Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 6
4 MORGUNBLAÐIÐ 6 B MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MARKAÐIR Fiskverð heima Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Faxamarkaður Fiskmarkaður Suðurnesja |37.v|38.v|39.v|110 r Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru alls 58,1 tonn af þorski í síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 16,5 tonn og var meðalverðið 128,19 kr./kg., um Faxamarkað fóru 16,3 tonn á 152,67 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 25,3 tonn á 169,11 kr./kg. Af karfa voru seld 37,3 tonn. í Hafnarfirði á 60,19 kr./kg.(2,31), á Faxamarkaði á 31,37 kr/kg (0,91) og á Fiskmarkaði Suðurnesja á 40,49 kr./kg (34,11). Af ufsa voru seld 59,0 tonn. í Hafnarfirði á 57,70 kr./kg (2,71), á Faxamarkaði á 52,96 kr./kg (13,21), en á 58,37 krikg (43,01) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru alls seld 69,2 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 158,79 kr./kg (8,21), á Faxamarkaði á 114,86 kr./kg (30,81) og á 122,78 kr./kg (30,21) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja. Kr,/kg -80 -70 Karfi Kr./kg 80 70 60 50 40 Sept 34.v| 35 v l 36.v 137.v 138.v 139iv } Fiskverð ytra j September 35. vika ÞorskumHBB Karfi ''tmam Ufsi *■■■■> Ýsaaaa Skarkoii Alls voru seld 208 tonn af fiski í Bremerhafen í síðustu viku. Þar af voru 187 tonn af karfa á 84,34 kr. hvert kíló að meðaltali. Alls voru seld 765,2 tonn af fiski á fiskmörkuðum í Grimsby í 39. viku. Meðalverð á þorski var 232,76 kr./kg, 167,58 kr/kg áýsu og 248,27 kr./kg á kola. Fiskverðvar sem hér segir... Lægsta Hæsta Þorskur kr/k9 kr/k9 Stór 279 Meðal 233 Utill 186 Ysa Stór 205 Meðal 168 Lítil 130 Koli Stór 298 Meðal 242 utni 205 Lýsingnrinn haslar sér völl sem staðgengill þorsksins Framboðið enn nóg en stofnarnir missterkir ÞORSKUR og ýsa eru orðin svo dýr matur í Bandaríkjun- um, að það er varla boðið upp á þessar tegundir í almennum mötuneytum og jafnvel Ala- skaufsinn er alveg á mörkunum. Af þeim sökum er mikill og vaxandi áhugi á lýsingnum enda hefur hann flest það til að bera, sem neytendur vilja: Hann er hvítur í kjötið, beinlaus og ódýr. í vor er leið fór pundið af fryst- um þorskflökum á rúmlega 220 kr. ísl. og þá vantaði lítið á, að Alaskaufsinn færi í 150 kr. Þetta er hærra verð en neytendur almennt eru tilbúnir til að greiða og það er því ekki að undra, að áhugi á lýsingnum skuli hafa aukist. Lýsingur og lýsingur geta raun- ar verið sitt hvað því að tegundirn- ar eru á milli 10 og 20 og finnast víða um heim. Sumar eru mjög góð- ar til átu en aðrar ekki. Yfirleitt er lýsingurinn ódýr en þó með þeirri undantekningu, að tvær tegundir, sem veiðast við Suðvestur-Afríku, eru í nokkuð háu verði. Vandræðafiskur I Bandaríkjunum er lýsingurinn veiddur snemma sumars við norð- vesturströndina og ársaflinn um eða yfir 230.000 tonn. Er fiskurinn oftast á bilinu eitt til tvö pund og flakkar á milli Kaliforníu og Bresku Kólumbíu. I þessum Kyrrahafslýsingi er mikið um ákveðið sníkjudýr og þess vegna er oft talað um hann sem hálfgerðan „vandræðafisk". Ef fisk- urinn er ekki kældur strax veldur sníkjudýrið niðurbroti í fiskholdinu, sem verður síðan eins og hlaup- kennt þegar fiskurinn er soðinn. Á þessu hefur verið tekið, jafnt á bát- unum sem í vinnslunni, og með svo góðum árangri, að oft er boðið upp á ferskan lýsing á mörkuðunum á austurströndinni. Lýsingur veiðist líka í Norðvest- ur-Atlantshafi og á áttunda ára- tugnum var ársaflinn oft um 100.000 tonn. Nú er hann ekki . nema um 15.000 tonn og að mestu unninn á Rhode Island. Við Kanada er aflinn á bilinu 8.000 til 10.000 ár- lega. Hér eins og víðar er um fleiri en eina tegund að ræða og raunar er hvíti lýsingurinn, sem svo er kallað- ur, alls ekki lýsingur, heldur þorsk- fiskur. Hann er líka yfirleitt um 10 pund og er ýmist seldur heill eða í Ný|a<>Eiigland flökum. Af þessum fiski er landað árlega 2.000 til 3.000 tonn. Mest flutt inn til Bandaríkjanna frá Argentínu Algengasti innflutti lýsingurinn í Bandaríkjunum kemur frá Argent- ínu eða um 10.000 tonn af flökum árlega, þar af helmingurinn í blokk. Er þessi fiskur fremur smár, um þrjú pund að meðaltali, en 1996 var aflinn alls um 700.000 tonn. Gífur- leg rányrkja átti sér stað í þessum veiðum og vegna aðgerða til að vernda stofninn er heildarkvótinn á þessu ári aðeins 150.000 tonn. Þessi sami stofn heldur sig raunar einnig innan lögsögu Uruguays en samt er talið, að heildarveiðin úr honum fari ekki yfir 200.000 tonn á árinu. Á ár- unum 1992 til 1997 var meðalaflinn um 650.000 tonn að því er gefið var upp en talið er, að í raun og veru hafi hann verið miklu meiri. Til dæmis eru spænsku verksmiðju- skipin, sem fengu kvóta vegna samninga Evrópusambandsins við Argentínu, talin hafa veitt miklu meira en þeim var leyfilegt. Ein af- leiðing rányrkjunnar er sú, að með- alstærð fisksins hefur minnkað mikið og raunar ætlaði Argentínu- stjóm í upphafi að banna lýs- ingsveiðar alveg á þessu ári. Hvarf hún þó frá því eftir að sjómenn höfðu efnt til mikilla mótmæla á götum Buenos Aires. Góð staða við Suðvestur-Afríku Það er helst, að lýsingsstofnamir við Suðvestur-Afríku standi vel en kvóti Suður-Afríku á þessu ári er 160.000 tonn og 200.000 við Namib- íu. Lýsingurinn veiðist einnig við Chile og Perú og áður en E1 Nino kom til nú síðast var ársaflinn um 250.000 tonn. Síðan hefur hann minnkað um helming en mest af honum er flutt til Evrópu. Önnur og stærri tegund, sem er markaðs- sett undir heitinu „Suðurskauts- drottningin", veiðist undan Suður- Chiie og dálítið við Nýja Sjáland. Er ársaflinn á milli 30 og 40.000 tonna. Þótt lýsingsstofninn við Argent- ínu standi illa, er framboðið á heimsmarkaði nægilegt. Veiðin við norðvesturströnd Bandaríkjanna var góð, 232.000 tonn, og fyrir norð- an landamærin í Bresku Kólumbíu var aflinn 90.000 tonn. Þorskskorturinn og mikil verð- hækkun i kjölfarið hefur að sjálf- sögðu híft upp verðið á Aiaskaufsa og lýsingi en verðið á síðastnefnda fiskinum hefur þó hækkað miklu minna en á þorskinum. Fiskistofnarnir að rétta úr kútnum FISKISTOFNAR við Nýja-England í Bandaríkjunum hafa verið í mik- illi lægð um árabii en eru margir hverjir að ná sér á strik, samkvæmt nýjum rannsóknum. Vísindamenn þakka þetta hertum reglum og miklum fórnum fiskimanna á svæðinu, að því er segir í Seafood Business. Meðal þeirra stofna sem nú eru á uppleið er hörpudiskstofninn á Ge- orgsbanka en samkvæmt rannsóknum hefur stofninn ekki verið jafn stór síðan árið 1982, einkum á svæðum sem hafa verið lokuð fyrir veið- um. Þá er þorskstofninn á Georgsbanka taiinn hafa stækkað um 43% frá því hann var í lágmarki árið 1995. Vísindamenn segja stofninn engu að síður eiga erfitt uppdráttar vegna lélegrar nýliðunar. Eins hefur ýsustofninn á svæðinu fjórfaldast frá árinu 1993 og hefur ekki verið jafn stór í nærri tvo áratugi. Árið 1990 var um 2.400 tonnum af ýsu landað á Nýja-Englandi en aðeins um 400 tonnum árið 1995. Afl- inn hefur hins vegar aukist jafnt og þétt og á síðasta ári var landað þar um 2.800 tonnum. Eins hafa margir fiatfiskstofnar á Georgsbanka rétt úr kútnum og hefur lúðustofninn stækkað meðfram allri strand- lengjunni. Lúðuaflinn var um 14 þúsund tonn árið 1990 en fór niður í 2 þúsund tonn árið 1995 en hefur aukist lítillega siðan, var 3.300 tonn á síðasta ári. Skarkolastofninn hefur staðið nokkuð í stað, þrátt fyrir lé- Iegan vöxt í yngstu árgöngunum. Lýsingsstofninn er í lágmarki en vís- indamenn telja að hægt verði að byggja stofninn upp á næstu 5-10 ár- um. Þessar niðurstöður verða kynntar yfirvöldum í Nýja-Englandi sem sefja reglur um veiðar í kjölfar þess. Talsmaður þeirra hefur sagt að ekki sé tímabært að slaka á regium, heldur verði áfram að byggja upp stofna til lengri tíma litið. Innflutningur Evrópusambandsins á flökuðum lýsingi i—i Argentína ga Perú □ Namibía □ S-Afnka 140 þús.tonn .....- .....— 120 100 i—i Chile Q Aðrir aWBW»WMHHHHBWWM«MHMHM»WIH»WnWMW.'llilliilWli 'IIWM—WKW8a»j|—WW—WWPWI Botnfiskur Lítil spurn eftir botnfíski • EFTIRSPURN eftir botn- fiskafurðum í Bandaríkjunum hefur verið dræm síðustu mán- uði og almennt er lítið um að vera á markaðnum. Þorskveiðar hófust á ný við Nýfundnaland í júlí en aflabrögð hafa verið léleg til þessa og ekki er búist við að veiðarnar hafi áhrif á markað- inn eða verð á þessu ári. Þegar hafa verið veidd um 80% af þorskkvótanum í Kyrrahafi og því viðbúið að framboð af Kyrra- hafsþorski verði lítið það sem eftir lifir ársins. Utflutningur Islendinga á frosnum flökum, einkum til Bretlands og megin- lands Evrópu, hefur aukist og er gert ráð fyrir að það skapi þrýst- ing á flakamarkaðnum en hafi tiltölulega lítil áhrif á saltfísk- markaðinn. Uppsjávirflskur • NORSKUR makríll hefur verið ráðandi á makrílmörkuðum und- anfarin ár en á síðasta ári fluttu Norðmenn út. um 140 þúsund tonn af makríl til Japan og er bú- ist við svipuðu magni á þcssu ári. Rússar hafa hinsvegar að undan- förnu veitt makríl rétt utan norsku efnahagslögsögunnar og hyggjast markaðssetja makrflinn í Japan sem „norskan" makríl. Gæði makrflsins eru hinsvegar sögð vera mun Iakari hjá Rússun- um og er búist við ólgu á mark- aðnum vegna þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.