Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 C 7.v
DAGLEGT LÍF
Bandarískum konum er bannað að gefa börnum sínum
brjóst við opinberar byggingar.
Sjálfstraust
og festa lykilatriði
KRÖFUR umhverfisins gera for-
eldra oft óörugga því allir eru með
sína uppskrift að því hvemig maður
á að vera sem móðir eða bam,“ seg-
ir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sál-
fræðingur. „Við konur emm dug-
legar við að segja reynslusögur:
„Mín/minn var svona, gerðu bara
svona eða hinsegin, það dugði mér.
Hva læturðu barnið sofa hjá þér
þegar þú ert að gefa? Þetta er nú
ekki nógu gott!“ Svona athuga-
semdir auka á óöryggi foreldranna
og það getur gert mann snælduvit-
lausan þurfa að hlusta á allar sög-
urnar. Lykillinn er sá að hlusta á
sína eigin dómgreind og fikra sig
áfram,“ segh- hún.
Þórkatla bendir á að öryggis-
þörfin sé ein af sterkustu þörfum
mannsins og henni verði að full-
nægja til þess að bamið geti lært.
„Við læram ekki ef við eram óör-
ugg, við tökum ekkert inn og náum
ekki að nýta okkur skynjun okkar
ef öryggi er ekki til staðar. Þegar
ungbörn koma í heiminn hafa þau
ekkert öryggi til þess að bera því
þau hafa enga reynslu. Það er
reynslan sem færir okkur öryggi og
hrynjandi í daglegu lífi er ungböm-
um afar mikilvæg því hún auðveld-
ar þeim að ná sér í reynslu.
Eftir því sem hlutimir ger-
ast oftar, því betur kann-
ast þau við þá og öryggi
þeirra eykst að sama
skapi. Því er mikilvægt að
ná utan um svefn- og mat-
artíma, láta hlutina gerast
í ákveðinni röð á hverjum
degi, nota sama tóninn þegar við
tölum til þeirra og forðast óvæntar
uppákomur. Allt þetta hjálpar við
þroskann því róleg böm geta lært
og náð sér í reynslu,“ segir hún.
Veikindi barns fyrstu mánuðina
eða óværð sem erfitt er að finna
lausn á getur orðið að mjög var-
hugaverðum vítahring. „Þetta get-
ur gerst því erfitt er að upplifa það,
að geta ekki mætt þörfum bamsins
síns því maður veit ekki hverjar
þær era. Ovær börn og kröfuhörð,
eða böm sem era mikið lasin fyrsta
árið skapa mikið samviskubit, eink-
um hjá móður, sem heggur í tengsl-
in að því leyti að hún upplifir sig
ófullnægjandi og ómögulega og
gefst jafnvel upp. Sú uppgjöf getur
litað tengslin milli móður og barns
lengi nema að hún fái mikla aðstoð
og njóti skilnings meðan á þessu
stendur,“ segir hún.
Einnig bendir Þórkatla á að
sjálfsmynd foreldranna gegni
veigamiklu hlutverki í tengsla-
myndun. „Börn móta sína sjálfs-
mynd fyrst og fremst í gegnum
sambandið við foreldra sína fyrstu
árin. Ef sambandið er jákvætt og
viðurkennandi fær bamið á tilfinn-
inguna að það sé áhuga- og elsku-
verður einstaklingur sem auðvelt
sé að láta sér þykja vænt um. Það
er sú mynd sem barnið síðan ber
með sér alla ævi. Ef foreldrarnir
eru spenntir, stressaðir og óá-
nægðir með sjálfa sig skrifar barn-
ið það á sig, að þeir séu óánægðir
með það, að það sé ekki nógu mik-
ils virði. Því skiptir miklu að for-
eldrar stappi stálinu í sjálfa sig í
foreldrahlutverkinu. Þeir þurfa
líka að viðurkenna mistök sín og
reikna með því að þeim geti skjátl-
ast. Foreldrahlutverkið er erfið-
asta hlutverk lífsins," segir
Þórkatla loks.
Skrautgripir
eða fæðugjafi?
Brjóst eru oftast
höfð til skrauts
eða örvunar og
eiga að sumra
mati helst að vera í
felum þegar þau
eru nýtt í megintil-
gangi sínum. Stöðug
umræða um brjóst
kvenna og breyttar tísku-
áherslur láta fáar konur
ósnortnar en þær sem ekki
vilja fara i „lýta“-aðgerð
geta breytt náttúrulegu
sköpulagi sínu með platfyll-
ingum eða vatnsbrjóstahald-
ara. Frelsisstyttan á Liberty-
eyju er engin undantekning.
Jákvætt
viðhorf
ekki nóg
í Bandaríkjunum eru sjö mjólkurbankar sem taka á
mdti gjafamjólk handa fyrirburum og nýburum
með alvarlegt ofnæmi.
SKORTUR á stuðningi er
oft ástæða þess að brjósta-
gjöf tekst ekki sem
skyldi," segir Steina Þórey
Ragnarsdóttir hjúkrunai’-
fræðingur um tilhneigingu
til ábótargjafar, það er
gjafar á annarri næinngu
en móðm-mjólk. Tíðni
brjóstagjafar virðist hærri
á íslandi en greint hefur
verið frá 1 erlendum rann-
sóknum, samkvæmt könn-
un Hildar Atladóttur nær-
ingarfræðings á mataræði
íslenskra ungbarna og
virðist þurrmjólkurnotkun
einnig sjaldgæfari hér en í
nágrannalöndunum. Leiðir
rannsókn hennar í ljós að
97% eins mánaðar og 93%
tveggja mánaða barna
væru á brjósti og að 74%
tveggja mánaða barna
fengju eingöngu móður-
mjólk. Við fjögurra mán-
aða aldur reyndust 83% á
brjósti en 77% sex mánaða
barna. I hvoru tilfellanna
fyrir sig fengu 46% og 5%
brjóstamjólk einvörðungu
og við 12 mánaða aldur
vora 13% barna enn á
brjósti. Þess má líka geta
að 98% eins árs barna
drekka kúamjólk sem er
mun hærra hlutfall en á
Norðurlöndunum. Segir
Hildur að þótt tíðni gjafar
hafi reynst meiri hér en
erlendis fái færri börn ein-
göngu brjóstamjólk en bú-
ast hefði mátt við miðað
við það sem konum hefur
verið ráðlagt, það er að
hafa börn sín á brjósti
fyrstu fjóra til sex mánuð-
ina og að gefa þeim helst
ekki aðra næringu.
Steina Þórey vitnar í
rannsókn Mörgu Tome frá
1993 þar sem fram kemur
að ábótargjöf er mismikil
á íslandi eftir landshlut-
um, allt frá 7% upp í 41%,
en 19,4% á landsvísu að
meðaltali við 2-3 mánaða
aldur. Fram kemur sú til-
hneiging hjá mæðrum að
endurtaka ábótargjafir
hjá næsta barni hafi fyrra
barn fengið ábót. í rann-
sókn Mörgu kemur fram
að 67% ungbarna á Norð-
urlandi vestra fá brjósta-
mjólk eingöngu við
þriggja mánaða aldur en
einungis 44% barna á
Vestfjörðum. Því hafi bú-
seta áhrif á það hvort
mæður hafi börn eingöngu
á brjósti.
Ábót talin nauðsynleg
til ársins 1984
Steina Þórey segir jafn-
framt að fram til ársins
1984 hafi ábót verið talin
barninu nauðsynleg og að
slíkt viðhorf hafi verið rak-
ið til þess að heilbrigðis-
starfsfólk hafi boðið
mæðrum ábót við brjósta-
gjöfina, sem aftur hafi
skapað tiltekna hefð um
nauðsyn þess. Einnig hafi
verið talið að börn sem séu -
lengi á brjósti eingöngu
geti átt í erfiðleikum með
að borða síðar, sem ekki sé
rétt. „Því fyrr á meðgöngu
sem konan tekur ákvörðun
um að hafa barn sitt á
brjósti því líklegra er að
brjóstagjöf verði árang-
ursrík. Rannsóknir sýna
að undir lok meðgöngu
hafi 75% kvenna ákveðið
hvernig þær hyggist næra
börn sín eftir fæðingu og
því skiptir jákvæð mynd af
brjóstagjöf máli, ásamfy
góðri þekkingu. Fræða
þarf konuna snemma á
meðgöngu um ávinning
brjóstagjafar og hvaða
vandamál geti komið upp
svo hún sé betur í stakk
búin til þess að takast á við
þau,“ segii’ hún.
Steina Þórey segir enn-
fremur að viðhorf kvenn-
anna til brjóstagjafar, sem
og þeirra sem þær um-
gangast virðist skipta
miklu máli. Jákvætt við-
horf til brjóstagjafar dugi
ekki eitt og sér. „Rann-
sóknir hafa líka sýnt að
mæður sem fá ráðgjöf í
brjóstagjöf og stuðning
um það leyti sem barnið
fæðist eru líklegri til þess
að hafa börnin eingöngu á
brjósti og í lengri tíma.
Konur þurfa raunhæfar
upplýsingar um kosti og
galla brjóstagjafar, svo
þær geti tekið upplýsta
ákvörðun, og aðstoð frá
heilbrigðisstarfsfólki, eig-
inmönnum, fjölskyldu, vin-
um og samfélagi,“ segir
hún að lokum.
► VEISTU
\ AF HVERJU
- VIÐFÁUM
HRUKKUR
MEÐ ALDRINUM?
MiVf *
mflð
Húöin hægir á framleiöslu Q10,
efninu sem heldur húöinni sléttri.
Nú er hægt aö fá Q10 í dag-, nætur
og augnkremi frá Nivea Visage.
Veldu þaö sem hentar þér og
húöinni þinni best.
QIO frá Nivea Visage
andlitskrem sem virka!
HIVEA
www.jsh.is