Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ * MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 B 7 RANNSÓKNIR Ata við Island Langtímabreytingar á átumagni að vorlagi á Selvogsbankasniði og Siglunessniði Súlurnar sýna meðaltöl allra stöðva á sniðinu. Staðalskekkja er sýnd með lóðréttum strikum. Einnig er sýndur reiknaður ferill (7 ára keðjumeðaltöl) sem jafnar miklar óreglur einstakra ára. Selvogssnið '95 '98 FYRIR nokkru var til umfjöllunar í Verinu frétt sem birst hafði í norska blaðinu Aftenposten um að mun minna væri nú af rauðátu í Norður- Atlantshafi en fyr- ir 35 árum. I þessu samhengi ætti að vera áhugavert fyrir lesendur Versins að fræðast lítillega um hver hafi verið þróun átustofna við Is- land á seinustu áratugum. Rannsóknir Ha- frannsóknastofn- unarinnar á út- breiðslu átu við landið eru liður í langtímavöktun sjávar, umhverfis og lífríkis á Islandsmiðum, og eru þær mikilvægar til að auka skilning á tengslum umhverfis, piöntu- og dýrasvifs, og fiskistofnanna við land- ið. I því augnamiði að iylgjast með breytingum ár frá ári hafa verið gerðar árlegar athuganir á átumagni umhverfis landið í meira en 30 ár. Rannsóknirnar tengdust upphaflega síldarleit út af Norðurlandi og ná gögnin þaðan því lengst aftur í tím- ann, en frá árinu 1971 hefur áturann- sóknum verið sinnt allt í kringum land í vorleiðöngrum. Til þess að hafa gögnin sambæri- leg hefur í þessum rannsóknum ver- Rauðáta, segja þeir Olafur S Astþórsson og Astþór Gíslason, gegnir lykilhlutverki í fæðukeðju sjávar. ið Ieitast við að gera athuganir á sama tíma ár hvert (maí-júní). Sveifl- ur í átumagni að vorlagi segja að ein- hverju leyti til um mismunandi heildarframleiðslu átu yfir sumarið, þótt að hluta megi einnig skýra þær með því að sá tími sem vorvöxtur át- unnar hefjist sé breytilegur. Bæði vorvöxtur og heildarframleiðsla dýi'asvifsins eru talin ráðast m.a. af umhverfisskilyrðum og fæðufram- boði. Rauðátan er langalgengasta svif- dýrið í sjónum við landið og oftast er hún um 60-80% allra svifdýra. Rauð- áta gegnir lykilhlutverki fæðukeðju sjávar þar sem hún er aðalfæða lirfa og seiða nær allra nytjafiska og einnig uppsjávai’fiska eins og síldar og loðnu síðar á lífsskeiðinu. Mæl- ingar á heildarmagni átu í sjónum endurspegla því að verulegu leyti magn rauðátu. Langtímabreytingar Langtímabreytingar á átumagni á Selvogsbanka- og Siglunessniði eru sýndar á meðfylgjandi töflu. Gildin sem sýnd eru á myndinni eru meðal- talsgildi fyrir allar stöðvar á viðkom- andi sniðum. A Siglunessniði var átumagnið í hámarki þegar rannsóknirnar hófust í upphafi sjöunda áratugarins, en síðan hafa skipst á hæðir og lægðir með 7-10 ára millibili. Síðasta átuhá- mark á Siglunessniði var um 1994, en síðan hefur áta heldur farið minnkandi á sniðinu. A Selvogsbanka var átumergð í hámarki í byrjun áttunda áratugar- ins, en fór svo lækkapdi og komst í lágmark í lok hans. Atan náði aftur hámarki um miðjan níunda áratug- inn, en síðan minnkaði magnið aftur þar til í lok níunda áratugarins að það byrjaði aftur að aukast og náði hámarki kringum 1994-95. Síðan hef- ur átumagnið á Selvogsbanka farið minnkandi. Á milli hámarksgilda á Selvogsbankasniði hafa liðið um 10- 11 ár. Ef átuhámarkið um 1977 á Siglu- nessniði er undanskilið má segja að árlegar sveiflur í átumagninu fyrir sunnan og norðan séu nokkurn veg- inn í takt. Tengsl átustofna í Norður-Atlantshafi Sveiflur í átumagni við Island eru að nokkru leyti í samræmi við lang- tímasveiflur sem komið hafa fram í átumælingum með svokölluðum átu- vísum á mun stærra svæði norðan- verðu Atlantshafi. Hins vegar hefur ekki orðið vart hér við land þeirrar stöðugu minnkunar sem komið hefur fram í átuvísagögnunum. Þetta bendir til þess að breytileikinn í átu- magni stjórnist að verulegu leyti af hnattrænum veðurfarsþáttum sem hafa áhrif á víðáttumiklu svæði, en jafnframt að hin einstöku vistkerfi bregðist við þeim með ólíkum hætti og ekki í takt. A næstu árum er m.a. stefnt að því að kanna frekar tengsl átustofna í ólíkum vistkerfum Norð- ur-Atlantshafs. Höfundar starfa á Hafrannsóknastofnuninni. Ólafur S. Ástþórsson ATVIIVIIM A ^ón x^/lsbj ötnsson h$. • Sigurnaglalína — ábót — beita • Sími 551 1747. Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveginn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands. Símar 562 3518 og 898 3518 (Friðjón). A Ð F O N G AÐFÖNG leita að góðum lagermönnum til starfa strax Vegna aukinna umsvifa óska AÐFÖNG eftir að ráða starfsmenn í almenn lagerstörf á dag- og næturvaktir. Um er að ræða störf við móttöku, frágang og tiltekt á vörum í stærsta matvörulager landsins, sem er í glæsilegu nýju húsnæði að Skútuvogi 7. Mjög góð vinnuaðstaða er á staðnum, svo og góð starfsmannaaðstaða og mötuneyti. Leitað er að kraftmiklum og áreiðanlegum einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilja framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Góð laun í boði fyrir dugmikla starfsmenn. Nánari upplýsingar veitir Kristján Högnason rekstrarstjóri í síma 530-5631 eða 863-0765 næstu daga. Aðföng er innkaupa- og dreifingarfyrirtæki á sviði matvöru og sérvöru, hið langstærsta sinnar tegundar á íslandi. Aðföng eru í eigu Baugs hf., sem á og rekur verslanakeðjurnar Hagkaup, Bónus, Nýkaup, 10-11 og Hraðkaup. »fcéfc-.........-.‘íS£______________________________ Umsóknum skal skilað fyrir 13.október til starfsmanna- þjónustu Baugs hf.,Skútuvogi 7, 104 Reykjavík. TIL 5ÖLU Til sölu 1. Frigoskandia Compact laus- frystir. 2. Marel flokkari 2x12 flokkar árg. 1998. 3. Baader 440. 4. Baader 189. 5. Baader 187. 6. Baader 697. 7. Frystitæki sambyggt, ónotað. Upplýsingar hjá: FishMac ehf., sími 511 4870, fax 511 4871, gsm 899 1980. Fiskvinnsluvélar Til sölu Baader 188flökunarvél ásamt Baader 413 hausara. Hentar vel fyrir harðfiskverkun. Upplýsingar gefur Steinar Guðmundsson, símar 551 1777 og 893 1802. Álftafell ehf., Álftafell ehf., Fiskislóð 82, 101 Reykjavík. _____KVÓTI____ KVÖTABANKINN Vantar aflahiutdeild í þorski. Þorskaflahámark til sölu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. ÝMISLEGT Óskum eftir bát í föst viðskipti, línu- eða handfærabát. Höfum til sölu flökunarvél Baader V-189. Upplýsingar gefur Kristjón í símum 555 1862 og 897 7216.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.