Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 8.ÁGÚSTÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚSTÍ 1999 B 11' Við göngufólki að sjávargjánum á Arnarstapa blasir fallegt, gamalt hús handan við vatn með ✓ fjölbreyttu fuglalífí. A 18. og fram á miðja 19. öld stóð húsið þarna á hólnum, en lenti svo í út- legð og nú hefur því verið bjargað heim og gert upp af alúð. Og fuglar hafa þarna aftur fengið sína kjörtjörn. Elín Pálmadóttir heimsótti þau Hjörleif Stefánsson arkitekt og Sigrúnu Eld- járn myndlistarmann, sem standa að þessu björgunarstarfi og una sér vel með börnum og vinum á þessum dýrðarstað. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir u .....«4- SIGRÚN bendlr á mynd af Bjarna Thorsteinsson og frú Þórunnl á blámáluðum vegg stof- unnar Innan um myndir af Stelngríml skáldi syn! þelrra og öllum elgendum hússins. STRÁKARNIR Kristján og Ólafur að tálga karla við eidhúsborðið, þar sem öll fjölskyldan sltur oft saman við þá iðju. HJORLEIFUR í annarri framstofunni, þar sem er veggfóður með gömlu mynstri og lágt til lofts. Loft og gólf halda sér í öllu húsinu. TJARNIRNAR með auðugu og vaxandi fulgalífi blasa við úr stofuglugganum. Húsið var upphaf- lega byggt á vegum einokunarverslunar- innar á timabilinu 1774-1787, hefur verið byggt í lok einokunarverslunar hérna, í úttekt 1774 var það ekki á staðnum, hér var íslenskur verslunar- stjóri, Hans Hjaltalín, einn fárra íslendinga sem komust í slíkt embætti. A STEININN við inngang hússins hefur Hjörleifur klappað nafnið frá því það var reist í lok einokunarverslunar og ártölln 1775-1975. ... . Í HÚSRÁÐENDUR, Hjörleifur arkitekt og Sigrún Eldjárn myndlistarmaður. AMTMANNSHÚSIÐ á Arnarstapa með fuglatjörninni fyrir framan og Stapafellinu í baksýn. Morgunblaðið/Árni Sæberg SAMKOMA, mynd eftir Sigrúnu Eldjárn SIGRÚN að stússa í gamla eldhúslnu. Asteindyraþrepinu stendur STAPPEN og undir MDCCLXXXV-MCMLXXXV, sem eru merkisártöl í sögu þessa húss, 1785-1985. Þau hefur Hjörleifur klappað í þennan stóra stein, sem á sér aðra sögu. Á hann stigu allir sem erindi áttu í hús timburverslunarinn- ar Völundar meðan hún var og hét og Hjörleifur tók hann síðar til handar- gagns. Hugurinn hvarflar til þráðar- leggsins hans Jónasar Hallgrímsson- ar, sem var bjargað af skarnhaugn- um og fékk veglegan sess meðan engar sögur fara af skelinni fögru sem þar lá eftir. Þau Hjörleifur og Sigrún hafa ýmsu skemmtilegu bjargað. Um þetta var ég að hugsa þegar ég samkvæmt miða á hurðinni hafði gert mig heimakomna í bæ og beið húsráðenda, er höfðu skroppið með gesti út í Djúpalón, enda slíkir gimilegir staðir allt um kring. Steingrímur Thorsteinsson fæddur þar Eftir kaffl með nýbökuðum vöfíl- um í eldhúsinu með gömlu skápunum og svartri eldavél með viðarkubbum í kolakörfunni bið ég þau um að rifja upp sögu þessa merkilega húss, Amt- mannshússins á Amarstapa. Þetta er notalegt íverueldhús. Á hillu er röð af fígúrum úr viði sem bæði hjónin og bömin dunda gjarnan við að tálga sitjandi við langa gamla viðarborðið, ef ekki í góðviðri úti undir vestur- stafni hússins. „Húsið var upphaflega byggt á vegum einokunarverslunarinnar á tímabilinu 1774-1787. Hefur verið byg&t ,í lok einokunarverslunar hérna. í úttekt 1774 var það ekki á staðnum. Hér var íslenskur verslun- arstjóri, Hans Hjaltalín, einn fárra Islendinga sem komust í slíkt emb- ætti. Við lok einokunarverslunarinn- ar kaupir hann og býr hér áfram í húsinu. í byrjun 19. aldar, 1810-16, fór hann í innkaupaferð til Danmerk- ur. Á þeim tíma ríkti ófriður milli Dana og Englendinga og skipið var tekið herskildi, svo hann var burtu í einhvern tíma. Til eru lýsingar á hús- inu þá, frá leiðangri Hendersons. Þeir komu í þetta hús og frú Þórunn (Hannesdóttir) Hjaltalín tók á móti þeim. Þessir menn höfðu ekki séð jafn glæsileg húsakynni hér á íslandi og vora þó búnir að vera í Reykjavík. ENGILLINN sem blakar vængjum og verpir bláum eggjum meó stjörnum. Um 1820 eignast Clausensverslunin í Ólafsvík verslunarstaðinn hér. Bjami Thorsteinsson verður svo amtmaður hér í Vesturamtinu 1822 og kaupir húsið af Clausensverslun. Hér er skáldið Steingrímur sonur hans því fæddur. Bjami var sagður íhaldssam- ur maður og mikill embættismaður. Hann var þeirrar skoðunar að hollt væri fyrir Islendinga að eiga langa leið í kaupstað. Kaupstaðimir yllu spillingu. Þessvegna mælti hann með því í samráði við Clausensverslun að opinberi verslunarstaðurinn á Amar- stapa yrði lagður niður. Og hann kaupir þetta hús af þeim. Þetta er svo amtmannssetur fram til 1849, þegar Bjami Thorsteinsson er að verða blindur og flytur til Reykjavík- ur. Þar byggir hann sér við Austur- völl, þar sem Landssímahúsið stend- ur núna hús, sem var mjög líkt þessu. Við sitjum í annarri stofu fram- hússins, þar sem á vegg eru myndir af eigendum fyrr og nú. Þama era Bjarni Thorsteinsson og kona hans og tvær myndir af Steingrími Thor- steinsson og barnamyndir af núver- andi eigendum. Skemmtileg uppsetn- ing. Stofan er máluð og í horni einn af þessum gömlu fallegu svörtu kolaofn- um frá Danmörku og viður í kolakörf- unni, svo hann er auðsjáanlega nýtt- ur. Þama er lágt til lofts og gólf og loft uppranaleg eins og alls staðar. Þaðan er opið inn í vinnuherbergi Sigrúnar með áhöldum tO teikninga og vatnslita. í framhúsinu er önnur svipuð stofa með betreki frá gömlum tíma, ,en á efri hæð tvö stafnherbergi og breiður blámálaður kvistur. Þang- að upp einn af þessum bröttu mjóu stigum. „Eftir að Bjarni Thorsteinsson fluttist til Reykjavíkur var húsið selt. Kaupendur vora Helgi Helgason bóndi í Vogi á Mýrum og Teitur Finnbogason, sem var járnsmiður með meira og bjó síðar í Suðurgötu 7 í Reykjavík. Hann dró sig svo út, en Helgi lét taka húsið niður spýtu fyrir spýtu. Hann átti frægt skip, sem kall- að var Vogsskeiðin, og á henni flutti hann húsið sjóleiðina yfír flóann að Vogi, sem er næsti bær við Akra á Mýram. Sveinn Nielsson smiður frá Staðarstað vann þetta fyrir hann. Hann giftist dóttur Helga og bjó í gamla torfbænum í Vogi eftir að þetta hús var reist þar. Það var notað sem íbúðarhús og jafnframt skóli sveitarinnar." T0 gamans má geta þess að Sigrún Eldjárn er komin af þessu fólki, af einni dóttur Helga, sem giftist sr. Þórami presti í Vatnsfirði, en hann er forfaðir fóður hennai’, Kristjáns Eldjáms. Þegar ég seinna spyr hana hvort hún hafi kannski komist á bragðið að meta gamlar byggingar og muni á Bessastöðum, kveðst hún hafa verið orðin 14 ára þegar foreldrar hennar fluttust þangað og bjó þar að- eins í 5 ái’. En fornir munir hafi í upp- vexti hennar verið eðlilegur hluti af lífinu, þar sem faðir hennar var þjóð- minjavörður og þau bjuggu í húsi Þjóðminjasafnsins. Um 1980 keypti Málarafélag Reykjavíkur jörðina í Vogi. Sigurður sem síðast bjó þar, var byrjaður að byggja sér nýtt íbúðarhús, sem félag- ið nýtti sem sumardvalarheimOi. En þetta gamla hús var í vanhirðu og að grotna niður. Þá gerist það að Þór Magnússon biður Hjörleif um að skoða þetta hús fyrir Þjóðminjasafn- ið, tO að leggja mat á hvort ætti að varðveita það. Það gerði hann. I kjöl- farið var reynt að hvetja Málarafé- lagið til að byrja að gera við húsið og halda því við fyrir félagsmenn sína. Málarafélagið vildi það ekki. Hjörleif- ur skoðaði húsið aftur og mældi það nákvæmlega og gerði af því teikning- ar. Þá var verið að íhuga hvort Þjóð- minjasafnið mundi taka við því. Þjóð- minjasafnið hafði ekki fjánnuni til þess og Þór taldi það óráðlegt. Þá reyndu þau að setja á stofn félag til að bjarga húsinu, en ekki tókst að fá fram stemmningu tO þess. Þau Sig- rún fóra þá fram á að fá að gera við húsið þar sem það var, en það kom ekki tO greina. Málarafélagið vildi ekki hafa ágang óviðkomandi þarna. Enda leit húsið mjög illa út og virtist að hrani komið, rigningarvatn lak niður í gegn um það svo það virtist vera að brotna sundur um miðjuna og) hrynja niður í steinkjallarann. Þá misstu þau þolinmæðina og sögðu: Við skulum þá bara hirða húsið! Það var auðsótt mál. „Við fóram þangað með krakkana. Lágum á gólfinu í stofunni með Grím son okkar nýfæddan í vagni við hlið- ina á okkur. Við unnum að því merkja hveija spýtu, gera af húsinu teikning-'f ar og tína þetta niður skref fyrir ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.