Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Aðalskipulagið lifir þetta af Aðalskipulag Reykjavíkur hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. Ellert B. Schram seg- ir að í öllu því byggingaræði sem gripið hafí um sig í krafti einhverrar stefnu, sem heiti að þétta byggð- ina, hafí þó það kraftaverk gerst að Laugardalurinn hafi sloppið. Þangað til núna. Morgunblaðið/Jim Smart EINU sinni vann ég hjá borginni. Var meira að segja titlaður skrif- stofustjóri borgarverkfræð- ings, þótt ég hafi í rauninni verið minnst á skrifstofunni, heldur út um borg og bæ í reddingum og vettvangs- rannsóknum, vegna þess að Reykjavíkur- borg var að þenjast út. Suður í Fossvog, upp í Breiðholt og vestur í Ánanaust lágu leiðir mínar til að semja um niðurrif á hjöllum og bröggum og fjárborgum og út- hluta nýjum lóðum samkvæmt nýju aðal- skipulagi. Áðalskipulagið gerði ekki ráð fyrir bóndabýlum í Laugardalnum og þar voru nokkrir karlar enn, þegar hér var komið sögu og meðal þeirra Stefnir Ólafsson í Reykjahlíð og átti rollur. Hann var ófáan- legur til að semja, kallinn, og sat sem fast- ast. Tók ekki mark á neinu aðalskipulagi og við létum hann eiga sig og fjárbúskapur Stefnis varð á endanum ein af þessum ger- semum í dalnum. Kindur á beit, síðasti bærinn í dalnum. Og aðalskipulagið lifði þetta af. Ég man að þetta aðalskipulag var kennt við danskan arkitekt sem hét Bredsdorf og enda þótt stundum sé sagt að glöggt sé gests augað, fór ekki hjá því að margt þyrfti að endurskoða í þessu skipulagi og mörg voru þau slysin sem hafa átt sér stað og þurfti ekki Dana til. Éitt þeirra blasir við enda Austurstræt- is þar sem forljótt hús var reist í Grjóta- þorpinu og nefnt Morgunblaðshöll eða Vesturver. Pað átti að vera upphafið af skýjakljúfabyggð í stíl við Man- hattan, vegna þess að kofamir í þorpinu þóttu spilla umhverf- inu. Nú eru menn hættir að taka eftir Moggahöllinni út af nektarbúllu í nágrenninu, sem talin er til lýta fyrir Grjótaþorpið og reynir þá á feg- urðarskynið, hvort sé verra, naktar stelp- urnar eða skrímslið í Aðalstrætinu. Mun- urinn er hinsvegar sá að það má fjarlægja stelpurnar en Moggahöllin stendur áfram, sem minnisvarði um það skipulag sem sér- fræðingamir hönnuðu. Illu heilli. Önnur hugmynd var sú að fylla upp fjör- una fyrir framan Ægisíðuna vestur í bæ. Því slysi tókst að afstýra. Ég tek eftir því að sumir borgarfulltrú- ar hafa gripið til þess ráðs að vísa í þetta Bredsdorf-skipulag, nú, þegar deilt er um nýtingu Laugardalsins. Rétt eins og heilaga ritningu. Hvað sem segja má um Bredsdorf og aðalskipulagið hans, þá má hann eiga það að hann gerði ráð fyrir grænum og opnum svæðum þótt kapps- fullir borgarfulltrúar hafi á hinum ýmsu tímum gert sitt til að eyðileggja hvem þann græna blett sem lifað hefur bygging- arástríðuna. Er það áreiðanlega einhver einkennilegasta árátta seinni tíma, hvað borgaryfirvöldum er illa við opin svæði og óbyggðar lóðir. öllu því byggingaræði sem gripið hef- ur um sig í krafti einhverrar stefnu, sem heitir að þétta byggðina, hefur þó það kraftaverk gerst að Laugardalurinn hefur sloppið. Þangað til núna. Borgaryfir- völd hafa nefnilega dregið fram aðalskipu- lagið hans Bredsdorf heitins og fundið það út að inn á þær teikningar hafi verið rissuð upp hús á kantinum meðfram Suðurlands- braut og nú sé komið að því að drífa í að byggja þessi hús og hana nú. Þetta era gömul loforð segja þeir og meirihlutinn vísar meira að segja í það að minnihlutinn hafi samþykkt þetta þegar minnihlutinn var meirihluti. Sú spurning vaknar í því sambandi hvers vegna fram- bjóðendur í borgarstjórn séu að biðla til borgarbúa um umboð til að taka við stjóm borgarinnar, ef engu má breyta af því sem hinir vom búnir að ákveða? En það er þó aukaatriði hver lofaði hverjum og hverju og hvenær, heldur er hitt alvömmálið, að nú á sem sagt að hlaupa til og byggja stór- hýsi í Laugardalnum á svæði, sem allir Reykvíkingar hafa haldið að væri vin í borginni, verndaður staður til útivistar og íþrótta. Þetta er eins og að byggja Mogga- húsið í Grjótaþorpinu eða fylla upp fjörana við Ægisíðu. Stílbrot út í loftið með vísan til skipulags, sem er úrelt og úr sér gengið og verður aldrei framkvæmt af því að það er svo vitlaust. Af því að það var vitlaust gefið. Hafa borgaryfírvöld ekki fylgst með þeirri byltingu sem orðið hefur í útivist og heilsurækt? Hafa borg- aryfirvöld ekki skynjað þá grænu byltingu sem á sér stað í meðvitund íslendinga um vistvænt umhverfi, olnbogarými til að hreyfa sig, vilja og þörf almennings til að njóta borgarinnar í víðáttu og varðveislu opinna svæða? Meðan ég sit og skrifa þetta horfi ég út um gluggann, á fólk á öll- um aldri, skokka, ganga, hjóla eða viðra sig. I Laugardalnum iðar allt af íþrótta- og útivistarlífi. Þar era sundlaug og knatt- spymuvellir, íþróttahús og skautahöll, badmintonsalir og húsdýragarður, grasa- garður og fjölskyldugarður. Og þar var Stefnir með rollurnar sínar. Allt meira og minna verk borgarstjómar, sem ætlar svo að spilla þessari fallegu mynd með einu axarskafti. Eigum við ekki að hlífa þessari vin í borginni og vemda þennan stað? Hlífa honum við Landssímahúsi og bíóhöll, jafnvel þótt Bredsdorf blessaður hafi slysast til að rissa einhver hús inn í skipulagið? Hverjum er greiði gerður með slíkum byggingum? Eru engir markaðs- fræðingar hjá þessum aðilum sem geta bent lóðaramsækjendunum á þá ágjöf sem fyrirtækin óneitanlega verða fyrir, þegar þau era orðin bitbein í pólitísku argaþrasi milli borgaryfirvalda og borgarbúa? Ög úr því Ingibjörgu tókst að stinga dúsu upp í kennarana, ætti hana ekki að muna um að fínna aðra dúsu fyrir Landssímann og bíó- mennina. Ef þeir þá þurfa nokkra dúsu, þeir Þórarinn V. og Jón Ólafsson. Þórar- inn með landið allt undir. Jón með Norður- ljósin og hálfan Garðabæinn. Hversvegna ættu þeir að taka þátt í skemmdarverkum í Laugardalnum? Við létum Stefni í friði. Við eigum að leyfa þessum óbyggðu lóðum að standa áfram í friði. Aðalskipulagið lifir það af. HUGSAÐ UPPHÁTT MURKLÆÐNING Isíensk framleiðsla sfðan 1972 nurklæcNninquí adur l t I ELGO múrklæöning varðveitir upprunalegt útlit hússins óllkt ál- og stálklæðningum. Góð einangrun, vörn gegn vatni og vindum og glæsilegt útlit einkennir þessa íslensku framleiðslu. Yfir 25 ára reynsla Elgo viðhalds- frágangs- og viðgerðarefna er þln trygging. ELGO múrklæðning er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar. GRUNNMÚR 5 steinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777, fax 567 2718 ELGO MÚRKLÆÐNINGIN hefur verið undir eftirliti RB síöastliðin 9 ár og hefur farið f gegnum ýmsar prófanir svo sem, NORDEST NT Build 66 og staðist þær allar. ELGO MÚRKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuö hjá RB. Verð sem allir ráða við Moisturel rakamjólk og rakakrem Faesf í tyfju, apófekom og Hagkaopi Ver húðina fyrir óæskilegum utana&komandi efnum. Smýgur hratt og au&veldlega inn í hú&ina og hefur langvarandí áhrif. Hú&in endurnærist og verður fersk og undurmjúk. Vörurnar eru vísindaleg þróaðar og innihalda hvorki Paraben né Lanólín sem oft veldur ofnæmi og ertir viðkvæma húð. Moisturel er sérlega gott fyrir fólk me& þurra og viðkvæma húð og fyrir þá sem vinna úti við. Einnig frábært á Veldu besta stuðningsmannaliðið www.simi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.