Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskimjöls- risi í Chile STÆRSTU fískimjöls- og lýsis- framleiðendur í Chile hafa brugðist við taprekstri undanfarinna ára með sameiningu fyrirtækja. Þrír af stærstu framleiðendum fiskimjöls og lýsis í landinu hafa sameinast og er hið nýja fyrirtæki með um 8% markaðshlutdeild í heimsviðskipt- um með þessar vörur. Hið nýstofn- aða fyrirtæki verður það stærsta í Chile og mun framleiða 30% af öllu lýsi og fiskimjöli í landinu og fioti þess mun veiða 80% af þeim afla sem landað er í norðurhluta lands- ins. Niðurskurður Fyrirtækin þrjú, Eperva, Igemar, og Coloso hafa verið rekin með gríðarlegu tapi undanfarin ár en samt ríkir bjartsýni meðal stjórnenda um að hægt verði að snúa rekstrinum til betri vegar. Það á að gera með því að minnka starf- semina svo að hún falli betur að nú- verandi aðstæðum. Fiskimjölsiðn- aðurinn í Suður-Ameríku hefur, að sögn sérfræðinga, verið fómarlamb offjárfestinga og ofveiði. Einnig hafa áhrif E1 Nino stormsins á fiski- gengd á þessu svæði sett strik í reikninginn. Aðstandendur fyrir- tækjanna hafa ákveðið að fækka skipum í flotanum og loka 6 af 12 fiskimjölsverksmiðjum sínum. 1.600 TONN AF SALTI Morgunblaðið/Björn Blöndal • 1.600 tonn af salti bíða á hafnarbakkanum í Keflavík eft- ir að verða lestuð í skip en síðan verður saltinu dreift á hafnirnar umhverfis landið. Hingað til lands var saltið flutt laust en _ það síðan sekkjað í Keflavík. í hverjum poka er um eitt tonn af salti. Þetta er annar farmurinn sem skipað er frá Keflavík með stuttu millibili og á næstunni er von á risaskipi með saltfarm. Menn eru því greinilega að und- irbúa vetrarvertíðina. Höfnin í Keflavík er með dýpstu höfnum landsins og hentar vel til að losa stór skip og er hún oft notuð til að létta stærri skip til að þau fljóti inn í aðrar hafnir. Sameining í Noregi TVÖ af stærstu silungaeldisfyrir- tækjum Noregs, Fjord Seafood AS og Atlantis Group AS, hafa mætt harðnandi samkeppni í fiskeldi með sameiningu. Hið nýja fyrirtæki verður næst- stærsti framleiðandinn í silunga- eldi í landinu, en aðeins Hydro Seafood er umsvifameira. Hið nýja fyrirtæki verður starfrækt sex mánuði á ári og mun hafa undir höndum 40 leyfi til silungaeldis. Það hefur yfir að ráða eigin sölukerfi á afurðum ásamt tveimur fullkomnum slátr- unarstöðvum. Tll sölu er einkahlutafélagið Grenó ehf. Heista eign félagsins er Búi EA 100, sem er 9,12 lesta bátur. Aflahlutdeild bátsins er 29.798 þorskígildi. Nánari upplýslngar veitir Stefán Stefánsson í síma 466 1276 eða Ingólfur' Hauksson, löggiltur endurskoðandi í síma 462 6600. BAE - RAFGEYMAR í LYFTARA Umhverfíssamtök munu valda Ijóni ^■■^^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■H ÁHRIF umhverfis- íslensk fyrirtæki verða saníía Æ £ að sameinast um aðgerðir i,'’sk'nskuni SJifVíir o utvegi og verða ís- lensk fyrirtæki að sameinast um aðgerðir til að spyrna við fótum. Þetta kom fram í erindi Jóns Reynis Magnússonar, forstjóra SR- mjöls hf., sem hann hélt á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sl. fóstu- dag. Ahrif aðgerða umhverfissamtaka á afkomu þeirra er fiskveiðar stunda hafa verið takmörkuð hingað til, að sögn Jóns Reynis, reyndar að hval- veiðum og selveiðum undanskildum. Hann sagði samtök á borð við World Wide Fund for Nature (WWF) og Greenpeace hinsvegar vinna leynt og ljóst gegn fiskveiðum með auglýs- ingum í víðlesnum tímaritum og vin- sælum sjónvarpsstöðvum. Eins sé ýmiskonar áróðri dreift til almenn- ings og stjómmálamanna og haldið uppi gegn ofveiðum í höfunum. Þessi umhverfissamtök hafi meðal annars sett sér það markmið að botnvörpu- veiðar verði bannaðar í bandarískri lögsögu eigi siðar en árið 2001. „Það þarf vart að ræða þau áhrif sem bann á botnvörpuveiðum hefði á markað fyrir íslenskan fisk þar í landi, en bandarískir útgerðarmenn mundu vart líða það lengi eftir að slík bann væri komið á, að lönd sem stundu botnfiskveiðar, fengju að flytja fisk inn til Bandaríkjanna." Athyglisverður styrkur frá WWF Jón Reynir sagði umhverfissam- tökin þegar hafa teygt anga sínar hingað til lands og rifjaði upp að- gerðir Sea Shepherd þegar þeir reyndu að sökkva tveim hvalbátum við bryggju í Reykjavík. Þá sagði Jón það hafa vakið athygli sína að ferðaþjónusta á Húsavík, sem meðal annars býður upp á hvalaskoðunar- ferðir og rekur hvalasafn, fékk 700 þúsund króna styrk frá WWF á síð- astliðnu ári. „Trúlega hafa þeir feng- ið þennan styrk íyrir ötula baráttu sína gegn því að hvalveiðar hefjist á ný hér á landi, sem þeir telja, ef úr yrði, að muni leggja niður hvalaskoð- unarferðir og fækka komu erlendra ferðamanna til landsins. Það er leitt til þess að vita ef ferðamannaiðnað- urinn, sem margir gera sér miklar vonir um, telur sig ekki geta dafnað án þess að rakka niður annan iðnað í landinu og þiggja styrki frá WWF.“ Jón Reynir sagði WWW í eðli sínu vera á móti drápi á öllum villtum dýrum og þar með töldum veiðum á villtum fiski. „Þau munu þess vegna áfram beita sér fyrir því að dregið verði úr fiskveiðum. Þau munu sennilega beina baráttunni fyrst og fremst að veiðum á uppsjávarfiskum, sem nýttir eru til mjöl- og lýsisfram- leiðslu. Rökin fyrir því eru einkum þau að mjöl og lýsi fer ekki beint í manneldi, þessir fiskistofnar eru undirstöðufæða fyrir sjávarspendýr, sjófugla og aðra fiska sem nýttir eru til manneldis. Eg á von á því að áhrif umhverfissamtaka eins og WWW og Greenpeace fari vaxandi og eigi eftir að valda íslenskum fiskiðnaði miklu tjóni og vil því skora á menn að halda vöku og sameinast um aðgerð- ir til að spyma við fótum, til dæmis með því að koma á fót trúverðugri vottunarstofu. Fiskifélag íslands hefur haft forgöngu í því máli og virðist svo að árangur af því starfi sé að skila sér,“ sagði Jón Reynir. ★ Þýsk gæðavara sem jafnast á við það besta á markaðnum í dag. Framleiddir skv. IS0-9001- staðli. ★ Clark, Still, Toyota, Philips, KLM - Þessi fyrir- tæki eru á meðal þeirra fjölmörgu sem nota BAE-rafgeyma. ★ Þjónustum og veitum ráðleggingar varðandi ástand, hleðslu og umhirðu rafgeyma. ★ Hagstætt verð - stuttur afgreiðslutími. Vöttur ehf ., Hólmaslóð 4, sími 561 0222, fax 561 0224. Netfang: vottur@islandia.is. Kvótinn er nær búinn á Flæmska hattinum VEIÐAR íslenskra skipa á Flæmingja- grunni hafa gengið með ágætum í ár. Is- lensku skipin eru búin að veiða tæp sjö þúsund tonn af rækju og eiga því eftir að veiða rúmlega tvö þúsund tonn af kvótanum. Islendingar hafa veitt nær 7.000 tonn af rækju Þrír togarar eru nú á veiðum á flæmska hattinum, Sunna SI, Pétur Jónsson RE og Helga RE. Að sögn útgerða skipanna hafa veiðarnar gengið vel. Aflinn hefur jafn og stöð- ugur og lítið um aflatoppa og lægðir. Sigurður Stefánsson, útgerðar- stjóri Þormóðs Ramma-Sæbergs, sem gerir út Sunnu, sagði í samtali við Morgunblaðið að menn væru ánægðir með aflabrögðin. „Þetta er búið að vera ágætt. Rækjan er búin að jafna sig eftir skelveiðitímabilið og er orðin aftur hið sæmilegasta hráefni." Sunna landaði 185 tonnum í Bay Roberts í gær og heldur aftur til veiða í dag. Sunna á eftir fimm hund- ruð tonn af rækjukvóta og er stefnt á að taka hann í tveimur túrum. Sig- urður gerir ráð fyrir að skipið verði komið aftur til íslands í nóvember en telur að þar sé að litlu að hverfa. „Astandið á rækjunni er vægast sagt ömurlegt hérna. Allar aðstæður í sjónum eru rækjunni óhliðhollar og ekki er hægt að fagna seiðavísitöl- unni.“ Helga RE landaði 310 tonnum í síðustu viku og er komin aftur á veiðar. Að sögn Armanns Armanns- sonar, framkvæmdastjóra útgerðar- innar, hafa veiðarnar gengið afar vel. „Við erum búnir að taka 1.400 tonn í fjórum túrum og það verður að telj- ast ágætt.“ Helga á rúmlega 200 tonn eftir af kvótanum og er því í sínum síðasta túr en skipið var selt úr landi fyrr á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.