðinn um að koma út og lesa línurnar ffyrir engan annan
en Sith lávarðinn DARTH MAUL sem er einn vinsælasti karakter
myndarinnar, og án efa mesti töffari hennar.
Ert þú ekkert svekktur yfir því að hafa misst
af tækifærinu?
Ingvar: Jú og nei, annars er alltaf gott að
vera bara heima
Hvernig byrjaði þetta nú allt saman?
Ingvar: Snorri Þóris hjá Pegasus hafði
samband við mig. Þá var náungi hérna á
(slandi sem heitir Chris Newman, hann var
eitthvað að starfa fyrir þessa pródúksjón við
það leita eftir karakterum og vildi fá frekari
upplýsingar um mig þannig að Snorri bað
mig um að senda honum pakka um mig.
Var þá einhvers konar tilbúinn pakki sem
þú áttir?
Ingvar: Ja ég var með videóspólu með
nokkrum klippum úr hinu og þessu sem ég
hafði gert. Ég fékk mjög góð viðbrögð við
þessari spólu og þau vildu bara fá mig strax
til London.
Heldur þú að meistari Lucas hafi þá heiliast
af þér persónulega eða var það einhver
neðar í stiganum?
Ingvar: Nei, það var fröken Robin Gurland.
Ég talaði við hana í símann og það var
akkúrat þannig ástatt fyrir mér að ég gat
skellt mér út. Þau voru meira að segja það
óþolinmóð að fá mig út strax að þegar ég
lenti á Heathrow þá hringja þau í mig og
spyrja hvort ég sé ekki að koma. En ég
þurfti náttúrulega að losa mig við
farangurinn og svoleiðis.
Varst þú ekkert orðinn trylltur af spennu
þegur þú komst út, eða vissir þú kannski
ekkert um myndina á þessum tíma?
Ingvar: Nei, eða jú jú auðvitað vissi ég
að það átti að gera nýja Star Wars mynd,
meira vissi ég ekki. Ég er ekkert svona
Star Wars fan eða þannig skilurðu þó svo
að ég hafi séð fyrstu myndina tvisvar.
Ég vissi lítið sem ekkert um George Lucas,
þekkti varla nafnið, síðan fer ég bara til
London, fer í sturtu og dríf mig svo upp
í Whatford Junction þar sem að stúdíóin
eru. Ég tók lest þangað og svo leigubíl
inn í stúdióið, fór í gegnum fyrsta
"landamærahliðið" og fékk passa.
Áttu verðirnir við hliðið þá von á þér?
Ingvar: Já þeir buðu mig strax velkominn
eftir að ég kynnti mig og það var tilbúinn
passi á Mr. Sigurdsson. Ég man eftir því að
leigubílstjórinn var mjög áhugasamur að
komast að þvi hvað ég væri að gera þarna,
svo förum við í gegnum annað svona
landamærahlið og þar er mér vísað á
byggingu númer 5. Þar á ég að hitta
einhverja konu sem leiddi mig áfram og
hún vísaði mér á Robin Gurland. Við
hófumst strax handa um leið og ég hitti
hana. Hún kom með videókameru með sér.
Þið voruð þá bara i venjulegu herbergi, það
var væntanlega ekki kominn nein
sviðsmynd á þessum tíma?
Ingvar: Þetta var greinilega bara skrif-
stofubygging, eitthvað svona leikaradæmi,
það voru myndir af leikurum upp um alla
veggi og slíkt. Hún bað alla sem voru I
bessari skrifstofu álmu vinsamleaast fara út
á meðan verið væri að prófa mig. Síðan sagði ég þarna
nokkrar línur. Hún spurði mig hvort ég gæti lært þær á
fimm mínutum, og ég sagðist geta það. Þá bað hún mig
líka að gera einhverskonar karate spörk eða að hreyfa
mig á meðan ég væri að fara með línurnar og ég gerði
það bara. Ég hef nú reyndar aldrei farið í svona
"audition" áðurl
En þú hefur þó bjargað þér út úr þessari prufu slysalaust
er það ekki?
Ingvar: Jú jú það var þannig að eftir að ég var búinn að
gera þetta fyrir framan kameru, þá var ég sendur aftur
upp á hótel með chauffer á svaka flotum bíl, en þegar að
við erum búnir að keyra í svona hálftíma þá hringir
síminn hjá bílstjóranum og hann beðinn um að koma
vinsamlegast með mig aftur til baka. Þá höfðu semsagt
fleiri séð þetta, svo þegar ég kem aftur þá hitti ég "stunt-
directorinn" og hann skoðaði mig allan I bak og fyrir,
þuklaði á vöðvunum og svona, og leist greinilega mjög
vel á mig. Hann spyr mig svo hvort að ég sé tilbúinn til
þess að hitta leikstjórann, sem ég að sjálfsögðu var, hann
sagði einnig við mig áður en ég hitti Mr. Lucas, að ef
hann bæði mig um að gera eitthvað þá ætti ég að passa
mig á tvennu. Ég man nú reyndar bara annað atriðið, það
var að láta ekki koma eftirkast á hreyfingarnar, t.d. að
stoppa alveg eftir að kýla eða sparka. Þegar ég svo hitti
Lucas þá bað hann mig ekki um að gera neitt.
Manstu hvað hann sagði?
Ingvar: Ég man bara að hann kynnti sig og var ósköp
vinalegur og eftir eitthvað smá small-talk þá sagðist hann
eiginlega ekki vita af hverju hann væri þarna, hann hefði
bara verið dreginn þangað til þess að hitta mig. "Ég veit
eiginlega ekkert hvað ég á að segja meira", sagði hann
svo að ég segi bara: "Ég veit svo sem ekkert hvað ég á
að segja heldur", þá stekkur fröken Robin Gurland upp
og segir "OK that's great" og við erum eiginlega dregnir
í burtu hvor frá öðrum þannig að við bara kvöddumst.
Hvað, bara búið?
Ingvar: (hlæjandi) Já, síðan var ég bara keyrður heim
og beðinn um að bíða eftir símtali. Eftir einn og hálfan
sólahring þá fæ ég uphringinu. Ég hafði reyndar hringt (
þau daginn áður og sagt þeim að ég væri í betra formi nú
heldur en þegar ég var nýstiginn úr flugvélinni, ef þau
vildu fá mig aftur.
Þú hefur kannski verið þunnur eða eitthvað álíka
skemmtilegt þegar þú lentir í Heathrow?
Ingvar: Nei nei, ég var bara búinn að ferðast svo mikið
að ég var þreyttur og slappur, svo ég fann það daginn
eftir að ég var í miklu betra ástandi til þess að gera þetta.
Þá fullvissaði hún mig um það að þetta væri ekki
spurningin um mig, þeim hafði öllum litist vel á mig og
bað mig um örlítið lengri frest því þau væru ennþá að
funda um þetta, svo ég hélt bara áfram að bíða. Svo
morguninn eftir þá hringja þau, og fröken Gurland segir
mér að því miður þá treysti þau sér ekki til þess að hafa
leikara í þessu hutverki.
Já, þau enduðu Ifka með Ray Parks sem er ofur karate-
gæi sem kann aðra hverja bardagalist sem til er.
Ingvar: Já hún sagði það líka að þetta væri aðallega
ákvörðun um áhættuleik, og þau treystu sér ekki til þess
að geta tryggt fyrir eitthvað meiriháttar hættuspil.
Darth-Maul er líka meira og minna í flikk-flakki alla
myndina svo ég skil vel þá ákvörðun þeirra?
Ingvar: Ég var búinn að segja við sjálfan mig allan
timann að ég fengi þetta ekki, og það skipti ekki máli ég
fengi þó að koma hingað og þetta yrði bara skemmtileg
Iffsreynsla, og mér fannst nú bara ótrúlegt að komast inn
fvrir bröskuldinn hiá bessu liði.
A
Ifrún Örnólfsdóttir kom til greina í hlutverk drottnigarinnar sem
Natalie Portman hneppti að lokum, en þó svo að hún hafi
hvorki fengið hlutverkið né komist jafnlangt og hann Ingvar,
þá komst hún þó töluvert lengra en margir aðrir, og hún var ekki
einu sinni að sækjast eftir hlutverkinu.
Hvað kom til að þú fórst að brasa við að
verða þér úti um þetta mæta hlutverk?
Álfrún: Þetta byrjaði þannig að Friðrik Þór
sat með "casting directornum" fyrir Episode
1 í bíó úti í Hollywood. Þeir voru að horfa á
Cold Fever þar sem ég kem fyrir í nokkrar
sekúndur. Hún varð eitthvað voðalega hrifin
af mér í þessari mynd og vildi að Friðrik
hefði samband við mig, þannig byrjaði
þetta! Þeir báðu mig svo að senda þeim
myndir, ég þurfti að fara til Ijósmyndara og
láta taka portrait myndir af mér, loks vildu
þeir fá videótape með mér, svo gengu
símbréf á milli okkar f tvo mánuði, þar til ég
hætti skyndilega að heyra f þeim
Kom þá aldrei nein neitun frá Lucasfilm
mönnum, hættu þeir bara skyndilega að
senda þér símbréf?
Álfrún: Nei nei, þeir voru alltaf voða
hrifnir, þú veist "... hún er voða sæt" og allt
svona. Ég fékk meira að segja lýsingu á
persónunni, mjög nána skilgreiningu á
persónuleika hennar og eftir hverju þeiri voru
að leita og svoleiðis.
Nú veit ég að Ingvar Sigurðsson fór út fyrir
tveimur árum síðan, hvenær höfðu þeir
samband við þig?
Álfrún: Þetta var fyrir u.þ.b. þremur árum
síðan. Já svo gerðist eitthvað þannig að að
alllt stoppaði f einhvern tfma.
Liggja myndir af þér inn á fleiri erlendum
skrifstofum, á að meika'ða f Hollíwúdd?
Álfrún: Ég er ekkert að reyna að koma mér
áfram strax erlendis. Ég held að það sé
nægur tfmi til þess, en pabbi minn er aðeins
kunnur kvikmyndabransanum, og hann
talaði við félaga sinn úti sem sagði að það
væru umboðsmenn nokkurra þúsunda
stelpna út um allan heim að reyna að koma
þeim í prufur fyrir þessa mynd, þannig að
það mætti teljast jákvætt að þeir höfðu þó
samband við mig.
Já, ég myndi halda það!
Álfrún: Já þetta var bara gaman,
skemmtileg viðbót í minningasafnið. Það
kom til tals að fá mig til London en svo varð
ekkert úr þvf, þeir voru vfst búnir að vera að
leita að stelpu f þetta hlutverk f tvö ár áður
en þeir höfðu samband við mig.
Á videóspólunni sem þú sendir þeim út,
fórstu þá með línur úr handritinu?
Álfrún: Nei, ég var bara að segja frá mér
og bulla eitthvað á ensku.
Heldur þú að þú hefðir valdið hlutverki
drottningarinnar ef út í þá sálma hefði
verið farið?
Álfrún: Það er kannski svolftið varhugavert
að byrja svona á toppnum. Ég hugsa nú að
ég hefði ekki sagt nei ef mér hefði verið
boðið hlutverk í Star Wars mynd.
Þú værir f það minnsta örugg i dag
fjárhagslega séð með splunkunýjan BMW
á gangstéttinni hérna fyrir utan, ef svo
hefði fariðl
Álfrún: Já já einmitt og fengi engan friðl
En hvað segirðu á ekkert að reyna meira
fyrir sér erlendis?
Álfrún: Nei ég fæ nóg að gera hérna og
mér líður ágætlega, svo er ég náttúrulega í
skóla hérna þannig að ég klára hann
allavega áður en ég pæli meira í svoleiðis,
en maður veit svo sem aldrei. Ég veit þó
ekki hvort mig langi sérstaklega að enda
i Hollywood, þó það væri náttúrurlega
mjög áhugavert að kynnast því að leika f
erlendum bíómyndum.
... f það minnsta þess virði að skoða það ef
það fellur í hendurnar á þér eins og Episode
1 gerði næstum því á sínum tíma!
Álfrún: Að sjálfsögðu . En eins og ég sagði
þá er ég sátt hórna heima á íslandi. Ég hef
nóg að gera og mér Ifður bara mjög vel.
Já þarna hafið þið það, þið sjáið það að við
erum ekkert ósýnileg grey þó svo að við
séum fá. Látum lokaorð Álfrúnar standa og
látum okkur bara líða vel. MEGI
MÁTTURINN VERA MEÐ YKKURI
- DerKonig -
-I