Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 B 3
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
Emmen vill fá Eystein
HOLLENSKA 2. deildar liðið
BVO Emmen hefur sýnt áhuga
á að fá Eystein Hauksson, Ieik-
mann Keflavíkur, til reynslu.
Eysteinn, sem er 25 ára, skoraði
fjögur mörk fyrir Keflvíkinga í
sumar.
Hollenska liðið hefur einnig
lýst yfir áhuga á að fá Magnús
Þorsteinsson, 17 ára leikmann
með yngri flokkum Keflavíkur
og fyrrverandi leikmann 16 ára
landsliðsins, til sín. Magnús tók
þátt í tveimur lekjum með
meistaraflokki í sumar. Keflvík-
ingar eiga von á umboðsmanni á
næstu dögum til viðræðna við
félagið um að fá leikmennina til
Hollands.
Gunnar Oddsson hefur gert
eins árs samning við Keflvík-
inga. Gunnar, sem er 34 ára,
er fyrrverandi þjálfari liðsins.
Mörg félög sýndu áhuga á að
fá Gunnar til sín en hann af-
réð að leika með Keflvíkingum
að minnsta kosti eitt ár til við-
bótar.
HANDKNATTLEIKUR/EM I KROATIU
B-RIÐILL
Mæta Slóv
LEIKIR ÍSLANDS
21, janúar: Ísland-Svíþjóð
Siðan: Ísland-Portúgal
Svo: fsland-Rússland
Þá: Ísland-Danmörk
Loks: Ísland-Slóvenía
enum í
Skjern
byrjar
vel
Danska meistaraliðið Skjem,
sem Aron Kristjánsson leikur
með, byrjaði titilvörnina í danska
handknattleiknum með sigri á
heimavelli gegn Kaupmannahafnar-
liðinu FIF, 21:20, um helgina. Geta
liðsmenn Skjern þakkað markverði
sínum fyrir sigurinn því hann varði
vítakast á síðustu sekúndu leiksins.
Aron hafði hægt um sig í leiknum
og skoraði aðeins eitt mark. Mikil
stemmning var í höllinni í Skjem og
var uppselt á leikinn en alls um
1.800 manns greiddu aðgangseyri
og studdu þeir vel við bakið á Aroni
og samherjum sem þykja ekki lík-
legir til þess að tapa mörgum stig-
um á heimavelli á leiktíðinni.
Gunnar með 8 mörk
Gunnar Andrésson lék vel með
Amitica Zúrich í fyrstu umferð
svissnesku deildarinnar sem leikin
var á laugardaginn. Amitica gerði
jafntefli við nágranna sína í Grass-
hoppers, 23:23, en Grasshoppers er
spáð góðu gengi á leiktíðinni. Gunn-
ar gerði 8 mörk og var markahæst-
ur í sínu liði. „Mér gekk ágætlega,"
sagði Gunnar í samtali við Morgun-
blaðið. „Annars er deildin mjög jöfn
þetta árið þannnig að ég á von á
skemmtilegri keppni," sagði Gunn-
ar ennfremur.
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Stefánsson í leik
Makedóníu í Skopje.
Arangur íslenska
landsliðsins
undir stjórn
Þorbjörns Jenssonar //
gegn þjóðunum
riðli íslands í EM
Gegn: Leikir S J T Árangur
Rússlandi 2 1 0 1 50%
Svíþjóð 3 0 0 3 0%
Portúgal 1 1 0 0 100%
Danmörku 5 2 1 2 50%
Slóveníu 0
island hefur aldrei leikið gegn Slóveníu
Noregur
Úkraína
Króatía
Rússland
Svíþjóð
Portúgal
Danmörk
Slóvenía
ísland
■ PANA THINAIKOS, sem Helgi
Sigurðsson leikur með, vann AEK,
lið Arnars Grétarssonar, 2:1 í
grísku 1. deildinni um helgina. Arn-
ar kom inn á í síðari hálfleik en
Helgi kom ekki inn á.
■ BOLTON, sem Guðni Bergsson
og Eiður Smári Guðjohnsen leika
með, vann Nottingham Forest 3:2 í
ensku 1. deildinni. Þeir léku báðir
með Ueiknum.
■ LARUS Ovri Sigiirðsson lék með
WBA er liðið gerði markalaust jafn-
tefli við Crystal Palace. Hann
meiddist í leiknum en er sagður
klár fyrir næsta leik.
■ WALSALL tapaði fyrir Black-
burn 2:0. Sigurður R. Eyjólfsson og
Bjarnólfur Lárusson komu inn á í
leiknum.
■ HERMANN Hreiðarsson lék
með Brentford, sem gerði 2:2-jafn-
teíli við Preston í ensku 2. deildinni.
Brentford er í 8. sæti deildarinnar.
■ ÓLAFUR Gottskálksson lék með
Hibernian, sem tapaði fyrir Celtic
2:0.
■ SIGURÐUR Jónsson þurfti að
fara af velli á 72. mínútu er Dundee
Utd. tapaði fyrir Hearts 2:0 í
Skotlandi.
■ ÓLAFUR Kristjánsson skoraði
fyrir AGF, sem tapaði fyrir Vejle,
2:1, í dönsku 1. deildinni.
■ HELGI Kolviðsson lék með Ma-
inz í þýsku 2. deildinni er liðið vann
Hanover 1:0. Mainz er í 12. sæti.
■ ARNAR Viðarsson lék í 75 mín-
útur með Lokeren, sem tapaði fyrir
Anderlecht, 3:2, í belgísku 1. deild-
inni um helgina. Lokeren er í 17.
sæti deildarinnar.
■ GENK, sem Þórður og Bjarni
Guðjónssynir leika með, vann
Beveren 4:1 og skoraði Þórður eitt
marka Genk.
Kristján ræðir
við KR
KRISTJÁN Finnbogason,
markvörður KR, hyggst
ræða við forsvarsmenn liðs-
ins um nýjan samning á
næstunni. Sainningur mark-
mannsins rennur út 1. októ-
ber nk. og samkvæmt heim-
ilduni Morgunblaðsins mun
vera gagnkvæmur áhugi á að
sá samningur verði endurnýj-
aður.
fyrsta sinn
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
íslandsmet hjá Mörthu
ÍSLAND er í B-riðli úrslitakeppni Evrópukeppninnar í handknatt-
leik í Króatíu 21. til 30. janúar á næsta ári. Ásamt íslendingum
leika Rússar, Evrópumeistarar Svíar, Portúgal, Danmörk og Sló-
venía. Leikur ísland þar með í fyrsta skipti landsleik { karlahand-
knattleik gegn Slóvenum, en þeir virðast með sterkt lið um
þessar mundir og komust í keppnina með því að slá út Ungverja.
IA-riðli leika gestgjafar Króatíu,
Spánverjar, Þjóðverjar, Frakkar,
Norðmenn og Ukraína. A-riðiIl verð-
ur leikinn í Zagreb en leikir B-riðils í
borginni Rijeka, sem er við Adría-
hafsströnd Króatíu, u.þ.b. 60 km
suður af Tríeste.
Spánverjar, Þjóðverjar, Frakkai-,
Rússar og Svíar hafa þegar tryggt
sér sæti í handknattleikskeppni
Ólympíuleikanna í Sydney og því
verða sjö þjóðir að keppa um að
tryggja sér eina sæti Evrópu sem
enn er laust á Ólympíuleikunum. Það
verður því keppikefli að verða sem
næst á eftir þessum fimm þjóðum að
því tilskildu að þeim takist að verða í
fimm efstu sætunum. Króatar eru
núverandi Ólympíumeistarar og
verða auk þess á heimavelli í þessari
keppni. Má því telja fullvíst að þeir
leggi allt í sölurnar til þess að
ti-yggja sér sæti á Ólympíuleikunum.
Ef dæmi er tekið um að Island nái
þriðja sæti í B-riðli, á eftir Svíum og
Rússum, tryggir það sér leik um
fimmta sætið við þá þjóð sem hafnar
í þriðja sæti í A-riðli. Verði Þjóðverj-
ar, Spánverjar og Frakkar í þremur
efstu sætum þess riðils og Rróatía í
fjórða sæti getur ísland þar með
tryggt sér lausa sæti Evrópu á
Ólympíuleikununum, hvort sem það
hafnar í fimmta eða sjötta sæti.
Verði Rróatar í einum af þremur
efstu sætum A-riðils þarf Island að
ná að a.m.k. sama sæti og þeir í sín-
um riðli til þess að eiga möguleika á
að leika við Króata um lausa sætið.
Takist Portúgal, Dönum eða Slóven-
um að verða fyrir ofan ísland í B-
riðli er draumurinn um keppnisrétt í
Sydney á enda, hvað sem árangri
Króata líður í A-riðli.
Martha Ernstsdóttir, ÍR, setti
íslandsmet í maraþonhlaupi
kvenna er hún kom ellefta í mark í
Berlínar-maraþoninu á sunnudag á
tímanum 2:35.15 klst. Bætti hún
fyrra Islandsmet sitt um eina sek-
úndu en það setti hún í Hamborgar-
maraþonhlaupinu í vor. „Framfarir
eru alltaf jákvæðar, en ég hafði gert
mér vonir um að geta bætt mig
meira, ef til vill um tvær mínútur,"
sagði Martha, sem telur árangur
sinn nú vera einn þann allra besta
sem hún hefur náð. „Eg varð sjö-
unda í Hamborg í vor, en ellefta nú.
Hins vegar er Berlínarhlaupið
sterkara þannig að ég tel þetta vera
að minnsta kosti með því besta sem
ég hef gert, ef ekki það besta.“
Mjög góður árangur náðist í
Berlínar-maraþoninu að þessu sinni.
I kvennaflokki sigraði Tegla
Loroupe, Kenýa, á 2:20.43 sem er
besti árangur sem náðst hefur í
maraþonhlaupi kvenna frá upphafi. í
öðru sæti varð Belginn Marleen
Renders á 2:23.58 og þriðja sætið
kom í hlut Rússans Svetlönu Zak-
harovu á 2:27.07.
„Ég er algjör kettlingur í saman-
burði við þessar bestu sem hlaupa yf-
ir tvö hundruð kílómetra á viku þeg-
ar mest er,“ sagði Martha. „Þegar ég
er í mestu álagi hleyp ég eitt hundrað
og fimmtíu kílómetra á viku, en
kannski eitthundrað og tuttugu til
þrjátíu að jafnaði. Það er erfitt að
æfa meira þegar maður er í fullri
vinnu, er með fjölskyldu og heimili.“
Hjá körlunum kom Josephat
Kiproni, Kenýa, fyrstur í mark á
2:06,44 og Japaninn Takayuka Inu-
bushi varð annar á 2.06,57. Þetta er
þriðji og fimmti besti tími frá upp-
hafi í maraþonhlaupi karla.
Bryndís, systir Mörthu, keppti
einnig og bætti hún sig um 9 minút-
ur, kom í mark á 2:56.09 og varð þar
með þriðja íslenska konan til þess að
hlaupa maraþon á skemmri tima en
þrjár klukkustundir, en auk Mörthu
og Bryndísar hefur Anna Jeves brot-
ið þennan erfiða múr.
Martha sagði aðstæður hafa verið
góðar í Berlín til maraþonhlaupa,
hiti hefði verið um 20 gráður og
bjart, en skúr hefði gert undir lok
hlaupsins.
Martha sagði þetta vera lokin á
keppnistímbilinu hjá sér og hún
væri nokkuð sátt við árangurinn í
maraþonhlaupum ársins. „Ég hef
náð tveimur jöfnum hlaupum en það
er ljóst að ég verð að æfa enn meira
til þess að ná betri árangri og kom-
ast undir tvær og hálfa klukku-
stund.“
Æfir í Flórída í vetur
Síðustu ár hefur Martha æft á ís-
landi en nú stendur til hjá henni að
flytja til Miami í Flórída, þar sem
eiginmaður hennár, Jón Óddsson,
hefur fengið vinnu. Ytra ségist
Martha ætla að'eintíeita sér að æf-
ingum og keppni enda stefnir hún á
keppni í maraþonhlaupi á Ólympíu-
leikunum í Sydney eftir rétt ár.
„Ytra ætla ég að einbeita mér að æf-
ingum og keppni í götuhlaupum sem
geta gefið einhvern pening í aðra
hönd. Það er mjög kærkomið að fá
þetta tækifæri til að geta einbeitt sér
að æfingum síðasta árið fyrir Ólymp-
íuleikana og vonandi skilar það sér í
enn betri árangri,“ sagði Martha
Ernstdóttir, hlaupakona.