Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 15
Stafrænir leikarar Ein helsta byltingin við tölvugraffkina í Fyrsta Hluta er tilkoma stafrænna leikara. Leiksigrar skordýrana í myndunum Bugs's Life og Antz voru tæknilega miklu einfaldari en raunsæislegar geimverurnar í Fyrsta Hluta sem þurftu að leika á móti Liam Neeson og Ewan McGregor. Það eru 66 söguhetjur sem eru algerlega gerðar í tölvu, þar af tíu sem geta talað. Sex þeirra hafa fullkomlega raunverulegar varahreyfingar, en það er erfitt að líkja eftir flóknum andlitshreyfingum svo hægt sé að tala um Ijósmyndaraunsæi. Þrátt fyrir að fígúrur í teiknimyndum hafi verið talandi í meira en hálfa öld, þá er sú tækni sem notuð er í teiknimyndum ansi óraunveruleg þegar tölvuteiknaða fígúran stendur milli tveggja raunverulegra leikara. Líkja þurfti eftir varahreyfingum venjulegs fólks, en gallinn var sá að ffgúrurnar litu ekkert út eins og venjulegt fólk. Þegar verið er að láta tölvugerða hausa tala og gretta sig, er oftast smíðað vöðvanet inni í líkaninu af höfðinu sem samsvarar andlitsvöðvum mannfólks. I þessu tilfelli, hinsvegar, mótuðu þrívíddarsmiðir ILM "grunnsvipi" fyrir fígúrurnar. Bros, grettu, pírð augu, opinn munn og svo framvegis. Með því að blanda saman þessum grunnsvipum, tókst þeim að blása lífi í fígúrurnar og gera þær sannfærandi. Á milli 30 og 45 manns unnu að stafrænu leikurunum hverju sinni, þar af 15 eingöngu með Jar-Jar, mest áberandi tölvugerðu fígúruna í myndinni. Mikil vinna fór í að láta föt fígúranna líta eðlilega út. Hefðbundnir "fata-hermar" í tölvum vinna yfirleitt bara með eitt lag fata og eiga auðveldast með að líkja eftir þunnum, teygjanlegum efnum eins og spandex eða silki. ILM þurftu því að skrifa sérstakan hugbúnað þar sem lög eðlisfræðinnar voru notuð til þess að herma eftir þykkum strigafötum, lopa og leðri sem lögðust hvert ofan á annað. Löng eyru Jar-Jar voru einnig skilgreind sem fatnaður i tölvunni, svo þau myndu dingla og rekast í axlir hans á eðlilegan hátt. Enn sem komið er - aðeins geimverur Þrátt fyrir öll tækniundrin í Fyrsta Hluta er rétt að minnast þess að flest mannfólk i myndinni er enn af holdi og blóði. Brellumeistararnir veigra sér við því að líkja eftir fíngerðum andlitshreyfingum mannfólksins. Ennþá er erfitt að líkja eftir hári svo það virðist fullkomlega eðlilegt. Kostnaðurinn við tölvuvinnsluna enn svo hár að ódýrara er að notast við ekta leikara svo þeir þurfa því ekkert að óttast atvinnumissi I náinni framtíð, en við getum verið viss um að brellumeistar- arnir hjá ILM eru þegar komnir langt á leið með að búa til hinn fullkomna leikara. Leikara sem aldrei eldist, rífst ekki við leikstjórann, lendir ekki ( bílslysum né drekkur sig í hel. Því má þó ekki gleyma að þrátt fyrir að leikararnir séu tölvugerðir, er það ekki vél, heldur hópur fólks sem stendur á bak við það að gæða þá lífi. Hver einasta hreyfing er úthugsuð, hver hrukka á andlitinu teiknuð og röddin kemur alltaf úr mannlegum barka. Þess vegna þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mannlegi þátturinn hverfi úr kvikmyndum með tilkomu fleiri stafrænna leikara. LEIkFaNQ FYI.ftlO HVEfUUBAftHJVBOXI SAFNIÐ ÖLLUM 6 Taktu þátt í Stjörnustríðsleik á mbl.is. og kynntu þér allt um nýju Stjörnustríðsmyndina á stórglæsilegum Stjörnustríðsvef. Svörin finnur þú í Stjörnustríðsblaðinu. Þú getur unnið ferð fyrir tvo með Samvinnuferðum Landsýn, miða á kvikmyndina, Star Wars tölvuleik, Star Wars kvikmyndatónlist, Star Wars bol eða húfu frá Skífunni. Á næstunni verður frumsýnd stórmyndin Stjörnustríð - fyrsti hluti: Úgnvaldurinn. Með aðal- hlutverk í kvikmyndinni fara Liam Neeson, Ewan McGregor, Natalie Portman, Jake Lloyd og lan McDiarmid. Samvinnuferðir Landsýn Nýjar spurnlngar koma í hverri viku á mbl.is. Geymið Stjörnustríðsblaðið! Þorir þú? <§>mbl.is -AL-LTAf= e!TTH\SAÐ NÝTl I | í i l - TFÓ-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.