Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 16
■>16 B SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ Þá er óhætt að taka undir að glæpakómedían „Midnight Run“ eftir Martin Brest írá 1988 sé ein af bestu myndum leikstjórans („Beverly Hill Cop“, „Scent of a Woman“) og mynd sem allstaðar átti að fá fjórar stjörnur. Hún segir af mannaveiðaranum Robert De Niro og mafíubókaranum Charles Grodin og ferð þeirra um Bandaríkin þver og endi- löng; ólíkari ferðafélagar eru vandfundnir og grínið eftir því. Gamanmyndin „My Fa- vorite Year“ eftir Richard Benjamin frá 1982 byggist mest á þeirri orku sem Peter O’Toole hafði einu sinni til þess að bera uppi myndir, en hann leikur af stakri kunn- áttusemi drykkjusjúkan leik- ara sem fær gestahlutverk í sjónvarpi á sjötta áratugnum. Tvær nýlegri myndir eru á listanum og ekki að ósekju, stríðsdramað ,A Midnight CIear“ eftir Keith Gordon frá 1992 og ein besta mynd sama árs, „One False Move“ eftir Carl Franklin. Hún kom býsna mikið á óvart á sínum tíma því hún var spennumynd sem Iagði áherslu á karaktera og samtöl fremur en skotbar- daga og bílaeltingaleiki. Allir jassáhugamenn og unnendur góðra bíómynda verða að sjá frönsku myndina „Round Midnight“ einhvern tíma á ævinni. Hún er eftir Bertrand Tavernier og er frá 1986. Hún segir frá útúrsukk- uðum og lífsþreyttum jassista í París á árum áður og fer Dexter Gordon með aðalhlut- verkið og hefur reynst ógleymanlegur. Aðrar myndir á listanum eru m.a. „The Passenger" eftir Michaelang- elo Antonioni frá 1975, „The Sugarland Express" eftir Steven Spielberg, „Tucker“ eftir Francis Coppola, sem er ein af fímm bestu myndum leikstjórans, „The Tenant“ eftir Roman Polanski frá 1976 og „The Warriors" eftir Walt- er Hill frá 1979. Á lista eins og þessa í Premiere vantar alltaf myndir og koma þegar nokkrar upp í hugann: stríðsdramað „Too Late the Hero“ eftir Robert Aldrich frá 1970 með Cliff Ro- bertson og Michael Caine í að- alhlutverkum, en hún er ein besta stríðsmynd sem gerð hefur verið; annað stríðs- drama sem heitir „The Hill“ og er eftir Sidney Lumet; gamanmyndin „Melvin and Howard“ eftir Jonathan Demme, rómantíska gaman- myndin „The Heartbreak Kid“ eftir Elaine May með Charles Grodin í aðalhlut- verki, „Duel“ eftir Spielberg með Dennis Weaver í aðal- hlutverki (hún er betri en „Sugarland"), „The Last Temptation of Christ" eftir Martin Scorsese með Willem Dafoe í aðalhlutverki. Og svo tvær mjög nýlegar; glæpakó- medían „Bound“ eftir þá Larry og Andy Wachawski og tryllirinn „The Long Kiss Goodnight" eftir Renny Harl- in með Gena Davis í aðalhlut- verki. -A ■ ÍÓMYNDIR end- ■■TjH ast misjafnlega ■ ‘iV vel svosem kunn- •v 'L.-ugt er. Allílestar eru horfnar úr huga manns um leið og þeim lýkur (og í mörgum tilfellum mun fyrr) en svo eru til myndir sem loða við mann af því þær hafa eitthvað sérstakt við sig. Kannski eru þær bestu dæmin um þær myndir sem gerðar voru á ákveðnu tímabili og tala enn til manns þótt tímamir og bíómyndirn- ar hafi breyst. Kannski eru þær verstu dæmin. Kannski eru þær bestu myndir leik- .*■ stjóranna eða bestu myndir leikaranna. Kannski eru þær myndir sem áttu skilið að fá meiri athygli og hafa sannað sig með tímanum, hlotið þá viðurkenningu sem þeim kannski bar í upphafi. Með fjölgun sjónvarpsrása, til- komu sérstakra kvik- myndarása, gervihnattadiska, ört vaxandi myndbandamark- aðar og mörgu fleiru eru þessar myndir sífellt að koma aftur fyrir sjónir manns og margar þeirra eru kærkomn- ar. Góðar á dulmagnaðan hátt um mann- inn í hinni leyndardómsfullu, áströlsku náttúru og gerði það á jafn seiðandi hátt hér og í „Picknic at Hanging Rock“. „Force of Evil“ eftir Abra- ham Polonski frá 1948, „The Haunting“ eftir Robert Wise frá 1963 (Jan De Bont hefur endurgert hana fyrir sumar- hasarinn í ár) og „Lonly Are the Brave" eftir David Miller frá 1962 eru nefndar og einnig sú fína mynd Roberts Altmans „The Long Goodbye“ frá 1973. Altman flutti sögutíma bókar Raymond Chandlers til átt- unda áratugarins og setti Elliott Gould í Marlowe-hlut- verkið. Myndin er kannski ekki fyrir alla Chandler-aðdá- endur en hún er fyrir alla að- dáendur Altmans. Listinn Nýlega gerði bandaríska kvikmyndatímaritið Premiere úttekt á sumum þeirra mynda sem það telur að hafi ekki notið sannmælis á þeim tíma gleymdar myndir sem þær voru gerðar eða farið ^fyrir ofan garð og neðan en eiga skilið að þeim sé veitt at- hygli þegar tækifæri gefst og myndu sóma sér í hópi bestu mynda hvenær sem er. Sumu á þessum lista getur maður verið sammála og öðru ekki eins og gengur en að mörgu leyti er hann ágætis leiðarvís- ir fyrir fólk sem vill annað- hvort rifja upp gamlar og góð- ar myndir, missti kannski af þeim á sínum tíma eða hefur fengið nóg af öllu nýmetinu sem dembist yfir það og vill tilbreytingu. Traustar, gamlar myndir eru nákvæmlega með- alið við því. ■v Ein fyrsta myndin sem nefnd er á listanum og mjög er hægt að taka undir að sé allt að því meistaraverk heitir ýmist „The Big Carnival“ eða ltAce in the Hole“ og er frá 1951. Leikstjóri er Billy Wild- er en í myndinni fer Kirk Douglas með hlutverk blaða- manns sem kemur að námaslysi og notfærir sér blygðunarlaust harmleikinn í fréttaskyni. Douglas var kannski aldrei betri en sem fréttamaðurinn ömurlegi og Vvörumerki leikstjórans, hin hrímgaða kaldhæðni, er enn jafn sterk og fyrir næstum hálfri öld. John Carpenter var í essinu sínu sem hryllingsmyndaleik- stjóra á árunum fyrir og eftir 1980 en svo er eins og hann hafi gersamlega tapað hæfi- ^leikanum til þess að hræða. Fyrsta myndin hans,“Assault Gamlar kvikmyndir eru sífellt að skjóta upp kollinum á sjónvarps- stöðvunum en misjafnlega merkileg- ar, að sögn Arnaldar Indriðasonar. Hann skoðaði lista yfir merkar myndir sem ekki eru taldar hafa notið verð- skuldaðrar athygli á sínum tíma. on Precinct 13“ var ein af hans bestu. Hann gerði hana árið 1976 og stal henni að ein- hverju leyti frá Howard Hawks („Rio Bravo“) en hún sagði útúrdúralaust frá sak- lausu fólki sem finnur hæli á lögreglustöð undan morð- ingjalýð. Spenna og hasar blandast hér saman í hroll- vekjandi kokkteil. Ashby, Weir og Altman Á listanum eru einnig myndirnar“The Beguled“ frá 1971 eftir Don Siegel með Clint Eastwood í aðalhlut- verki, „After Hours“ eftir Martin Scorsese frá 1985, „Blue Collar“ eftir Paul Schrader frá 1978 og „Cutt- er’s Way“ eftir Ivan Passer frá 1981, en varla er hægt að taka undir að þær eigi allar skilið afreksmerki kvik- myndaiðnaðarins. Miklu fremur „Excalibur" eftir breska leikstjórann John Boorman frá 1981, sem þarna er nefnd einnig, og byggist á þjóðsögunni um Artúr kon- ung. Yndið sem Boorman hef- ur af þjóðsögunni um riddara hringþorðsins sýnir sig ber- lega og það er sannur ævin- týrabragur yfir henni sem síðari tíma riddaramyndir eins og „First Knights" með Richard Gere hefur síður en svo tekist að fanga. Vegur „The Last Detail" eftir Hal Áshby frá 1973 hef- ur farið mjög vaxandi á þeim áratugum sem liðnir eru frá því hún var gerð og hún telst nú til betri mynda áttunda ára- tugarins. Hún er með Jack Nicholson í aðalhlutverki og segir af því þegar hann og Otis Young fylgja þriðja hermann- inum, Randy Quaid, í fangelsi þar sem hann á að dúsa fyrir minniháttar brot. Eins og í „Easy Rider“ og Gaukshreiðr- inu er Nicholson hér í essinu sínu sem uppreisnarseggurinn er gefur kerfinu langt nef og óhlýðnast skipunum til þess að gefa einfeldningnum Quaid færi á að sletta úr klaufunum. Að sönnu óborgarleg mynd. „The Last Wave“ eftir Peter Weir frá árinu 1977 er það ekkert síður. Weir var fremsta stjarna áströlsku nýbylgunnar og hafði sérstakt lag á að fjalla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.