Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA §§S||| i I . vA <& ®íff m*T ,Vgj fm 8 $ í B j&S ;,'í : . JPj* Morgunblaðið/Golli Eyjólfur Sverrisson stendur við knöttinn ásamt Rúnari Kristinssyni - og tekur miðið fyrir aukaspyrnuna. Þórður Guðjónsson á hægri hönd hans og Helgi Sigurðsson fyrir framan varnarvegg Frakka. Eyjólfur Sverrisson kom íslandi á bragðið með þrumufleyg úr aukaspyrnu Stóð og gapti á eftir boltanum „SJÁLFSAGT hafa margir haldið að við ættum eftir að fá mikið af mörkum á okkur miðað við hvernig leikurinn þróaðist í upp- hafi. En við sýndum að við erum þess megnugir að jafna leik- inn. Vissulega var sárt að tapa leiknum en þetta hefði getað farið hvernig sem var. Þetta var virkilega skemmtilegt og sjálf- sagt hefur fólk haft gaman af. Eigum við ekki að segja að leik- urinn sé góð landkynning fyrir ísland," sagði Eyjólfur Sverris- son, fyrirliði íslenska landsliðsins. Eyjólfur með met EYJÓLFUR Sverrisson setti met í Evrópukeppni landsliðs, er hann skoraði glæsimark sitt gegn Frökkum í París. Þar með varð hann fyrsti leik- maðurinn til að skora mark í tveimur leikjum í röð á heima- velli Frakka í Evrópukeppn- inni. Eyjólfur skoraði mark gegn Frökkum í París í EM- leik 1991, er hann kom inn á sem varamaður. Frakkar unnu þá 3:1. Enginn leikmað- ur franska liðsins sem lék í París á laugardaginn, lék leik- inn 1991. Aftur á móti tóku tveir leikmenn íslenska liðsins þátt í honum - Eyjólfur og Birkir Kristinsson, markvörð- ur. Eyjólfur er fyrsti leikmað- urinn sem hefur skorað mark í tveimur leikjum gegn Frökk- um í EM á heimavelli þeirra. ■ ALLIR leikmenn íslenska lands- liðsins héldu til félaga sinna í Evr- ópu nema Ríkharður Daðason og Auðun Helgason, leikmenn Vík- ings frá Stavangri, en þeir þurftu ekki að masta til Noregs fyrr en á mánudegi og hugðust nýta daginn til þess að skoða sig um í París. ■ RÍKHARÐUR Daðason fékk oln- bogaskot í vinstri augnbrún frá Did- ier Deschamps, fyrirliða Frakka, í upphafí leiks svo úr blæddi. Rík- harður þurfti að fara af velli til þess að láta stöðva blæðinguna. Hann kom inn á skömmu síðar eftir að Siguijón Sigurðsson, læknir ís- lenska liðsins, hafði gert að sárinu. ■ HELGI Sigurðsson fékk viður- kenningu fyrir 25 landsleiki með ís- lenska landsliðinu eftir leikinn við Frakka. Ríkharður Daðason, Her- mann Hreiðarsson og Lárus Orri Sigurðsson fengu einnig viður- kenningu fyrir sama áfanga. Allir hlutu þeir gullúr Knattspyrnusam- bands Islands sem Eggert Magnús- son, formaður sambandsins, afhenti þeim. ■ EYJÓLFUR Sverrisson fyrirliði íslenska liðsins, átti að fá að laun- um listaverk fyrir að ná að leika yf- ir 50 landsleiki. Listaverkið fékk hann ekki afhent heldur ávísun fyr- ir þvú ■ RUNAR Kristinsson er leikja- hæstur íslenskra landsliðsmanna frá upphafi, hefur leikið 79 lands- leiki frá 1987. ■ ÍSLENSKA landsliðið fékk alla daga lögreglufylgd er það hélt frá hótelinu þar sem það bjó. Er það hélt í rútu áleiðis til Stade de France-leikvangsins fylgdist fjöldi manns með ferð þess allt til áfangastaðar. ■ MIÐJA vallarins á Stade de France var fremur illa farin eftir að motor cross-keppni fór þar fram nokkrum dögum á undan. Eyjólfur sagði að spenna hefði orðið íslenska liðinu að falli í fyrri hálfleik. „Mörkin tvö sem þeir gerðu voru slys. Qisli Þriðja markið kom Þorsteinsson síðan eftir ágætt skrifar spil af þeirra hálfu.“ frá París Hann kvaðst ánægður með markið sem hann gerði af 25-30 m færi og kom ís- lenska liðinu aftur inn í leikinn. „Ég smellhitti boltann og síðan stóð maður og gapti á eftir boltan- um. Við áttum eftir það nokkrar góðar syrpur og þeir voru í virki- GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari ís- lenska liðsins, sagði að það hefði átt að fá víti er Laurent Blanc, varnar- maður franska liðsins, braut á Eyjólfi Sverrissyni, fyrirliða ís- lenska liðsins, inni í vítateig þess franska í seinni hálfleik. „Blanc lega miklum vandræðum. Það var margt vel gert hjá okkur. Um þetta leyti var leikurinn opinn og hafði getað farið á báða vegu.“ Eyjólfur sagði það ekki tilviljun hvers vegna íslenska liðið er í þess- ari stöðu eftir keppnina. „Liðið hef- ur leikið jafna og góða leiki. Við er- um búnir að spila mjög vel og framar vonum. Það er yfir ár á milli leikjanna við Frakka en þetta sýnir að íslenska liðið býr yfir ákveðnum styrk og þegar allir standa saman er allt hægt.“ Aðspurður um hvort ekki yrði togaði Eyjólf niður. Þetta var árás inni í vítateig og ekkert annað en víti. Við höfum lent í svona aðstæð- um áður gegn stórþjóðum, Her- mann Hreiðarsson var rotaður í Moskvu og Ríkharði var hrint og hann laminn gegn Ukraínu í erfitt að fylgja eftir þeim árangri sem íslenska liðið náði í und- ankeppni Evrópumótsins, sagði Eyjólfur að alltaf þyrfti að byrja upp á nýtt, hvort sem það væri í nýrri undankeppni eða nýjum leik. Reykjavík.“ Guðjón sagði að í aðhlaupinu hefði það sést vel að Blanc var mjög hræddur við Eyjólf og ætlaði sér ekki að láta hann leika lausum hala. „Blanc stökk á hann og þeir kútvelt- ust inni í teignum." Tvö mörk í Frakklandi ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem landsliði tekst að skora tvö mörk hjá Frökkum í leik gegn þeim í Frakklandi. Islendingar urðu átt- unda þjóðin til að ná því síðan Frakkar léku sinn fyrsta Evrópu- leik 1. október 1958. Síðan þá hafa Frakkar leikið 36 leiki á heimavelli gegn 25 þjóðum. Aðeins eitt landslið hefur náð að skora þrjú mörk - það var landslið Rússa sem vann það af- rek 5. júní í sumar í París, er Rúss- ar fögnuðu sigri 3:2. Guðjón vildi vítaspyrnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.