Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 3

Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 C 3 þægindi, útlit og fjölbreytt úi*val,“ segir hann og nefnir sem dæmi að innan hverrar tegundar, eða fjöl- skyldu eins og hann kallar þær, bjóðist umgjarðir, sem eru mis- munandi að lögun og stærð. „“Fjölskyldan" samanstendur af þremur til fimm stærðum og gerð- um, sem miðast við ólíkt andlitsfall fólks. Hver „fjölskylda" er fram- leidd í níu mismunandi litum. Yfir- leitt eru þrír litanna fremur hlut- lausir en hinir eru annaðhvort af- gerandi eða jafnvel djarfir,“ segir gleraugnahönnuðurinn. Honum finnst lágmark að þeir sem þurfi að nota gleraugu eigi a.m.k. þrenn til skiptanna. „Maður notar ekki sömu skóna í tennis og þegar mað- ur fer út að skemmta sér á kvöld- in.“ Tvisvar á ári koma nýjar tegund- ir frá theo eyewear fram á sjónar- sviðið og eru nýjungarnar m.a. kynntar á sýningum í tískuborgun- um París og Mílanó á vorin og haustin. Kynningarefni fyrirtækis- ins er svolítið nýstárlegt í ár. Á auglýsingamyndum sitja gleraug- un ekki eins og alla jafna á fagur- sköpuðum nefjum fyrirsætna held- ur á grænmeti. Enda finnst Beka- ert kartafla, púrrulaukur, tómatur og annað sömu ættar sóma sér vel fyrir gleraugun. „Nef fólks eni mismunandi rétt eins og grænmet- ið,“ segir hann og skírskotar ann- ars vegai- til Japana og hins vegar til Araba. Eftir skamma viðdvöl í Reykja- vík þar sem Bekaert ráðlagði við- skiptavinum Gleraugnaverslunar- innar Sjáðu og kynnti jafnframt nýjustu tísku í gleraugnaumgjörð- um hélt hann til Los Angeles í sömu eríndagjörðum. Gler- augnaumgjarðirnar í ár segir hann vera svolítið stæm, meira áber- andi og frumlegri en tíðkast hafi undanfarið. „Við val á umgjörðum þarf að taka tillit til margra þátta. Ég spyr fólk hvað það starfi, af hverju það þurfi gleraugu og hvaða ímynd það vilji skapa sér. Engum ætti að vera raun af að ganga með gleraugu. Sé valið rétt eru gler- augu til prýði, enda er æ algengara að jafnvel fólk með fulla sjón fái sér ein eða fleiri slík til þess eins að vera smart.“ Bekaert kynnti nýverið um þessar mundir. Sjálfur gengur hann með gleraugu eftir ekki óþekktari hönnuð en Calvin Kiein. „... sem kemur mörgum á óvart,“ segir hann íbygginn. „Eg labbaði inn í Gleraugnamiðstöðina fyrir tveimur árum og bað um gleraugu sem væru sérstaklega framsókn- arleg eða bændaleg á að líta - og fékk þessi. Calvin Klein er greini- lega á sömu línu og ég.“ Ulfur er nærsýnn og hefur þurft að ganga með gleraugu siðan hann var fjórtán ára. „Þá þóttu mér gleraugun háifleiðinlegt fyr- irbæri. Núna er ég hins vegar sáttur og finnst bara nokkuð gam- an að geta skipt um andiit með gleraugunum cinum saman," segir Úlfur. Guðrún tónleikahaldari GUÐRÚN Kristjánsdóttir kann prýðilega við nýju L.A. eyework gleraugun sín en segist þó sakna allra ömmugleraugnanna, sem hún átti einu sinni. „Raunveruleg ömmugleraugu," ítrekar hún. „Þegar ég var um tvítugt og þurfti á gleraugum að iiaida fannst mér inikiii fengur í gömiu gleraugnasafni ömmu rninnar." Ekki hefur Guðrún hugmynd um hvað varð um þau gömlu frá ömmu sinni, en kveðst eiga þrenn gleraugu núna sem hún noti til skipt.is. „Þessi nýju þó mest. Mér finnst eins og allir séu að fá sér svona gleraugu núna,“ segir hún ánægð. Nærsýnina segir Guðrún ætla að eldast vei af sér, en þó geti hún vart gleraugnalaus verið „... aðai- lega til að vera ekki dónaieg við fólk úti á götu,“ segir hún hlæj- andi en viðurkennir að nú orðið finnist sér gieraugun vera orðin partur af persónuleikanum. „Ég legg þeim þó við sérstök tækifæri og set upp bláar linsur í staðinn." Opið alla helgina föstudag 10-19 laugardag 10-18 sunnudag 13-17 Albertína nemi í MH „ÞESSI eru frá Brendel,“ les Al- bertína Elíasdóttir af nýju gler- augunum sfnum, sem hún keypti í Auganu í Kringlunni. Þangað fór hún til að fá sér linsur, en segist hafa „fallið fyrir“ Brendel-um- gjörðinni. Auk þess að vera smart segir hún þær hafa verið mun ódýrari en hún bjóst við. „I raun- inni þarf ég ekki að ganga með gleraugu. Sjónin mælist mínus 1,5 og því þarf ég bara á þeim að halda við akstur og ef ég vil bera kennsl á fólk í íjarlægð." Albertína var fimmtán ára þeg- ar hún fékk fyrstu gleraugun og þá var henni alveg sama vegna þess að flestar vinkonur hennar notuðu gleraugu. „Núna er í tísku að vera með áberandi umgjarðir, sem oft eru lfka í sterkum litum,“ segir Albertína og skírskotar til fjölda nemenda í MH sem séu með slík gleraugu. Sjálf viðurkennir hún að hjá sér helgist notkun gler- augnanna oft af pjatti. nemi í MH SIGURÐUR Örn Hilmarsson kærir sig kollóttan um tískuna í gleraugnaumgjörðum og er treg- ur til að heíja samræður um slíkan hégóma. Honum finnst ein gler- augu alveg nóg fyrir einn inann og eiginlega tómt rugl að eiga fleiri. „Þessi eru ársgömul... og fengust í búðinni þarna,“ segir hann og bendir á Linsuna á Laugaveginum. Þar var áður Ósk- ar Guðmundsson, gleraugnahönn- uður, til húsa, en gleraugu Sigurð- ar Arnar eru hönnuð af honum. „Systir mín valdi þau með mér. GUÐMUNDUR Þorvarðarson er með uppáhaldsgleraugun sín frá L.A. eyework. Af fimm gleraugum sínum segir hann þau vera í mestu uppáhaldi. Þótt hann hafi þurft að ganga með gleraugu í rúma þrjá áratugi, Iét hann sér nægja að eiga ein þar til fyrir tíu árum. „Gleraugun eru hluti af persónu- leika mínum og skipta mig jafn miklu máli og klæðnaðurinn. Tískusveiflurnar eru þó sem betur fer ekki eins örar og í fatatísk- unni. Breytingarnar verða yfir- leitt á fjögurra til fimm ára fresti,11 segir hann og bætir við að trúlega sé stutt í að uppáhalds- gleraugun sín fari úr tísku. „Stærri umgjarðir sækja á, sem er fremur óheppilegt fyrir mig því sjónin mælist sex og hálfur í mín- us og þannig gler þola ekki að vera mjög stór,“ segir Guðmund- ur, sem hefur gaman af að ganga með áberandi gleraugu en tekur dökkar umgjarðir eða í hlutlaus- um litum fram yfir skærlitaðar. athafnamaður Sigurdur Orn Þau gömlu voru orðin ónýt,“ upp- lýsir hann og kveðst vera þokka- lega ánægður með valið. Sigurður Örn er nærsýnn og hefur þurft að ganga með gler- augu í þrjú ár. „Mér þóttu gler- augun til mikilla óþæginda þegar ég var í körfuboltanum hér áður fyrr,“ segir hann en lætur sér á sama standa nú orðið, enda hætt- ur í boltanum. Ulfur verslunarmaður ÚLFUR Eldjárn segist ekki gera sér far um að fylgjast sér- staklega með gleraugnatiskunni. Þó hafi hann tekið eftir að flestir eru með fremur „uppaleg" og. augljóslega „hönnuð" gleraugu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.