Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 1
JRmgitiilMbittfe 1999 ■ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER BLAÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bestu og efnilegustu Efnilegustu og bestu leikmenn fslandsmótsins í knattspyrnu árið 1999, samkvæmt kjöri leikmanna. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, sem var valin efnilegust kvenna, Guðlaug Jónsdóttir, knattspymukona ársins, Guðmundur Benediktsson, sem þótti skara framúr á meðal leikmanna í karlaflokki, og Grétar Hjartarson, Grindvíkingurinn sem var valinn efnilegastur í efstu deild karla. Hann er sá eini á mynd- inni sem lék ekki fyrir KR í sumar. ■ KR vann tvöfait annað árið í röð / B12 Lilleström vill kaupa Indríða NORSKA úrvalsdeildarliðið Lilleström hefur gert KR-ingum form- legt tilboð í varnarmanninn unga, Indriða Sigurðsson. Mun stjórn Rekstrarfélags KR ákveða á morgun hvort tilboði norska félags- ins verður tekið. Sigurbjörn í æfinga- leik hjá Trelleborg SIGURBJÖRN Hreiðarsson, leikmaður Vais, ieikur æf- ingaleik með sænska úrvals- deiidarliðinu Trelleborg á miðvikudag. Ef hann stendur sig að mati sænska liðsins er Uklegt að honum verði boðinn samningur. Sigurbjörn fór út á laugar- dag og verður þar í viku. Sænska liðið hefur fylgst grannt með Sigurbirni í sum- ar og hafa útsendarar frá fé- laginu komið tvisvar sinnum hingað til lands gagngert til að fylgjast með honum 1 leik með Val. Indriði, sem er átján ára, hefur vak- ið mikla athygli með frammistöðu sinni með KR-ingum sl. tvö ár. Munu forráðamenn Lilleström hafa fylgst náið með pilti um nokkra hríð, en hann dvaldi um skeið til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool sl. vetur og var þá einnig orðaður við Tottenham. Nú hefur KR borist formlegt tilboð í leikmanninn, tilboð sem samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, þykir mjög hagstætt vest- urbæjarliðinu og leikmanninum sjálfum. Lilleström hefur boðið Ind- riða þriggja ára samning. Grétar í læknisskoðun Grétar Hjartarson, framherji Gr- indvíkmga, og nýkjörinn efnilegasti leikmaður efstu deildar karla, hefur þegar samið við LiUeström til fjögurra ára. Grétar gengst undir læknisskoð- un í Noregi í dag og gangi hún áfalla- lgust fyrir sig skrifar hann undir samning við liðið. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins greiðir Lilleström Grindvíldngum ríflega tíu milljónir króna fyrir Grétar, en KR mun meira íyrir Indriða. Veldur þar mestu að Indriði er á löngum samningi hjá KR, en samningur Grétars við Grindvík- inga var við það að renna út. Fyrir hjá Lilleström eru tveir ís- lenskir leikmenn, þeir Rúnar Kristins- son og Heiðar Helguson. Líklegt er talið að Rúnar verði seldur frá liðinu innan tíðar, en hann hefur neitað nýj- um samningi við liðið og verður því lik- lega seldur áður en núgildandi samn- ingur rennur út og Rúnar getur farið annað án greiðslu. SIGURÐUR ÖRN OG STEFÁN ÞÓR SEMJA VIÐ UERDINGEN / B3 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 02.10.1999 18 20 Í28_. |f30f 32 f 11 j Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð I 1. 5af 5 1 3.269.630 2. 4 af 5+^S 3 108.360 3. 4 af 5 61 9.190 ; 4. 3 af 5 2.025 640 Jókertölur vikunnar 5 2 13 4 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð ð mann 5 tölur 0 1.000.000 4 síðustu 4 100.000 3 siöustu 8 10.000 2 sfðustu 118 1.000 VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN | 29.09.1999 I AÐALTÖLUR (22 ( 23 ( 42 ( 44 ( 45 ( 48 „ BÓNUSTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 6 af 6 1 42.691.900 2. 5 af 6 + Bðnus 0 4.418.720 3. 5 af 6 6 48.350 4. 4 af 6 166 2.780 3. 3 af 6+búiws 450 430 Alltaf á miðvikudögum Upplýsingar: LOnÚ 5/38 Miðinn sem hafði að geyma 1. vinning var seldur í Mat og myndum við Freyjugötu í Reykjavík. Bönusvinningarnir voru seldir i Júnó, Grensásvegi í Reykjavík, versluninni Straumnesi við Vesturberg í Rvík og Rebba við Hamraborg í Kópavogi. JÚKER Miðar með 100.000 króna vinningum í Jóker vom seldir í versluninní Grund á Flúðum og Hyrnunni í Borgarnesi. VÍKINGAL0TTÚ 1. vinningur fór til Noregs. Upplýsingar í síma: 568-1511 Textavarp: 281, 283 og 284 I þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta g-ri yrprríyiiky

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.