Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 B 5 DAGLEGT LÍF Tólf ára öldungur? ROKKTÓNLISTIN átti hug Páls Kristins Pálssonar, rithöfundar og útvarpsmanns, á unglingsárunum, en þá söng hann m.a. með hljómsveit- unum Dögg og Fjörefni. „Ég rétt náði í taglið á hippatímabilinu og réðst bráðungur í að koma mér upp geirvörtusíðu hári og skeggi,“ segir Páll Kristinn angurvær á svip þegar hann rifjar upp þessa gömlu, góðu daga. „Árið 1972, þegar ég varð sextán ára, var Leon Russell mitt helsta átr- únaðargoð, enda hafði hann þá nýver- ið sent frá sér meistarastykkið Cam- ey, sem er ennþá ein af mínum uppáhaldsplötum. Mér þótti Russell ekki aðeins frábær tónlistarmaður, hann var líka sveipaður einhverri spennandi dulúð og áttu grá- sprengt og gróskumikið hár- ið og skeggið ekki minnstan þátt í því. Maður sér það núna að hann var eins og öld- ungur, þótt hann væri varla miklu eldri en þrítugur. En það tilheyrði tíðarandanum að vera gamall útlits, líklega maharishi-áhrifin. Og svona vfldi ég vera. Það gekk vel með hárið, en skeggið var alltaf til vandræða. Eg var að vísu sæmflega dökkloðinn á köflum á undirhöku og hálsi, en á efrivör og vöngum var skeggið svo ljóst og gisið að það sást varla,“ segir Páfl Krisinn og lýsir hvemig ímyndin hrandi á planinu hjá Trésmiðju Bjöms Ól- afssonar í Hafnarfírði sumarið ’74. „Við Júlli bróðir, sem er tveimur áram yngri en ég, en var þá þegar höfðinu hærri, fengum sumarvinnu í trésmiðjunni hjá Bubba Ólafs. Júlli byrjaði hálfum mánuði á und- an og var orðinn öllum málkunnug- ur þegar ég mætti fyrsta daginn, dálítið feiminn en stojtur af mínu síða hári og skeggi. Ég var líka í klórþvegnum gallabuxunum og gallajakkanum, sem ég fór helst ekki úr og vora jafnt vinnuföt sem sparifót á þessum áram. Nema hvað, í kaffitímanum þar sem ég sit svolítið afsíðis á spýtnastafla og gæði mér á mjólk og samloku að heiman heyri ég út undan mér að vinnufélag- arnir spyrja Júlla hvað séu mörg ár á milli okkar bræðra. „Tvö ár,“ svarar Júlli sannleikanum samkvæmt. Smið- imir litu furðulostnir á mig og loks sagði einn: „Eigum við að tráa því að hann sé bara tólf ára...?“ Mér varð svo mikið um að heyra þetta, að upp frá þeim degi hef ég hvorld fylgt tískunni né reynt að h'kj- ast einhverjum öðram í útliti." JÓLAGLEÐIN skín ekki beinhnis af andliti húsmóðurinnar á þessari mynd,“ segir séra Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafar- vogskirkju, nú öllu hýrlegri. Enda fannst henni heilmikið streð að við- halda hippaímyndinni, sem hún þó lagði sig í líma við að halda um sjö ára skeið á áttunda áratugnum. „Myndin var tekin í lok þess tíma- bils, á aðfangadagskvöld 1979. Þetta var tími flatbotna og fótlaga skóbún- aðar og þar sem spariföt þóttu afar óviðeigandi og borgaraleg með af- brigðum, var ég vitaskuld í indversk- um lufsum í jarðarhtum. Slíkur klæðnaður ásamt slitnum gallabux- um var í hávegum hafður hjá mörg- um í kunningjahópi mínum. En fötin ein nægðu ekki til að vera gjaldgeng- ur hippi. Maður drakk úr leirkrúsum frá Hauki Dór og kappkostaði að hí- býlin bæru greinileg merki þess að þar byggju hippar, sem væra sér meðvitandi um náttúruna og um- hverfið, en ekki smáborgarar. Gervi- efni og skærir litir vora forboðnir á hippaheimilum. Þegar ég skoða þessa mynd rifjast upp fyrir mér að ég lagði á mig ómælt erfiði við að föndra jólaskrautið sjálf úr náttúru- efnum eingöngu. Rautt mátti ekki sjást í jólapuntinu því mér fannst ht- urinn ekki passa við hermannagræna veggina og náttúravænt umhverfið. Gyhtar jólakúlur og þess háttar prjál sást ekki á mínu heimili." Páll 1 Kristinn Páls- Ison og Leon Russell. ekki velsæmiskennd hennar klæddi ég mig svolítið upp á þegar við hitt- umst, málaði mig jafnvel og fékk lán- uð „borgaraleg" fót hjá systram mín- um.“ Hippatímabil Önnu Sigríðar hófstí Lundúnaborg þar sem hún bjó ásamt fjölskyldu sinni um nokkurra ára skeið. „Þá var ég orðin tveggja sona móðir og ég man ennþá eftir skelf- ingu annars þeirra þegar hann sá mig fyrst með permanent í þessum líka fína „afróstíl", rétt eins og Ang- ela Davis, sem var aðalfyrirmyndin." Þótt ungir væru segir Anna Sigríður að synirnir hafi velt útliti hennar svolítið fyrir sér og annar hafí einu sinni spurt af hverju hún notaði aldrei varalit eins og aðrar mömmur. „Hann var ekki nema níu eða tíu ára og hefur líklega þótt ég heldur lit- laus. „Finnst þér þú kannski ekki þurfa þess?“ spurði hann síðan ósköp elskulega þegar mér mistókst að út- skýra lífsspeki okkar hippanna um allt þetta náttúrulega." Anna kveðst hafa verið fegin þeg- ar hippatískan leið undir lok og hún gat afturfarið að pjattast með fín föt, skart og skraut..sem ég er óneit- anlega mikið gefin fyrir,“ segir hún. „Það voru allt of miklar pælingar að baki þessu náttúrulega og mitóð á sig lagt til að útlitið sýndist sem kæru- leysislegast. Hjá mér var þetta bara ómæld fyrirhöfn og afar takmörkuð ánægja." r I stuttu pilsi hvernig sem viðraði EINS og flestar ungmeyjar í Verslunarskóla íslands á árun- um 1967-1973 var Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, ætíð vel til höfð og klædd samkvæmt nýjustu tísku. Hún telur að gamla orðsporið um fínheitin á „Verslingunum" loði ennþá við þá umfram aðra framhaldsskólanema. „Ég veit þó ekki hvort margar farði sig í allt að klukkutíma á morgnana áður en þær fara í skólann líkt og ég gerði,“ segir Brynhildui- ög upplýsir að núna taki slík athöfn hana aðeins um fimm mínútur. „Mér fannst augnhárin vera mín mesta prýði, enda lagði ég ómælda vinnu í litun þeirra. Af myndum frá þessum tíma að dæma var augnförð- unin þó heldur klessuleg og íburðar- mikil. Einnig sé ég núna að pilsin sem ég klæddist voru allt að því ósæmilega stutt. En í pínupilsi var ég hvernig sem viðraði þótt ég þyrfti að ganga langan veg til að komast í og úr strætó í Hafnarfirði þar sem ég bjó.“ Ekki minnist Brynhildur þess að foreldrar sínir hafi fjargviðrast yfir stuttu pilsunum eða förðuninni. „Ég er einkabarn og mamma dúllaði voða mikið við mig, saumaði fötin mín og sem hárgreiðslukonu fannst henni óskaplega gaman að greiða á mér hárið - sem mér þótti vitaskuld ekki verra,“ segir Brynhildur og dregur fram myndir úr stúdents- veislu sinni árið 1973. alveg í stíl við mig, en samt álíka hallærisleg- ur... og meira að segja 1 á sokkaleist- unum í stúdentsveislunni!" Síðari námsárin í VÍ leigði Bryn- hildur íbúð með vinkonu sinni sem stundaði nám í Menntaskólanum við Tjörnina. „Ég var alveg gáttuð á út- ganginum á henni, fannst hún alveg eins og niðursetningur í gallabuxum og lopapeysu alla daga. Trúlega hef- ur hún líka undrast stóram hve ég var tildursleg og lét mér annt um út- litið. Ekki er ólíklegt að hún hafi þó fallið eins vel í stelpnahópinn í sínum skóla eins og ég í mínum,“ segir Brynhildur og viðurkennir að vera ennþá svolítið veik fyrir stuttum pilsum. Hippi í indverskum mussum og fótlagaskóm kærastinn á sokkaleistunum „Mamma og tengdamamma saumuðu dragtina í sameiningu samkvæmt minni forskrift og þótti verkið víst æði flókið. í VÍ höfðu stúdínur um árabil útskrifast í hvít- um drögtum og ekki hvarflaði að okkur að rjúfa þá hefð. Örfáar vora í buxnadrögtum en mig minnir að flestar hafi staulast upp á svið í skóm með himinháum hælum, svip- uðum og ég var í, og knallstuttum pilsum. Mér fannst gulu skórnir kór- óna búninginn, en mig minnir að vin- kona mín, sem var flugfreyja, hafí keypt þá fyrir mig í útlöndum," seg- ir Brynhildur og bendir á aðra mynd af sér og kærastanum, Atla Guð- mundssyni. „Hann var kannski ekki PINUPILSIÐ Brynhildur Sverrisdóttir Tíska og tíðarandi endurspeglast einna best í ljósmyndinni. Hún lýgur sjaldn- ast og sýnir svart á hvítu - eða í lit hvernig útlit manna og smekkur breytist í áranna rás. Tískan er líka hverfult fyrirbæri og fátt þykir hallærislegra ef ekki hlægilegra en tískan frá í gær. A.m.k. gerðu sexmenningarnir, sem Valgerður Þ. Jónsdóttir fékk til að draga fram úr pússi sínu gamlar ljósmyndir, óspart grín að þessum skuggum fortíðarinnar. HIPPINN Anna Sigríður Pálsdóttir DISKÓIÐ Böðvar Þ. Eggertsson ásamt Ragnari, þeim yngsta af þremur sonum sínum, í hippatímabilsins. Eftir á að hyggja fmnst Önnu Sig- ríði hippatilburðir sínir einkum hafa falist í að gera öðram til geðs og falla inn í hópinn, því í eðli sínu sé hún hin mesta pjattrófa „... og alin upp sem slík,“ segir hún og skírskotar til allra fínu kjólanna sem mamma hennar saumaði á hana í gamla daga. „Mömmu var líka mikfl raun að út- ganginum á mér og til þess að særa POPPIÐ Páll Kristinn Pálsson LOPAPEYSAN Már Guðmundsson PÖNK/GLAMÚR Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir HfWpmHK j.v :v iij i i tazaai.TOMMiWBiMarMwn nmirro írrn *............ • ÞÓTT Böðvar Þ. Eggertsson hársnyrtir á Space-hárstúdíói geri sér enn far um að klæðast samkvæmt nýjustu tísku segir hann að pjattið hafi keyrt um þverbak kringum 1984. „Ég var fimmtán til sextán ára þegar Duran Duran-æðið var í algleymingi og allt snerist um að líkjast liðsmönnum hljómsveit- arinnar sem mest. Einkum Simon Le Bon, sem mér fannst alveg fullkominn. Það lá við að maður andaði eins og þeir,“ rifjar Böðvar upp. Hárþurrkan var mesta þarfaþing Duran Duran-aðdáenda, enda skipti hárgreiðslan höfuðmáli; sítt að aftan og vængir í hliðunum. Framan af segir Böðvar að liðsmenn hljómsveitarinnar hefðu verið stuttklipptir og hann sjálfur vitaskuld líka. „Því varð ég fyrir algjöru „sjokki“ þegar ég sá tónlistarmyndbandið Wild Boys þar sem þeir kappar voru allir komnir með sítt hár. Ég hóf óðar að safna hári og þegar það var orðið nógu sítt var ég þrjú korter að blása það í viðunandi skorður. Síðan úðaði ég hár- lakki óspart á herlegheitin. Ég tileink- aði mér ákveðið göngulag til þess að hárgreiðslan færi ekki úr skorðum í roki og rigningu. Vindurinn varð að blása vængjunum í rétta átt. A þessum árum var ég í smíðavinnu og ef ég hafði ekki tíma til að blása hárið áður en ég fór í vinnuna setti ég upp húfu. Maður gat hvergi látið sjá sig án þess að vera smart og vel snurfusaður. Öll vikulaun- in fóra í föt og allt snerist um útlitið." Bleik jakkaföt, sem fengust í Blond- Bödvar (Böddi) Þ. Eggertsson hársnyrtir Með sítt að aftan og vængi í hliðum ; Bleiki liturinn tónaði einstaklega vel við í íbrúnt hörundið. ie, segir Böðvar þó hafa kórónað múndering- una ásamt bleikri skyrtu og bleiku bindi. „Mér fannst ég ótrúlega smart í búningnum og sama máli gegndi um vin minn sem fékk sér blágræn jakkaföt í sama stíl. Bleiki liturinn fannst mér tóna svo einstaklega vel við hvítt aflitað hárið og sólbránt hörundið, en sólbaðs- stofurnar stundað ég stíft.“ Gelgjuskeiðsbólurnar voru Böðvari til mik- illar armæðu. í fyrstu notaði hann bólukrem til að ráða niðurlögum þeirra, en ekki leið á löngu þar til hann seildist í farða móður sinnar og systur. „Síðan færði ég mig enn upp á skaftið og hóf að mála mig kringum augun. Líkast til hef ég verið nokkuð kvenlegur útlits, enda lét fullur karl sem ég mætti á förnum vegi svo um- mælt að ef ég væri kona þá væri ég æðisleg en ef ég væri karl þá væri ég ógeðslegur.“ Böðvar segir einu hafa gilt hvort hann væri í fjölskylduboðum eða á diskótekum. Alltaf hafí hann verið stíf- meikaður og í „diskódressinu". „Á gamalli fjölskyldumynd, sem tekin var i sjötugsafmæli afa míns sést glögg- lega hve útgangurinn á mér er í hróp- andi ósamræmi við hefðbundinn klæðaburð annarra í fjölskyldunni. Það er næstum því eins og mér hafi með tæknibrellum verið hent inn á myndina eftir á,“ segir Böðvar, sem í steggjateiti nýverið rifjaði upp Duran Duran-tímabflið og skrýddist bleiku jakkafötunum góðu. „Maður var bara svona nett hallærislegur..." Hjá Má Guðmundssyni var lopapeysan líka í hávegum höfð á námsárunum í Englandi. I jakkafötum á fundum hjá Grænu bokkunni MÉR finnst ég bara nokkuð þokkalegur til fara á þessari mynd,“ segir Már Guðmundsson, yfírhagfræðingur Seðlabankans, hugsi um leið og hann dregur fram ljósmynd sem tekin var á háskóla- árunum í Essex í Colchester í Eng- landi. „Annars var ég svo sem aldrei neitt áberandi róttækur í klæðaburði. Að vísu mun síðhærð- ari á menntaskólaárunum en á þessari mynd. Þá hafði æskulýðs- byltingin svokallaða gengið í gegn- um sitt fyrsta stig og fullorðnir orðnir vanir því að sjá stráka með hár niður á herðar, en auðvitað agnúuðust alltaf einhverjir.“ Eins og félagar hans í MT segist Már alla jafna hafa klæðst galla- eða flauelsbuxum og lopapeysu, sem þá naut mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. „Ég var þó yf- irleitt í jakka utan yfir,“ segir Már svolítið stoltur yfir sérstöðu sinni. Og þannig segist hann hafa klæðst í mörg ár og verið einkar annt um lopapeysuna sem amma hans prjónaði. „Mér virðist ungt fólk alltaf hafa tilhneigingu tfl að skera sig úr sem hópur en ekki sem einstaklingar,“ segir hann og skír- skotar til félagsskapar sem hann og nokkrir skólafélagar úr MT stofn- uðu. „Við félagarnir í Grænu bok- kunni dubbuðum okkur stundum upp í jakkaföt með bindi á fundum okkar, sem haldnir voru öðru hverju um helgar. Eftir fundahöld- in gengum við práðbúnir saman út á lífið og höfum áreiðanlega vakið verðskuldaða athygli fyrii- fínheit- in, enda jakkaföt þá óalgengari en nú er, ef ég man rétt,“ segir Már og rifjar líka um samantekin ráð þeirra félaga um að koma sér upp svörtum „business-boxum“. „Hægrisinnaðir menntaskóla- drengir notuðu svona töskur fyrir skólatöskur í sumum skólum. I Menntaskólanum við Tjörnina urðu þær hins vegar einkennismerki vinstrisinna og ruglaði það marga í ríminu.“ Már upplýsir að fatasmekkurinn hafi ekki tekið ýkja miklum breyt- ingum síðustu tvo áratugina en þó sé langt síðan hann lagði lopapeys- una á hilluna, enda kannski ekki viðeigandi klæðnaður í bankanum. „Þótt ég vildi gæti ég heldur ekki haft eins sítt hár og þá,“ segir hann og rifjar í lokin upp sögu frá hár- prúða tímabilinu. „Ég vona að Ein- ar Már Guðmundsson rithöfundur, minn gamli vinur og félagi, fyrir- gefi mér. Þannig var að við stóðum fyrir utan húsið heima, snerum við því baki og vorum að spjalla saman. Ommu minni varð litið út um glugg- ann og segir við yngri systkini mín: „Hver er þetta að tala við hann Má? Og krakkamir svöruðu: „Nú þetta er nýja vinkonan auðvitað.111 sömu svifum snerum við okkur við og amma segir, skelfingu lostin: „En mikið agalega er hún ófríð...“ Svona gat síða hárið ruglað.“ Áslaug Dóra Eyjólf sdóttir fjölmiðlaf ræðingur Svarthærð ljóska í bleikum plastjakka SVONA hefði ég örugglega aldrei dubbað mig upp hérna heima,“ segir Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir, dagskrárgerðarmaður, for- maður Kvenréttindafélagsins og framkv'æmdastjóri Sölku Völku í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Enda var myndin tekin í London rétt áður en hún hélt á vit næturinnar ásamt vinkonum sínum úr enskudeildinni í HÍ vorið 1986. Með hárið litað hrafnsvart, túberað í óhófi og úðað stíft með hárlakki, í bleikum, gljá- andi plastjakka og varalit í stíl telur hún sig efalítið hafa verið gervfleg- asta þeirra allra. „Við stöll- uraar eydd- um drjúgum tíma í að mála hver aðra og greiða. Hvað mig og eina aðra áhrærði bar fyrirhöfn- in tflætlaðan árangur. Markmiðið var að komast inn á klúbb í eigu Boy George en þar vora dyraverðir sagðir velja mestu furðufuglana úr langri biðröð, sem alltaf myndaðist fyrir utan,“ segir Áslaug Dóra og bætir við að þótt þær hafi verið pikkaðar úr hópnum hafi þær ekki vakið nokkra athygli innandyra. „Þar varð varla þverfót- að fyrir alls konar vægast sagt sérkennilegum manneskjum." En bleiki plastjakkinn með kögr- inu á ermunum, sem Áslaug Dóra festi kaup á í ferðinni - og rétt sést glitta í á myndinni, vakti hins vegar gríðarlega athygli hér heima „... svo mjög að fólk bauð mér fjárfúlgur fyrir,“ segir Áslaug Dóra, sem þrátt fyrir gylliboðin tímdi ekki að selja. „Hann vai’ svo smart á meðan hann var og hét,“ segir hún með söknuði, „en að lokum brotnaði hann bara í orðsins fyllstu merkingu." Þótt pönk komi fyrst upp í hug- ann þegar myndin er skoðuð neitar Áslaug Dóra eindregið að hafa ver- ið pönkari. „Þegar ég fór út að skemmta mér hafði ég þó meira við . en venjulega. Fór úr lopapeysunni og gallabuxunum og blandaði sam- an áberandi og ólíkum flíkum. Kannski varð útkoman pönk og glamúr í bland, ég var bara ekkert að velta svoleiðis fyrir mér,“ segir Áslaug Dóra og upplýsir um tilurð svarta hársins. „Veturinn 1985-86 ákvað ég að ■ Dóra nieð Fallt á hreinu til að komast inn á Boy George- klúbbinn víðfræga í London. taka 60 einingar í ensku og bók- menntafræði. Þetta var rosalegt álag og ég var löngu búin að ákveða að þegar allt væri afstaðið og prófin að baki ætlaði ég að gera eitthvað krassandi. Ég lét slag standa þegar Simbi hársnyrtir stakk upp á að lita hárið á mér svart. Ég kunni því bara vel en var oft. spurð hvort ég ætlaði nokkuð að vera svona lengi. Afi hélt að ég væri með húfu á höfð- inu og vinir mínir þekktu mig ekki úti á götu,“ segir Áslaug Dóra hlæj- andi og bætir við að svarta hárið ' hafi vikið fyrir Ijósum snoðkolli að tveimur mánuðum liðnum. „Þótt öðra máli gegndi efalítið núna, fast- heldin eins og ég er orðin, fannst mér á þessum tíma ekkert tiltök- umál að breyta þannig um útlit.“ í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.