Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 6

Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ■k Verslunin hættir /Thzinu /TÁnvna Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður dundar við furðufuglana sem brátt fljúga til Amsterdam. DAGLEGT LÍF Blökkufólk er langt og mjótt og teygir sig 1 áttað himni. Morgunblaðið/Kristj án og bjartri vinn- í Listagilinu á Akureyri situr Aðalheiður S. Eysteinsdóttir umkringd verum úr framandi heimi; blökkumönnum við alls kyns iðju og dýrum sem eiga alla jafna heima í frumskóginum; krókódfll liggur makindalega á miðju gólfi og stór sebrahestur gnæfir yfir barnakróknum þar sem Brák situr eins og Tóbías í tuminum. Ekkert er þó að óttast Aðal- heiður myndlistarmaður og dóttir hennar Brák eru í öraggum hönd- um. Verurnar eru hluti þeirra listverka sem Aðalheiður hefur unnið að undanfömu. Vinnustofan í Kaupvangsstræti er því skemmtilegt sambland af íslensk- um veruleika og frumskógum Af- ríku. Hvar varstu í Afríku? er spurn- ing sem Aðalheiður hefur fengið æði oft að undanfömu. „Eg hef aldrei komið til Afríku og verkin koma í raun Afríku ekkert við,“ svarar Aðalheiður. „Mig langaði til að fást við mannlega þætti til- verunnar án þess að fólk kæmi auga á mig eða mína fjölskyldu í verkunum. Því fór ég að velta fyr- ir mér ókunnugleikanum; fólki sem er eins ólíkt mér og frekast er unnt og útkoman varð Aí'ríka." Þótt myndastytturnar séu okk- ur framandi eru þær samt kunn- uglegar því þær em unnar úr hlutum sem við þekkjum flest ágætlega en í allt öðram hlut- verkum. Framandi verur unnar úr kunnuglegum hlutum Hlutina fann Aðalheiður flesta á sorphaugum Akureyrar en þangað fer hún reglulega í fjár- sjóðsleit. Fjársjóðinn tekur hún á vinnustofuna og setur í gullakist- urnar sínar. Ferðimar á haugana hafa oft gefíst vel en þar hefur Aðalheiður fengið timbur og járn auk alls kyns muna sem hafa nýst henni á ótrúlegasta máta. Hlut- irnir verða Aðalheiði oft upp- spretta hugmynda. Á vinnustof- unni spretta upp alls kyns verur. Lampaskermur verður í höndum hennar að fyrirtaks pilsi og hátal- arar að brjóstum, gluggakrækjur njóta sín sem fínustu eyrnalokkar og grillgrind úr ofni hentar vel sem brjóstkassi á blökkumanni. Blökkumenn, þrettán að tölu, prýða sýningu sem Aðalheiður kallar Heimar og var fyrst sett upp á Listasafninu á Ákureyri. Blökkufólkið, sem er langt og mjótt og teygir sig í átt að himni, hefur síðan ferðast um Norður- land en um daginn lauk sýningu á þeim á Siglufirði, heimabæ Aðal- heiðar. Hlutir sem misst hafa notafflldi sitt eru fjársjóður Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur ug úr þeim vinnur hún verkin sín; blökkufólk og frumskógardýr frá Afríku. Hrönn Marindsdóttir skoðaði ókunnar verur útbúnar úr kunnuglegum hlutum. Uppvaxtarárin á Siglufirði urðu Aðalheiði uppspretta hugmynda og blökkufólkið hennar á kannski sínar rætur þar. Aðalheiður lýsir þessu svona: „Ég fæddist og var alin upp á Siglufirði þegar sfldar- ævintýrið tilheyrði fortíðinni, yf- irgefnar verksmiðjur, söltunar- plön og verbúðir báru fólksfjölda vitni. Hversdagsleikinn var all- sráðandi en við sem voram í stöð- ugri fjársjóðs- og ævintýraleit fundum okkar veröld í þessu gamla dóti. Af og til rákumst við á hluti merkta erlendum nöfnum, svo sem sendibréf eða dagblöð prentuð á erlendum málum. Við tókum okkur þessi nöfn og ferð- uðumst í huganum til ókunnra landa. Það var mikil frelsistilfinn- ing sem fylgdi því að geta verið hver sem er og hagað sér öðruvísi en dags daglega; því bjuggum við jafnvel til okkar eigið tungumál. Við höfðum aldrei mætt útlend- um manni og þekktum engan sem ekki var eins og við sjálf. ímynd- unaraflið fékk þvi byr undir báða vængi. Eitt sumarið sá ég svo mann sem gekk hvítklæddur frá hvirfli til ilja um moldargötur bæjarins. Þvílík hugljómun, heim- Frábært verö á skóm, fatnaöi o.fl. Opið alla lausardasa frá kl. 10-16. Sþrótt Skipholti 50d, sími 562 0025.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.