Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 B 9„r
KNATTSPYRNA
Leiftursmenn leita
enn þjálfara
Leiftursmenn leita enn þjálfara
fyrir knattspyrnulið félagsins í
efstu deild. Páll Guðlaugsson hefur
sem kunnugt er gerst þjálfari
Keílvíkinga, en hann hefur stjóm-
að Olafsfirðingum sl. tvö ár.
„Við erum enn að leita og höfum
átt óformlegar viðræður við marga
þjálfara," sagði Þorsteinn Þor-
valdsson, formaður knattspymu-
deildar Leifturs, í gær. Hann vildi
ekki nefna nein nöfn, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
eru Ásgeir Elíasson og Njáll Eiðs-
son þeirra á meðal. Leiftursmenn
munu leggja áherslu á að fá
reynslumikinn þjálfara og hafa
ekki áhuga á að hann leiki einnig
með liðinu.
„Það er ekki skilyrði að hann sé
búsettur á Norðurlandi," sagði
Þorsteinn, en meirihluti leikmanna
liðsins æfir nyrðra yfir vetrartím-
ann. Formaðurinn sagði að Leift-
ursmenn gæfu sér tíu daga til að
ganga frá þjálfaramálunum, en
kvaðst jafnframt vonast eftir því
að það tækist fyrr.
Flestir leikmanna Leiftursliðs-
ins í sumar verða áfram hjá lið-
inu. Óvíst er þó um Skotann Gor-
don Forrest og Finnann Max
Peltonen. Færeysku landsliðs-
mennirnir tveir, Uni Arge og
Jens Martin Knudsen, verða lík-
lega áfram, að sögn Þorsteins, en
Jens Martin heldur á næstunni til
Englands þar sem hann hyggst
reyna fyrir sér hjá neðri deildar
liðum.
„Sjálfs-
morð“
áOld
Trafford
SOUTHAMPTON náði í fyrsta stigið á Old Trafford í 11 ár er liðið
gerði 3:3-jafntefli við Manchester United. Arsenal tryggði sér sigur
gegn Watford á síðustu mínútum leiksins og fylgir Man. Utd eins og
skugginn. Leeds hélt áfram sigurgöngu í úrvalsdeild og lagði
Newcastle 3:2. Sheffield Wednesday var nýliðunum í Sunderland
lítil fyrirstaða og eru lærisveinar Peters Reid við topp deildarinnar.
Alex Ferguson, knattspymustjóri
Man. Utd sagðist eftir leikinn
vart trúa þvi að lið sitt hefði aðeins
gert jafntefli. Hann sagði að sínir
leikmenn hefðu framið „sjálfsmorð" á
veliinum miðið við þau tækifæri er
þeir fengu. „Ég var í sjálfu sér
ánægður með leik liðsins og ég tel að
við höfum sýnt glimrandi spila-
mennsku á köflum. En staðreyndin er
sú að leikurinn, sem við hefðum átt að
vinna með sex eða jafnvel 10 mörk-
um, endaði með jafntefli. Úrslitin eru
slæm fyrir okkur.“ Massimo Taibi,
markvörður United, gerði sig sekan
um alvarleg mistök er hann missti
máttlaust skot Matt Le Tissier, leik-
manns Southamptons, undir sig og
inn í markið. Ferguson vildi ekki
skella skuldinni á Tiabi og sagði: „Ég
er viss um að hann er vonsvikinn en
félagið veltir sér ekki upp úr því sem
er afstaðið heldur horfir fram á við.“
Newcastle tókst að vinna upp
tveggja marka forystu Leeds með
mörkum frá Alan Shearer, en hann
hefur skorað sjö mörk í undanförn-
um tveimur leikjum. Leeds tókst
engu að síður að tryggja sér sigurinn
og er í öðru sæti deildarinnar. David
O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds,
sagði að enn væri of snemmt að
draga ályktanir af því hvar liðið end-
aði. Hann benti hins vegar á að félög
eins og Chelsea, Man. Utd og Ar-
senal ættu erfitt tímabil fyrir hönd-
um vegna leikja í Meistaradeild Evr-
ógu og það kæmi sínu liði til góða.
„Ég vona að þessi lið lendi í hremm-
ingum í Evrópukeppninni því það er
okkur til góða. En í raun hef ég ekki
hugmynd um hvar liðið endar undir
lok tímabilsins. Ég veit ekki hvað við
komum til með að vinna. Svo gæti
farið að við ynnum ekki neitt.“
Arsenal átti í erfiðleikum með
Watford á heimavelli. Kanu tókst að
tryggja Lundúnaliðinu sigur með
marki á síðustu mínútum leiksins.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, lýsti hrifningu sinni á
frammistöðu Kanu og sagði: „Hann
getur gert út af við lið ef hann fær
knöttinn inni í vítateig. Hann er
hættulegur leikmaður og sýndi enn
og aftur hvers hann er megnugur, í
leiknum gegn Watford. Annars var
mikilvægt að vinna leikinn því við
gerðum of mikið af jafnteflum á síð-
asta tímabili og það gerði út af við
meistaravonir liðsins.“
Graham Taylor, knattspyrnustjóri
Watford, sagði að sitt lið hefði varist
vel en varð engu að síður fyrir von-
brigðum með úrslitin. „Ég get ekki
gagnrýnt liðið, því að það lék vel. Við
gerðum þeim erfitt fyrir og létum þá
sækja leikmenn á bekkinn sem þeir
hugðust hvíla fyrir leik í Meistara-
deildinni.“
Martin O’Neil, knattspyrnustjóri
Leicester, sagði sitt lið einfaldlega
frábært í 3:l-sigri gegn Aston Villa.
„Leikmenn sýndu einhverja bestu
frammistöðu sem þeir hafa sýnt frá
því að ég tók við því. Það hefði ekki
reynst ósanngjarnt ef við hefðum
komist í 3:0 í fyrri hálfleik." En
O’Neil sagði að þrátt fyrir góða
frammistöðu á vellinum gætu deilur
innan stjórnar félagsins orðið til þess
að leikmenn færu frá félaginu fyrr
en síðar. „Leikmenn hafa unnið sitt
verk þrátt fyrir deilur en fyrr eða
síðar munu þær hafa áhrif og leiða til
þess að leikmenn hverfa á braut.“
Steffan Ivarsen, miðherji Tottenham (t.h.) og Dean Blackwell,
Wimbledon, í baráttu um knöttinn í jafnteflisleik liðanna, 1:1.
John Gregory, knattspyrnustjóra
Aston Villa, var allt annað en hlátur í
huga eftir leikinn og lýsti Emilie
Heskey, framherja Leicester, sem
svikara fyrir að villa fyrii' dómara
leiksins en sá sendi Gareth Southga-
te, leikmann Aston Villa, út af. Bott-
reksturinn fullkomnaði slæman dag
Southgate því hann hafði fyrr í leikn-
um skorað sjálfsmark. „Brottrekst-
urinn var fáránlegur. Ég sá Heskey
leika í vikunni gegn Chrystal Palace
og þrívegis í leiknum lét hann sig
falla í vítateig andstæðinganna. I
þriðja skiptið gaf dómarinn víta-
spyrnu.“
Bradford tókst að koma sér af
mesta hættusvæðinu er liðið lagði
Derby 1:0 með sjálfsmarki Horacio
Carbonari. Paul Jewell, knatt-
spyrnustjóri Bradford, sagði að
varnarleikur sinna manna hefði
reynst magnaður. „Liðinu tókst ekki
að skapa sér mikið af tækifærum en
við komum til leiks með jákvætt hug-
arfar og það sem mestu máli skipti
Sævar Þór
óákveðinn
EKKI er ljóst hvar Sævar Þór Gísla-
son, framherjinn sterki úr ÍR, leikur
knattspyrnu næsta sumar. Sævar
hefur átt í viðræðum við IR-inga um
nýjan samning en einnig hafa Vest-
mannaeyingar rætt við hann.
„Það er rétt að ég hef átt í viðræð-
um við bæði þessi lið,“ sagði Sævar
Þór við Morgunblaðið í gær. „Því er
ekki að leyna að hugur minn stefnir
til þess að leika í efstu deild, en að
sama skapi er ég enn ótrúlega
svekktur yfir að ná ekki að tryggja
IR-ingum sæti í úrvalsdeildinni. Það
var alveg hrikalegt og aðeins um að
kenna ömurlegri frammistöðu okkar
leikmanna í lokaleikjunum. Það er
því ekki útséð um hvað ég geri,“
sagði Sævar Þór.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að fleiri lið hafi borið víurnar í Sævar
Þór, sem skoraði sex mörk fyrir
Breiðholtsliðið í efstu deild í fyi-ra og
vakti þá verulega athygli. Hann
skoraði 12 mörk fyrir IR í sumar.
Meðal áhugasamra liða munu vera
IA, Fram og Fylkir.
Auður
áfram með
Stjömuna
AUÐUR Skúladóttir, þjálfari
kvennaliðs Stjörnunnar, hef-
ur framlengt samning sinn
við félagið til eins árs. Auður
hefur þjálfað Stjörnuna, sem
lenti í 4. sæti efstu dcildar
kvenna í sumar, undanfarin
tvö ár.
Goran Kristófer Micic,
sem þjálfað hefur karlalið
félagsins í knattspyrnu und-
anfarin tvö ár, hefiir átt í
viðræðum við stjórn félags-
ins um að hann haldi þjálfun
þess áfram. Undir hans
stjórn komst Stjarnan á ný í
efstu deild.
var að varnarleikur þess.“ Gordon
Strachan, knattspymustjóri Covent-
ry, sagði að lið sitt hefði unnið mikinn
heppnissigur gegn West Ham. „Oft-
ast erum við óheppnir en aldrei þessu
vant var lukkan á okkai- bandi.“
Strachan bar jafnframt lof á Robbie
Keane, leikmann liðsins, og sagði
hann töframann í knattspyrnu.
„Hann gerir allt sem ég hef ekki séð
um langa hríð. Nær allir knatt-
spymustjórar sem ég hef talað við að
undanförnu segja að Keane sé ein-
stakur Ieikmaður. Ég er glaður yfir
því að hann er i okkar röðum.“
+ Sunderland hefur leikið vel að
undanförnu og Stefan Schwarz
tryggði því sigur gegn Sheffield
Wednesday með sínu fyi-sta marki
fyrir félagið. „Við sýndum þolinmæði
allan leikinn og ljóst er að liðið leikur
betur eftir því sem líður á tímabilið.
En þrátt fyrir góða byrjun bendi ég
á að mikið er eftir af tímabilinu og
allt getur gerst,“ sagði Peter Reid,
knattspyrnustjóri Sunderland.
Uni og Allan á
skotskónum
UNI Arge, sem leikið hefur
með Leiftri undanfarin tvö
sumui', og Allan Morkore, leik-
maður ÍBV, voru á skotskónum
með færeyska liðinu HB um
síðustu helgi, að því er kemur
fram í færeyska dagblaðinu
Dimmalætting.
Uni og Ailan léku áður með
HB áður en þeir komu til ís-
lands. Þeir ætla að leika tvo síð-
ustu leikina með liðinu á tíma-
bilinu í Færeyjum og skoruðu í
5:l-sigri gegn B68 um helgina.
Uni, sem er í samningaviðræð-
um um að leika áfram með
Leiftri næsta sumar, gerði tvö
og Allan, sem fékk leyfi hjá ÍBV
til þess að fara til Færeyja og
leika síðustu leikina með HB,
gerði eitt. HB var færeyskur
meistari og bikarmeistari áður
en mótið hófst í vor.
Rosenborg enn í bikarúrslit
Tromsö komst í 0:1 á útivelli gegn
Rosenborg í undanúrslitum
norsku bikarkeppninnar á sunnu-
dag. Það dugði þó
ekki til því Noregs-
meistararnir fóru
með 2:1 sigur af
hólmi og tryggðu sér
þar með keppnisrétt í úrslitum í
sjötta sinn á þessum áratug.
Tryggvi Guðmundsson lék vel í liði
Tromsö en meiddist á ökkla
snemma í leiknum. Hann harkaði af
Gylfi
Hafsteinsson
skrífar
frá Noregi
sér það sem eftir lifði hálfleiksins en
eftir hlé kom maður í hans stað.
Minnstu munaði að Tromsö tækist
að komast í 0:2 á 25. mínútu. Þá átti
Tryggvi frábæra utanfótarsendingu
inn á Frode Fermann sem tókst
ekki að ljúka dæminu. Það var Rune
Lange sem skoraði mark Tromsö.
Hann hefur skorað í sex síðustu
leikjum á móti Rosenborg og ekki
að undra að liðið hafi haft áhuga á
að fá hann til að fylla skarð Sigurd
Rushfeldts sem fór frá liðinu í sum-
ar. Sigur Rosenborg er sætur í ljósi
þess að liðið hefur ekki unnið Trom-
sö í deildinni í ár og að Tromsö vann
Rosenborg 2:1 í úrslitaleik bikar-
kegpninnar árið 1996.
Á laugardaginn sigraði Molde Lil-
leström 3:0 í fjórðungsúrslitum bik-
arkeppninnar. Það er fyrsti sigur
liðsins síðan 15. ágúst. Liðið hefur
ekki leikið vel í deildarkeppninni og
líklega verið með hugann við meist-
arakeppnina, þar sem liðið hefur tap-
að tveimur fyi'stu leikjum sínum.
Rúnar Kristinsson og Heiðar Helgu-
son léku báðir með Lilleström en
þjálfarinn, Arne Erlandsen, var ekki +
ánægður með sína menn eftfr leik-'
inn. Meðal annars þótti honum sókn-
armennirnir tveir, Heiðar og Arild
Sundgodt, vera þungir, að því er
fram kemur í Aftenposten. Molde
leikur við Brann í undanúrslitum.
Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni
sem venjulega fer fram á sunnudagi
hefur verið fluttur fram til laugar-
dagsins 30. október.