Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Morgunblaðið/Garðar Páll Sandhverfuseiðin eru ekki stór en stærð tveggja mánaða gamalla seiða sést vel miðað við 100 króna peninginn. Eldi á sandhverfu gengur vel í Grindavík Sandhverfan er einn verðmætasti eldisfískurinn Sandhverfueldið í til- raunaeldisstöð Haf- rannsóknastofnunar hefur gengið vel, að sögn Agnars Steinars- sonar, líffræðings við stöðina. Helstu vandamálin í sandhverfueldinu hafa verið að fá sandhverfuna til að hrygna. Agnar segir þau seiði sem náðist að koma á legg ár- ið 1995 séu nú hluti af hrygningarstofninum. „Okkur tókst að frjóvga hrogn árið 1995 og sú framleiðsla taldi 20 seiði, engin hrogn náðust 1996 og 1997, en 1998 tókst okkur að ná hrognum. Klakið tókst vel þannig að við náðum 1.500 lifandi seiðum. Stóra stökkið varð hjá okkur í ár en þá fengum við meira af hrognum og ljóst er að seiðin eru 10.000,“ segir Agnar. Agnar segir grindvíska sjómenn hafa látið vita ef þeir ná lifandi sand- hverfu og það hafi orðið til þess að í dag eru um 45 villtar sandhverfur í hrygningarstofni stöðvarinnar. „Við er- um mjög ánægðir með samstarfið við sjómenn því án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. Stöðin er 11 ára og fyrstu árin var mesta áherslan lögð á rannsóknir á lúðu og sæeyrum, þá tóku við rannsóknir á þorskinum en nú eru það rannsóknir á sandhverfunni sem lögð er áhersla á,“ segir Agnar. Matthías Oddgeirsson, stöðvar- stjóri, bætti því við að tilgangurinn með þessari framleiðslu væri að auka fjölbreytnina í fiskeldinu á íslandi. „Sandhverfan þykir henta vel til eldis á Islandi, hefur háan kjörhita og það þarf að ala hana í kerum á landi. Það sem okkur langar til að gera er að gera rannsóknir á matfisknum en flest allar rannsóknir í heiminum hafa beinst að seiðunum. Til þess þurfum við meiri aðstöðu og hita því heitt vatn er takmarkað hjá okkur. Þess má til gamans geta að sandhverfan er einn verðmætasti eldisfiskurinn og seld að- allega til veitingahúsa í Evrópu á 700 til 1.200 krónur hvert kíló. Þá er fram- leiðslan í heiminum ekki nema 3.000 tonn í eldinu og eru þar Spánverjar stærstir þótt stór hluti þess sé í eigu Norðmanna," segir Matthías. Ný sýning’ á gömlum grunni í Bremen í Þýskalandi mmmmmBmmmmmaamaammmmmmmmami aðstand- Umgj örðin endurskipulögð útveg^SS- off nafni svninerarinnar breytt ínr;ar11' Brenu;ri 0470 J hafa lagt aherslu á að næsta sýning, sem verður í mars árið 2000, muni verða í stakk búin til að mæta nýrri öld. Umgjörð sýningarinnar hefur verið endurskipulögð að öllu leyti og nafni hennar breytt. Hún hét áður „Fish Intemational and Seafood Europe" en til að undirstrika auknar alþjóðlegar áherslur hefur nafni hennar verið breytt í „Fish International." Helsta breytingin á umgjörð sýning- arinnar felst í því að henni hefur verið skipt upp í fjórar sjálfstæðar sýningar sem hafa hver sínar áherslur. Ein sýn- ingin leggur áherslu á sölumál og verð- ur stærsta samkoma af sinni tegund í Evrópu hingað til. Sölufyrirtæki frá öllum heimshornum munu kynna af- urðir sínar. Mikil áhersla verður lögð á fullunnar afurðir og tegundir sem ekki eru algengar oft á boðstólum í hinum vestræna heimi. Önnur sýningin beinir spjótum sín- um að tæknimálum. Lögð verður sér- stök áhersla á vélai' sem eru notaðar í fiskvinnslu. Sérstök sýning verður tileinkuð flutningsmálum. Fjölmörg flutnings- fyrirtæki munu kynna þjónustu sína og tækninýjungar í meðferð á fiski. Fjórða sýningin mun sinna sölumálum í bókstaflegri merkingu. Þar verða kynntar vörur sem notaðar eru við sölumál eins og vogir og tölvubúnaður. Reiknað er með að um 700 fyrirtæki taki þátt í sýningunni. Samfara henni verður mikið um uppákomur og munu ráðamenn og hagsmunaaðilar frá stærstu ríkjum heimsins og alþjóða- stofnunum funda í Bremen á meðan á henni stendur. UMBúBAMiamúaiN Sjófrysti SS UMBÚOAMiaSTOaiNHF. V \ CENTRAL PACKAQINQ CORP. Héðlnsgata 2 • Sfml 563 0000 • Fax 563 0001 Olga Kristín í öllu tilfallandi • ÞAÐ er rödd Olgu Kristín- ar Jónsdóttur, sem venjulega heyrist fyrst þegar hringt er í Síldarvinnsluna hf. Olga hefur starfað á skrifstofunni í 14 ár og sinnt þar ýmsum störfum. Hún segir að vinna hennar við símann sé aðeins hluti af störf- um sínum á skrifstoftmni, hún sinni öðru sem til falli. Olga segir að þeir sem hringi séu upp til hópa afskap- lega kurteis- ir, jafnvel þótt þeir þurfi stundum að bíða. Hún segir vinnuumhverfið allt annað og betra frá því sem var í Steinin- um, en þar hefði þó verið gott að trimma upp og niður stig- ana. Olga Kristín Jdnsdóttir SOÐNINGIN Suðrænt skarkolasalat KOLINN er að margra mati besti mat- fiskurinn og er í hávegum hafður hjá sæl- keinm í Suður-Evrópu. Kolinn verður líka sífellt tíðari gestur að matborðum ís- Iendinga. Auðunn Sólberg Valsson, mat- reiðslunieistari á Einari Ben, kennir les- endum Versins hér að matreiða góðgætið á fremur óvenjulegan hátt. Þetta er for- réttur fyrir 8 manns. Auðunn er félagi í Freistingu, félagi matreiðslumanna og bakara. Félagið hefur komið sér upp heimasíðu á Netinu á slóðinni: http//www.trek- net.is/freisting. UPPSKRIFTIN 500 g. fersk, roðdregin skarkolaflök, skorin í langar ræmur safi úr 2 sitrónum safi úr 2 lime ávöxtum 8 stk. stórir tómatar, vel þroskaðir 2 stk græn paprika - skorin í teninga 4 msk. ólifuoha 4 msk. söxuð steinselja 1 msk. livítvínsedik 0,5 msk. tabasco sósa 0,5 msk. saxaður hvítlaukur 1 stk. lárpera, flysjuð og skorin í ræmur 8 stk. ólífur, skornar í tvennt AÐFERÐIN 1. Tóinatamir eru flysjaðir með því að dýfa þeim í sjóð- andi vatn og síðan í klakavatn strax á eftir. Þá á hýð- ið að losna auðveldlega af. Skerið þá lok af tómötun- um og hreinsið kjötið úr. 2. Blandið síðan öllu öðru saman og látið fiskinn í. Lát- ið marinerast í 30 mín. 3. Fyllið síðan tómatana með fiskinum og grænmetinu. 4. Framreiðið kalt með brauði og sýrðum rjóma. Einstakur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.