Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 B 3
DAGLEGT LÍF
ingar fyrir myndatökur," segir
Gréta í gríni en þó nokkurri alvöru.
Hvenær er best
að fjarlægja hár?
„Sem karlmaður get ég sagt að
auðveldast er að raka sig á morgn-
ana, þá er skeggrótin mýkst,“ segir
Páll Guðmundsson lyfjafræðingur
brosandi og Gréta Boða tekur und-
ir. „Þegar húðin er heit og úthvíld
er best fyrir strákana að raka sig - í
lok dagsins er hún aftur á móti gróf-
ari og hefur þurft að þola þm-rk og
ýmsar óvinsamlegar bylgjur úr um-
hverfinu. Annars raka líka margir
sig í heitri sturtu, sem er ágætt því
hitinn mýkir húðina."
Hvað konum viðkemur segir
Gréta heppilegast fyrir þær að
beita vaxmeðferð, jafnt á fótleggi
sem andlit, rétt eftir tíðir. „Tauga-
kerfið er þá í ágætu jafnvægi og
líkaminn ekki eins viðkvæmur fyrir
sársauka og í kringum egglos, svo
dæmi sé nefnt, en síðamefndi tím-
inn er vondur til vaxmeðferðar þar
sem sársaukaþröskuldur kvenlíka-
mans er þá einna lægstur.“
Athafnir árla
morguns
í BÓKINNI Becoming a Master
Student eftir David Ellis (Houg-
hton Miffiin Company, 1994) er
námsmönnum bent á ýmsar leið-
ir til þess að skipuleggja sólar-
hringþnn svo sem minnstur tími
fari til spillis. Meðal annars er
bent á kosti dagrenningar til
góðra verka og morgunlatir
hvattir til þess að prófa að vakna
einu sinni snemma:
„Tilhugsunin um að vera með
meðvitund klukkan 4 að nóttu
kann að þykja fáránleg. Þó heíja
margir málsmetandi athafna-
menn daginn klukkan 5 eða fyrr.
fþróttamenn og jógar nota einn-
ig þennan tíma dags og sumir
rithöfundar fullkomna sin bestu
verk fyrir klukkan 9 að morgni.
Að vakna svo snemma er eins og
að hoppa út í jökulkalt stöðu-
vatn. Það er áfall í fyrstu en svo
vaknar líkaminn samstundis til
lífsins.
Afturelding er fallegur tími.
Heimurinn er þögull. Innri radd-
ir eru hógværari. Andlegir leið-
togar úr öllum áttum mæla með
tímanum fyrir dagrenningu til
hugleiðingar og bæna enda er
einbeiting auðveldust áður en
hugurinn verður fyrir árásum
símhringinga, umferðarniðs og
útvarpstónlistar," segir í ritinu.
Hvenær er best að læra?
Almennt séð er farsælast að haga
námi eins og vinnudegi, að mati
Auðar R. Gunnarsdóttur, sálfræð-
ings og námsráðgjafa. „Þá er skóla-
setu, lestri og verkefnum raðað inn
í átta stunda ramma, og jafnvægi
haldið á milli frítíma og skyldu-
verka á hverjum degi.“ Bestu
námsaðferðirnar frá degi til dags
velta hins vegar á aðstæðum hverju
sinni, enda er hagnýting sálfræð-
innar að sögn Auðar ávallt einstakl-
ingsbundin. „Ef nemandi er á leið í
próf skiptir tímasetning lærdóms-
ins minna máli ef hann er einungis
að rifja upp. Ef hann er að frumlesa
nýtt efni má hins vegar helst ekki
líða of langur tími frá lestrinum og
þar til hann fær að
svara prófspur-
ningunum," segir
Auður við þeirri
fullyrðingu er-
lendra prófessora í
Zest að best sé að
líta yfír efnið í upp-
hafi prófdags til að
hámarka virkni
skammtímaminnis-
ins.
Auður bendir á
að fólk skiptist
gjarnan í tvo flokka,
A-fólk sem vinnur
best á morgnana og
B-fólk sem sækir í
að vinna á kvöldin
(án þess að bókstaf-
imir A og B vísi á
nokkurn hátt til
greindar). „Streit-
urannsóknir sýna
að hóparnir tveir
vinna misvel á til-
teknum tímum sól-
arhringsins,“ segir
Auður en telur þó
ekki viturlegt að
vinna eða læra langt fram eftfr
nóttu undir oki uppsafnaðrar
þreytu. „Þumalputtareglan er að
undirbúa sig fyrirfram, mæta í
kennslustundir og lesa svo betur að
þeim loknum út frá áherslum
kennarans."
Arvekniprufur og athyglispróf
sýna að athygli fólks nær eins kon-
ar toppi á 90 mínútna fresti. Svo
virðist sem ákveðnir frumukjarnar í
heilanum sveiflist með þessu milli-
bili, örvist og hægi á sér á víxl.“ Erf-
itt er þó fyrir hvern og einn að finna
út hvaða mínútur eni umræddir
toppar. „Helst er að láta einhvem
vaka yfir sér í svefni og fylgjast
með hröðum augnhreyfingum sem
gefa til kynna draumstigið REM,
en það kemur einmitt á 90 mínútna
fresti og er talið
jafngilda árvekni-
toppi í vöku. Ut
frá því má svo
reikna sig áfram og
merkja athyglis-
toppana inn á dag-
skipulagið," segir
Björg Þorleifsdóttir
líffræðingur kank-
víslega.
Hún bætir því við
að árveknilínurit
margra hnígi um
miðjan dag,
skömmu eftir há-
degi - þá dofni at-
hyglin. „Besta ráðið
er að fá sér stuttan
blund í stað þess að
dæla í sig kaffi.
Svefnþörf mannsins
er nefnilega tví-
toppa, við hvílumst á
nóttunni en margir
þurfa jafnframt að
fá sér smá „kríu“
um tvöleytið, rétt
eins og svefnmynst-
ur barna sýnir.“
kraftmikið rétt fyrir fulla tungl-
ið. Ástæðan fyrir því að sagt er
að vaxandi tungl eigi vel við alla
athafnasemi í mannlífinu er sú að
á því tímabili er vaxt-
arkraftur náttúruimar Hegðun fólks
hvað mestur". Og VÖXtur
Á 3. kvartili er tunglsins
heppilegt „að fást við
huglæga vinnu, því minnkandi
vaxtarorku fylgir rósemd og yf-
irvegun. (...) Þetta er tími fyrir
félagslíf eða til að skrifa ritgerð-
ina sem við höfum ýtt á undan
okkur, taka bókhaldið í gegn,
flytja ræðu og ræða um lífíð og
tilveruna við vini og kunningja".
Á 4. kvartili er gott að fást við
andlega vinnu, segir í bókinni,
því að á síðasta kvartili er náttúr-
an að búa sig undir nýja
byijun. „Þetta er tími til
að vera heima í róleg-
heitum eða bjóða bestu
vinum okkar heim og
ræða um dýpri tilfinning;u' okk-
ar. Að sama skapi er þetta vond-
ur túni til að halda stórt sam-
kvæmi og ætlast til að allir mæti
eða að mikið líf verði í tuskunum.
(...) Þetta er undirbúningstími,"
segir í bókinni.
iíSur vci
i /&okkum o|
>&okkabuxum Jra Dccoj
Decoy er rétta merkið fyrir þig
♦ einstaklega mjúkar
♦ falleg áferð
♦ sterkar og endingargóðar
♦ gott verð
Njóttu þess að vera í Decoy
-og þú nýtur þess besta!
DecoY
Umboðsaðili: Rún heildverslun
Vatnagarðar 14 • Sími 568 0656
V
Afmælistilboð
(96}
1909-1999
I tilefni af 90 ara afmæli verslunar
Franch Michelsen bjóðum við öll merki
úra og klukkna á einstöku tilboðsverði.
Höfum einnig mikið úrval skartgripa.
Úrsmiðir Franch Michelsen hafa þjónað
íslendingum af vandvirkni í 90 ár.
URSMIÐAMEISTARI
w
ROLEX
LAUGAVEGUR 15 • SIMI 511 1900 • FAX 511 1901