Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 B 3 ________________________AFLABROGÐ________________________ Afli sóknardagabáta varð rúm 8 þúsund tonn síðastliðið sumar Aflahæsti báturinn með um 4,3 tonn á dag Vertíð krókabátanna er nú að mestu lokið eftir sæmilegt aflasumar. Málefni krókabáta hafa verið mjög í brennidepli undanfarin ár en nú virðist sem veiðistjórnun þessa útgerðarhóps sé komin í nokkuð fastar skorður. Helgi Mar Árnason forvitnaðist um aflabrögð bátanna síðastliðið sumar og rifjaði upp breytingar sem gerðar voru á veiðistjórn krókabáta í upphafi ársins. Morgunblaðið/RAX SÓKNARDÖGUM stærsta hluta krókabáta fækkaði úr 40 dögum á fiskveiðiárinu 1997/1998 niður í 23 daga á síðasta fiskveiðiári sam- kvæmt nýjum lögum um stjóm fisk- veiða sem sett voru snemma á þessu ári. Aflinn sóknardagabát- anna sl. sumar varð hinsvegar nokkuð meiri en menn bjuggust við að geta fengið á þessum fáu dögum. Aflahæsti dagabáturinn fékk þannig rúm 100 tonn á 23 sóknar- dögum eða rúm 4,3 torin á dag að meðaltali. Áætla má að verðmæti aflans sé rúmar 10 miiljónir króna. Á síðastliðnu fiskveiðiári nam heildarafli krókabáta alls um 52.960 tonnum, þar af var þorskaflinn um 38.867 tonn. Til samanburðar má nefna að heildarþorskafli krókabáta á fiskveiðiárinu 1997/1998 varð sam- tals um 39.356 tonn. Heildarafli báta í þorskaflahámarkskerfi var á nýliðnu fiskveiðiári um 44.917 tonn, þar af um 31.217 tonn af þorski. Heildarafli sóknardagabáta varð því samtals um 8.043 tonn, langmest af þorski eða um 7.650 tonn. Hlutur sóknardagabáta á handfærum ein- göngu, án aflatakmarkanna, var langmestur eða um 5.757 tonn, þar af um 5.575 tonn af þorski. Á fisk- veiðiárinu 1997/1998 varð afli sókn- ardagabáta mun meiri eða um 12.524 tonn en þá fengu handfæra- bátarnir úthlutað 40 sóknardögum en línu- og handfærabátamir 35 dögum og ekki var um neinar afla- takmarkanir að ræða. Þorskafli sóknardagabáta á síð- asta fiskveiðiári er ákaflega mis- munandi. Þannig fengu 16 bátar 60 tonn eða meira en 62 bátar 10 tonn og minna, þar af fengu 9 bátar minna en eitt tonn. Ljóst er að sóknardagabátar í aflaþakskerfum hafa ekki veitt allan þann afla sem þeim í raun var heim- ilt. Þannig voru 81 bátur í hand- færakerfi með 30 tonna þorskafla- þaki en hver bátur fékk úthlutað 40 sóknardögum til að sækja leyfiiegan hámarksafla. Heildarþorskafli þess- ara báta varð um 1.897 tonn eða um rúm 23 tonn á bát að meðaltali. Að- eins réru 7 bátar í línu- og hand- færakerfi með 30 tonna þorskafla- þaki en þar hafði hver bátur úr 32 sóknardögum að spila. Heildarafli bátanna á síðasta fiskveiðiári varð samtals um 178 tonn eða rúm 25 tonn á bát að meðaltali. Meðal- þorskafli á bát í handfærakerfi án aflatakmarkanna varð sömuleiðis rúm 25 tonn. Þeir krókakarlar sem rætt var við voru flestir sammála um að afla- brögð sl. sumar hafi mun lakari en sumarið þar á undan en engu að síð- ur viðunnandi. Ótíð hafi gert mörg- um erfitt fyrir langt fram eftir sumri og því hafi sjósóknin verið erfiðari. Samkvæmt upplýsingum Versins var fiskverð á fiskmörkuð- um sl. sumar nokkuð breytilegt og yfirleitt lægra en var sumarið 1998. Þeir sem rætt var við sögðu þó óhætt að áætla meðalverð fyrir þorskkílóið í kringum 100 krónur en taka verður tillit til þess að verðið var nokkuð hærra á tímabili, eink- um fyrr í sumar. Þannig lækkað verðið nokkuð er líða fór á sumarið. Áréttað skal að hér er aðeins tekið mið af verði á fiskmörkuðum en talsverður hluti krókabátaaflans er einnig seldur beint í fiskvinnslumar á föstu verði sem getur verið mjög mismunandi, meðal annars eftir landshlutum. Sé miðað við meðalverð á fisk- mörkuðum má áætla að heiidar- verðmæti þorskafla krókabáta á síð- astliðnu fiskveiðiári sé um 3,9 millj- arðar króna. Á sama hátt má áætla verðmæti þorskafla sóknardagabát- anna um 800 milljónir króna. Aflahæsti sóknardagabáturinn á síðasta fiskveiðiári var Stormur IS með rúm 102 tonn. Á fiskveiðiárinu þar á undan var aflahæsti sóknar- dagabáturinn með nokkuð rneiri afla, eða um 140 tonn, ef þá voru sóknardagamir nokkuð fleiri eða 40 talsins. Miðað við meðalverð á fisk- mörkuðum í sumar má því áætla að verðmæti afla Storms IS sé rúmar 10 milljónir króna. Meðalaflaverð- mæti sóknardagabáta má á sama hátt áætla um 2,5 milljónir króna. Lög um stjóm fiskveiða tóku nokkrum breytingum á síðasta fisk- veiðiári. I janúar sl. samþykkti Al- þingi lög um breytingar á stjórn fiskveiða sem voru nokkuð sam- hljóða fmmvarpi ríkisstjómarinnar sem lagt var fram í desember, í kjölfar dóms Hæstaréttar í kvóta- málinu svokallaða. Lögin kváðu hinsvegar á um talsverðar breyting- ar veiðistjómun krókabáta, sérstak- lega svokallaðra sóknardagabáta. I þeim var kveðið á um nýtt veiði- stjómunarkerfi fyrir krókabáta í upphafi fiskveiðiársins 2000/2001. Fram til þess tíma, þ.e. á síðastliðnu fiskveiðiári og því sem nú er nýhaf- ið, verður sóknardagabátum gefinn kostur á að aðlagast kerfinu. Þeir verða hinsvegar að velja fyrir 1. mars nk. hvort þeir verða áfram í sóknardagakerfi eða fara í svokallað krókaaflamarkskerfi. Á krókaafla- marki verða þeir bátar sem áður vora í þorskaflahámarkskerfi að viðættum þeim sóknardagabátum sem velja sér aflahlutdeild. Þorskaflahámarkskerfí verður þannig ekki tii eftir 1. september árið 2000. Þá munu flestir krókabát- ar falla undir reglur aflamarksins AfMiluenlu sóknmdíHjii- h.il.imii á hiindfinrtini finkvoiðiárið 1990/991. |v23 sóknardagar ^A | Bátar með yfir 60 tonn af þorski | Bátur Þorskur Afli alls Stormur ÍS 800 100,9 tonn 102,0 Örkin SF 21 89,7 tonn 99,2 Tindaröst BA 94 73,7 tonn 78,6 Unnur ÁR 7 72,9 tonn 73,0 Siglunes BA 426 71,6 tonn 79,1 Unnur EA 24 69,1 tonn 69,9 Fjarki ÍS 44 68,5 tonn 68,8 Gefjun BA100 67,6 tonn 72,5 Bylgja RE 66 67,2 tonn 67,4 Núpur HU 56 67,2 tonn 67,2 Þórunn ÞH123 66,6 tonn 67,0 Lukka KÓ 86 63,9 tonn 64,6 Ósk HF 860 63,5 tonn 64,4 I Jói á Nesi SH 259 63,4 tonn 63,9 1 Víxill BA 43 62,5 tonn 63,2 | SvalurBA120 62,2 tonn 63,4 og aflaheimildir þeirra verða hluti af heildaraflamarkinu. Um króka- báta mun samt verða afmarkað stjómkerfi og þó þeir geti leigt til sín aflamark keypt aflahlutdeiid úr hinu almenna aflamarkskerfi þá verður ekki heimilt að selja eða leigja kvóta út krókaaflakerfinu yfir í almenna kerfið. Sama kerfi á þessu ári Á fiskveiðiárinu sem nú er nýhaf- ið verður við lýði sama kerfi og var sl. fiskveiðiár. Sóknardagabátar róa áfram í þremur mismunandi kerf- um. Sóknardagabátar á handfæram eingöngu fá að hámarki 40 sóknar- daga en hámarksafli hvers báts má þó aldrei fara yfir 30 tonn. Sóknar- dagabátar á línu og handfæram hafa úr 32 dögum að spila en afli þeirra má heldur ekki verða meiri en 30 tonn á fiskveiðiárinu. Þeir sóknardagabátar sem kjósa að stunda handfæraveiðar án aflatak- markana fá 23 sóknardaga á þessu ári en þeim er óheimilt að stunda veiðar á tímabilinu frá 1. nóvember til 31. mars. Eftir 1. september árið 2000 getur sóknardögunum síðan fjölgað eða fækkað eftir heildarveiði allra bátanna á hveiju ári. Sóknar- dögum getur þó aldrei fækkað um meira en 10% á milli fiskiveiðiára. Vilja skilgreina sóknardaginn upp á nýtt Aðalfundur Landssambands smá- bátaeigenda verður haldinn dagana 14. og 15. október nk. og reiknar Om Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins að þá verði lagðar fram hugmyndir að endurskoðun laga um stjórn krókaveiða. Hann á von á því að meðal annars verði gerðar athugasemdir á sldlgrein- ingu sóknardagsins. „Ég hef orðið var við þessa umræðu meðal minna umbjóðenda. Eins og sóknardagur- inn er skilgreindur í dag þá telst það heill sóknardagur ef menn þurfa að snúa í land vegna veðurs eftir fjóra til fimm klukkustundir að veiðum. Þessi skilgreining þvingar marga til að halda áfram veiðum þrátt fyrir að veður sé orðið vont og stofnar mönnum þannig beinlínis í hættu. í þessu sambandi hefur ver- ið nefnt að mönnum verið úthlutað sóknarklukkustundum þannig að aðeins verði mældur sá tími sem viðkomandi er á sjó. Þetta var með- al annars rætt í viðræðum okkar við fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og þar var fullur skilnmgur á því að skilgreina sóknardaginn með öðrum hætti en nú er gert. En því miður vannst ekki tími til að útfæra það nánar.“ Om segir krókakarla sem róa í aflaþakskerfunum hafa miklar áhyggjur af boðari kvótasetningu 1. september árið 2000. „Ljóst er að þeir mýndu fremur kjósa að geta verið áfram í þessu kerfi þó þeim þyki 30 tonna aflaþakið of lágt. Því má gera ráð fyrir að krafa um slíkt komi fram. Þá má einnig gera ráð fyrir að krafa um að kvótasetning aukategunda hjá þorskaflahá- marksbátum komi ekki til fram- kvæmda eins og Iögboðið er 1. sept- ember árið 2000,“ segir Öm.“ Þorskafii, ufsa-, og stoinbitsafli krókabáta fiskvoiðiárið 1998/99 Bráðabirgöatölur, afli upp úr sjó, tonn Þorskur Ýsa Ufsi Steinb. SAMTALS Þorskaflahámarksbátar 31.217 7.198 1.376 5.126 44.917 tonn Sóknard.bátar í línu- og handf.kerfi m. 301. þorskaflaþaki 178 8 5 8 199 tonn Sóknard.bátar í handfærakerfi m. 30 tonna þorskaflaþaki 1.897 2 170 0 2.069 tonn Sóknardagabátar á handfærum eingöngu 5.575 1 198 1 5.775 tonn ^ SAMTALS 38.867 7.209 1.749 5.135 52.960tonn K - ÞYSK ★ Yfirburða bremsubúnaður! Diskabremsur í olíu. Riðstraumsmótorar, sérstaklega aflmiklir. ★ 3ja hjóla rafmagnslyftarar, 1-2 tonna lyftigeta. ★ Dísellyftarar í sérflokki, frábærar tækninýjungar ★ Skotbómulyftarar í mörgum stærðum. ★ Þýskir rafgeymar í allar gerðir lyftara. ★ Lyftaragafflar með ryðfrírri stálhúð. it Varahlutir og viðgerðir á öllum gerðum lyftara. DÍSELLYFT Vöttur ehf. Hólmaslóð 4, sími 5B1 0222, fax 5B1 0224. Netfang: vottur@islandia.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.