Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 8
Þú varst ekki talinn heill á geði ef þú lékst
þér ekki með Star Wars kalla hérna í "gamla
daga". Ég er að tala um árin 1977 til 1985
en þá var hið rómaða Star Wars æði í
algleymingi. Krakkar kepptust um hver ætti
mest af Star Wars dóti og þú varst talinn
nokkuð góður fíkill ef þú áttir 30-40 kalla og
vel flest faratækin. Þetta var í fyrsta skipti
sem lögð var slík vinna í einhver leikföng og
útkoman var vandað og spennandi
leikfangasafn, sem er við góða heilsu enn
þann dag í dag i einkasöfnum hér og þar. Ekki
nóg með það heldur var þetta einnig í fyrsta
skipti að gerð voru leikföng eftir kvikmynd,
þannig að við erum að tala um stórmerkileg
leikföng hérna.
Fyrstu leikföngin komu út nokkru eftir
sýningu fyrstu myndarinnar, en það voru þau
Leia prinsessa, Logi Geimgengill, Chewbacca
og R2-D2 sem áttu þann heiður að komast í
skltugar hendur krakka vfðsvegar um
heiminn. Og það sniðuga við þetta allt saman
er að engin leikföng voru tilbúin jólin 1977, en
menn voru ekki ráðalausir og settu á markað
sérstakt Star Wars box sem innihélt engar
Star Wars fígúrur, bara lítinn inneignarmiða
sem átti að senda til Kenner, framleiðanda
flgúranna. Svo fékkst þú senda heim til þin í
pósti þessa fyrstu fjóra Star Wars kalla. I
kjölfarið fygldu svo aðrar þekktar persónur úr
Star Wars heiminum og þvilikt æði hófst um
allan heim.
Auk allra Star Wars kallana kom út fjöldinn
allur af flaugum og faratækjum en þar má
fyrst og fremst nefna hinn sívinsæla og
hraðskreiða Fálka eða Millenium Falcon, sem
ofutöffarinn og kvennaflagarinn Han Solo átti.
Þetta var stórt og mikið farartæki sem var
ótrúlega flott og vel hannað, semsagt
draumur hvers Star Wars aðdáanda. En
Fálkinn var ekki stærsta leikfangið sem kom
út í seriunni, það var AT-AT járnklumpurinn
sem kom fram I Empire Strikes Back, I
stórkostlegri snjóorrustu á plánetunni Hoth.
Þetta leikfang var á við meðalstóran
heimilishund og vist að nokkrir móðursjúkir
kettir vilja ekki undir neinum kringumstæðum
rifja upp þau kynni.
Hérna á (slandi var það leikfangaverslunin
Liverpool á Laugaveginum sem sá meðal
annars um að dæla Stjörnustríðsfígúrum í
aðdáendahópinn. Hver man ekki eftir sér
slefandi yfir öllu þessu Star Wars dóti, ha...
þið vitið hver þið eruð.
Þó svo að flestir hafi sprengt upp gamla
Star Wars dótið sitt um áramót eða gefið
gæludýrunum sínum gott I gogginn, þá má
örugglega finna einhverja safnara hér á landi.
Og ef þið eruð svo sniðug að eiga óuppteknar
Star Wars flgúrur I upprunalegum umbúðum
og allt, þá gætuð þið verið I nokkuð góðum
málum. Þessi leikföng ganga nefnilega ennþá
kaupum og sölum víðsvegar I heimunum og
er ágætis leið að smella sér á netið til að
fræðast nánar um það.
Það komu út leikföng fyrir allar þrjár
myndirnar og víst að hér var verið að mjólka
beljuna eins og hægt var. Sömu kallarnir
komu jafnvel út aftur, bara í nýjum
pakkningum og þetta fékk allra mestu flónin
til þess að kaupa sama kallinn tvisvar, þrisvar
sinnum. Já, sllkt var æðið og ég minnist þess
nú að (ég er farinn að hljóma eins og
gamalmenni hérna) jólin voru algjörlega ónýt
ef maður fókk ekki allavega 5-6 Star Wars
kalla og eina flaug.
Þegar Star Wars myndirnar voru endur-
útgefnar undir heitinu "special edition" þá
voru kynnt ný og "endurbætt" leikföng sem
áttu að höfða til nýrrar kynslóðar. Þessi
leikföng voru aðeins öðruvísi en upprunalegu
útgáfurnar. Til að mynda voru kallarnir sjálfir
miklu vöðvastæltari og Logi Geimgengill var
t.d kominn með stæltan brjóstkassa og "six
pack” magavöðva, ef þið skiljið hvað ég er að
meina. Svarthöfði varð algört tröll og
Chewbacca leit út eins og fffl. Það má enn
deila um hvort þessi nýju leikföng eru flottari
eða betri en gömlu leikföngin, en þið fáið
sennilega aldrei harðan Star Wars fíkil til þess
að sverja við nýju og "betri" leikföngin.
Og nú þegar byrjað er að sýna nýjustu
myndina, The Phantom Menace, erlendis
koma enn og aftur ný leikföng. Nú er kominn
allskonar flókinn tæknibúnaður sem við
gamla fólkið skiljum bara ekkert f, það er víst
hægt að láta leikföngin segja setningar úr
myndinni. Þetta var nú ekki til í gamla daga
en hljómar dálítið spennandi... best að drífa
sig út f búð... May The Force Be With Youl
STAR WARS MYNDASÖGUR
I t • * I I ’ B I r g I r örn Stalnarason]
Hvað veldur þvf að milljónir manna hafa ekki fengið sig fullsadda af Star Wars kökunni? Verður
endalaust hægt að baka nýjar kökur án þess að hráefnið fari að þynnast? Myndasögur eru
vissulega fullkominn miðill fyrir útidúra úr Star Wars umheiminum. En mikilvægt er að
aðdáendur myndanna átti sig á því að hér er ekki um að ræða gleymda sneið af stóru kökunni. Þetta
eru einungis iitlar smákökur sem bakaðar eru til að minna fíkla á rétta bragðið.
það er alltaf eitthvað meira
sem þú vissir ekki um!
Það virðist vera nægilegt fyrir karakter f Star
Wars að birtast aðeins f örfáar sekúndur í
bakrunninum án þess að segja orð til að fá
sína eigin myndasöguserfu. Slfkur er áhuginn
fyrir myndaseríunni. Sumum finnst þeir
öðlast enn dýpri skiining á seríunum með
lestri slíkra myndasagna, á meðan aðrir hrista
hausinn og blóta heilögum Lucas fyrir að
svfkja lit. Reyndar er það þannig að George
Lucas kemur ekkert nálægt sögunum sem
eru í myndasögublöðunum, fyrir utan að
skapa umheiminn. Lucas setur upp allmarga
ramma sem handritshöfundar mega ekki fara
út fyrir og ekker er gefið út nema að hann
samþykki hugmyndina.
Ég leyfi mér, sem einlægur aðdáandi
Star Wars myndanna, að vona að Lucas hafi
ekki lesið of margar Star Wars myndasögur.
Þó svo að hann hafi greinilega fengið nokkrar
góðar hugmyndir fyrir nýju myndina úr
sumum þeirra, (sbr. tvöföld geislasverð, og
borgarplánetuna Coruscant) þá eiga þær oft
til að verða of tilgerðalegar og missa oft
marks. En þær eru eins misjafnar og þær
eru margar. Bestar eru þær sem eru eftir
höfunda sem taka Star Wars ekki of alvarlega.
Hér eru nokkrar sem ég hef verið að skoða
síðustu vikur.
Star Wars - Crimson Empire
Eftir að keisarinn er dauður hefst innri
barátta milli lífvarða hans og kemur þá
loks f Ijós hverjir voru tryggir keisaranum
og hverjir ekki. Lffverðir keisarans voru
rauðu kallarnir með sköftin í Return Of The
Jedi sem stóðu bara kyrrir allan tímann.
En þeir áttu vfst að vera bestu bardagamenn
Star Wars myndanna, fengu bara ekki að
njóta sín. Þannig að þessi bók reynir að bæta
upp fyrir það.
Star Wars - Shadows Of The Empire
Þessi bók brúar bilið á milli Empire Strikes
Back og Return Of The Jedi. Sagan segir frá
öllum þeim hremmingum sem söguhetjur
okkar lentu f á þeim tíma sem það tók Boba
Fett að fara með Han Solo til Jabba The Hut.
Star Wars - Jabba The Hutt:
The Art Of The Deal
Hérna er um að ræða 4 smásögur um
glæpabaróninn Jabba. Höfundurinn tekur
hann ekkert of alvarlega og tekst ágætlega til
á köflum. Stundum er söguþráðurinn aðeins
of grunnur og ekki eru teikningarnar flottar,
engu að sfður ffn lesning á meðan þú ert að
bíða eftir strætó.
Star Wars - The Phantom Menace
Að sjálfsögðu ætti enginn lifandi maður að
kíkja á þessa fyrr en hann hefur séð myndina
en freistingin getur reynst um of eftir 17 ára
bið. Fyrsti kaflinn í Star Wars serlunni er
aðallega til að leggja grunninn fyrir það sem
koma skal og gerir hann það bara nokkuð vel.
Það eina sem skilar sér engan veginn f þessari
bók eru hasar atriðin úr myndinni. T.d. er
kappakstursatriðið sem er um tfu mínutur í
myndinni aðeins tvær opnur. Blað sem er
mjög skemmtilegt að glugga f, eftir að maður
sér myndina.
Star Wars - Tales Of The Jedi
Þetta er sex bóka serfa sem gerist þúsund
árum áður en myndirnar. Sagan segir frá
Jedi-riddurum þess tíma og er einfaldlega
einhver leiðinlegasta lesning sem ég hef
lent f. Gott dæmi um hvernig hægt er að
klúðra góðri hugmynd með þvf að taka hana
aðeins of alvarlega.
Serfan á sér einhverja spretti, en ég gafst
upp þegar höfundurinn kynnti "...stökkbreytta
afkomendur hins forna dökkahliðs krafts".
Svona má bara ekki geral
- Birgir Örn Steinarsson -
Eyddu þeim
Öllum.
JETAR. WART
i pisom- i
THE PHANTOM MENACE
R'. SS$- ]{ ' fll I C* »"*
! $ 1
Upplifðu ævintýrið - á PlayStation & PC CD ROM
ROM
■&