Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Golli
Þeir hyggjast hefja Stoke City til vegs og virðingar á ný; Ásgeir Sigurvinsson, sem tekur væntanlega sæti í stjórn, og Guðjón Þórðarson sem verður yfirmaður knatt-
spyrnumála. Saman hafa þeir unnið með landsliðið undanfarin ár og stýrðu því í síðasta sinn í París á dögunum.
Eggert Magnússon er tilbúinn að hefja viðræður við Atla Eðvaldsson um starf landsliðsþjálfara
Guðjón yfirmaður knatt
spyrnumála hjá Stoke
TILBOÐI íslenskra fjárfesta í ráðandi hlut í enska knattspymufé-
laginu Stoke City hefur þegar verið tekið samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Síðar í vikunni verður formlega tilkynnt um yfir-
töku íslenskra aðila á rekstri knattspyrnufélagsins og búist er við
að skrifað verði undir á laugardag fyrir leik liðsins við Wrexham í
2. deild. Ljóst er að Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari verður
ráðinn af hálfu fjárfestanna til að hafa yfirumsjón með uppbygg-
ingu liðsins og hættir um leið með íslenska landsliðið. Eggert
Magnússon, formaður KSÍ, hefur fullt umboð stjórnar til að ræða
við Atla Eðvaldsson, þjálfara íslands- og bikarmeistara KR, um að
hann taki að sér þjálfun landsliðsins.
Eggert Magnússon sagði við
Morgunblaðið í gær að hann
hefði engu við fyrri yfirlýsingar sín-
ar að bæta; hann
Bjömtngi hefði umboð stjórn-
Hrafnsson arinnar til að fara yf-
skrífar ir þjálfaramálin og
viðræður við Guðjón
Þórðarson um frekari störf með
landsliðið væru í biðstöðu þar til nið-
urstaða væri komin við tilboði ís-
lensku fjárfestanna. „Við munum
ekki gera Guðjóni tilboð fyrr en við
vitum hvemig Stoke-málin eru. Við-
ræðurnar em því í biðstöðu þar til
málin hafa skýrst," sagði Eggert í
Morgunblaðinu sl. föstudag og þau
ummæli hans standa enn.
Enska dagblaðið Tbe Sentinel,
sem gefið er út í Staffordskíri, segir í
gær að gengið verði formlega frá
samningum við fjárfestana á fimmtu-
dag. Tilboð þeirra hljóði upp á kaup
á ráðandi hlut í félaginu fyrir ríflega
sjö hundruð milljónir króna. Fyrir
51% hlutafjár verði greiddar um 400
milljónir, 115 milljónir fari til kaupa
á nýjum leikmönnum, annað eins til
greiðslu gjaldfallinna skulda og ríf-
lega fimmtíu milljónir til bættrar æf-
ingaaðstöðu, samkvæmt fréttum
blaðsins.
Islensku fjárfestamir hyggjast
ákveða sjálfir hvernig uppbyggingu
félagsins til framtíðar verði háttað,
þar á meðal ráðningu knattspyrnu-
stjóra liðsins. Mikil ánægja er í
Stoke með störf núverandi stjóra,
Gary Megson, sem tók við liðinu fyr-
ir tímabilið og hefur stýrt því án taps
í átta leikjum í röð. Stoke er nú í 4.
sæti deildarinnar, gerði l:l-jafntefli
við Boumemouth um helgina og þau
úrslit voru Megson síður en svo
fagnaðarefni. „Við höfðum tækifæri
til að komast í toppsæti deildarinnar.
En rétta hugarfarið var ekki fyrir
hendi og því fór sem fór. Hlutirnir
verða að breytast mjög til batnaðar
fyrir næsta leik,“ sagði Megson við
enska fjölmiðla á laugardag, en
Stoke leikur gegn Cardiff í kvöld.
Megson nýtur mikils stuðnings í
Stoke og líklegt er talið að íslensku
fjárfestarnir muni ekki hrófla við
stöðu hans, hið minnsta ekki fyrst í
stað. Þess í stað verði Guðjón gerður
að yfirmanni knattspymumála í fé-
laginu, vinni að því að styrkja hópinn
og samræma áætlanir þess til fram-
tíðar. Jafnframt er ljóst að standi
Megson ekki undir væntingum, verði
Guðjón reiðubúinn að taka við og
verða þannig fyrsti íslenski knatt-
spyrnustjórinn í ensku knattspyrn-
unni.
KR bíður svars Atla
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er gert ráð fyrir því að Egg;
ert Magnússon muni fyrir hönd KSÍ
hefja viðræður við Atla Eðvaldsson
síðar í vikunni. Samstaða mun innan
stjórnar Knattspyrnusambandsins
um það að bjóða Atla starfið og hann
hefur lýst því yfir að kæmi til þess
myndi hann íhuga það alvarlega.
„Það er auðvitað mikill heiður að
vera talinn koma til álita,“ sagði Atli
í gær. „Það hefur hins vegar ekkert
verið rætt formlega við mig. Ég las
hins vegar um stöðuna í Morgun-
blaðinu á föstudag og hlýt að gleðj-
ast yfir því að vera talinn koma til
greina. Þetta hlýtur að skýrast á
allra næstu dögum, en ég er einnig
að velta fyrir mér tilboði KR. Ég
þarf að velta þessu fyrir mér frá
tveimur sjónarhornum, annars vegar
verandi þjálfari meistaraliðs með
glæsta framtíð og hins vegar sem
hugsanlegur kandídat í þjálfun
landsliðs sem hefur staðið sig geysi-
lega vel og hefur úr miklum fjölda
atvinnumanna að moða. Ég geri mér
grein fyrir að innan skamms kemur
að ákvarðanatöku í þessu máli og þá
er að hrökkva eða stökkva. Það er
frábært starf að vera þjálfari KR og
mér stendur það áfram til boða. For-
maður KSI hefur lýst því yfir að ég
hljóti að koma sterklega til greina í
starf landsliðsþjálfara og það er auð-
vitað ótrúleg staða fyrir þjálfara að
standa frammi fyrir þessum kostum
hér á landi, tveimur eftirsóttustu
þjálfarastöðum í íslenskri knatt-
spyrnu. Svona tækifæri koma
kannski aðeins einu sinni,“ sagði
Atli, en tók fram að allt of snemmt
væri að slá nokkru föstu í þessu máli,
Guðjón Þórðarson væri enn þjálfari
landsliðsins og hann hefði náð frá-
bærum árangri í starfi, sjálfur væri
hann enn þjálfari KR og vissi ekkert
hvað kæmi út úr hugsanlegum við-
ræðum sínum við KSI.
Helmingslíkur
„Auðvitað hlýtur þetta, eðli máls-
ins samkvæmt, að skýrast á allra
næstu dögum,“ segir Guðmundur
Pétursson, lögfræðingur og formað-
ur Rekstrarfélags KR. Spurður
hvort hann sé orðinn vondaufur um
að halda Atla Eðvaldssyni sem þjálf-
ara KR, sagði Guðmundur: „Ég hef
lengi talið að um helmingslíkur séu á
því að hann verði hér áfram eða
hætti. Kannski má segja að líkurnar
minnki eitthvað eftir því sem lengra
líður og ég geri mér fyllilega grein
fyrir því að brugðið getur til beggja
vona. Þjálfaramál landsliðsins hljóta
að skýrast nú í vikunni og þá skýrast
okkar mál væntanlega um leið.“
Guðmundur segir að KR-ingar
hafi ekki gefið Atla úrslitafrest til að
svara tilboði félagsins, en því sé ekki
að leyna að málin verði að komast á
hreint innan nokkurra daga. „Það
eru margir mánuðir í næsta leik og
við erum af þeim sökum ekki að
brenna á tíma. Fari svo að Atli taki
við landsliðinu eða hætti hjá KR
verðum við að setjast niður og skoða
stöðuna," sagði hann og bætti við að
þá hlytu að koma til álita bæði inn-
lendir og erlendir þjálfarar.
Nokkrir þjálfarar, þar á meðal
Pétur Pétursson, fyrrverandi leik-
maður KR og atvinnumaður í knatt-
spyrnu, hafa verið nefndir til sög-
unnar sem hugsanlegir eftirmenn
Atla í liði íslands- og bikarmeistar-
anna. Guðmundur Pétursson sagði
hins vegar að KR-ingar hefðu aðeins
rætt við Atla, honum hefði verið
gert formlegt tilboð og á meðan
væru ekki aðrir þjálfarar inni í
myndinni.