Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Faxamarkaður Fiskmarkaður Suðurnesja Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru alls 66,8 tonn af þorski í síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóm 17,8 tonn og var meðalverðið 152,01 kr./kg., um Faxamarkað fóru 13,8 tonn á 152,23 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 35,3 tonn á 155,56 kr./kg. Af karfa voru seld 67,7 tonn. í Hafnarfirði á 80,67 kr./kg.(9,81), á Faxamarkaði á 55,44 kr/kg (0,71) og á Fiskmarkaði Suðurnesja á 72,49 kr./kg (57,31). Af ufsa voru seld 35,1 tonn. í Hafnarfirði á 67,75 kr./kg (21,01), á Faxamarkaði á 62,65 kr./kg (4,61), en á 59,70 kr./kg (9,51) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru alls seld 84,3 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 122,43 krAg (7,71), á Faxamarkaði á 126,31 krikg (36,31) og á 146,29 kr./kg (40,21) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja. PorskurmsBv * Karfi Ufsi w Skarkoli' Alls voru seld 136 tonn af fiski í Bremerhafen í síðustu viku. Þar af voru 129 tonn af karfa á 115,41 kr. hvert kíló að meðaltali. Alls voru seld 594,6 tonn af fiski á fiskmörkuðum í Grimsby í 37. viku. Meðalverð á þorski var 254,95 kr./kg, 248,73 kr./kg á ýsu og 245,63 kr./kg á kola. Fiskverðvar sem hér segir... Lægsta Hæsta Þorskur kr/k9 kr/k9 Stór 317 Meðal 261 Lítill 187 Ýsa Stór 280 Meðal 261 Lítil 205 Koli Stór 298 Meðal 252 Lítill 187 Staða íslenskra sjávarafurða sterk í upphafí aldarinnar Slagurinn um neytendurna verður þó sífellt harðari Samkeppnishæfni og markaðsstaða sjávarafurða frá ís- landi á erlendum mörkuðum verður sterk í upphafi nýrrar aldar. Ymsar blikur eru þó á lofti og slagurinn um neytendur verður sífellt harðari. íslensk markaðsfyrirtæki þurfa því að miða að því að ná enn sterkari markaðsstöðu og efla upplýsingaflæði til neytenda. Þetta kom meðal annars fram í erindum forsvarsmanna stóru sölusamtakanna þriggja sem flutt voru á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva í síðustu viku. Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda, sagði íslensk fyrir- tæki hafa sterka stöðu í hefðbund- inni dreifingu til fagaðila eða heild- sala. Þar hefðu þeir yfir sterkum vörumerkjum að ráða en vandinn væri hins vegar sá að almenningur þekkti þessi merki lítið og milliliðir í dreifileiðum héldu þeim lítið á lofti. Þannig ættu íslensku mark- aðsfyrirtækin mikið verk óunnið varðandi bein ítök í neytendum með eigin vörumerld. Gunnar benti á að mikil samþjöppun hefði orðið í svokallaðri nútímadreifingu, dreif- ing matvæla færðist æ meir til stór- verslana en þeim fækkaði nú óðum með yfirtökum eða samruna þeirra stóru, til dæmis með samruna Wal- mart og ASDA annars vegar og Carrefour og Promodes hins vegar. Þessi stóru fyrirtæki leituðu eftir undirverktökum til pökkunar undir þeirra eigin merkjum. Þessir aðilar stýrðu einnig aðgangi að hilluplássi og þar með neytendum. Gunnar sagði að til að sækja fram verði íslendingar að ná sterkri samningsstöðu við þessi stóru fyrir- tæki. Þróa þyrfti nýjar afurðir í nánu samstarfi við þessa aðila en einnig væri mikilvægt að þróa sjáv- arútveginn í takt við þessar breyt- ingar á markaðnum. Sagði Gunnar að stór markaðsfyrirtæki með sterk vörumerki væru trúlega ein væn- legasta leiðin fyrir ísland til að verða leiðandi á markaðnum en ekki þolendur utanaðkomandi breytinga. Samþjöppun í matvæladreifingunni gæti þannig vissulega verið ógnun við frumframleiðslu og veiðar. Til að mæta þessari samþjöppun sé stækkun markaðsfyrirtækjanna eðlilegt andsvar til að tryggja samningsstöðuna. Gunnar benti á að framleiðendur fiskafurða á ís- landi væru að stækka en spurði hvort þeir yrðu nokkum tíma nægi- lega stórir til að mæta þörfum dreifingaraðilanna. Taldi hann að þeir sem réðu yfir dreifileiðum á markaðnum myndu hafa ráðandi stöðu við alla samninga um verð og afhendingar. Gunnar sagði að ís- lensk fyrirtæki yrðu að geta nálgast markaðinn á eigin forsendum nú og í næstu framtíð. Benti hann meðal annars á að neytendur leituðu að öryggi, besta verði, þægindum og þjónustu. Auk þess tækju þeir sí- fellt meira tillit til siðferðislegra þátta, svo sem umhverfismála og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Mark- aðssetning íslensku íyrirtækjanna yrði því að höfða sterkt til þessara þátta, bæði fyrir íslenskan fisk og fiskafurðir með annan uppruna. Gunnar sagði Islendinga því þurfa að byggja upp eigin vörumerki sem neytandinn þekkir, vörumerki sem nútímadreifingin verði að hafa í sín- um hillum fyrir viðskiptaaðila sína. Nútímadreifingin vilji eiga viðskipti við stóra aðila með breiða vörulínu, ekki marga smáa. Auka þarf hróður frosna fisksins Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, benti í erindi sínu á að gæði og þægindi fiskirétta skiptu sífellt meira máli á neytendamarkaðnum. Gæði máltíðarinnar endurspegluðu ekki aðeins kröfur um bragðgæði, heldur einnig ferskleika, öryggi og að ánægjulegt væri að njóta henn- ar. I þessu sambandi sagði Gunnar að frystur fiskur ætti í vök að verj- ast í samkeppni við önnur matvæli. Ferskur fiskur væri í meiri háveg- um hafður en frystur fiskur, sem sæist meðal annars af því að greitt er fyrir hann hærra verð. Kannanir sýndu einnig að neytendur á Norð- urlöndum telja frystan fisk óspenn- andi hversdagsmáltíð. Sannleikur- inn væri hins vegar sá að ferskt fryst hráefni er það sem næst kemst nýveiddum fiski. Frystur fiskur hafi hins vegar á sér lélega gæðaímynd og jafnvel enn þann dag í dag væri frystur fiskur mis- góður og neytandinn ætti í mestu erfiðleikum með að velja á milli. „Markaðurinn í dag byggist annars vegar á sterkum merkjum fram- leiðenda og þá veltur á gæðakröf- um þeirra hvemig til tekst. Hins vegar fer vaxandi að verslunarkeðj- ur selji undir eigin vörumerkjum og blandi saman fiski frá mörgum aðilum. Hætta er á að lítil þekking á fiski og eilífar kröfur um lægra verð leiði til þess að hann fái ekki notið sín sem sá góði matur sem hann getur verið.“ Gunnar sagði að þótt frystur fiskur væri í harðri samkeppni við önnur matvæli þýddi það ekki að leggja ætti árar í bát. Hér væri að- eins áhugavert og spennandi verk að vinna og tækifærin væru til stað- ar. „Það þarf að koma meiri gæðum til skila til hins endanlega neyt- anda. Auka þarf vöruþróun og koma með spennandi nýjungar. Ennfremur má auka framboð kælds fisks í neytendavænum pakkningum í stórmörkuðum en hluti þessa fisks getur verið kæld- ur, uppþýddur fiskur. Það þarf að koma með máltíðarlausn fyrir neyt- endur, þar sem hugað er að sam- setningu, framsetningu og því hvernig elda skal. Einnig þarf að efla trú og tryggð viðskiptavinarins með merkingum og upplýsinga- streymi og tryggja stöðugt fram- boð og beita herferðum til að breyta afstöðu fólks til fisks,“ sagði Gunnar. Fískveiðistjórnun grundvöllur sterkrar markaðsstöðu Finnbogi Jónsson, forstjóri Is- lenskra sjávarafurða hf„ taldi sam- keppnishæfni og markasstöðu sjáv- arafurða frá Islandi verða mjög sterka í upphafi nýrrar aldar. Það sagði hann meðal annars liggja í því hagkvæma fiskveiðistjómunarkerfi sem þjóðin býr við. Það hafi klár- lega leitt til hagræðingar í útgerð og fiskvinnslu sem og aukinnar verðmætasköpunnar. Gæði þess hráefnis sem á land berst séu enn- fremur meiri og samhæfing veiða og vinnslu mun markvissari en áð- ur. Vonaðist Finnbogi til að íslend- ingar bæru gæfu til þess að ekki yrðu gerðar grundvallarbreytingar á komandi árum. Þá sagði Finnbogi afburða góða þekkingu og reynslu íslenskra sjómanna og útgerða vera mikinn styrk og þýða mjög sam- keppnishæfar fiskveiðar í framtíð- inni. Einnig benti hann á að fram- farir í fiskvinnslu og framleiðslu- tækni hefðu verið gífurlegar á síð- asta áratug, sem sjá megi bæði á stóraukinni framlegð sem og fram- leiðni fyrirtækjanna. Þá væri staða sölufyrirtækja mjög sterk og þekk- ing þeirra og reynsla muni efla stöðu sjávarafurða frá íslandi á er- lendum mörkuðum í upphafi nýrrar aldar. Ennfremur taldi Finnbogi að öflugt þróunarstarf í sjávarútvegi, stærri og sterkari sjávarútvegsfyr- irtæki og framfarir í flutninga- og upplýsingatækni efla greinina til muna. Þá taldi Finnbogi að greinin væri orðin mun áhugaverðari og laðaði þannig til sín menntað ungt fólk. Helstu fiskútflutningsafurðir Norðmanna, jan.-júlí '99 mi|y Tonn NOK Ferskur eldislax 108.131 3.011.914 I Frystur makrill 111.008 559.113 Fryst sild 101.302 345.923 Blautv. saltflskur 14.039 749.960 Frystþorskflök 24.535 1.006.169 Saltaður þorskur 30.403 1.136.291 | Blautverkaður ufsi 11.745 314.033 Frystar rækjur (pillaðar) 9.563 474.229 | Heilfrystur eldislax 17.517 517.599 Fryst laxaflök 9.729 570.303 Norðmenn öflugir í eldislaxinum • NORÐMENN fluttu út rúm 108 þúsund tonn af ferskum eld- islaxi á fyrstu 7 mánuðum ársins og var verðmæti hans rúmir 30 milljarðar íslenskra króna. Það er 7,36% aukning frá sama tíma- bili sfðasta árs í magni talið en 6,73% aukning í verðmætum. Ferskur lax er langverðmætasta sjávarútflutningsvara Norð- manna. Reyndar flytja þeir meira út af frosinni sfld eða um 101.302 tonn á fyrstu 7 mánuðum ársins en verðmæti hennar nam tæpum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Utflutningur á frosinni sfld hefur dregist saman um meira en þriðj- ung frá sama tímabili síðasta árs. ý»x Útflutningur Norðmai^n|., ., á laxi, jan.-júlí '99 Tonrr NOK Ferskur, heill 127.183 3.530.226 Ferskur, hausaður 1.220 38.911 Ferskur, annað 82 3.380 Heilfrystur 17.517 517.599 Frosinn, hausaður 7.159 233.671 Frystflök 9.729 570.303 Fersk flök 9.863 482.821 Reyktur 1.604 128.156 Marin./graftnn 141 11.452 Annar unninn 221 16.716 í loftþéttum umb. 43 2.913 • HEILDARÚTFLUTNINGUR Norðmanna á laxi á fyrstu sjö mánuðum ársins varð um 175 þúsund tonn og var verðmætið um 55 milljarðar króna. Það er um 16,67% aukning í magni en um 19,69% aukning í verðmæt- um. Langmest var flutt út af heil- um ferskum laxi eða um 127.183 tonn en næstmest af frosnum heilum laxi eða um 17.517 tonn. Þá hefur útflutningur Norð- manna á urriða aukist verulega en alls fluttu þeir út um 17.835 tonn af frosnum urriða á túnabil- inu, að verðmæti um 5,9 miHjarð- ar íslenskra króna. Það er um 37% aukning í magni en um 73% aukning á verðmætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.