Morgunblaðið - 30.07.1999, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.07.1999, Qupperneq 5
^ a 4 B FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 B 5 KNATTSPYRNA Skagamenn lánsamir SKAGAMENN nældu sér í þrjú mikilvæg stig er þeir lögðu Vík- inga 2:1 í efstu deild á Laugardalsvelli í gærkvöld. Ekki er hægt að segja að sigur gestanna hafi verið sannfærandi og geta Vík- ingar sjálfum sér um kennt að hafa ekki í það minnsta náð einu stigi í viðureigninni. Heimamenn höfðu tögl og hagldir lengi vel í leiknum en óskynsamlegur sóknarleikur og slakur varnarleikur varð þeim að falli. Skagamenn reyndust hins vegar klókari, vörð- ust skynsamlega og nýttu færin betur. Skildi þar á milli feigs og ófeigs. Víkingar, sem hófu keppnistíma- bilið vel með sigri á Keflvíking- um, hafa ekki náð að fylgja ágætri frammistöðu sinni eft- Gísli ir og hægt og sígandi Þorsteinsson hefur liðið dregist nið- skrífar ur f fallbaráttu. Liðið var fyrir leikinn í gær- kvöldi eitt og yfírgefið á botni deild- arinnar með sjö stig og þurfti nauð- synlega á sigri að halda. Liðsmenn hugðust láta sverfa til stáls en óska- byijun Skagamanna, er Kári Steinn Reynisson skoraði laglegt mark eftir bægslagang í vítateig Víkinga, setti heimamenn út af laginu og þeir voru töluvert lengi að komast í takt við leikinn. Skagamenn voru sterkari aðilinn framan af en um miðbik fyrri hálfleiks voru Víkingar búnir að jafna sig á markinu og náðu betri tökum á framlínumönnum Skaga- manna og voru beittari upp völlinn. Engu að síður stafaði Skagamönnum fremur lítil hætta af framlínumönn- um Víkinga framan af, sem voru óskipulagðir og nýttu illa tækifærin. Skagamenn hafa sýnt batamerki í undanfömum leikjum eftir slæma byrjun á Islandsmótinu, en voru heillum horfnir mestan hluta síðari hálfleiks. Víkingar voru miklu grimmari og greinilega staðráðnir í að láta gestina hafa fyrir hlutunum - og það tókst þeim. A 55. mínútu fékk Sumarliði Amason, framherji Víkinga, upplagt tækifæri, en á óskiljanlegan hátt náðu Skagamenn að afstýra marki. Sumarliði fékk knöttinn vinstra megin við mark Skagamanna og sendi boltann fram- hjá Ólafi Gunnarssyni, markverði. Boltinn dansaði á marklínu Skaga- manna en Gunnlaugur Jónsson, vamarmaður, var fyrstur á vettvang og skóflaði knettinum frá marld. Allt leit út fyrir að Víkingum væri að takast ætlunarverk sitt í síðari hálfleik, sem var fremur daufur: að jafna leikinn. En heimamenn hug- uðu ekki vel að vamarleiknum og það færðu Skagamenn sér í nyt. A 76. mínútu léku Stefán Þórðarson og Kenneth Matijane boltanum á milli sín fyrir framan vítateig Vík- inga. Matijane stakk sér framhjá varnarmönnum Víkinga, fékk bolt- ann frá Stefáni og skoraði. Eflaust höfðu flestir áhorfendur búist við því að markið drægi tennumar úr Víkingum, en svo var ekki. Þeir héldu áfram að sækja og innkoma Þrándar Sigurðssonar hafði góð áhrif á liðið. Þrándur var grimmur upp við mark Skagamanna og lagði upp eina mark liðsins á laglegan hátt. Markið hleypti miklu lífi í leikinn. Víkingar lögðu nú allt kapp á að jafna leildnn og því var vamarleik- urinn lagður til hliðar. Skagamenn bragðust skjótt við og fengu ákjós- anleg tækifæri til þess að bæta við mörkum. Bestu færin fékk Kenneth Matijane rétt fyrir leikslok. í fyrra skiptið varði Gunnar vel frá honum en í seinna skiptið var Matijane klaufi að senda ekki knöttinn í autt markið. Þess í stað skaut hann í Unnar Valgeirsson, samherja sinn, og dæmd var rangstaða. Þá áttu Skagamenn að fá vítaspymu rétt í blálokin er Þorri Ólafsson braut á Stefáni Þórðarsyni inni í teig, en Bragi Bergmann dómari sá ekki ástæðu til þess að dæma. Skagamenn mega þakka fyrir að ná þremur stigum í viðureigninni gegn Víkingum, sem fengu síst færri tækifæri þegar upp er staðið. Allt annað var að sjá til heima- manna í gærkvöld eftir dapra frammistöðu á vellinum í síðustu leikjum, ekki síst gegn Skagamönn- um í bikarkeppninni er liðið tapaði 5:0. En lánleysi Víkinga ríður ekki við einteyming. Þeir fengu gullin tækifæri til þess að bæta við mörk- um og ná í að minnsta kosti eitt stig, en allt kom fyrir ekki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SIGURDUR Sighvatsson, varnarmaður Víkings, var fastur fyrir í vörn síns liðs og hafði góðar gætur á framlínumönnum Skagamanna. Hér er hann í baráttu við Kennneth Matijane, leikmann IA. „Afar ósáttir við leikinn“ „VIÐ eram afar ósáttir við leik okkar í kvöld og eigum að geta gert betur. Mér fannst eins og leikmenn væra farnir í frí, en ef við ætlum okkur að komast ofar í deildinni verðum við að sýna betri leik. Það sem kom okkur til bjargar var að við gerðum færri mistök en þeir [Víkingar],“ sagði Alexander Högnason, fyrirliði ÍA. Alexander sagði jákvætt að vinna sigur þrátt fyrir að hafa leikið illa. „Svo lengi sem við vinnum leiki getur maður sætt sig við að liðið eigi lélega leiki, en ég vil nú sjá meiri reisn yflr leik liðsins heldur en það sýndi nú. Við náðum að skora eitt mark og síð- an var eins og leikmenn héldu að hlutimir gerðust af sjálfu sér. Við hleyptum þeim inn í leikinn og áttum íbasli." Áttum meira skilið „Eg tel að við höfum átt skilið að minnsta kosti eitt stig í þessum leik. En við lékum illa í upphafi leiks og gáfum þeim eitt mark í forskot. Af einhverjum ástæðum tekst okkur ekki að komast í gang þegar mest á reynir og þegar liðið heftu- engu að tapa fer það að leika betur,“ sagði Þrándur Sigurðsson, leikmaður Víkinga. Þrátt fyrir ósigurinn gegn Skaga- mönnum í gærkvöld sagði Þrándur að Víkingsliðið hefði sýnt ákveðin bata- merki í þessum leik frá því sem verið hefur. „Það er mikið af stigum enn í pottinum og engan bilbug að finna á okkur þrátt fyrir fá stig að undan- fömu.“ , Morgunblaðið/Jim Smart ALBERT Sævarsson markvörður Grindvíkinga, hafði í nógu að snúast í Kópavoginum í gærkvöldi. Hér á hann í höggi við Ásgeir Baldurs, sem nær að stökkva aðeins hærra. Salih Heimir Porsa fylgist grannt með. Færi á færíbandi BLIKAR fóru á kostum í Kópavoginum í gærkvöldi og fengu færi á færibandi en skoruðu „aðeins“ fjögur mörk gegn lánlausum Grindvík- ingum, sem tókst þó að minnka muninn um eitt mark í lokin. Sigurinn fleytir Kópavogsliðinu upp í 5. sæti deildarinnar á meðan Grindvíking- ar fara niður í það áttunda og þaðan er stutt í fallbaráttuna. Reyndar fengu Valsmenn líka á baukinn við þessi úrslit - hröpuðu úr 6. sæti niður í fallsæti. Eftir 35 sekúndur kom fyrsta færi Blika þegar ívar Sigurjónsson skaut yfir úr upplögðu færi við mark- teig. Blikarnir pressuðu Stefán vöm gesta sinna mjög Stefánsson framarlega, sem áttu skrifar fyrir vikið í basli með að byggja upp sóknarleik enda fór það svo að heimamenn voru stöðugt að skapa sér marktækifæri. En eftir nokkur misheppnuð færi í byrjun misstu Blikarnir aðeins damp- inn svo að Grindvíkingar komust inn í leikinn en eftir að þeir höfðu fengið tvö ágæt færi, bæði skot frá Scott Ramsey, tóku Blikarnir við sér á ný. ívar náði góðu skoti á 40. mínútu en boltinn fór beint í hendur Alberts Sævarssonar, markvarðar Grindavík- ur. Tveimur mínútum síðar skallaði Ásgeir slá en eftir langt innkast Hjalta Kristjánssonar skoraði ívar loks fyrsta mark Blika. Mínútu síðar var eins og varnarmenn gestanna væru farnir að bíða eftir að Gylfi Orrason dómari flautaði til leikhlés því þeir vora ekki viðbúnir þegar Hreiðar Bjamason skaust upp kantinn og víðs- fjarri þegar Salih Heimir Porsa skall- aði boltann í netið af markteig. Strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks munaði litlu þegar Grindvík- ingurinn Albert markvörður bjargaði skoti Kjartans Einarssonar í horn en skömmu síðar kom Albert litlum vörnum við þegar Marel Jóhann Bald- vinsson skoraði eftir góða sendingu Salihs Heimis. Hinum megin, fjórum mínútum síðar, þurfti Atli Knútsson markvörður að taka á honum stóra sínum og verja skot Duros Mijuskovic í horn. Marel Jóhann launaði Salih Heimi sendinguna því sá síðarnefndi tók vítaspyrnu, sem dæmd var Marel Jóhanni. Þrátt fyrir nokkur færi tókst Blikum ekki að bæta við mörkum og Ásgeir skaut í stöng Grindvíkinga en þegar Marel var skipt út af á 77. mín- útu datt botninn úr sóknarleik Kópa- vogsliðsins. Síðasta orðið átti síðan Grétar Ólafur Hjartarson þegar hann minnkaði muninn í 4:1. „Ég er auðvitað mjög ánægður með leikinn, sem var stórgóður af okkar hálfu og sigurinn síst of stór miðað við færin,“ sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari og leikmaður Breiðabliks, kampakátur eftir sigurinn. „Mér leist ekki á blikuna eftir fyrsta hálftímann og við ekki búnir að skora úr neinu af þessum fimm til sex færam okkar því það er oft refsað fyrir það, en sem betur fer tókst okkur að skora tvö mörk fyrir hlé. Deildin er svo jöfn að hvert stig er afar mikilvægt - ekki síst þar sem við eram í baráttu við Gr- indvíkinga og urðum að vinna. í leikj- um okkar höfum við fengið færin en ekki náð að nýta þau, en sem betur fer gekk það í dag.“ Blikar sýndu á köfl- um stórskemmtilega knattspyrnu enda létu færin ekki á sér standa. Grindvíkingar náðu ekki upp bar- áttu hjá sér þrátt fyrir dygga stuðn- ingsmenn í stúkunni í Kópavoginum. Vörnin var oft sein til og átti ekkert svar við snöggum framherjum mótherjanna, miðjuleikmenn urðu undir í baráttunni og í framlínunni fékk Grétar Ólafur lítið svigrúm gegn varnarmönnum Blika, sem gættu hans vandlega. Morgunblaðið/Jón Stefánsson MAREL Jóhann Baldvinsson lék varnarmenn Grindvíkinga oft grátt f gærkvöldi. Hér hefði hann sloppið framhjá Allistair McMillan og Guð- I jóni Ásmundssyni, sem fórna höndum, en var brugðið svo að dæmd var vítaspyrna, sem Salih Heimir Porsa skoraði úr. Stigasöfnun suður með sjó MEÐ rödd nýráðins þjálfara síns, Kjartans Mássonar, í eyrum héldu Keflvíkingar út á heimavöll sinn í gærkvöldi og lögðu Framara 2:1. Kristján Brooks kom þeim yfir strax á áttundu mín- útu úr vítaspyrnu og fráfarandi þjálfari, Gunnar Oddsson, bætti um betur skömmu fyrir leikhlé. Reykjavíkurliðið klóraði iítið eitt í bakkann með heppnismarki tveimur mínútum fyrir leikslok, en að öðru leyti virtust þeir ekki líklegir til að jafna metin eftir að forskot Keflvíkinga var orðið tvö mörk. Með sigrinum losuðu Suður- nesjamennirnir sig við félags- skap Víkinga á botni úrvalsdeildar, hafa nú sigrað í Edwin tveimur leikjum í röð Rögnvaldsson og era komnir með skrífar þrettán stig, tveimur stigum meira en Val- ur, sem er í næstneðsta sæti deild- arinnar - svokölluðu hættusvæði hvað fall í 1. deild varðar. Framarar, sem framan af móti gerðu sig líklega til að velgja liðum KR og ÍBV undir uggum, hafa farið halloka að undanförnu og ekki bætti ósigurinn á Keflavíkurvelli úr skák. Sáralítil skerpa var í sóknarleik liðsins og fékk það ekkert einasta marktækifæri, sem kalla mátti hreint og klárt. Keflvíkingar virtust mun ákveðn- ari en gestimir í byrjun leiks og Kristján Brooks gerði mestan usla í vöm þeirra. Vítaspyrnuna fengu þeir þó algerlega upp úr þurra. As- geir Halldórsson, sem lék í þriggja manna varnarlínu Framara, hugðist skalla boltann frá marki eftir auka- spymu Eysteins Haukssonar, en rétti upp hendur sínar í leiðinni og hafnaði boltinn í annarri þeirra. Kristinn Jakobsson, dómari leiks- ins, dæmdi réttilega vítaspyrnu. Kristjáni varð ekki skotaskuld úr að skora úr spymunni og gerði það af miklu öryggi. Eftir markið bökkuðu Keflvíking- ar heldur hressilega og var auðséð að leikmönnum liðsins var umhugað að halda forskotinu - frekar en að bæta öðru marki við. Á meðan á þessu stóð sýndu Framarar öragg- an samleik, en fundu eigi að síður ekki leiðir að marki heimamanna. Oft lauk sóknunum með löngum og lélegum sendingum, sem Keflvík- ingar spyrntu umsvifalaust frá marki. Þeir sáu fljótlega að það gengi ekki mikið lengur að dvelja svona á eigin vallarhelmingi og ekki leið á löngu þar til hætta skapaðist við mark Fram. Ólafur Pétursson varði t.d. frábærlega skot Eysteins Haukssonar, sem stefndi neðst í bláhornið. Þetta var aðvöran þeirra Keflvíkinga og í næstu sókn létu þeir slag standa og juku muninn. Áhorfendur fögnuðu því ákaft að þar var sjálfur Gunnar Oddsson, sem var vikið úr starfi sem þjálfara ásamt Sigurði Björgvinssyni eftir síðasta leik liðsins, sem skoraði markið með skalla. í fyrri hálfleik virtist vöm Fram einfaldlega ekki í stakk búin til að verjast hröðum sóknum Keflvíkinga og missti hún hvað eftir annað framherja heimamanna aftur fyrir sig. Eftir leikhlé fór leikur Keflvík— inga í sama farið og um tíma í fyrri hálfleik. Leikmenn héldu sig aftar- lega og vængmenn liðsins, þeir Hjörtur Fjeldsted og Marko Tanasic, vora komnir í hlutverk bakvarða. Framarar litu þá á köfl- um afar vel út á miðjum vellinum og léku boltanum lipurlega á milli sín án þess að frekari sóknartilburðir gerðu vart við sig. Framarar gerðu þó tvær heiðar- legar tilraunir til að skora síðasta stundarfjórðunginn. í fyrra skiptið varði markvörðurinn Bjarki Guð- mundsson, sem átti skínandi leik, og í það síðara hittu tveir sóknarmenn Fram ekki boltann eftir aukaspymu Sigurvins Ólafssonar. Varamaðurinn Halldór Hilmisson gerði þó óvænt mark er tvær mínút- ur lifðu leiks úr langskoti sem fór í vamarmann Keflavíkur og yfir Bjarka markvörð, en það kom of seint fyrir Framara - þeir fengu lít- inn tíma og lítið rúm til að jafna metin og krækja í eitt stig. Þess í stað verða þeir að súpa seyðið af að- gerðaleysi sínu í sókninni. Þvert á móti hafa Keflvíkingar snúið við blaðinu eftir brösótt gengi fyrri hluta sumars. Sjálfstraust þeirra virtist aukast jafnt og þétt er á leið og undir stjórn nýs þjálfara stefna þeir ótrauðir að markmiði sínu - að leika til sigurs í hverjum leik. Morgunblaðið/Kristinn KJARTAN Másson var óspar á hvatningu til sinna manna í gærkvöldi. Ég vil ekki bakka KJARTAN Másson, nýráðinn þjálf- ari Keflavíkurliðsins, var eldhress eftir sigur í fyrsta leik sínum sem þjálfari í efstu deild í um sex ár. Þegar hann var spurður hvort það hefði ekki verið ánægjulegt, sagði hann: „Jú, það er svakalega gaman af þessu. Ég hefði heldur aldrei tek- ið þetta að mér nema af því að strákamir óskuðu sjálfir eftir því að ég tæki við. En að koma aftur og sigra í fyrsta leik er meiriháttar,“ sagði Kjartan. Eftir að hafa skorað, hörfaði lið hans fullmikið og virtist einungis ætla að halda fengnum hlut. Kjart- an benti hins vegar mönnum sínum á að færa sig framar á völlinn á ný. „Það gerist oft ósjálfrátt eftir að lið hefur skorað mark, en þeim var ekki uppálagt að gera það. Ég vil ekki bakka. Þá er svo mikil hætta á að fá á sig mark jafnharðan og það er ekki óalgengt," sagði þjálf- arinn. Eigum erfitt með að skapa færi Búningsldefi Framara líktist einna helst egypsku grafhýsi eftir viðureignina á Keflavíkurvelli. Þjálfarinn Ásgeir Elíasson steig fram á gang og lýsti áhyggjum sín- um. „Ég hef áhyggjur af hversu mörg mörk við eram að fá á okkur. Auk þess eigum við í erfiðleikum með að skapa færi. Þess vegna höf- um við ekki efni á því að gefa and- stæðingum okkar mörk,“ sagði Ás- geir. Uppskrift að sköpun mark- tækifæra hafði hann á reiðum hönd- um og virtist einföld: „Til að fá færi verða menn að stinga sér inn í opin svæði og aðrir verða þá að senda í~ boltann á þá.“ Ásgeir taldi að um fremur jafnan leik hefði verið að ræða. „Mínir menn unnu sumir hverjir ekki nógu vel í vöminni í fyrri hálfleik, en þeir þrír sem komu inná sem varamenn hleyptu nokkra lífi í leik okkar. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef _ við hefðum náð að minnka muninn ’ fyrr,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.