Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 14
L I G H T &
M A G I C
galdrað með
aðstoð tölvunnar
Industrial Light & Magic (ILM) er
brellufyrirtæki t eigu kvikmynda-
leikstjórans George Lucas. í upphafi
starfaði þar samansafn af fólki sem vissi
ekki betur en þaa væru að vinna að
ósköp venjulegri B-mynd. Vísinda-
skáldsögu sem hét Star Wars eða
Stjörnustríð (1977).
Stjömustriðið sprengdi öll miöasölumet og
goðsögnin um Star Wars, og ILM, fæddist.
Eftir það hefur ILM komið nálægt hverri
stórmyndinni á fætur annarri og sankað að
sér Óskarsverðlaunum fyrir tæknibrellur ár
eftir ár. Starfsmenn ILM eiga heiðurinn af ótal
uppfinningum og lausnum sem kvikmynda-
brelluiðnaðurinn notfærir sér, og sagt er að
þau séu alltaf tveimur skrefum á undan
kollegum sfnum I bransanum. Þess vegna
hefur verið mikil eftirvænting í kvikmynda-
heiminum eftir Fyrsta Hluta (Episode 1) og
mörg kvikmyndaver veigrað sér við þvf að
gefa út geim- eða brellumyndir í ár af ótta við
samanburðinn. Áhorfendur gera sífellt
strangari kröfur um aukið raunsæi, flóknari
brellur, stærri sprengingar og þar fram eftir
götunum. Unga kynslóðin í dag sér undir eins
I gegn um brellur sem smellvirkuðu fyrir
fáum árum síðan. Superman er með stórt
svart strik í kring um sig þegar hann flýgur og
risaeðlurnar í Jurassic Park eru sagðar hreyfa
sig óeðlilega. Brelluhelmurinn þróast þvf ár
hvert og með tilkomu Fyrsta Hluta hefur
þróunarsagan I brelluheimum tekið svipaðan
kipp og hún gerði árið 1977 þegar
Stjörnustrið I kom út.
Tölvurnar hjálpartæki frá upphafi
Eitt af þvi byltingarkennda við brellurnar i
fyrstu stjörnustríðsmyndinni var hversu
eðlilega geimförin hreyfðust. Árás
X-vængjanna á Helstirnið var keimlík
raunverulegum myndum af orrustuflugvélum
og kappakstursbilum þar sem hraðinn er
slíkur að þegar filman er skoðuð ramma fyrir
ramma er hún "hreyfð". Þegar verið er að
taka mynd af líkönum geimskipanna í
flóknum loftfimleikum, er þeim ekki sveiflað
fram og til baka fyrir framan rúllandi tökuvél,
heldur er hver rammi kvikmyndarinnar tekin
upp eins og Ijósmynd. Þegar þessari aðferð
er beitt við að sýna hluti sem hreyfast hratt
virðast þeir "blikka" eins og ( blikk-ljósi á
diskóteki. Þess vegna þróuðu töframennirnir
hjá ILM tölvustýrða myndavél og tölvustýrða
arma sem gátu hreyft líkanið og kvikmynda-
tökuvélina rótt á meðan tekið var upp og svo
staðnæmst um leið og Ijósop vélarinnar
lokaðist. Þannig tókst þeim að taka "hreyfða"
mynd, einn ramma ( einu. Það tók oft nokkra
daga að ná nokkura sekúndna skotum réttum
og þá átti oft eftir að taka upp fleiri geímskip
sem voru svífandi í kring, þvi aðeins einn
hlutur var tekinn upp I einu og svo öllu raðað
saman eftir á. Reiknikraftur tölvanna sem var
notaður til þess að gera þetta var ámóta
mikill og i litlum vasareikni en þrátt fyrir það
þóttu þær byltingarkenndar á sínum tlma.
Þessi tækni var svo notuð í fjölda annarra
kvikmynda, og eru undirstöðuatriði hennar
enn stór þáttur i tölvugerðum brellum í dag.
George Lucas beið eftir tækninni
Fyrsta brellusenan sem var eingöngu gerð
með tölvum hjá ILM var "gróðursprengja" í
myndinni Star Trek II: The Wrath of Khan
(1982). Þegar myndskeiðið er skoðað ( dag
minnir það helst á illa gerða sjónvarpsaug-
lýsingu enda var það ekki fyrr en myndirnar
Abyss (1989) og Terminator II (1991) komu út,
að tölvugerðar brellur komust á það stig að
hlutir teiknaðir I tölvu virtust jafn raunveru-
legir og allt annað I myndinni.
Þegar George Lucas sá myndina Jurassic
Park (1993) vissi hann að loksins væri komin
tæknin sem gæti gert honum mögulegt að
halda áfram með Stjörnustriðsmyndirnar.
Hann ákvað að prófa möguleika tækninnar
sjálfur með endurútgáfu hinna upphaflegu
Stjörnustríðsmynda. Hann lagfærði senur
sem honum þóttu úreltar og bætti inn senum
sem ekki hafði verið mögulegt að gera á
sannfærandi hátt þegar myndinar voru gerðar
á sínum tíma. Eftir að verða ánægður með
árangurinn í endurútgefnu myndunum var
ákveðið að láta loksins verða af því að halda
áfram sögunni sem hófst fyrir 22 árum.
Laserknúin filmuvinnslutæki og
risavaxið diskpláss
Margir þættir tölvutækninnar hafa stuðlað
að þvi að gera kvikmyndagerðamönnum kleift
að teikna hvaða mynd sem er á filmuna, á
sannfærandi hátt. Undirstöðuatriðin eru leysi-
stýrðir filmuskannar og leysistýrðar filmu-
prentvélar. Með þeim er hægt að skanna inn
myndskeið af mörgum filmubútum, blanda
þeim svo saman í tölvunni, bæta tölvugrafík
við, og svo prenta nýja filmu án þess að tapa
dýrmætum myndgæðum sem áður fyrr
minnkuðu við hverja "kynslóð" framkallaðrar
filmu. Fyrir tíma þessara prentvéla þurftu
brellusmiðirnir að taka kvikmynd af tölvuskjá
og varð hún alltaf óskýrari og skærari en
atriði tekin upp á hefðbundin hátt.
Innskönnuð kvikmynd ( breiðtjaldsgæðum
er plássfrek á tölvum. Unnið er með óþjapp-
aðar myndir þvi þjöppunin getur hæglega
sést ef búið er að vinna með myndina á
einhvern hátt eftir að henni er þjappað. Hver
rammi tekur um 9,3 megabæti (MB) ( disk-
pláss. ( hverri sekúndu eru 24 rammar, um
220 MB. Dæmigerður margmiðlunargeisla-
diskur rúmar um 650 MB eða rúmar 3 sek-
úndur af efni. Hver minúta er því 13 gígabæt
(GB) og nítíu mínútna mynd rúm 1200 GB eða
1,2 terabæti. Þetta er gifurlegt magn gagna
og eflaust hafa tölvuheilar ILM þurft að vinna
með hundruði terabæta gagna þar sem brot
r p i s o ' d e (T)
hráefnisins er notað I endanlegu myndina.
Fyrir tíu árum hefði verið allt of kostnaðar-
samt fyrir brellufyrirtæki að fá diskpláss undir
svona tröllvaxið gagnasafn. f myndinni
Jurassic Park voru tölvugerð atriði samanlagt
sjö mínútur af heildarlengd myndarinnar. (
Fyrsta Hluta kemur tölvan nærri meira en
95% myndarinnar, eða ( um 1900 skotum.
Málað og teiknað áður en kveikt
er á tölvunum
Áður en hafist er handa við tölvuna fer fram
mikil undirbúningsvlnna. Hugmyndavinnan
við Fyrsta Hluta hófst fyrir fjórum árum þegar
hópur nýútskrifaðra listshákólanema og
gamalla jaxla byrjaði að teikna og mála eftir
hugmyndum George Lucas. Þegar komið var
safn þúsunda teikninga og málverka var farið
að vinna "storyboard" sem er eins konar
teiknimyndasaga þar sem hvert skot (
myndinni erteiknað og útskýrt. Líkön voru
smíðuð af þeim hlutum sem seinna voru
smíðaðir I tölvum. Þvi næst voru gerð
prufumódel með "einföldum" tölvuforritum
sem notuð eru til að gera þrívíddargrafík i
sjónvarpsauglýsingar og ódýrari bíómyndir.
Þannig gátu hönnuðirnir séð hvernig best
væri að raða upp hasarsenum áður en
þungaviktargrafíkin væri unnin.
Tölvugerð leikmynd
Þrátt fyrir gffurlegan kostnað við Fyrsta
Hluta var litlu eytt í leikmynd. Flest stór
útiskot og yfirlitsskot eru á einn eða annan
hátt tölvugerð. Algengt er að aðeins
jarðhæðir húsa séu smíðaðar og efri
hæðunum sé raðað ofan á með
þrívíddargrafík. Þrívíddarhönnuðirnir notast
við Ijósmyndir teknar í upptökuverinu og oft
hin og þessi brot úr myndrammanum til þess
að sniða viðbætur á húsin. Þannig er hægt að
nota mynd af vegg á jarðhæð, hreinsa hana
aðeins til og klæða hana á fmyndaðan vegg
nokkrum metrum ofar. Með þessari aðferð er
erfiðara fyrir áhorfandann að greina
tölvugraffkina þvl áferð tölvugerða veggsins
er sú sama og umhverfisins I kring.
Mörg atriði I myndinni voru tekin upp
eingöngu i "blue-screen", þar sem leikararnir
standa inni ( heiðbláu myndveri og leika án
nokkurar leikmyndar. Blái liturinn er notaður
til þess að einangra þann hluta myndarinnar
þar sem tölvugrafíkin bætist við. Stundum
eru smíðuð smálíkön úr plasti og leir, þau
mynduð og svo upptöku af leikurum skeytt
inn á þannig þeir virðast agnarsmáir borið
saman við hallirnar í kring um þá. Þá eru oft
skuggar og speglanir leikaranna í umhverfinu
teiknaðir inn á gervileikmyndina til þess að
þeir renni betur inn ( myndina.