Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Laxeldi eykst mikið við Norður-Atlantshaf ELDISFRAMLEIÐSLA á Atl- antshafslaxi á síðasta ári var sam- tals um 710.342 tonn, samkvæmt skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins (ICES). Þetta er mesta fram- leiðsla á Atlantshafslaxi frá upphafi, 12% aukning frá árinu 1997, þegar fram- leidd voru 634.418 tonn, en helmingsaukning irá meðaltali áranna 1993-7. Hafbeit hefur nánast lagst af á svæðinu Eldislax; heimsframleiðslan þúsund 1 Norður Atlantshafi tonn 1998 Meðaltal 1993-97 Noregur 345,6 263,3 Bretland/Skotland 115,5 73,0 Færeyjar 20,4 16,1 Kanada 22,6 14,6 írland 18,0 12,7 Bandarikin 13,2 9,0 ísland 2,7 2,6 Bretland/N-írland 0,1 0,2 Rússland 0,0 0,0 Samtals 538,0 391,6 Fyrir utan Norður Atlantshaf 1998 Meðaltal Chile 125,0 52,4 Vesturstr. Bandaríkjana 3,0 5,1 Vesturstr. Kanada 32,9 18,0 Ástralía 10,0 6,4 Tyrkland 1,0 1,0 Aðrir 0,4 0,5 Samtals 172,3 83,4 Samantekt úr skýrslu Alþjóða Hafrannsóknarráðsins ICFS Á Norður-Atlantshafssvæðinu nam framleiðsla á eldislaxi um 538.011 tonnum á síðasta ári, sem er 7% aukning frá fyrra ári, en 37% aukning frá meðaltali áranna 1993-7. Langmest var framleitt í Noregi, um 346 þúsund tonn, eða 64% af heildarframleiðslu á svæðinu, en um 21% framleiðslunnar fór fram í Skotlandi, samtals tæp 115 þúsund tonn. Á Islandi nam framleiðslan um 2.686 tonnum. Fyrsta nýsmíðin • STÆRSTA sjávarútvegs- fyrirtæki í Suður-Afríku, Ir- vin & Johnson, hefur tekið í notkun nýjan úthafveiðitog- ara. Togarinn, sem kostar um 360 milljónir króna, er fyrsta nýsmíðin sem tekin er í notkun í Suður-Ameríku í 15 ár og er liður í 3,6 millj- arða króna endurnýjun á fiskvinnslu og fiskiskipaflota fyrirtækisins. M.a. hefur verið endurnýjuð fiskrétta- verksmiðja fyrirtækisins í Cape Town fyrir um hálfan milljarð króna. Ný vefsíða opnuð um íslenskan sjávarútveg UPPLYSINGAVEITA um íslenskan sjávarútveg var formlega opnuð af Ama M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á Fiskiþingi í síðustu viku. Þar er að finna upplýsingar um fiskveiðistjórnun, fiskistofna, skipakost og sjávarafurðir. Veffangið er www.fisheries.is www.fisheries.is Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, boðaði á Fiskiþingi fyrir tveimur árum að hann hygðist setja á laggirnar nefnd til að huga að útfærslu veitunnar. I henni áttu sæti Alda Möller frá Sölumiðstöðinni, Einar Svansson frá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, Krist- ján Þórarinsson frá LIU og Snorri Rúnar Pálmason og Guðrún Eyjólfs- dóttir úr ráðuneytinu, en hún hefur JMC Dýptarmælir V-138 * 50/200 KHz * 2kw/500w * 10" skjár Friðrik A. Jónsson ehf. Fiskislóð 90, Reykjavík, sími 552 2111 haft umsjón með verkinu. Tiltölu- lega fljótlega komust menn að nið- urstöðu um efnið, en úrvinnsla að gagni varð ekki fyrr en ráðuneytið fékk Öldu Möller nú í vor til að skrifa efni veitunnar. Akveðið var að byrja á að setja vefinn upp á ensku, einungis hluti hans er kominn á ís- lensku en ætlunin er að hafa hann á þessum tveimur málum. Skiptist f 8 kafla Vefurinn skiptist í 8 kafla, eins og sést hér efst. Fremstu tveir kaflamir þar eru einfaldir, í hvomm er ein síða, annars vegar ávarp sjávarút- vegsráðherra, hins vegar umhverfis- yfirlýsing ráðuneytisins. Þetta er það sem komið er á íslensku á vefnum. Stjórn fiskveiða er næsti yfirkafli. Hann skiptist í tvo kafla, annars vegar um hið sögulega sem er í tveimur undirköflum og umfjöllun um gildandi lög og reglur sem er í fjórum undirköflum. Þar er meðal annars lýst þróun fiskveiðistjórnun- ar á þessari öld fram að 1976 og að- gengileg lýsing á fiskveiðistjórnar- kerfinu, svo og stjórnun þar sem veitt er utan landhelgi. Ennfremur er í veitunni upptalning á þeim alþjóðasamningum sem ís- land er aðlili að og tenging til þeirra, s.s. til hafréttarsamnings Samein- uðu þjóðanna (UNCLOS), til svæð- isbundins samstarfs ICES og svæð- isstofnana NEAFC og NAFO. Yfirkaflinn um fiskistofna er mikill að vöxtum. í yfirliti er greint frá þýð- ingu sjávarútvegs. Síðan er síða fyrir hverja þá tegund sem sett hefur ver- ið undir veiðistjórn. Birtar eru mynd- Á svæðum annars staðar en við Norður-Atlantshafið var framleiðsla á Atlantshafslaxi samtals um 172.331 tonn á síðasta ári, eða um 24% heimsíramleiðslunnar. Hafbeit mest á íslandi Á þessum svæðum hefur fram- leiðslan aukist verulega undanfarin ár og var framleiðsla síðasta árs um 107% meiri meðalframleiðsla á árun- um 1993-7. Mest var framleitt af Atl- antshafslaxi í Chile á síðasta ári, eða 125 þúsund tonn, og á vesturströnd Kanada, eða um 33 þúsund tonn. Framleiðsla á hafbeitarlaxi hefur dregist verulega saman síðasta ára- tuginn og er nú ekki stunduð af neinu marki nema hérlendis. Sam- tals nam framleiðsla á hafbeitarlaxi við Norður-Atlantshaf aðeins um 47 tonnum á síðasta ári, sem er 10 tonnum minna en árið 1997 og minnsta ársframleiðsla frá árinu 1987. Hafbeit heldur áfram að drag- ast saman hérlendis en er engu áð síður um 72% af heildarframleiðslu svæðisins, eða 34 tonn á síðasta ári. Hafbeit er aðeins stunduð í rann- sóknarskyni í flestum öðrum lönd- um á svæðinu, s.s. Irlandi, Bretlandi og Noregi og er mjög lítil. Loðnan óvenju norðarlega NORSKA hafrannsókna- skipið Johan Hjort hefur fundið loðnu norðan við Kong Karls-land í Barentshafi að því er fram kemur í norska blaðinu Fiskaren. Kong Karls-land er austan við Svalbarða og er óvenjulegt að loðnan leiti svo langt norður en fiskifræðing- ar skýra þessa hegðun hennar með óvenju háu hitastigi sjávar. Loðnustofninn í Barents- hafí að rétta úr kútnum ir af viðkomandi tegund og fræðiheiti á latínu sem og nafnið á íslensku. Eins er gert grein fyrir lífshlaupi við- komandi tegundar, hvai’ og hvernig hún er veidd, hversu mikið af henni og hvað fiskifræðingar segja um ástand stofnsins, og sett upp í línurit hvernig ráðgjöf, kvóti og veiði hefur verið undanfarin ár. Einnig er fjallað um hvalategundir á sérstakri síðu. Yfirkaflinn um heilnæmi fjallar um mengunarmælingar hér við land. Kaflinn hefur tvo undirkafla, gerð er grein fyrir samstarfi um mengunar- varnir í sjó sem Islendingar eru aðil- ar að og í kafla um sjávarmælingar er sagt frá hvernig nýjustu mæling- ar hafa komið út. Yfirkaflinn um skipakost og tækjabúnað skiptist í þrennt, eftir almenna umfjöllun um flotann, um veiðarfæri og um sókn. Þessar síður eru ekki allar fullbúnar en á þeim er m.a. að finna myndir af ýmsum skipagerðum. Síðasti yfirkaflinn er svo um vinnslu sjávarafurða. Þar er annars vegar undirkafli um ráðstöfun afla, og svo síða um hverja vinnslugrein. Á ráðstöfunarsíðunni má m.a. sjá á línuritum til hvaða vinnslu nokkrar tegundir fara sem og breytingar á ráðstöfun afla. Neðst á þessum síð- um er kökurit um skiptingu viðkom- andi afurða á markaði. Loðnustofninn í Barentshafi var á árum áður geysilega stór og mun stærri en hér við land. Hann hefur hinsvegar verið í lægð í mörg ár og hefur ekkert verið veitt úr honum en heimilt verður að veiða 80 þús- und tonn á næsta ári. Þá telja fiski- fræðingar að skilin sé eftir 500 þús- und tonna hrygningarstofn. Margt er talið hafa leitt til þess að loðnu- stofninn í Barentshafi hrundi. Þorskstofninn í Barentshafi hefur verið stór á undanförnum árum en hefur farið minnkandi. Eins hefur ungsfld í stórum síldarárgöngum gengið hart að loðnuseiðum á þess- um slóðum. Norðmenn og Rússar eru nú í loðnurannsóknum í Barentshafi og er niðurstaðna þeirra beðið með óþreyju, enda gera margir sér vonir um að loðnu- veiðar geti hafist þar af fullum krafti á næstu árum. Engin áhrif á íslenska loðnustofninn Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir þessar fréttir af loðnustofnin- um í Barentshafi engin áhrif hafa á loðnustofninn við Island. Hinsvegar G R • 75° -s':' Svalbarði Æ £j\'\ N V L V A PpÉW Konq Karls Land KHi N 700 D $5" °o — ■y Í5 C3 ÍSLAND 60*N Uj Qr O * sé sjórinn á hefðbundnum loðnu- miðum hér við land einnig mjög hlýr. Það gæti verið ástæða þess að loðnan hafi ekki fundist þar í sumar og haust. „Þegar sjórinn er svona hlýr liggur loðnan væntanlega vest- arlega, nær Grænlandi og norður úr. Sjórinn fer síðan að kólna strax með haustinu og þá vonandi skflai’ loðnan sér inn á miðin,“ segir Sveinn. Irar borði meiri físk • ÍRAR hyggjast nú heija herferð til að auka neyslu á sjávar- afurðum í landinu og er herferðinni ætlað að fylgja eftir stækkandi hlutdeild íra á bæði erlendum og innlendum mörk- uðum fyrir sjávarafurðir. Áætlað er að kostnaðurinn við her- ferðina nemi um 70 milljónum íslenskra króna. Stefnt er að því að auka framboð sjávarrétta á öldurhúsum en þau eru helstu samkomustaðir. Gefnir verða úr sérstakir sjávarréttamatseðl- ar fyrir veitingastaði með vínveitingaleyfi, auk þess sem sjáv- arfang verður kynnt sérstaklega í skólum þar sem nemendur verða hvattir til að biðja oftar um fisk í matinn á hcimilum sín- um. Ennfremur munu Irar veija fé til kynningar á írskum sjáv- arafurðum á erlendum vettvangi. Rannsókn á meintu broti hætt SÝSLUM AN N SE MBÆTTIÐ á Eskifirði hefur hætt rannsókn á meintu landhelgisbroti rússneska togarans Murman-2, sem var færð- ur til Eskifjarðarhafnar sl. sunnu- dagskvöld. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær tilkynntu Rússarnir að þeir væru við sfldveiðar innan lögsögunnar en í ljós kom að þeim var óheimilt að veiða á viðkomandi slóð. Því fór varðskipið Týr til þeirra og fylgdi þeim til hafnar en sýslumannsembættið á Eskifirði yf- irheyrði skipstjóra rússneska skipsins í fyrradag. „Með hliðsjón af því sem fram kom við yfir- heyrslu og að fenginni afstöðu Landhelgisgæslu Islands var rannsókn hætt með vísan til 1. mgr. 76. gr. laga um meðferð opin- berra mála nr. 19,1991,“ segir í til- kynningu frá embættinu í gær og þar með er málinu lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.