Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 1
VETRARTÍSKUNA/6 ■ BRJÓSTAGJÖF/6 ■ GLAÐBEITTUR SAUMAFUGL/8 FJAÐRAHAM OG ANNAR SEM LÍKIST LILJU/4 ■ HÁVAÐAROK KRINGUM Geri Haliwell fyrrverani kryddpía bregður stundum fyrir sig spænsk- unni. FOSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 BLAÐ C GLERAUGU TIL GAGNS OG GAMANS/2 ■ ÍSPOKALAMPI, STÓLL í Suðræa í TAKT við suðræna og seiðandi tón- list dilla íslendingar sér sem aldrei fyrr. Mögulega gerir sólarleysið í sumar þetta að verkum. Og þó. Það sama virðist eiga sér stað víðar og í mun sólríkari löndum. Latnesk áhrif eru greinileg í dægurtónlist og dansi. Á spænsku syngja stjörnurnar popplögin með suðrænu ívafi; Ricky Martin, Geri Haliwell, Jennifer Lopez, Enrique Iglesias og síðast en ekki síst Lou Beca með eitt vin- sælasta lag á íslandi; Mambo no. 5. Skýring á suðrænu sveiflunni er ekki auðfundin en Ásgeir Nikulás Ás- geisson, verslunarstjóri í Skífunni á Laugavegi, segir straumana loks hafa borist hingað frá spænskumælandi þjóðum. „Ovenju mörg lög eru vinsæl í þessum dúr en auðvitað hafa ýmsir duflað við þessa tegund tónlistar áður og náð vinsældum, eins og Gipsy Kings.“ Ásgeir Nikulás segir að suð- rænu sveiflunni megi líkja við rappið á vissan hátt. „Lengi var sú tónlist að- eins spiluð í svertingjahverfum Bandaríkjanna en allt í einu var eins og fjöldinn gleypti við þessu.“ Allir í dans Dansskólar eru að hefja haust- námskeiðin og viti menn. Salsa, mambó og jafnvel merengue heillar unga jafnt sem aldna. Jóhann Örn Ólafsson danskennari segir tónlist sem þessa afar vinsæla á dansnám- skeiðum, hana megi nota við öll tækifæri og hún gefi pörum færi á að dansa saman. Ólafúr Geir Jóhannesson dans- kennari tekur undir og segir áhugann vera gríðarlegan. „Mambo no. 5 var kosinn dans ársins í Hollandi um dag- inn en við lagið eru til ótal útgáfur af dönsum, meira að segja línudans." „Sori og viðbjóður“ Ekki eru allir á einu máli um ágæti Mambo no. 5 og álíka popp- laga með suðrænni sveiflu. „Lögin eru sori og viðbjóður," segir Margeir Ingólfsson, skífuþeytari í Reykjavík. „Þetta er ekki alvöru tónlist, bara plat. Alvöru suður-amerísk tónlist er hins vegar æðisleg en heyrist því miður afar sjaldan í útvarpinu. Ricky Martin og hans líkar eru einfaldlega í gróðahugleiðingum og kunna ekki önnur ráð en að skemma gamla og góða tónlistarstefnu." DJ Margeir hefur getið sér gott orð fyrir að spila suðræna tónlist á skemmtistöðum borgar- innar. „Eg spila meðal annars tónlist með söngkonunni Joyce og finn að latnesk tón- list fellur fólki í geð. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að ég spila þessa tegund tónlistar, mér finnst hún einfaldlega skemmtileg." Þeim sem falla fyrir mambótakti og salsadansi, er bent á salsabar í mið- bæ Reykjavíkur að nafni Tres Locos. Þar er oft spiluð sjóðheit og seiðandi tónlist langt fram á nótt um helgar. Ricky Martin er stór stjarna víða um heim Sjóðheitur mambó- drykkur. og betn óðan svefn eilsu Hjá okkur færðu allt í svefnherbergið, gott úrval húsgagna og teppasetta. Hjá okkurfærðu CHIROPRACTIC heilsudýnurnar sem yfir 32 þúsund kírópraktorar mæla með, þar á meðal þeir íslensku. Ný sérverslun á Akureyri Nú höfum við opnað glæsilega 300m2 verslun að Dalsbraut 1, Akureyri. Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.