Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 B 3 Aflabrögð Alberts Haraldssonar, skipstjóra í Chile, eru með ólíkindum Albert hefur mokfískað á togaranum Bonn undanfarin ár en hann hef- ur aðallega lagt sig eftir fisktegundum sem eru utan kvóta. Hér er Al- bert búinn að taka inn vel heppnað hal. Aflinn getur tekið á sig ýmsar myndir. Tunglfiskar eru algengir undan ströndum Urúgvæ og geta orðið mjög stórir. Þeir eru ekkert nýttir og er hent umsvifalaust í hafið aftur. ALBERT Haraldsson hefur undan- farin þrjú ár verið skipstjóri á tog- aranum Bonn sem er í eigu útgerð- arinnar Bio Bio í Concepcion í Chile. Albert hefur einkum verið að veiða lýsing undan ströndum lands- ins en hefur einnig lagt sig eftir teg- undum sem ekki eru bundnar kvóta í Chile. Aflabrögðin hjá Albert hafa verið með ólíkindum. Á síðasta ári fékk Albert samtals 10 þúsund tonna afla, á rúmlega 100 sólarhringum eða um 93 tonn á hvem úthaldsdag. Samanlagður togtími á árinu var aðeins um 10 dagar. Mest fékk Al- bert af fiski sem kallast besugo, eða um 7.000 tonn. Hann segir mikið af þessum fiski við Chile en hinsvegar geti verið snúið að veiða hann. „Hann slær sér saman í land- grunnskantinum á vissum tímum sólarhringsins, aðeins í örstutta stund í senn, og þá gildir að vera á réttum stað á réttum tíma. Holin era þannig ekki nema örfáar mínút- ur. Besta holið á þessu ári var 86 tonn og þá var togtíminn aðeins 4 mínútur. Þessi fiskur er utan kvóta og hægt að sækja í hann allt árið. Eins er mikið af lýsingi á þessu svæði en á honum er kvóti. Á þessu ári hef ég líka verið að fiska rauð- serk í flottroll og gengið ágætlega." Rónarnir hirtir af bryggjunni Á síðasta ári var Albert boðið að taka að sér skipstjóm á frystitogara frá Úrúgvæ. Áðstæður höguðu því þannig til að Albert var í landi um nokkurt skeið og féllst hann á að fara einn túr með skipið. Hann seg- ist feginn því að hafa ekki þegið stöðuna til frambúðar. „Eg hef aldrei lent í öðru eins. Skipið er 33 ára gamalt og hefur verið nákvæm- lega eins öll árin, ekkert íyrir það gert. Það er 66 metra langt en með aðeins 1.500 hestafla vél. Eg átti að veiða fisk sem heitir ruju. Hann er svipaður karfa en minni og hnöttóttari. Hann er seldur á Japan og fyrir hann fæst gott verð. Veið- arnar sjálfar gengu í sjálfu sér sæmilega en mannskapurinn vai- vægast sagt skrautlegur. Áður en við héldum úr höfn kom upp bilun í vélinni og brottför var frestað um einn dag. Þegar svo fara átti af stað mættu ekki fjórir eða fimm um borð. Þetta var greinilega ekkert nýtt fyrir heimamönnum því á bryggjuna höfðu raðað sér upp rón- ar bæjarins. Þeim fremstu var síðan bara kippt um borð til að manna skipið og svo var haldið af stað. Þessir kallar tóku náttúrlega með sér birgðir með sér af allskonar vökva í túrinn og voru því ekkert sérstakt vinnuafl,“ segir Álbert. Fékk matinn sendan upp í brú Albert sagði fjölmörg skip á þess- um veiðum og aílabrögð séu venju- læ m alltaf á lager blokkaröskjur með og án’ofþ-ð- Ibs. utanyfir kassa • hólka (fyrir 160 öskjur) ásamt lokum og botnum • 16,5 Ibs. blokkarramma úr áli SAMHliNTIR-K/ASSAGFRÐ ehf. Melbraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 6700 borið á bílum uppi á grunnunum. Þeir drógu þá ályktun að þessi hefði verið sérlega mikilvægur fyrst fyrir því var haft að fljúga með hann svona langt!“ Allt annað hugarfar Albert var staddur hér á landi fyrir skömmu, m.a. til áð skoða Is- lensku sjávarútvegssýninguna og kynna sér nýjustu tæki og búnað. Albert hefur sjálfur valið tæki og búnað í brúna á skipi sínu í Chile og notað íslensk veiðarfæri og veiðar- færabúnað. Skipstjórar frá sömu útgerð hafa síðan verið í læri hjá Al- bert 3 til 5 mánuði í senn en farið síðan um borð í eigin skip þar sem þeir nota sams konar tæki og veið- arfæri. Albert vonast til að þannig nái skipstjórarnir betri tökum á veiðunum og meiri afla. Það hafi sýnt sig að með réttum tækjum og veiðarfærum minnki veiðitíminn og útgerðai-kostnaðurinn verði þannig lægri. „Þetta tekur allt sinn tíma því það er ekki nóg að kenna þeim á tækin, heldur þarf hugarfarið að breytast sömuleiðis. Þarna úti hugsa menn meira fyrir líðandi stund og hafa ekki eins mikinn metnað fyrir að láta hlutina ganga og Islendingar. Til dæmis fór ég einn túr með flottroll til að veiða í eitt stærsta nótaskip Chile. Þegar ég var búinn að taka nokkur sæmi- leg hol og aflanum verið dælt í nóta- skipið, lét ég skipstjórann vita að ég ætlaði að kasta aftur og toga í einn til tvo tíma. Þegar ég er búinn að toga í nærri tvo tíma og kalla ég í félagann og segist ætla að fara að hífa. Þá var vinurinn 35 mílur í burtu og mátti ekkert vera að því að vinna því það var knattspymuleikur í sjónvarpinu! Ég þurfti að toga í klukkutíma í viðbót og trollið ger- samlega fylltist af fiski og slitnaði að lokum í sundur," segir Albert. Aflinn á síðasta ári um 10 þúsund tonn Albert Haraldsson, aflaskipstjóri í Chile, gerir það ekki enda- sleppt. Hann fískaði um 10 þúsund tonn á togarann Bonn á síð- asta ári og fór auk þess í ævintýralegan túr með frystitogara frá Urúgvæ. Hann sagði Helga Mar Árnasyni af aflabrögðum, skrautlegri áhöfn og Wolksvagen-bjöllu á 200 metra dýpi. Aflabrögðin undan ströndum Urúgvæ voru oft góð, þrátt fyrir að skipið væri lúið. Albert þakkar íslensku trolli og toghlerum góðan árangur. lega góð eða allt upp í 130 tonn eftir 30-40 daga. „Við öngluðum hinsveg- ar saman um 360 tonnum en úthald- ið var 45 dagar. Togtíminn var hins- vegar ekki mikill og líklega hefur trollið ekki verið nema um 6 tíma í botni á dag að jafnaði. Síðan var legið í aðgerð og hún gekk nú ekki alltaf hratt. Stundum þurfti maður að fara niður í borðsal og biðja áhöfnina vinsamlegast um að fara að vinna. Maður lagði nú ekki alltaf í að fara sjálfur, heldur sendi stýri- mennina því þetta var ekki beinlínis árennilegur mannskapur. Ég lét til dæmis alltaf senda mér matinn upp í brá. Ég setti það sem skilyrði að skipta um veiðarfæri og fékk troll frá Hampiðjunni og hlera frá J. Hinrikssyni. Ég setti trollið undir þama úti og setti upp bobbinga- lengjur. Ég spurði skipstjórana á hinum skipunum hvar þeir drægju trollið ekki og hvar festumar væru og dró síðan yfir þessi svæði. Maður varð hinsvegar að gæta sín á því að fara ekki með trollið upp fyrir 180 metra því þá fylltist það af ein- hverskonar svepp, sem ég reyndar kallaði „kartöflur“. Ef maður hins- vegar fór niður fyrir 350 metra fylltist trollið af grasi eða einhvers- konar þörungi. Bfll á meira en 200 metra dýpi Einu sinni kom heill bíll í trollið, Wolksvagen-bjalla, öll klesst og beygluð. Ég varð náttúrlega alveg forviða, enda aldrei lent í því áður að draga upp bíl af meira en 200 metra dýpi, 170 mílur frá landi. Heimamenn virtust hinsvegar ekki eins undrandi og ég. Þegar ég spurðist fyrir um hverju þetta sætti fékk ég þær skýringar að á bylting- artímanum í Argentínu tók arg- entíska lögreglan óvini sína fasta, flaug með þá á haf út og fleygði þeim útbyrðis. Þeir sögðu að fyrstu árin eftir byltinguna hafi talsvert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.