Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 8
8 B FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Talnabönd úr Iótusfræjum eru notuð við bænagjörð sem ætlað er að lengja líftíma og auka þekkingu og verðleika. Á end- anum er hinn eilífi hnútur, tákn um óendanleika. Tískusveifla með trúafdegu ívafi ARMBÖND af áþekkum meiði og talnabönd búddatrúar eru nýjust tískudutlunga í Los Angeles og New York. Hugmyndin er frá 1998 og mnnin undan rifjum bandaríska hönnuðarins Zoe Metro, sem setti á markað skart- gripalínu úr talnaband- sperlum undir vörumerk- inu Stella Pace í upphafi þessa árs. Þótt armböndin sverji sig í ætt við fyrr- greind talnabönd byggir Metro líka á hugmyndum um orkusteina og nýtir sér svokallaðar „kraftperlur" í margvíslegum litum sem all- ir tákna tiltekin öfl í náttúr- unni og þjóna sérstökum til- gangi. Munu sum armböndin eiga að leiða til uppljómunar, önnur til velgengni eða aukinn- ar greindar, auðvelda hug- leiðslu eða vinna gegn þung- Reuter Dalai lama, trúarleiðtogi Tíbeta. lyndi, svo fátt eitt sé nefnt. Ýmsir þekktir einstaklingar úr bandaríska skemmtanaiðnaðinum vom ekki seinir að taka við sér þeg- ar armböndin litu dagsins ljós, svo sem söngstjömumar Madonna og Ricky Martin. Þarlendir hefldsalar sáu sæng sína líka uppreidda og héldu þegar til Austur-Ásíu í leit að eftirlíkingum. Innan tíðar yfirfyllt- ust básar götusala í New York svo heiTnilíkönum af kraftperlum Zoe Metro í ýmsum litum. I september síðastliðnum setti Harrods í Lund- únum hina raunverulegu framleiðslu Zoe Metro í hillur sínar og er búist við víðtækri markaðssetningu af hálfu hönnuðarins í Evrópu nú í október. Gegn sjúkdómum og óhollustu Svo vikið sé að uppmnalegum til- gangi talnabanda í búddatrú era perlur þein-a notaðar til þess að telja vers eða bænir, svokallaðar möntr- ur, sem þuldar era við hugleiðslu eða bænagjörð. Mantran er heilagt hljóð, orð eða setning sem höfð er eftir í sífellu og talin hafa nægan áhrifamátt til þess að stemma stigu við stöðnun eða skapa nýjar aðstæð- ur. Mantra þjónar fems konar hlut- verki; að sefa, ýta undir, sigrast á eða hemja. Samkvæmt hefðinni á að telja möntrur sem farið er með til þess að friða með kristalsperlum, perlum eða perlumóður. I það minnsta eiga þær að vera glærar eða hvítar á lit. Talnaband sem nýtt er í þessum tilgangi á að hafa hundrað perlm'. Möntrui- sem taldar era með slíku talnabandi eiga að fjarlægja hindranir, svo sem veikindi og aðra óhamingju, og hreinsa þann sem bið- ur af allri óhollustu. Möntrar sem farið er með tíl aukningar skal telja með perlum úr gulli, silfri, kopar eða lótus-fræjum og eiga þær að vera 108 talsins á hveiju bandi. Mun bænagjörðin eiga að lengja líftíma og auka þekkingu ogverðleika. Möntnn- sem þuldar era til þess að sigrast á einhverju era taldar á bandi með perlum úr muldum sand- el-viði, saffrani eða öðram angandi efnum náttúrannar. Eiga þær að vera 25 á hverju bandi. Þótt bæna- gjörðinni sé ætlað að halda öðrum í skefjum á tilgangur þess sem biður að helgast af lönguninni tfl þess að hjálpa, en ekki af eigingjömum hvötum. Plastarmband í ætt við talnaband búddatrúar. Stærsta perlan og sívaln- ingurinn tákna visku þess sem skilur hugmyndir búddista um tómið eða um hinn tóma kjarna. Ein af auglýsingum Morgunblaðsins frá öldinni sem er að líða. Vilt þú ná árangri á nýrri öld? AUGLÝSINGADEILD MORGUNBLAÐSINS | slmi 569 1111, augl@mbl.is, bréfaslmi 569 1110 Mannabein og fræ Möntrm- sem ætlaðar era tfl þess að yfirbuga aðra era taldar með perlum úr raksha-fræjum eða mannabeinum, alls 60 talsins. Eins og áður á bænagjörðin að helgast af óeigingjörnum hvötum og eina ver- an fær um að helga sig slíkum til- gangi er svokallaður bodhisattva, sem stjómast eingöngu af hluttekn- ingu eða meðaumkun með öllu lífi. Dalai lama er dæmi um bodhisattva og er einungis farið með slíkar bæn- ir gegn illum öflum eða alls kyns kvillum sem birtast sjáendum í líki þéttra, svartra þokuhnoðra. Bodhisattva er vera sem helgað hefur líf sitt, eitt eða fleiri, algerri uppljómun og strengt þess heit að ná þroska hins fullkomna Búdda, öllu lífi tfl velgjörðar og blessunar. Strengir talnabandanna era ofnir úr níu þráðum sem allir hafa tákn- ræna merkmgu. Stærsta perlan táknar síðan visku þess sem skilur hugmyndir Búdda um hinn tóma kjama, og sívala stykkið ofan á henni tómið sjálft. Hvorttveggja er tfl marks um sigur yfir sérhverri þraut. hke Heimildir: Newsweek, heimasfða trúarleið- togans Dalai laina, www.tibet.com og Essenti- al Tibetan Buddhism eftir Robert Thurman, pabba Umu Thurman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.