Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 1
 1999 FÖSTUDA GUR 30. JÚLÍ BLAÐ KNATTSPYRNA ** tvö og lagði upp eitt KATRÍN Jónsdóttir, landsliðs- maður í knattspyrnu, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Kolbotn, 10:0, á Kaupanger í efstu deild norsku knattspyrnunnar á miðvikudagskvöldið. Katrín skoraði þriðja og fimmta mark Kolbotn í Ieiknum. Með sigrin- um er Kolbotn komið í þriðja sæti deildarinnar, hefur 19 stig, þremur stigum á eftir Asker, sem er í efsta sæti. Þrándheims Örn er í öðru sæti, með 19 stig eins og Kol- botn, en hefur hagstæðara markahlutfall. Katrín kom til íslands í gær og leikur í kvöld æfingaleik með íslenska landsliðinu gegn 21 árs liði Ástralíu, sem er í heimsókn hér á Iandi vegna Opna Norðurlandamóts 21 árs landsliða kvenna. Leikur Is- lands og Ástralíu fer fram á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst kl. 16. Dagur Sigurðs- son frá um tíma Katrín með Gunnar DAGUR Sigurðsson, leikmaður þýska 1. deildar- liðsins Wuppertal í handknattleik, er með ónýtan liðþófa í öðru hné og talið að meiðsli hans geti ver- ið enn meiri en talið er. Hann verður frá vikum saman og óvíst hvort hann verði búinn að ná sér fyrir leiki íslenska landsliðsins gegn Króatíu í und- ankeppui Evrópumótsins. Fyrri leikurínn fer fram 12. ágúst ytra, en sá seinni 19. ágúst. Dagur, sem slasaðist er hann var í æfingabúðum með Wuppertal, var skoðaður af læknum í gær og á að fara í uppskurð í dag. Deildarkeppnin í Þýska- landi hefst 28. ágúst og allsendis óvíst hvort Dagur geti leikið í fyrstu leikjum liðsins. Roberts til Keflavíkur ÍSLANDSMEISTARAR Keflavíkur í körfuknattleik karla hafa gert samning við Bandaríkjamanninn Chiamti Roberts þess efnis að hann leiki með félag- inu í úrvalsdeildinni á næstu leiktið. Roberts er einkar íjöl- hæfur leikmaður sem getur leikið allar stöður á vellinum ojg er rúmlega 2 metrar á hæð. A háskólaárum sfnum lék Ro- berts með háskólaliði Okla- homa State og komst með því í fjögurra liða úrslit eitt árið. Hann reyndi fyrir sér í nýliða- vali NBÁ-deiIdarinnar fyrir tveimur árum en hafði ekki er- indi seni erfiði og hefur frá þeim tíma leikið með félagsliði í Taívan. Duranona er efstur ís- lensku leikmannanna innsiglaði sigurinn Gunnar Oddsson, sem sagt var upp störfum sem þjálfari Keflavíkur í síðustu viku, innsiglaði sigur Keflavíkur á Fram í gærkvöldi, 2:1. Leikurinn fór fram í Keflavík og var þetta fyrsti leikur liðsins eftir að Gunnar og Sigurður Björgvinsson hættu og Kjartan Másson tók við. Með sigrinum er Keflavík komið með 13 stig og komst upp fyrir Grindavík og Val. Grindavfk tapaði 4:1 í heimsókn sinni til Breiðabliks í Kópavogsdalinn. Þriðji leikurinn sem fór fram í gærkvöldi var viðureign Víkings og IA. Þar höfðu Skagamenn betur, 2:1, og eru Víkingar því enn fjórum stigum á eftir Val og Grindavík, í botnsætinu. Þýska handknattleikstímaritið Handball woche hefur tilkynnt um árlegt val sitt á 10 bestu leik- manna í hverri stöðu í þýska hand- knattleiknum á síðasta leiktímabili. Enginn íslenskur leikmaður er í úr- valsliði blaðsins þ.e. var valinn best- ur eða næstbestur í sinni stöðu. Efstur á blaði íslensku leikmannana sem í þýskalandi leika er Julian Duranona, hann er talin sjötta besta skytta í þýskum handknattleik. I vinstra horn voru þeir Stefan Kretzschmar og Nikolaj Jacobsen valdir bestir en Dimitir Filippov var valinn í áttunda sæti. I skyttu hægra megin var Daniel Stephan og Nenand Perunicic valdir bestir en Julina Duranona varð sjötti besti leikmaðurinn í þeirri stöðu, og var það jafnframt það besta sem ís- lenskur leikmaður náði í valinu. í stöðu leikstjómanda voru þeir Magnus Wislander og Nedeljko Jovanovic valdir bestir en Dagur Sigurðsson varð í 10 sæti. Athygli vekur að Daniel Stephan er valinn í skyttuhlutverkið en sem kunnugt er leikur hann langmest sem miðju- maður. Besta vinstrihandar skyttan að mati blaðsins var Kyung-Shin Yoon og Volker Zerbe næstbestur. Olafur Stefánsson komst í 8. sæti. I hægra hornin var Pierrre Thorsson valinn bestur og landi hans Johann Petter- son sem lék í annarri deild með Nordhorn númer tvö. Valdimar Grímsson hafnaði í 8. sæti. Christian Schwarzer var valinn besti línumaðurinn og Dimitri Tor- gowanow númer tvö sem er afar einkennilegt þar sem hann lék örfáa leiki með liði sínu, Frankfurt, vegna alvariegra bakmeiðsla. Geir Sveins- son var valinn 8. besti línumaður- inn. Steinar Ege Gummersbach og Stefan Hecker, hinn fertugi, sem gerði nýlega eins árs samning við Essen, hans 21. ár með félaginu, voru svo valdir.bestu markverðir vetrarins. KNATTSPYRNA: STEFNAN TEKIN Á 3. - 6. SÆTIÐ Á NORDURLANDAMÓTINU / B8 HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.