Morgunblaðið - 05.10.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.10.1999, Qupperneq 12
 ..í.. wsmummsM KNATTSPYRNA LÍKT og á nýafstöðnu keppnistímabili voru KR-ingar í sviðsljós- inu á lokahófi knattspyrnumanna, sem haldið var á Broadway á laugardagskvöld. Guðmundur Benediktsson og Guðlaug Jóns- dóttir, sem leika bæði með KR, voru kjörin bestu leikmenn ís- landsmótsins af öðrum leikmönnum deildanna, en Guðrún Gunn- arsdóttir, einnig KR-ingur, var valin efnilegasta knattspyrnukon- an í efstu deild. Grétar Hjartarson, framherji Grindvíkinga, var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn ( karladeildinni. KR-ingar unnu því tvöfalt annað árið í röð, en í fyrra voru þau David Winnie og Olga Færseth valin bestu leikmenn íslandsmótsins. Steingrímur Jóhannesson, fram- herji ÍBV, og Ásgerður Ingi- bergsdóttir, Val, hlutu gullskóinn fyrir að gera flest mörk allra í deild- arkeppninni í sumar. Steingrímur gerði tólf mörk, en Ásgerður tuttugu. Lið ársins ■ BOLTON vann Swindon 4:0 í ensku 1. deildinni. Eiður Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson voru báðir með Bolton. ■ RZG Donar Groningen, lið Herberts Arnarsonar, hefur tap- að fjórum fyrstu leikjum liðsins í deildinni í Hollandi. Nú tapaði lið- ið fyrir Center Werkdam 68:68. Herbert gerði 13 stig. ■ ÓLAFUR Gottskálksson var í marki Hibernian sem gerði 2:2- jafntefli við Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni. Náði Aberdeen í sín fyrstu stig á leiktíðinni. Hi- bernian er í áttunda sæti deildar- innar. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék með WBA sem gerði l:l-jafntefli við Wolves í ensku 1. deildinni. ■ HERMANN Hreiðarsson var með Brentford sem gerði 2:2- jafntefli við Burnley í ensku 2. deildinni. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék síð- ustu átta mínúturnar með Preston sem vann Cambridge 2:1 í 2. deildinni í Englandi. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék með Walsall sem tapaði 1:0 fyrir Stockport í ensku 1. deildinni. ■ JAKUB á Borg var marka- hæstur í færeysku deildinni, sem lauk um helgina. Jakub, sem leik- ur með B36, gerði 17 mörk í 18 leikjum. ■ HELGI Kolviðsson lék með Mainz í þýsku 2. deildinni er liðið lagði Karlsruhe 2:1. ■ EYJÓLFUR Sverrisson lék síð- ustu sjö mínúturnar með Herthu Berlin sem vann Duisburg 2:1. ■ GENK, lið bræðranna Jóhann- esar, Bjarna og Þórðar Guðjóns- sona, gerði 2:2-jafntefli við Lierse í belgísku 1. deildinni. ■ ARNAR Viðarsson lék síðustu 20 mínútur leiksins með Lokeren sem vann Harelbeke 3:2 Val íþróttafréttamanna á liðum ársins í karla- og kvennaflokki var einnig kunngjört á hófinu. I kvenna- liðinu stendur Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki, í markinu. Aðrir leik- menn eru Sigrún Óttarsdóttir, einnig úr Breiðabliki, Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir, KR, Auður Skúladóttir, 1 Stjörnunni, Rósa Júlía Steinþórs- dóttir, Val, Ásthildur Helgadóttir, KR, Margrét Ólafsdóttir, Breiða- bliki, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Guðlaug Jónsdóttir, KR, Rakel Ögmundsdóttir, Breiðabliki, og Ás- gerður Ingibergsdóttir, Val. Kristinn Jakobsson, KR, var útnefndur besti dómarinn. Breiðablik og KR hlutu háttvísiverðlaun KSÍ. Sigrún Ottarsdóttir, lengst til vinstri, tók við verðlaun- um kvennaliðs Blika sem fyrirliði, en Rakel Ögmundsdóttir hlaut einstaklingsverðlaunin. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, var á sviðinu í tvennum tilgangi, bæði sem fyrirliði KR og viðtakandi einstak- lingsverðlaunanna í karlaflokki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þau hlutu gullskóinn fyrir að skora flest mörkin í sumar. Ásgerður Ingibergsdóttir, Val, og Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson, leikmaður ÍBV sem hef- ur verið lánaður til Lustenau í Aust- urríki, er markvörður liðs ársins í karlaflokki. Aðrir leikmenn liðsins eru Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, Bjarni Þorsteinsson, einnig KR, Hlynrn- Stefánsson, fyrirliði IBV, Hlynur Birgisson, fyrirliði Leifturs, Sigursteinn Gíslason, KR, Guð- mundur Benediktsson, KR, Jóhann- es Harðarson, IA, Ivar Ingimarsson, ÍBV, Grétar Hjartarson, Grindavík, og Bjarki Gunnlaugsson, KR. Kristinn Jakobsson var kjörinn besti dómari ársins af leikmönnum, en þetta er í þriðja sinn sem Kristinn hlýtur þetta sæmdarheiti. Breiðablik hlaut háttvísiverðlaun kvenna, en Is- lands- og bikarmeistarar KR í karla- flokki. Þormóður Egilsson, fyrirliði þeirra, fékk einstaklingsverðlaunin fyrir háttvísi, líkt og Rakel Ög- mundsdóttir í kvennaliði Breiðabliks. Katrín skoraði KATRÍN Jónsdóttir skor- 3 aði eitt mark með skalla og lagði upp annað er Kol- botn vann Kaupanger 6:0 í norsku úrvaldsdeildinni um helgina. Kolbotn er í flórða sæti deildarinnar. a Asker, sem var efst fyr- Iir umferðina, tapaði fyrir Setskog/Holand 3:1. Katrln hefur nú gert mu mörk í úrvalsdeildinni í Noregi. FOLK Tvöfalt hjá KR annað árið í röð ít9R| ílíJf| há iluri yis' mni Ah iUO -6ii 'Í'lfíC -6iv 6b -bjíí $0 -Ílíí a 89< mui / . m no go i \iúz kl' R IÍ rnB* m H9 JT9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.