Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 B 7
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Verður Emma
George ekki á
HM í Sevilla?
Emma George, heimsmethafi í
stangarstökki kvenna frá
Ástralíu, slasaðist Ola á baki á æf-
ingu í Sviss í vikunni og er jafnvel
talið að hún keppi ekki á heims-
meistaramótinu í Sevilla í næsta
mánuði. George varð fyrir því
óhappi í æfingastökki að lenda á
bakinu á hlaupabraut utan dýnunn-
ar. Var um tíma talið að hún hefði
brotið einhver bein, en síðar kom í
ljós að svo var ekki en hún er illa
marin víða á líkamanum. Eigi að
síður getur heimsmethafinn ekki
æft íþrótt sína á næstunni og verð-
ur hugsanlega af heimsmeistara-
mótinu.
George hefur ekki vegnað sem
skyldi á mótum í Evrópu í sumar,
eftir að hafa átt mjög gott keppnis-
tímabil á heimavelli sl. vetur þar
sem hún setti meðal annars heims-
met sitt, 4,59 metrar. Upp á
síðkastið hefur hún verið í æfínga-
búðum í Sviss og ætlaði þar að
leggja lokahönd á undirbúninginn
fyrir heimsmeistaramótið er
óhappið varð.
George hafði þegið boð um að
keppa í stangarstökki á DN Gala-
mótinu í Svíþjóð í kvöld og á al-
þjóðlega mótinu í Hechtel um
aðra helgi. Hefur hún nú skráð
sig úr báðum keppnunum. Þess
má geta að Vala Flosadóttir og
Þórey Edda Elísdóttir eru skráð-
ar til leiks á DN Gala-mótið í
Stokkhólmi.
Reuters
ÓHAPP á æfingu gæti komið í veg fyrir að Emma George verði
með á HM í Sevilla.
AKSTURSÍÞRÓTTIR
Ragnar Ingi
var öryggið
uppmálað
SÍÐASTA umferð íslandsmótsins í motokrossi fór fram um síð-
ustu helgi og sigraði Ragnar Ingi Stefánsson og innsiglaði þar
með íslandsmeistaratitilinn. Fyrir lokaumferðina stóðu leikar
þannig að Ragnar Ingi Stefánsson var efstur með 120 stig,
Reynir Jónsson með 98 stig og Viggó Örn Viggósson 94. Til að
Reynir eða Viggó ættu möguleika á titlinum varð Ragnar að
missa úr 1 moto og hafna á eftir þeim í hinum tveim motounum
sem ekin voru. Nítján fóru af stað í lokaumferðina.
Ifyrsta motoinu var það ÞoiTarður
Björgúlfsson sem náði besta við-
bragðinu og var fremstur fyrstu
hringina. Ragnar
Jón Hafsteinn Ingi, Viggó og Reynir
Magnússon fylgdu fast á eftir.
skrífar Reynir náði fljótlega í
forystu en Ragnar og
Viggó fylgdu fast á eftir. Er tveir
hringir voru eftir fór Ragnar fram
úr Reyni og vann motoið, Reynir
varð annar og Viggó þriðji.
í öðru motoi náði Helgi Valur Ge-
orgssón besta viðbragðinu en
Viggó, Þorvarður, Ragnar og Reyn-
ir fylgdu fast á eftir. Eftir fyrsta
hring var Viggó orðinn fyrstur.
Ragnar datt og Reynh- komst í ann-
að sætið og hélt því til loka. Mikil
barátta var um 4. til 10. sæti á milli
Þorvarðar, Erlends Eiríkssonar,
Helga Vals Georgssonar, Stein-
gríms Leifssonar, Karls L. Ragn-
arssonar, Þorsteins Marels og Inga
Þórs Tryggvasonar.
Baráttan milli Helga Vals og
Karls endaði rétt við endamarkið er
Karl L. missti vald á hjólinu og datt
og Helgi Valur ók yfir hann. Öku-
menn eru í góðum öryggisbúnaði og
því slapp Karl L. með mar og
skrámur. Viggó Örn jók forskot sitt
jafnt og þétt allt motoið með glæsi-
legum akstri og vann motoið með
töluverðum yfirburðum. Reynh’
varð annar og Ragnar Ingi þriðji og
þar með orðinn íslandsmeistari.
Til þess að krækja í annað sætið í
Islandsmeistarakeppninni varð
Viggó að sigra í þriðja motoinu og
Reynir að hafna í þriðja sæti eða
aftar. í þriðja og síðasta motoinu
var greinilegt að Ragnar Ingi ætlaði
að sýna hvernig meistari keyrh-.
Hann náði besta viðbragðinu og
Helgi Valur, Reynir og Viggó Örn
komu næstir. Reynir féll, Viggó
Örn komst í annað sætið og Reynir
þriðja. Greinilegt var á akstrinum
að Viggó ætlaði sér að komast í
forystu. Ragnar Ingi, Viggó Örn og
Reynir voru sem límdir saman allt
motoið. I síðasta hring komst
Viggó Örn fram úr Ragnari Inga,
sem greinilega líkaði ekki að missa
Viggó Örn fram úr sér, og jókst þá
baráttan um helming. Þegar tvær
beygjur voru eftir náði Ragnar
Ingi að skjótast fram úr Viggó
Erni sem reyndi allt hvað af tók að
snúa taflinu við. I örvæntingar-
fullri tilraun missti Viggó Örn grip
á framhjóli og datt í síðustu beygj-
unni. Reynir, sem hafði fylgt þeim
sem skugginn og beðið eftir mis-
tökum, þakkaði fyrir og fór fram úr
Viggó Erni.
Ragnar Ingi vann motoið, Reynir
varð annar og Viggó Örn þriðji.
Ragnar Ingi keyrði mjög vel allt
mótið og tapaði aðeins einu motoi
allt tímabilið. Viggó Öm sýndi mik-
inn styrk þar sem þetta er aðeins
annað árið sem hann keppir í
motokrossi.
Keppt var á nýrri braut við
Lyklafell á Sandskeiði. Brautin er á
graslendi og var hún mjög hál og
erfið yfirferðar þar sem mikið hafði
rignt. Kópavogsbær úthlutaði Vél-
hjólaíþróttaklúbbnum þessu land-
svæði sem framtíðaraðstöðu fyrir
klúbbinn og á þakkir skUdar fyrh-
framsýnina. í rúm 20 ár hafa vél-
hjólaíþróttaiðkendur barist fyrii' því
að fá framtíðaraðstöðu til að geta
stundað íþrótt sína á og í sátt við yf-
irvöld.
Doug Walker
hreinsaður
af lyfjanotkun
EVRÓPUMEISTARINN í 200
metra hlaupi karla, Doug Wal-
ker, var á miðvikudaginn hreins-
aður af ásökunum um notkun á
ólöglegum lyíjum, en Walker féll
á lyfjaprófi sl. vetur. Dómstóll
breska frjálsíþróttasambandsins
sýknaði Walker. Þessi niðurstaða
opnar möguleika á því að Walker
verði á meðal þátttakenda á
heimsmeistaramótinu í frjálsí-
þróttum í Sevilla í næsta mánuði,
en breska frjálsíþróttasambandið
hélt sæti lausu fyrir hann er
keppnishópurinn var tilkynntur
um sl. helgi.
í sýni sem tekið var af Walker
á eftir æfingu í desember kom í
ljós merki um að hann hefði
neytt anabólískra stera. Walker
hefur hins vegar alla tíð haldið
fram sakleysi sínu og haldið því
fram að hann liafi aldrei notað
ólögleg lyf til þess að bæta ár-
angur sinn í íþróttum. f tilkynn-
ingu frá dómstólnum sem sýkn-
aði Walker kom ekki fram hverj-
ar forsendur væru fyrir niður-
stöðunni.
Reuters
DOUG Walker var glaður í
bragði eftir sigurinn á EM í
Búdapest í fyrra. Nú getur
hann tekið gleði sína á ný.
Morgunblaðið/Jon Hafsteinn Magnússon
RAGNAR Ingi Sigurðsson á fullri ferð og á eftir honum koma
Viggó Örn Viggósson og Reynir Jónsson.
■ STEFÁN Þórðarson, framherji
knattsp^Tnuliðs ÍA í efstu deild, var
úrskurðaður í eins leiks bann á
fundi aganefndar KSÍ á þriðjudag,
en hann var rekinn af velli í leik
gegn KR á fimmtudag í síðustu
viku. Stefán tók út leikbann sitt
gegn Víkingi í gær.
■ DAVID Winnie, skoskur varnar-
maður KR, fékk einnig rautt spjald ■ ■
í leiknum og hlýtur líka eins leiks
bann. Hann missti því af leik KR
við Leiftur í fyrrakvöld.
■ Zoran Miljkovic verður af næsta
leik ÍBV í úrvalsdeild eftir að hafa
verið úrskurðaður í eins leiks bann
á fundi nefndarinnar, en hann hefur
fengið fjórar áminningar í deildar-
keppninni.
■ TVEIR Vaismenn fengu einnig
eins leiks bann, þeir Jón Þorgrím-
ur Stefánsson, vegna fjögurra
áminninga, og Sigurbjörn Hreið-
arsson, sem fékk rautt spjald gegn
Breiðabliki fyrir viku.
@texti:B MARCO Lanna, ítalskur
varnarmaður sem verið hefur í her-
búðum Salamanca á Spáni, hefur*-
gert tveggja ára samning við Real
Zaragoza. Lanna lék með Samp-
doria og AS Roma áður en hann
fluttist til Spánar árið 1997.
■ BÚLGARSKI leikmaðurinn Lu-
boslaw Penew, rifti samningi sín-
um við spænska liðið Celta Vigo.
Leikmaðurinn sem orðinn er 34 ára
verður næsti forseti búlgarska
knattspyi-nusambandsins og
hyggst gera þar stóra hluti.
■ CHRISTOPH Daum, þjálfari
Leverkusen, stendur frammi fyrir ,
erfiðri ákvörðun mitt í undirbún-
ingi liðs síns. Þjálfarinn skapmikli
verður að fara í uppskurð vegna
verkja í mjöðm og kom tilkynning
frá félaginu um að þessari aðgerð
væri ekki hægt að fresta mikið
lengur þar sem þjálfarinn væri
mjög kvalinn og ætti orðið erfitt
með gang. Læknar liðsins vilja
skipta um mjaðmarlið í Daum en
hann má ekki tO þess hugsa og er
að reyna allar aðrar leiðir sem
læknar segja aðeins frestun á nauð-
synlegri aðgerð.
■ SEAN Dundee er á leið frá Li-
verpool tO Stuttgart, eftir því sem
forsvarsmaður þýska liðsins sagði í
gær. Stuttgart þarf að greiða um-
100 milljónir fyrir pOt sem fá tæki-
færi hefur fengið með Liverpool.
■ SIGURÐ Rushfeldt er kominn til
Rosenborg á nýjan leik en norska
félagið óskaði eftir að hann kæmi
heim frá Benfica af því að portú-
galska liðinu hafði ekki tekist að
leggja fram bankatryggingar fyrir
kaupverði framherjans. Takist það
hins vegar á næstunni er líklegt að
Rushfeldt haldi á ný til Portúgal.
■ JOAO Vale e Azevedo forseti
Benfica er hins vegar ævareiður út
í forráðamenn Rosenborg og segir
þá ekki fara eftir samningi félag-
anna. „Benfica hefur staðið við
sinn hluta samningsins en Rosen-
borg hefur hins vegar ekki gert v
það sama,“ sagði Azevedo. Hann
sagði ennfremur að Benfica hefði
þegar greitt fyrstu greiðsluna, um
100 milljónir, samningurinn segði
til um.
■ NEWCASTLE sagði upp samn-
ingi sínum við 17 ára knattspyrnu-
mann, Anthony Parry, eftir að leif-
ar af kókaíni fannst í sýni sem tekið
var af pilti við lyfjapróf fyrir
nokkru.
■ GLENN Helder, fyrrverandi
leikmaður Arsenal, sem gekk til
liðs við MTK Búdapest á dögunum/
kom ekki með liðinu til Eyja í fyn’a-
dag. Helder er meiddur á læri og er
frá keppni. LOdegt þykir að hann
verði með í síðari leiknum að sögn
þjálfai-a MTK Búdapest.
■ FLORIAN Batrinu varnarmaður
rúmenska landsliðsins og Dynamo
frá Búkrarest hefur verið seldur til .
portúgalska félagsins Leiria.