Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 5
Ljósmynd/Kristján Maack
4 C FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 H MORGUNBLAÐIÐ h MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 C 5
DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF
Til að framleiða stðl sem virðist laufléttur og sem reyndar heitir Vængur þurfti Dögg
að útvega sér timburmót sem vegur 700 kíló.
Fyrir sýninguna brá Dögg á leik og klæddi einn stólinn hvítum ijöðr-
um til að undirstrika nafn stólsins enn frekar.
íspokalampi, stóll
í flaðraham og annar sem líkist lilju
LAMPI úr klakapokum, stóll í
fjaðraham og lilja í formi sófa
og stóls er sýnishom af því,
sem þrír íslenskir hönnuðir,
þau Aðalsteinn Stefánsson, Dögg
Guðmundsdóttir og Friðleifur Krist-
jánsson sýndu á húsgagnasýningunni
í Bella Center nýlega. Þau Aðalsteinn
og Dögg sýndu hvort með sínum hópi
ungra hönnuða, skólafélaga sinna úr
Danmarks Design-skólanum, en Frið-
leifur hefur lært iðnhönnun í Banda-
ríkjunum og var sjálfur með bás, þar
sem hann sýndi sófasett og stofuborð.
Ljós í leiknum og
leikur í Ijósinu
„Lysfortællinger" eða „Ljósasög-
ur“ er nafnið á sýningu, sem sjö ungir
hönnuðir hafa haldið undanfarið í
húsakynnum danska lampafyrirtæk-
isins Louis Poulsen og í þeim hópi er
Aðalsteinn Stefánsson. Hann lagði
stund á innanhússarkitektúr við Dan-
marks Design-skólann, en lauk síðan
prófí þaðan í leikmyndahönnun, auk
þess sem hann hefur starfað sem
ljósamaður í Þjóðleikhúsinu.
Leikmyndahönnun kom upp á hjá
Aðalsteini þar sem hann hafði fengist
við innsetningar þar sem rýmið og
ljósið var í forsæti. Og það er kannski
ekki fjarri því að það sé eitthvað leik-
rænt við lampana hans úr ísmolapok-
um, alla vega eitthvað leikandi. Og
✓
A húsgagnasýningunni í Bella Center gaf
m.a. að líta verk þriggja íslenskra hönnuða.
Sigrún Davíðsdóttir spjallaði við þá um
fjörlegar hugmyndir og fallegar útfærslur.
Dögg
Guðmundsdóttir
Friðleifur
Kristjánsson
Aðalsteinn
Stefánsson
þannig hefur hópurinn staðið að sýn-
ingarhaldinu. Aðalsteinn segir hug-
myndina með hópnum líka vera að
hittast svo þau geti kynnt verk sín
hvert fyrir öðru, en raunin hefíu- orð-
ið sú að skipulagning varðandi sýn-
ingarhaldið tekur mikinn tíma. Það
þarf einfaldlega mörg handtök til að
hlutirnir gangi upp.
Hugmyndin að íspokalampanum
fæddist síðasta ár og það voru Ijós-
brotin í vatninu sem fönguðu athygli
Aðalsteins. Hann hefur svo þreifað
sig áfram með hugmyndina, sett liti í
pokana og kaupandinn fær poka með
mismunandi litum í. Hinn hamingju-
sami lampaeigandi getur því skipt um
liti eftir því hvernig liggur á honum.
Ljós og lith- fanga hug Aðalsteins í
fleiri verkum. Á sýningunni hjá Louis
Poulsen sýndi hann ljós í kassa með
tökkum á og þá er hægt að nota til að
láta ljósið skipta litum. Og lampi, sem
lítur út eins og gamaldags rannsókn-
artæki, varpar mynd að eigin ósk upp
á vegg. Hér gætir þess hvernig hann
hugsar gjaman um ljós sem hluta af
rými. Ljósamaðurinn er enn að störf-
um...
Netfang Aðalsteins er: rafalli@-
hotmail.com.
Stóll í fjaðraham
og annar léttleiki
Til að framleiða stól sem virðist
laufléttur og sem reyndar heitir
Vængur þarf timburmót sem vegur
700 kíló. Dögg Guðmundsdóttir hönn-
uður fann húsgagnasmiðju á Fjóni
sem treysti sér til að vinna verkefnið
en stóllinn er gerður úr sveigðum
krossvið. Niðurstaðan féll svo vel í
smekk skipuleggjenda húsgagnasýn-
ingarinnar í Bella Center að stóllinn
var valinn til að vera inni í glerhring-
hurðinni, sem allir gestir á húsgagna-
sýningunni gengu um.
Stólinn má nota á ýmsa vegu og
hugmyndin að honum spratt upp úr
leik Daggar með að setja saman þrjá
hringi og ef vel er að gáð má enn sjá
móta fyrir þeim í lögun stólsins. Hug-
myndin var einnig sú að gera stól sem
hægt væri að sitja í á ýmsa vegu og
svo átti stóllinn að vera með léttu yf-
irbragði. Allt þetta felur stóllinn í sér
og hann vakti athygli, sem Dögg von-
ar að verði til að einhver fái áhuga á
að framleiða hann.
Fyrir sýninguna brá Dögg auk
þess á leik og klæddi einn stólinn
hvítum fjöðrum til að undirstrika
nafn stólsins enn frekar. Fjaðrahams-
útgáfan er ekki hugsuð til fram-
leiðslu, heldur sem sýningargripur.
Dögg hélt nýlega sýningu í Stöðla-
koti á lömpum og öðrum glermunum,
en hún fæst við fleira, eins og Væng-
urinn sýnir. í Bella Center sýnir hún
með hópi ungra hönnuða, sem kallar
sig Globus og þau sýna saman á líkum
forsendum og hópurinn sem Aðal-
steinn er í.
Ungir hönnuðir hafa einfaldlega
komist að því að það er auðveldara að
stunda sýningarhald í slagtogi með
öðrum en upp á eigin spýtur. Það
skapar bæði athygli að fleiri sýni
saman og eins léttir það undirbúning-
inn, sem er mikill.
Sýningin í Bella Center er fyrsta
sýning hópsins, en fleiri fylgja á eftir.
Á næstunni sýnir Globus á fastri sýn-
ingu á efri hæð og einnig stendur til
að sækja um að sýna á húsgagnasýn-
Ljés í kassa með tökkum til þess að láta
ljósið skipta litum.
Lampi sem Iítur út eins og gamaldags rannsóknartæki varpar
mynd að eigin ósk upp á vegg.
ingunni í Mílanó og í Stokkhólmi
næsta ár.
Netfang Daggar er: daggadogg@-
hotmail.com.
Liljuform
Innan um alla þessa hönnun, sem á
rætur að rekja til Norðurlanda og
norræns hugsunarháttar, kemur
Friðleifur Kristjánsson úr allt annarri
átt því hann lærði iðnhönnun í Banda-
ríkjunum. Hann starfar nú sjálfstætt
á íslandi, en til að koma hönnun sinni
á framfæri víðar tók Friðleifur sig til
og sýndi sófasett og stofuborð í Bella
Center, þótt sýningarhaldinu fylgi
mikill kostnaður. Sófl eftir Friðleif er
til sölu í Epal og heitir Mirjam í höf-
uðið á dóttur Friðleifs, því honum
fannst fara vel á að fyrsti sófinn hans
bæri nafn fyrsta bamsins hans.
Friðleifur sýndi sófa og stól í seríu,
sem hann kallar „10ium“, sem er lat-
ína og þýðir „ldja“ og af því dregur
Hugmyndin að íspokalampanum fæddist síðasta ár.
Ljósbrotin í vatninu fönguðu athygli Aðalsteins.
lögunin dám. Uppistaðan er viðar-
grind, sem bólstrað er yfír og útkom-
an er fíma þægileg til að sitja á, því
sófinn er stinnur og styður vel við
bakið, án þess að vera harður. Það
var einfaldlega þægOeg upplifun að fá
sér sæti þama, enda segir Friðleifur
að hugmynd sín hafi verið að skapa
sæti sem styddi vel við bakið og hent-
aði öllum aldurshópum. Áklæðið heit-
ir exel, áferðin líkist rúskinni og litur-
inn fagurrauður.
Það gekk ekki þrautarlaust að fá
stóla og sófa smíðaða, því það reyndist
tæknOega erfitt að framleiða sveigða
armana. Á endanum reyndist Þröstur,
bróðir Friðleifs, slíkur listasmiður að
hann gat smíðað armana, sem aðrh-
höfðu gefist upp á. Og það er fleira
hagleiksfólk í fjölskyldunni því það er
kona Friðleifs, Stefanía Ósk Þóris-
dóttir, sem hefur hannað nafnspjöld
hönnuðarins og annað prentmál, en
Stefanía er grafískur hönnuður.
Borðið sem Friðleifur sýnir er fer-
kantað glerborð með sveigðum, ljós-
um viðarfótum og sandblásinni gler-
plötu í kringum stórt kerti í miðjunni,
„svona til að skapa varðeldsstemmn-
ingu í stofunni heima,“ segir Friðleif-
ur brosandi og bætir við að hann sé
mikið fyrir útivist og vOji með borðinu
skapa þægdegt og rómantískt and-
rúmsloft eins og úti í náttúrunni. Og
nafn borðsins er viðeigandi, „ignis“
heitir það, en það þýðir „eldur" á lat-
ínu.
Netfang Friðleifs er frdlis-
design@islandis.is.
það einkennir einmitt hópinn, segir
Aðalsteinn, því þau hafa fyrst og
fremst í huga að halda sýningar,
halda fast í leikinn í verkunum og
sköpun þeirra, án þess að hafa hug-
ann of mikið við sölu.
Hönnuðimir halda sýninguna sam-
an en annars hafa þau hvert um sig
sín verkefni. Þau byrjuðu að
sýna saman í fyrra og
hafa í huga að halda
því áfram. Eftir
sýninguna í
Bella Center
og hjá Louis
Poulsen fara
þau á hús-
gagnamessu
í London og
síðan liggur
leiðin á sýn-
ingu í Finn-
landi í nóvem-
ber. Þau eru
þegar farin að
huga að sýningar-
tækifærum á næsta
ári, hugsanlega í sam-
bandi við norrænu menn-
ingarborgimar þrjár, Reykja-
vík, Bergen og Helsinki.
Sýningarhaldið gengur því það er
víða hægt að sækja um styrki og
Hávaðarok
kringum vetrartískuna
EITT vinsælasta ljósmyndastúdíó
landsins er hvorki búið kösturum né
fölskum bakgrunni. Þar eru þó fjöl-
breytt birtuskilyrði og bakgrunnur-
inn er síbreytilegur, en adt er það
frá náttúrunnar hendi. Hið um-
fangsmikla stúdíó er svæðið milli
Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls, en
þangað leita æ fleiri ljósmyndarar
sem vilja finna fyrirsætum og íh'kum
magnað svið.
íslenskar fyrirsætur
og Ástrali
Nýlega kom út vetrarbæklingur
danska tískuhússins Bertoni og eru
allar myndirnar teknar í Reynis-
fjöru undir Reynisfjalli og í Kirkju-
fjöm við Dyrhólaey. Umhverfis ungt
fólk í fáguðum vetrarfatnaði blasa
við þverhníptir klettaveggir, úfnar
öldur og svartir sandar, en fötin
sýnir íslenskt tvíeyki frá eskimo
models ásamt Ástralanum Peter
Jackson.
Umboðsmaður Bertoni á Islandi,
Guðmundur Ólaf§son í heildverslun-
inni Golco, segir að tökulið hafi kom-
ið hingað til lands í apríl sl. í hópn-
um vora danski ljósmyndarinn Mor-
ten Bjarnhof, fyrirsætan Jackson og
Reynisdrangar rfea að baki fyrir-
sætu dönsku kvenfatalúiunnar
CCDK í haustr og vetrarbækl-
ingnum 1999.
stílisti frá Bertoni ásamt aðstoðar-
fólki. „Umræddur ljósmyndari, sem
er mjög eftirsóttur, hafði áður tekið
myndir við Dyrhólaey fyrir annað
fyrirtæki. Hann varð yfir sig heillað-
ur af staðnum og fannst hann hafa
himin höndum tekið þegar hann
fékk að mynda að nýju í „Svörtu
fjörum" eins og hann kallar stað-
inn,“ segir Guðmundur heildsali.
Veðurblíða hamlaði tökum
Guðmundur var tökuliðinu innan
handar þá þrjá daga sem það dvaldi
hér á landi, án þess reyndar að fylgja
því á tökustað. „En ég hugsaði til
Bjarnhofs og félaga og var einmitt
óskaplega glaður fyrir þeirra hönd
fyrsta daginn því veðrið var svo gott.
Eg hugsaði með mér að tökurnar
hlytu að ganga vonum framar í
svona fínu veðri. Hina tvo dagana
var hins vegar kolvitlaust veður, rok
og nístingskuldi. Ég hafði af þessu
miklar áhyggjur og þegar þau komu
til baka spurði ég hvort þetta væri
ekki alveg misheppnað. „Nei, ekki
aldeilis," svaraði þá ljósmyndarinn.
„Fyrsti dagurinn var slæmur - þá
var alltof gott veður. En hinir tveir
dagarnir vora stórkostlegir!" Svona
horfði þetta öðruvísi við honum eins
og rann auðvitað upp fyrir sjálfum
mér eftir á. Þetta voru jú vetrarflík-
ur sem verið var að mynda og því
nauðsynlegt að umhverfíð væri dálít-
ið kuldalegt,“ segir Guðmundur og
hlær. Og kuldalegu myndirnar koma
firna vel út í bæklingnum, sem er
hinn áferðarfallegasti.
Tískuhúsið Bertoni er með um-
boðsmenn í Kanada og á Irlandi,
auk Norðurlandanna. Það byggir á
gömlum grunni, en sérhæfði sig í
buxnaframleiðslu á áram áður. „Þeir
framleiddu meðal annars buxur fyr-
ir danska herinn, en eftir að ný kyn-
slóð tók við rekstrinum hafa þeir í
auknum mæli lagt út á tískubrautina
og sérhæfa sig í herrafatnaði. Flík-
unum hefur verið vel tekið og þetta
er ört vaxandi fyrirtæki," segir Guð-
mundur sem verið hefur umboðs-
maður Bertoni um fjögurra ára
skeið.
Spor í sunnlenskuni sandi.
Ástralskur vetrargestur eltir ís-
lenska íjallkonu í bæklingi
Bertoni.
Nýr haust- og vetrarbæklingur
danska kvenfatafi-amleiðandans CC-
DK er einnig að öllu leyti tekinn á ís-
landi. Tvær myndir eru teknar í
Reynisfjöra með Reynisdranga í bak-
sýn, en aðrar eru teknar í íslensku
hrauni og á hrjóstrugum holtum. Að-
eins ein fyrirsæta er á hverri mynd
og nýtur landslagið sín vel á stóram
myndunum, en bæklingurinn er í
brotinu A3.
Og hvort sem það er tilviljun eða
ekki er sami hellirinn í Reynisfjöra
notaður sem bakgrunnur í bækling-
um CCDK og Bertoni, auk þess sem
í báðum bæklingum eru myndir af
slípuðum steinum úr fjöranni í opn-
um lófum fyrirsætanna.
sþ
~¥