Morgunblaðið - 05.10.1999, Side 4

Morgunblaðið - 05.10.1999, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / NOREGUR Morgunblaðið/Golli Ríkharður Daðason sækir að marki Armeníumanna í landsleik á Laugardalsvellinum í Evrópu- keppni landsliða. Ríkharður gagnrýnir þjálfara Víkings RÍKHARÐUR Daðason fer hörðum orðum um þá ákvörð- un Erik Andreasen, þjálfara Víkings frá Stavangri, fyrir að velja sig ekki í byrjunarlið gegn Rosenborg um síðustu helgi. Andreasen segir að Rík- harður hafi þurft á hvfld að halda eftir erfiða leiki að und- anförnu. Ríkharður, sem lék síðustu 25 mínúturnar með Stavangri og skoraði eitt mark og lagði upp annað er liðið tapaði 3:2 fyrir Rosenborg. Ríkharður, sem kom inn á er staðan var 3:0 Rosenborg í hag, kveðst í samtali við staðarblaðið í Stafangri, Rogalands Avis, reiður því hann hafi fengið að heyra frá þjálfurum liðsins að hann væri með flensu og þreyttur og því ekki í leikhæfu ástandi. Ríkharður vísar því á bug og bendir á að hann hafi staðið sig vel þann tíma sem hann var inn á. Hann bendir jafnframt á að þrátt fyrir gagnrýni ætli hann sér ekki að erfa ákvörðun þjálfarans við hann. Andreasen viðurkennir í samtali við blaðið að hann hafi ekki spurt Ríkharð hvemig honum Iiði fyrir leikinn á sunnudag, en kveðst ekki hafa slæma samvisku. Hann segir að leikmenn viðurkenni aldrei þegar þeir séu veikir, ekki síst fyrir mikilvæga leiki. Andrea- sen segir jafnframt að Rík- harður hafi haft gott af því að hvfla sig og bendir á að eftir Evrópuleik gegn Benfica í Portúgal hafi leikmaðurinn skemmt sér til tvö eða þrjú að- faranótt föstudags, farið í erf- iða flugferð daginn eftir og ekki lokið æfíngu á laugardegi vegna lasleika. „Hann [Rík- harður] hefur staðið sig mis- jafnlega í undanförnum leikj- um enda búinn að leika marga leiki, meðal annars með ís- lenska landsliðinu. Hann hefur sýnt að hann stendur sig yfir- leitt vel eftir hvfld sem þessa.“ Andreasen lofar að Ríkharður hefji leikinn gegn Skeid, ef allt verði með felldu. Rosenborg meistari MEÐ 3:2-sigri á Viking tryggði Rosenborg sér sigur í norsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu áttunda árið í röð. Rosenborg er eftir sigurinn með 56 stig, tíu stigum á undan Brann, sem er í öðru sæti en á þó leik til góða. Leikurinn var einn af fimm sem fram fóru í 24. og þriðju síðustu umferðinni um helgina. Gylfi Hafsteinsson skrifar frá Noregi Leikurinn fór fram á heimavelli Rosenborg í Þrándheimi. Heimamenn náðu strax undirtök- um í leiknum og skoruðu fyrsta markið á 7. mínútu. Staðan var orðin 3:0 þegar Ríkharður Daðason, sem kom inná sem vara- maður á 66. mínútu, minnkaði mun- inn. Morten Berre félagi hans í Vik- ing minnkaði enn muninn á 90. mín- útu en allt kom fyrir ekki. Rosen- borg fór með sigur og Noregs- meistaratitil af hólmi. Auðunn Helgason lék allan leikinn fyrir Viking og stóð sig ágætlega. Mikil spenna var fyrir leik Válerenga og Lilleström í Ósló. Stuðningsmenn beggja liða eru þekktir fyrir að láta vel í sér heyra og spurst hafði út að mikið af neyð- arblysum seldist í Lilleström stuttu fyrir leikinn. Um þessar mundir er sérstaklega stirt á milli liðanna því Mamadou Diallo, sókn- armaðurinn sem Lilleström hafði ekki not fyrir og var lánaður til Válerenga, hefur staðið sig mjög vel og nánast bjargað liðinu frá falli upp á eigin spítur. Ekkert varð af ólátum á áhorfendabekkj- unum en Diallo skoraði tvö af mörkum Válerenga í 3:l-sigri og var valinn maður leiksins í Aften- posten. Rúnar Kristinsson var einn sex leikmanna sem fengu að líta gula spjaldið í leiknum. Válerenga er nú í fjórða neðsta sæti deildar- innar með 24 stig en Lilleström missti af dýrmætum stigum í bar- áttunni um annað sætið í deildinni. Liðið er nú þriðja sæti með 45 stig. Rune Lange í Tromsö tók foryst- una í baráttunni um markahæsta mann ársins þegar hann skoraði tvö mörk í 1:3 sigri á Bodö/Glimt. Tryggvi Guðmundsson lék ágæt- lega í leiknum að mati blaðamanns Aftenposten. Önnur úrslit í deildinni um helg- ina urðu þau að Moss sigraði Strömsgodset 2:5 og Kongsvinger tapaði 1:2 fyrir Skeid og er þar með fallið niður í 1. deild. Tveir síðustu leikir umferðarinnar fara fram á miðvikudag. Brann tryggði sér rétt til að leika í úrslitum bikarkeppninnar á móti Rosenborg með því að sigra Molde 3:4 í framlengdum undanúrslitaleik á sunnudaginn. Urslitaleikurinn fer fram laugardaginn 30. október. Þórsarar rótburst- aðir í Keflavfk „ÞETTA er nú það svartasta sem við höfum séð og ég vona að hér með sé botninum náð,“ sagði Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri, eftir að lið hans hafði verið rótburstað af góðu liði íslandsmeistara Keflvíkinga í Keflavík á sunnudaginn. Loka- tölur leiksins urðu 133:72 eða 61 stig munur og það í úrvals- deild! í hálfleik var staðan 73:30 sem, þótt ótrúlegt sé, er ekki stigamet hjá Keflvíkingum. Þeir hafa gert betur gegn Tindastóli frá Sauðárkróki fyrir nokkrum árum. KORFUKNATTLEIKUR Keflvíkingar léku afbragðsvel í fyrri hálfleik og sýndu þá að þeir verða engin lömb að leika sér við í slíkum ham. Norðan- Björn menn höfðu ekki roð Blöndal við heimamönnum skrifar sem fóru á kostum hvort heldur var í vörn eða sókn - og það liðu ekki margar mínútur þegar ljóst var hvert stefndi. Þórsarar réðu ekkert við pressu Keflvíkinga sem refsuðu þeim við hver mistök og í hálfleik munaði 43 stigum. Þá settu Keflvíkingar nið- ur 14 3ja stiga körfur úr 34 tilraunum sem er afbragðs nýting. I síðari hálfleik var ekki eins mikill stfll yfír Keflvíkingum og þeir féllu í þá gryfju að leika af meira kappi en ibrsjá. En það kom ekki að sök því það sama má segja um Þórsara sem sjálfsagt vilja gleyma þessari rass- skellingu sem allra fyrst. „Við reikn- uðum með að þeir myndu pressa okk- ur og það var umtalað hvernig ætti að bregðast við, en það fór allt úr skorðum. Menn einfaldlega réðu ekki við verkefnið. Einnig fannst mér mínir menn bera of mikla virðingu fyrir meisturunum," sagði Ágúst Guðmundsson, þjálfari norðan- manna, ennfremur. Guðjón Skúlason, aldursforseti Keflvíkinga, átti prýðis- leik. Hann var stigahæstur með 25 stig, Guðjón setti fimm 3ja stiga körf- ur í fyrri hálfleik, Elentínus Mar- geirsson, Halldór Karlsson og Bandaríkjamaðurinn Dhinatti Ro- berts voru einnig góðir. Öruggur sigur í nágrannaslag Nágrannaslagurinn í Borgamesi milli Skallagríms og Snæfells byrjaði rólega. Heimamenn voru yfir í hálfleik, 43:34, og Ingimundur unnu öruggan sigur, Ingimundarson 86:73. I kynningu skrifar kom fram að Skalla- grímur er að hefja sína níundu leiktíð í úrvalsdeild. Ekki var síður athyglisvert að heyra að dómarar leiksins, Kristinn Albertsson og Bergur Steingrímsson, væru að byrja sitt 18. og 17. ár sem dómarar. Heimamenn voru sprækari í upphafi og skoruðu fjögur fyrstu stigin en síðan vai-jafnræði með liðunum upp í 18:17. Þá dró nokkuð í sundur. Skallagrímur komst í 27:17 en gest> irnir löguðu stöðuna í 32:21. Aftur tóku heimamenn kipp en Hólmarar drógu á fyrir hlé. Staðan í hálfleik var 43:34. Gestirnir byrjuðu með látum síð- ari hálfleikinn. Skoruðu stig og fisk- uðu grimmt villur. Fyrri hálfleikm' var prúðmannlega leikinn og fengu heimamenn aðeins á sig fjórar villur á móti átta hjá gestunum. En dæmið snerist heldur betur við í þeim síðari. Fengu heimamenn t.d. á sig sjö fyrstu villur hálfleiksins. Leikurinn var dæmigerður haust- leikur. Liðin þreifuðu fyrir sér með leikkerfin og ýmislegt á greinilega eftir að fínpússa. Skallagrímur átti ágæta leikkafla en leikur liðsins datt niður á milli og voru heimamenn t.d. ekki nægilega grimmir í sóknar- fráköstunum. Heimamenn virtust hafa örugg tök á leiknum og komust mest í 17 stiga mun, 79:62, en virtust ekki hafa áhuga á að taka af skarið og vinna ör- uggan sigur. Er tvær mínútur lifðu af leiknum komust gestimir niður í 10 stig, 81:71, en nær komust þeir ekki og leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna, 86:73. Tómas Holton og Sigmar Páll Egilsson voru snarp- astir hjá heimamönnum en Birgir Mikaelsson, Hlynur Bæringsson og Dragisa Saric, þjálfari liðsins, voru einnig drjúgir. Kim Lewis var allt í öllu hjá Snæfelli en breidd liðsins en hættulega lítil. Heimasigur á lokasekúndunni Fyrsti heimaleikur Tindastóls fór fram í íþróttahúsinu á Sauðár- króki síðastliðið sunnudagskvöld, en þá mætti liðið KR- Bjöm ingum. Nokkur Bjömsson haustbragm- var á skrifar leik liðanna beggja, mikið um mistök en heilmikil barátta þar sem leikurinn var alltaf í jámum, heimamenn oftast fetinu framar, en gestirnir örfáum stigum á eftir. Undir lok hálfleiksins hefðu KR-ingar með smáheppni get- að jafnað, en þess í stað skildu tvö stig liðin að þegar þau héldu til bún- ingsherbergja. I síðari hálfleik byrjuðu gestirnir betur og með harðfylgi tókst þeim að jafna, og stóðu þá stigin 39-39 eftir fjögurra mínútna leik, og var þar að verki Ólafur Ægisson með tvær fal- legar 3ja stiga körfur í röð. Skömmu síðar fékk Jónatan Bow sína fjórðu villu og gat því minna beitt sér, en hann hafði verið allt í öllu og sann- kölluð kjölfesta í ungu liði gestanna. Jafnframt harðnaði nú baráttan og oftast skildu liðin að 1 eða 2 stig, tvisvar náðu gestirnir að jafna og einu sinni komust þeir yfir. í liði Tindastóls barðist Bandaríkjamður- inn Williams vel, var drjúgur að skora og hirti nánast öll fráköst, en einnig stóðu sig vel þeir Svavar, Kristinn, og Isak, en einnig var Sune Hendriksen mjög hreyfanlegur og barðist vel. Þegar 10 sekúndur voru eftir af leiktímanum var staðan 67-65 fyrir heimamenn og þeir með knöttinn og gátu nú gert út um leikinn, en sóknin misfórst og Jesper Sörensen, eldsnöggur í liði KR, náði að skora og jafna, og stefndi nú allt í framleng- ingu. Tindastólsmenn tóku leikhlé og Valur lagði á ráðin með félögum sín- um. Gestirnir gerðu einnig sínar ráð- stafanir sem fólust í því að blokkera Kristin Friðriksson og Williams, en um leið opnaðist greið leið fyrir Sune, sem brunaði upp völlinn fram hjá stöðum KR-ingum sem alls ekki áttu von á þessu, og lagði boltann í körf- una um leið og leiktíminn var úti, og fögnuðu heimamenn að vonum ákaf- lega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.