Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 5

Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 B 5 Ríkharður Daðason um sjálfsmarkið Mótherjar Frakka í EM Hveoft fsland 4 Belgía 3 Búlgaría 2 Pólland 2 Lúxemborg 2 Noregur 2 A-Þýskaland 2 Tékkóslóvakía 2 Gríkkland 1 England 1 Ungverjaland 1 Sviþjóð 1 Danmörk 1 Júgóslavía 1 Sovétríkin 1 Spánn 1 Albania 1 Rúmenia 1 Slóvenía 1 Azerbaijan 1 ísrael 1 Andorra 1 Úkraína 1 Armenía 1 Rússland 1 Morgunblaðið/Golli Þegar Eyjólfur var búinn að sjá glufu í vamarvegg Frakka lét hann knöttinn vaða að marki - stuttu síðar hafnaði knötturinn í netinu. „Ég er ekki sáttur við mína frammistöðu í leiknum og það var svekkjandi að skora sjálfsmark en það má ekki láta slík atriði fara á sálina. Ég var því ánægður er okkur tókst að jafna leik- inn því þá var sjálfsmarkið ekki lengur sú byrði á mér sem það var framan af leik. Því miður tókst þeim að gera eitt mark í viðbót sem hugsanlega var hægt að koma í veg fyrir,“ sagði Ríkharður Daðason. Landslið íslands er áttunda landsliðið sem skorar tvö mörk í Frakklandi í EM 1963, 27.feb.: Frakkland - England 5:2 1971, 10. okt.: Frakkland - Ungverjal. 0:2 1974, 16. nóv.r Frakkland - A-Þýskal. 2:2 1978, 2. sept.: Frakkland - Svíþjóð 2:2 1984, 19. júní: Frakkland - Júgóslavía 3:2 1986, 10. okt.: Frakkland - Sovétríkin 0:2 1998, 5. júní: Frakkland - Rússland 2:3 1999, 9. okt.: Frakkland - ísland 3:2 Birkir Kristinsson um þriðja mark Frakka Var kominn úr jafnvægi Árangur Frakka á heim- avelli í undan- keppni EM veðrið og mig langaði mikið til þess að hlaupa yfir til strákanna og taka þátt í fagnaðarlátunum.“ Birkir sagði að Frakkar hefðu aftur náð taki á leiknum og skorað en sér hefði ekki leiðst ef íslenska liðinu hefði tekist að halda lengur út. „Maður heyrði það á áhorfend- um að þeir voru orðnir óþolinmóðir og voru farnir að hrópa á franska liðið. Leikmenn franska liðsins voru því orðnir stressaðir um tíma.“ Birkir sagði að árangur íslenska liðsins í keppninni væri einstakur. „Við áttum möguleika allt fram á síðustu stundu en venjulega hefur liðið ekki átt neina möguleika þegar nokkrar umferðir eru eftir. Núna vorum við í baráttu meðal efstu liða og stefndum á að vinna alla leiki. Slíkt er í raun ótrúleg breyting frá fyrri keppnum.“ „í RAUN fannst mér að við gætum komið í veg fyrir öll þessi mörk sem þeir skoruðu - það var hálfgerður heppnisstimpill á þeim. Til dæmis var ég alveg með boltann er þeir skoruðu þriðja markið. Þeir skölluðu að marki en hann breytti um stefnu og ég fór úr jafnvægi og gat aðeins varið hann með annarri hendinni. Síðan tókst þeim að koma boltanum í netið, það var svekkjandi," sagði Birkir Kristinsson, markvörður ís- lenska liðsins. Birkir sagði að sér hefði liðið einstaklega vel er hann sá að leikurinn snerist íslenska liðinu í hag. „Eg var nokkuð smeykur um að Frökkum tækist að bæta við einu marki í viðbót en er Eyjólfur skoraði sá maður að leikurinn yrði spennandi á ný. En maður átti nú ekki von á að við næðum að skora strax aftur og það fór sælutilfinn- ing um mig er ég sá Brynjar Björn [Gunnarsson] jafna leikinn. Áhorf- endur vissu ekki hvaðan á þá stóð Sá ekki boltann FOLK ■ TVEIR íslenskir ráðherrar voru staddir á Stade de France á laug- ardag: Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Halldór heilsaði upp á leikmenn að leik loknum og óskaði þeim til hamingju með árangurinn gegn Frökkum. Þá leit Sigríður Snævarr, sendiherra í París, inn í rútu íslenska liðsins og þakkaði þeim fyrir leikinn. ■ GEIR H. Haarde fjármál- aráðherra dvaldi á sama hóteli og íslenska liðið, Grand Hótel Enghien í Enghien Les Bains, sem er í útjaðri Parísar. ■ I hálfleik á Stade de France var tilkynnt að jafnt væri í hálfleik í leik Rússa og Ukraúiu í Moskvu við mikla kátinu franskra áhorf- enda. Að leik loknum biðu leik- menn og forráðamenn franska liðs- ins eftir staðfestum úrslitum frá Moskvu, en Frakkar urðu að treysta á hagstæð úrslit í þeim leik til þess að eiga möguleika á að komast úr riðlinum. Fljótlega kvisaðist út að leikurinn í Moskvu hefði endað 1:1 við fagnaðarlæti á Stade de France. Umsögn breska blaðsins Guardian um leikinn í París Islenska uppreisnin brotin á bak aftur LANDSLEIKUR fslendinga og Frakka á þjóðarleikvang- inum í París vakti mikla at- hygli um gervalla Evrópu. í grein breska dagblaðsins Gu- ardian, undir fyrirsögninni „Heimsmeistararnir brjóta uppreisn fslands á bak aftur“, sagði að þótt sigur Frakka hefði tryggt þeim þátttök- urétt í úrslitakeppni Evróp- umótsins, hefði þetta verið dýrðarkvöld fslendinganna, þar sem eldmóður þeirra end- urspeglaðist við sannarlega magnþrungnar kringumstæð- ur á troðfullum Stade de France-leikvanginum. „Framlag þeirra til leiks- ins, sem hafði hreina úr- slitaþýðingu, nauðbeygði Frakka á svo áhrifamikinn hátt að jafnvel hlutlausir menn skræktu af undrun. Is- lendingar áttu þegar heiður skilinn fyrir að eiga enn möguleika, þótt litlir væru, á að komast áfram úr riðlinum með Iiðum á borð við Rúss- land, Úkraínu og Frakkland. Sú staðreynd ein, að þeir voru nærri því að knýja Frakka til að „éta hatta sína“, skóp óstjórnlegar geð- sveiflur nærstaddra í níutíu mínútur." I frétt blaðsins stóð einnig að leikur Islendinga og Frakka hefði ekki verið eftir- bátur annarra í heimsmeist- arakeppninni sjálfri, er lauk svo eftirminnilega á sama stað á síðasta ári. „Hver sá er gerði ráð fyrir ellefu manna vörn íslands var kveðinn í kútinn.“ Blaðamaður Guardian reit einnig lýsingu sína á viðbrögðum áhorfenda er ís- lendingar jöfnuðu leikinn eft- ir að hafa verið undir, 2:0, með marki Brynjars Björns Gunnarssonar. „Það var engu líkara en að 99 prósent áhorf- enda á Stade de France hefðu verið slegnir í rot með óvæntri uppreisn. Hinir, þar á meðal fimmtíu stuðningsmenn Brentford sem mættir voru til að styðja Hermann Hreiðars- son, gengu hreinlega af göfl- unum. Leikurinn reis á hærra og áhrifameira stig. Andrúms- loftið var rafmagnað. Vörn Frakka hrundi og íslending- ar, sem sáu sitthvað sögulegt í vændum, gerðu atlögu að marki Lamas. Eiður Guðjohn- sen, leikmaður Bolton, fór af- dráttarlaus fremstur í flokki.“ Eg veit ekki hvort ég hefði getað gert neitt annað er ég gerði markið. Ég sá ekki boltann því Hermann [Hreiðarsson] og [Laurent] Blanc fóru upp í boltann og ég var búinn að taka mér stöðu þar sem búast mátti við að boltinn lenti með [Zinedine] Zidane við hlið mér. Síðan barst boltinn fram- hjá Hermanni og Blanc og ég var ekki nægilega snöggur að átta mig á hlutnum en kipptist við með þeim hætti að ég stýrði boltanum að marki en ekki í hina áttina. Ég hélt reyndar aldrei að ég mundi skora því að ég var talsvert frá markinu." Ríkharður sagði að ekki hefði þýtt neitt annað en að halda áfram eftir markið og kvaðst sáttur að ná að vinna þá skallabolta sem bárust að sér. „Mér fannst okkur takast að ógna þeim meira vegna þess að við vorum með tvo leikmenn frammi og við náðum smá tökum á þeim um tíma. Þá náðum við mun fleiri sókn- arfærum heldur en við gerðum í leiknum heima. Ég held því að þess uppstilling hafi skilað sér. Ég hefði auðvitað viljað spila lengur en það er þjálfarinn sem ræður för og þarna gerði hann rétt er hann setti Eið Smára [Guðjohnsen] inn á því hann stóð sig mjög vel.“ Ríkharður sagðist ekki sáttur við frammistöðu sína með lands- liðinu síðari hluta sumars. „En þó að ég hafí ekki verið jafn sterkur og ég var fyrr í sumar, tel ég að liðið geti borið höfuðið hátt eftir keppnina."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.