Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SUND / EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Enginn íslensku sundmannanna komst í milliriðla eftir keppni gærdagsins Hjalti bætti eigið íslandsmet HJALTI Guðmundsson, SH, bætti eigið íslandsmet í 50 metra bringusundi í undanrásum Evrópumeistaramótsins í Istanbúl í gærmorgun. Synti hann á 29,75 sekúndum og bætti eigið met, sem hann setti í Barcelona fyrr í sumar, um 21 hund- raðshluta úr sekúndu. Tíminn nægði Hjalta ekki til þess að komast í milliriðla, en til þess þurfti að synda á 29,31 sek- úndu. Hjalti hafnaði í 24. sæti af 31 sundmanni. Jakob Jó- hann Sveinsson, Ægi, náði sér ekki á strik í sömu grein og rak lestina og var talsvert frá sínu besta. Enginn íslensku sundmannanna, sem synti í gær, komst áfram í milliriðla og olli árangur í 200 metra skriðsundi Arnar Arnarson- ar vonbrigðum. Veikindi þau sem hrjáð hafa Kolbrúnu Ýri Kristjáns- dóttir, ÍA, hafa greinilega slegið hana út af laginu á Evrópumeist- aramótinu. í gær synti hún 100 metra baksund á 1.07,23 mínútum, sem er hálfri annarri sekúndu frá hennar besta og varð næstsíðust 32 keppenda. Órn Arnarson, SH, var einnig talvert frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Hann kom í mark á 1.52,90, en íslandsmet hans er 1.50,63. Það þurfti að synda á 1.52,33 til þess að komast í milli- riðla. Örn byrjaði sundið í gær af talsverðum krafti og hafði frum- kvæðið fyrstu 100 metrana. Eftir það dró smátt og smátt af honum og loks átti hann ekkert svar við góðum endaspretti sumra and- stæðinga sinna. Örn varð 18. af 26 sundmönnum. Eydís synti vel Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, náði sér hins vegar ágætlega á strik í 100 metra flugsundi og varð aðeins 15/100 úr sekúndu frá ís- landsmeti sínu frá 1996, synti á 1.03,12. Er þetta næstbesti tími sem Eydís hefur náð í 100 metra flugsundi á ferli sínum. Almennt náðist góður árangur í greininni í undanrásunum og synda þurfti á 1.01,94 til þess að komast í milli- riðla. Elín Sigurðardóttir, SH, var skráð á meðal keppenda í 100 metra flugsundi, en mætti ekki til leiks. í dag keppir Örn í 200 metra baksundi, Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, í 100 metra flugsundi, Lára Hrund Bjargardóttir, SH, og Ey- dís í 200 metra skriðsundi og loks syndir Kolbrún Ýr 50 metra baksund. Elín er einnig skráð í sömu grein en vafi leikur á að hún geti synt vegna veikinda. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvemig Erni gengur í dag, en hann er skráður til leiks með fimmta besta tímann í 200 metra baksundi, 2.01,13 mínútur. Takist honum að komast í milliriðla, hóp 16 bestu, þá keppir hann á ný síð- degis og nái hann að tryggja sér sæti í úrslitum syndir hann eftir hádegi á laugardag í úrslitum. Örn er Evrópumeistari í 200 metra baksundi í 25 metra laug, en Evr- ópumeistaramótið nú fer fram í 50 metra laug. Tvö Evrópumet Tvö Evrópumet voru sett í gær, annað í úrslitasundi í 50 metra baksundi karla og hitt í milliriðlum í 100 metra flugsunds kvenna. Þjóðverjinn Steve Theloke setti fyrra metið er hann vann sín önnur gullverðlaun á mótinu, en hann kom íyrstur í mark í 50 metra baksundi. Hann kom í mark á 25,66 sekúndum og bætti fimm ára gam- alt met Franck Scott um 5 hund- raðshluta úr sekúndu. Thomas Rupprath innsiglaði tvöfaldan þýskan sigur er hann kom næstur Theloke í mark á 25,94 sekúndum. Theloke hafði áður unnið í 100 metra baksundskeppni á mótinu. Ljóst er að það er útlit fyrir mjög jafnt og spennandi úrslita- sund í 100 metra flugsundi í dag þegar Inge de Bruijn, Hollandi, og Svíinn Johanna Sjöberg mætast. Sjöberg, sem vann í 50 metra flugsundi og bætti um leið Evr- ópumet de Bruijn, synti í milliriðl- um á 59 sekúndum á sama tíma og Hollendingurinn gerði sér lítið fyrir og bætti Evrópumetið um 1 hundraðshluta úr sekúndu og synti á 58,92 sekúndum. Fyrra metið átti Sjöberg en það setti hún 1. júlí sl. Úkraína fagnaði sínum öðrum gullverðlaunum á mótinu er Jana Klochkova kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi og fylgdi þar með eftir góðum sigri sínum í 400 metra fjórsundi kvenna á mánudaginn. Tími Klochkova í gær var 2.14,02 mínútur. Strandarmótld Opið öldungainc Strandarvelli mánudaginn 2. ágúst. Flokkar: 50 - 54 ára karlar 55 ára og eldri karlar 50 ára og eldri konur Höggleikur með og án forgjafar Næst holu á 9. og 18. Skráning í síma 487 8208, fax 487 8757 eða netfang ghrmot@simnet.is STRANDARVÖLLUR Reuters INGE de Bruijn fagnar Evrópumeti í 100 metra flugsundi að lokinni keppni í milliriðlum í gær. Hún fær örugglega harða keppni frá Johönnu Sjöberg í úrslitunum í dag. KNATTSPYRNA Vilja gjarnan fá meirí peninga Reyna við íslandsmet ÍSLENSKU konurnar fjórar, sem taka þátt í Evrópumeist- aramótinu í sundi í Istanbúl, Eydís Konráðsdóttir, Elín Sig- urðardóttir, Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir og Lára Hrund Bjargardóttir hyggjast gera at- lögu að íslandsmetinu í 4x100 metra fjórsundi á sunnudaginn. Metið er 4.31,49 og var sett af þeim á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík 1997. Án forgjafar 1. sæti: Vöruúttekt fyrir 30 þús. 2. sæti: Vöruúttekt fyrir 20 þús. 3. sæti: Vöruúttekt fyrir 10 þús. Þýska knattspymusamþandið hafnaði í fyrrradag tilboði stór- liða Bayern Múnchen og Bayer Leverkusen um að sjá alfarið um auglýsingar á leikjum sínum vegna þýsku deildarinnar. „Við sættum okkur við þessa niðurstöðu, en Með forgjöf 1. sæti: Vöruúttekt fyrir 30 þús. 2. sæti: Vöruúttekt fyrir 20 þús. 3. sæti: Vöruúttekt fyrir 10 þús. þetta sem við viljum er það sem koma skal,“ sagði Uli Höness fram- kvæmdastjóri Bæjara. „Málið snýst um að verða samkeppnishæf- ir við stórlið Evrópu og við verðum að taka upp nútíma auglýsingaað- ferðir,“ sagði Höness. „Það er brandari að þegar við fáum 600 milljónir króna vegna sjónvarps- réttar fær Real Madrid 5 milljarða króna og það er ekki viðunandi munur,“ segir Karl Heinz-Ru- menigge varaforseti Bayern Múnchen. Rumenigge segir lág- marksupphæð fyrir árið 2000 vera 3 milljarða og því ljóst að um engar smátölur er að ræða. Eintracht eyðir miklu Eintracht Frankfurt skýrði loks frá þvi hvaðan allar þær milljónir marka sem liðið hefur eytt í nýja leikmenn undanfarið kemur. Það er auglýsingafyrirtækið ISPR sem stendur á bakvið liðið með nýjum stuðningssamningi og fær Eintracht þegar 200 milljónir og síðan vaxtalaust lán til margra ára upp á 500 milljónir króna. Eintracht Frankfurt hefur þegar eytt þessum peningum til leik- mannakaupa og eru væntingar í kringum liðið nú þegar orðnar gíf- urlegar. Nándarverðiaun á 2./11., 5./14. og 8. holu - Golfvörur Ræst verður ú( frá kl. 8:00 lil 10:00 og frá kl. 13:00 lil 15:00. Skráning í síma 565 5690. Styrktaraðili er SPARISJOÐUR ## HAFNARFJARÐAR *% Opna «t Setbergsmótið verður haldið hjá Golfklúbbnum Setbergi á frídegi verslunarmanna mánudaginn 2. ágúst 1999. Kcppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.