Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ BIGGI var úti á túni að snúa heyi þegar gesti bar að garði. Hann gerði hlé á vinnunni til að huga að búnaðinum. AÐ var með naumindum að Hákoni Gunnarssyni, 25 ára verkamanni á Húsavík, tækist að sann- færa Snæfríði Njálsdóttur eiginkonu sína um ágæti þess að hefja búskap í Ár- bót árið 1974. Hún var að vísu alin upp á Sandi í Að- aldal og hafði ekkert á móti því að búa í þeim fallega dal, en á þessum árum lá Árbót nokkuð af- skekkt, lélegur vegur lá heim á hlað, íbúðarhúsið var lítið og komið til ára sinna og fjárhúsið var stór torfkofi. „Ég var í útreiðartúr hér á Hvamms- heiðinni, þar sem þjóðleiðin Iá áður fyrr. Ég reið að vörðunni á ásnum fyrir ofan bæinn, horfði yfír og fékk þá þessa hugmynd," segir Hákon. „Ég vissi að jörðin var til leigu og var sannfærður um að hana væri hægt að rækta vel upp.“ Þau hjónin fluttu að Árbót með syni sína þrjá, Viðar Njái, Örn Loga og Gunnar Óla, sem voru 7, 6 og 5 ára. Þau áttu nýja íbúð á Húsavík, sem þau leigðu út, en í raun voru þau með tvær hendur tómar og ætluðu að láta reyna á það næstu tvö árin hvort Árbót væri framtíðin. Byrjað hafði verið á nýju íbúðarhúsi í Árbót, sem var rétt fokhelt og þau drifu í að ljúka við það. „Við byrjuðum með nokkuð margt sauðfé, en komumst fljótlega að raun um að ekki var grundvöllur fyrir slík- um rekstri. Við vorum með lán á bak- inu, sem við þurftum að borga af ail- an ársins hring, en sauðféð gaf ekk- ert af sér nema á haustin. Þá fórum við að kaupa kálfa af mjólkurbúum og ala þá upp til að framleiða nauta- kjöt. í fyrstu voru þetta 20 til 30 káif- ar, en fóru í 100 þegar mest var.“ Hákon segir engan galdur að baki uppbyggingu búsins. „Þetta er mikil vinna, það þarf útsjónarsemi og svo er því ekki að neita að við vorum heppin. Árbót fékk 660 ærgilda kvóta og þegar við fækkuðum sauðfé gátum við selt kvótann, en stækkað um leið nautgripahjörðina, því þar var ekkert kvótakerfí.“ Það tognaði úr dvölinni í Árbót. Árin tvö urðu að átta og þá ákváðu þau að selja íbúðina á Húsavík og kaupa jörðina, sem þau höfðu haft á leigu fram að því. Síðar ákváðu þau að skipta um nautgripahjörð. „Við höfðum alltaf verið með kálfa af ís- lenska kúakyninu. í Hrísey var hjörð af holdanautum af Galloway-kyni, en hún var síðar seld bónda í Skaga- firði. Þegar sá bóndi hætti búskap keyptum við stofninn, 118 gripi, og nú erum við eingöngu með Galloway. Að vísu fáum við af og til íslenska kálfa til að ganga undir Galloway- kúm.“ Hákon segir að það hafí verið dýrt að kaupa stofninn, en hann er mjög sáttur við skiptin yfír í Galloway. „Við seljum megnið af kjötinu suður. Hótel og veitingastaðir vilja þetta kjöt helst af öllu. Galloway-nautin eru beinasmærri en þau íslensku og hafa miklu meiri vöðvamassa. Og þetta er harðgerður stofn.“ Auk nautgripanna eru nú 100 kind- ur í Árbót og 140 fylgdu með í kaup- unum í vor á jörðinni Bergi í Aðaldal, sem er nýbýli út úr jörðinni Sandi. „Við verðum að sjá hvað verður um féð á Bergi í haust,“ segir Hákon. „Það lítur ekki nógu vel út með hey- feng í sumar, því tún hérna skemmd- ust mikið af kali í vetur. Tvö stór tún eru til dæmis skemmd að níu tíundu hlutum og þau verða ekkert slegin þetta arið. Við heyjum á fjórum jörð- um, Árbót, Bergi, Núpum og Kili, enda þurfa skepnurnar mikið.“ Tíu vinnumenn í heimili Það er enginn hörgull á vinnu- mönnum í Árbót. Þar búa, auk Há- kons og Snæfríðar, sex unglingar all- an ársins hring og fjórir til viðbótar á Bergi. Núna eru þetta níu strákar og ein stelpa. Árbót og Berg er með- ferðarheimili fyrir unglinga, þar sem beitt er uppeidismeðferð að sögn Snæfríðar, en á fagmálinu segir hún það heita umhverfismeðferð. Ung- lingarnir vinna öll þau störf sem til falla, sækja skóla og fást við ýmis- legt í tómstundunum. „Það fer ágæt- lega saman að unglingarnir hjálpi til við skepnuhirðingu.“ segir Hákon. „Þeir hafa gaman af að telja ham- borgarana í huganum, þegar nautin eru fóðruð." Meðferðarheimilin sjá mörgum fyrir vinnu. Um 9-10 starfsmenn ei'u að jafnaði í Árbót og 5 til viðbótar á Bergi, auk sálfræðings og kennara við Hafraiækjarskóla. Alls skapar heimilið því atvinnu fyrir um 20 manns. Unglingamir sækja Hafralækjar- skóla, þeir þeirra sem eru á grunn- skólaaldri. „Tvær kennarastöður við Hafralækjarskóla fylgja meðferðar- heimilinu," segir Snæfríður. „Þess misskilnings hefur nokkuð gætt í sveitinni að krakkarnir í Árbót séu að taka af sérkennslukvóta skólans, sem er ekki mikill frekar en annars staðar. Þetta er ekki rétt. Sumir unglinganna þurfa sérkennslu, aðrir eru inni í almennum kennslustund- um að hluta og svo eru þeir sem sækja eingöngu almennar stundir. Þessar tvær kennarastöður væru við skólann nema vegna heimil- isins. Við fylgjum krökkunum í skól- ann, erum þar á meðan á kennslunni stendur og fylgjum þeim heim aftur. Það þarf því ekkert að fjölga í gangavörslu eða sambærilegum störfum vegna unglinganna okkar. Við eigum mjög gott samstarf við skólann. Ég fer með Ingþóri Bjarna- syni sálfræðingi heimilisins á fund í skólanum á tveggja vikna fresti, þar sem rætt er um árangur ungling- anna. Þannig veitir skólinn heimilinu aðhald og við skólanum.“ Eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 árum í 18 hafa ung- lingar að 18 ára aldri gist Árbót. Verið er að kanna möguleika á fjar- námi fyrir þá sem komnir eru af grunnskólaaldri, en sumh' hafa farið í framhaldsskólann á Húsavík. Snæfríður hefur meðferðarheimil- ið aðallega á sinni könnu, á meðan Hákon sér um búskapinn, þótt óneit- anlega tengist þetta mikið. Hún seg- ir að þau hafi tekið fyrsta barnið inn á heimilið fyrir tilviljun. „Vinafólk okkar hafði tekið að sér unglinga í nokkur sumur fyrir félagsmálastofn- anir. Sumarið 1986 þurfti að koma dreng í fóstur, en þau gátu ekki tekið við honum og bentu á að við hefðum ef til vill tök á því. Það varð úr að sá drengur kom hingað og um veturinn kom stúlka. Síðan höfum við aldrei verið krakkalaus." í fyrstu komu til dvalar krakkar sem bjuggu við erfíðar aðstæður og voru sendir í Árbót frá félagsmála- stofnunum Reykjavíkur og Kópa- vogs. Árið 1992 var Unglingaheimili ríkisins í vandræðum með tvo pilta, sem engin úrræði fundust fyrir og þar með hófst samband Árbótar og Unglingaheimilisins, nú Barnavernd- arstofu. Nú koma unglingarnir í Ár- bót frá meðferðarstöðinni Stuðlum og af barna- og unglingageðdeild. 36 unglingar hafa gist Árbót á þeim árum sem liðin eru. Sumir eru þar í þrjá mánuði, en þeir tveir drengir, sem lengst dvöldu, voru báðir í rúm fjögur ár. „Við vildum helst fá krakkana sem yngsta hing- að, en nú hafa mál æxlast þannig að við erum með marga úr elsta hópn- um, 16-18 ára.“ Þegar fyrstu unglingarnir komu til dvalar í Árbót voru synirnir á heimilinu á milii tektar og tvítugs. „Þeir hafa allir verið okkur ómetan- leg hjálp og hlutverk þeirra er miklu stærra en flestir halda, bæði ► HÁKON við vörðuna fyrir ofan bæinn. Þaðan horfði hann yfir Árbót fyrir 25 árum og taldi líklegt að jörðina mætti rækta vel upp. ÖRN Logi hefur veiðimál Árbótar á sinni könnu. SNÆFRÍÐUR, Addi og Jói í eldhúsinu á Bergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.