Morgunblaðið - 24.09.1999, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
UMGJARÐIR AUGNANNA
Gleraugu
til gagns og gamans
„Fólk notar ekki
sömu skóna í
tennis og þegar
það fer út að
skemmta sér og
sama máli gegnir
um gleraugna-
umgjarðir."
Alain Bekaert
hönnuður gleraugnaumgjarða
Gleraugnaumgjarðir virðast lúta lögmálum
tískunnar í ríkari mæli en áður og bjóðast
nú í alls konar frumlegum útgáfum.
Vaigerður Þ. Jónsdóttir og Kjartan Þor-
björnsson ljósmyndari gengu um miðborg-
ina og gáfu vegfarendum með gleraugu
sérstakan gaum. Litu líka inn í verslun á
Laugaveginum þar sem Alain Bekaert,
belgískur hönnuður gleraugnaumgjarða,
kynnti nýjustu tísku sína og ráðlagði fólki.
FLESTIR sem standa
augliti til auglitis við aðra
manneskju taka fyrst eftir
augunum - eða gler-
augnaumgjörðunum," fullyrðir Ala-
in Bekaert sölustjóri, hönnuður og
einn þriggja eigenda belgíska fyrir-
tækisins theo cyewear. Fyrirtækið
settu þremenningarnir á laggirnar
fyrir tólf árum vegna þess að þeim
þóttu umgjarðir, sem þeir sáu á
sýningum víða um heim harla
óspennandi.
„Kollegar mínir, Patrick Hoet og
Wim Sommer, eru sjóntækjafræð-
ingar. Sjálfur er ég sonur belgísks
verksmiðjueiganda og fataframleið-
anda, sem varð að ósk sinni um að
sonurinn færi í viðskiptafræðinám í
Cambridge. Eg starfaði lengi við
fjölskyldufyrirtækið, þar sem ég
hafði hönnun bamafatnaðar m.a. á
minni könnu. Eiginkona mín er hins
vegar sjóntækjafræðingur og því
fylgdi ég henni oft á sýningar er-
lendis," segir Bekaert, sem vegna
eiginkonunnar kynntist þeim Hoet
og Sommer.
Gler í súpunni
„Okkur varð vel til vina og eitt
sinn sem oftar á sýningu í Mílanó
barst í tal hve sýningargripimir
væru einkar óáhugaverð fram-
leiðsla," segir Bekaert og rekur
áfram hvernig kaupsýslumaðurinn
og bamafatahönnuðurinn varð
einn af þremur hönnuðum gler-
augnaumgjarða, sem nú em seldar
jafnt á Vesturlöndum sem í Asíu,
Saudi-Arabíu og víðar.
„Við töldum okkur geta hannað
HELOSAN
húð-, hand- og
fótaáburður
Taktu hann með þér
f sólarfríið! Sótthreinsandi,
græðandi, mýkjandi, vinnur
gegn flögnun og sólarexemi.
til auglitis
nýstárlegri og
smekklegri um-
gjarðir og ákváð-
um að hanna
nokkrar í sam-
einingu til prufu.
Patrick fann
verksmiðju til
að framleiða
sýnishornin, en
mest var leik-
urinn okkur til
gamans gerð-
ur. Þótt um-
gjarðimar
væra smart og
óvenjulegar
skal játað að
gæðin vom
ekki upp á
marga fiska
enda litlu til
kostað. Með
slík gleraugu missti ég til dæmis
einu sinni annað glerið ofan í súp-
una mína,“ viðurkennir Beakart
hlæjandi en bætir snarlega við að
atvikið hafi orðið áður en fram-
leiðsla hófst íyrir almennan mark-
að. Gleraugnasala segir hann strax
hafa hrifist af prufunum og því hafi
þeir félagar hafist handa við að
bæta gæðin og leita til verksmiðja
Við val á gleraugnaumgjörðum
spyr hönnuðurinn Alain Beka-
ert kaupendur um ímyndina
sem þeir vilja skapa sér.
um að framleiða hina ýmsu hluta
umgjarðanna.
Síðan hafa umsvifin aukist jafnt
og þétt. Aðalbækistöðvarnar eru í
Antwerpen en fyrirtækið er líka
með skrifstofur í New York, Hong
Kong, Tókýó og París auk þess að
hafa umboðsmenn víða uin heim.
„Við höfum tölu á starfsfólkinu,
enda kappkostum við að hafa yfir-
bygginguna í lágmarki. Reynslan
úr föðurhúsum kenndi mér að ekki
er fjárhagslega hagkvæmt að fjár-
festa í eigin verksmiðju. Vélar eru
fljótar að úreldast og þvi þyrfti
e.t.v. að fjárfesta í nýjum tækja-
kosti í hvert skipti sem okkur dytti
í hug einhver nýjung. Framleiðslan
er því í ýmsum verksmiðjum sem
hafa yfir að ráða viðeigandi tækj-
um hverju sinni.“
Sækja víða
innblástur
Þótt Belgarnir þrír haldi um
stjórntaumana era þeir jafnframt
einu hönnuðir fyrirtækisins. „Við
hönnum umgjarðimar í samein-
ingu og sækjum víða innblástur.
Einu sinni vorum við að borða
spaghettirétt á veitingahúsi og þar
sem ein ræman hafði ratað út af
disknum lékum við okkur að því að
laga hana eins og umgjörð." Og
Bekaert kann fleiri sögur af upp-
runa sumra gleraugnaumgjarð-
anna. „Spaghettiumgjörðin" var
framleidd sem og margar fleiri þar
sem innblástur hugmyndanna virð-
ist nokkuð langsóttur. Eftir að
skýring er fengin minnir þó ein
gerðin á japanskt vatnslitamál-
verk, en hugmyndina að löguninni
fengu þeir félagar þegar þeir
horfðu á handbragð listamanns
eins í Japan.
Sérhver „fjölskylda“
í níu litum
Fyrstu umgjarðir þeirra félaga
voru úr plasti, en núna eru flestar
úr málmi, sem skorinn er með
leisertækni. Tæknilega segir Beka-
ert umgjarðirnar vera öllu flóknari
í framleiðslu en í byrjun. Stundum
sé plast og málmur notað í bland,
allt eftir því hvernig áferðin og út-
litið eigi að vera. „Við leitum
stöðugt nýrra leiða, aðferða og
efna í umgjarðirnar og eru opnir
íyrir öllum nýjungum. Fyrst og
fremst leggjum við áherslu á gæði,
Fæst í apótekum.
Vetrartískan í gleraugnaumgjörðum sem Alain
Ferðafélag íslands Mörkinni 6 I08 Reykjavík
Simi 568 2533 » Fax 568 2535 » www.fi.is » fi@fi.is
Dags- og helgarferðir
í haustlitum
Landmannalaugar - Jökulgil 24.-26. september
Heillandi landslag. Spennandi ferð. Pantið og takið farmiða á skrifstofunni.
Laugardagur 25. september kl. 08.00
Langavatn - Vikrafell - Hreðavatn
Um 7 klst. göngu- og haustlitaferð í Borgarfjörð. Verð kr. 3.000.
Sunpudagur 26. september kl. 13.00
a. Þingvellir í haustlitum. Um 3 klst. ganga milli eyðibýla. Verð kr. 1.400.
b. Hellaskoðun í Gjábakkahrauni. Fjölskylduferð. Hafið Ijós með.
Verð kr. 1.400, frítt fyrír börn með fullo'rðnum.
Brottför i dagsferðir frá BSÍ, austanmegin,
og Mörkinni 6.