Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 B ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
- «,
KNATTSPYRNA
Ríkharður Daðason
skoraði fyrir Viking
Stabæk, sem var án Péturs
Marteinssonar, lagði meist-
aralið Rosenborg 2:0 í norsku úr-
valsdeildinni um helgina. Stabæk
er í fimmta sæti er ein umferð er
eftir af móti. Viking frá Stavangri
er tveimur sætum neðar en liðið
tapaði 3:2 fyrir Skeid sem er í
harðri fallbaráttu. Ríkharður
Daðason skoraði eitt mark fyrir
Viking og hefur gert 16 mörk í
deildinni, jafnmörg og Heiðar
Helguson hjá Lillestrom. Rík-
harður var með bestu mönnum
liðsins ef marka má einkunnagjöf
Verdens Gang. í Rogalands Avis
segir að hann hafi skorað mark
fyrir Viking í öllum leikjum síðan í
byrjun ágúst. Þar kemur jafn-
framt fram að leikmenn Vikings
hafi haft hugann við leikinn gegn
Werder Bremen í Evrópukeppni
félagsliða og því hafi það tapað
leiknum. Auðun Helgason var
einnig í liði Vikings um helgina.
Tromso gerði 2:2-jafntefli við
Válerenga. Rune Lange skoraði
eitt mark fyrir Tromso og hefur
nú gert 21 mark í úrvalsdeildinni,
er markahæstur er einni umferð
er ólokið. Tryggvi Guðmundsson,
sem átti ágætan leik með Tromso,
er annar markahæsti leikmaður
liðsins með 12 mörk.
Lillestrom er í öðru sæti en liðið
lagði Stromgodset 4:2. Heiðar átti
góðan leik með liði sínu sam-
kvæmt einkunnagjöf Aftenbladet.
I Verdens Gang segir að bæði lið
hafi leikið án nokkurra lykil-
manna, sem voru meiddir eða
veikir og Rúnar Kristinsson, leik-
maður Lillestrpm, hafi verið einn
þeirra. Stefán Gíslason hóf leikinn
hjá Stromgodset en var skipt út af
fyrir bróður sinn Val Fannar á 28.
mínútu. Molde, sem er í þriðja
sæti og einu stigi á eftir Lil-
lestrom, vann Moss 1:0.
Haugasund og Bryne tryggðu
sér sæti í úrvalsdeild um helgina
en Start þarf að leika um aukasæti
við liðið sem lendir í þriðja neðsta
sæti úrvalsdeildar. Bjöm Jakobs-
son kom inn á hjá Raufoss er liðið
tapaði 4:1 fyrir Clausenengen í
lokaumferð í 1. deildinni. Raufoss
lenti í 9. sæti deildarinnar.
Kolbotn í fjórða sæti
Kolbotn, sem Katrín Jónsdóttir
leikur með í úrvaldeild kvenna,
gerði 2:2-jafntefli við Bjornar í
lokaumferð deildarinnar. Kolbotn
lenti í fjórða sæti eftir góðan
endasprett en illa gekk um miðbik
tímabilsins. Katrín, sem á tvö ár
eftir af samningi sínum, gerði níu
mörk fyrir liðið á tímabilinu.
Asker varð norskur meistari,
Kfapp í öðru sæti og Þrándheimur
í þriðja.
iO
Patrick Kluivert fékk fjög-
urra leikja bann.
Kluivert
með
fúkyrði
PATRICK Kluivert, leikmaður
Barcelona, fékk fjögurra Ieikja
bann vegna brottreksturs af
leikvelli gegn Real Madrid í síð-
ustu viku, fyrir að hafa sagt
nokkur vel valin orð við dómara
leiksins. Sjálfur neitaði hann því
að orðunum hafi verið beint að
dómaranum. Sérfræðingar í
varalestri fóru yfír myndband
og kom þá í ljós að Kluivert er
mun betri í spænsku en hann vill
viðurkenna. Fúkyrðin sem hann
lét vaða að dómaranum voru
kröftugleg á spænskan mæli-
kvarða, en leikmenn á Spáni
eiga í safni sínu mikið af fúkyrð-
um, sem eru þó ekki eins gróf
og Kluivert lét sér um munn
fara. Fyrir vikið missti hann af
leiknum við nýliða Numancia sl.
laugardag og gegn Athletic Bil-
bao, Deportivo Courna og Ma-
laga, sem verða á næstunni.
FOLK
■ FABIEN Bartez markvörður
Mónakó leikur ekki með félagi sínu
næstu tvær vikur, hið minnsta. Bar-
tez meiddist á hásin í 3:0 sigurleik
Mónakó á Strassborg á laugardag-
_inn. Hann lauk leiknum en fór í lít-
ilsháttar aðgerð á sunnudaginn og
það tekur sinn tíma að jafna sig eft-
ir hana.
■ EFTIR leik Bayern Miinchen og
Herthu Berlín tilkynnti Franz Bec-
kenbauer, forseti Bayern á fundi
með fréttamönnum, Mario Basler
myndi ekki leika framar með liðinu.
hann vildi ekki svara neinum spum-
ingum - sagði að ástæðumar lægju
fyrir; nóg er nóg! Basler hefur verið
til vandræða hjá Bayem - hefur oft
valið hið ljúfa líf og ekki virt reglur
^ Bayem.
BECKENBAUER sagðist hafa
allt annað við tíma sinn að gera en
að vera stöðugt að ræða um Basler.
Hann sagðist hafa nóg að gera við
við að sinna nefnd á vegum FIFA,
alþjóða knattspymusambandsins,
sem væri í Þýskalandi, til að skoða
aðstæður og kynna sér hugmyndir
J>jóðverja vegna umsóknar þeirra á
TIM 2006.
Zidane bjargaði Juve en
var síðan rekinn út af
FRANSKI landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane var hetja Juventus
er hann gerði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu gegn AS
Roma í ítölsku deildinni á sunnudag. Þetta var fyrsti sigur Juve á
Ólympíuleikvanginum í Róm í átta ár. Með sigrinum fór Tórínóliðið
upp fyrir Roma í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og
Inter, sem tapaði óvænt fyrir Venezia. í toppsætinu situr Lazio
sem vann Udinese á útivelli.
Glæsimark Zidanes kom á 51.
mínútu leiksins. Hann skrúf-
aði boltann yfir varnarvegg Roma
og efst í vinstra markhomið og var
þetta fyrsta mark hans á tímabil-
inu. Hann var síðan rekinn út af
undir lokin fyrir aðra áminningu
sína í leiknum. Rómverjar sóttu
nokkuð stíft síðasta stundarfjórð-
unginn. Van Der Sar markvörður
var vandanum vaxinn og varði
mjög vel. Þar með var fyrsta tap
Roma á leiktíðinni staðreynd og
það varð út um vonir liðsins að
komast upp fyrir efsta liðið, Lazio,
sem vann Udinese 3:0.
Inter tapaði í Feneyjum
Inter Milan, með Ronaldo innan-
borðs, þurfti einnig að sætta sig við
1:0 tap gegn Venezia á útivelli og
var þetta fyrsti ósigur liðsins á
tímabilinu. Filippo Maniero gerði
eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Ivan Zamorano komst næst því að
skora fyrir Inter er hann átti skot í
stöng af 25 metra færi. En það var
markvörðurinn Angelo Pemzzi sem
kom í veg fyrir enn stærri sigur
heimamanna með góðri markvörslu.
AC Milan átti í nokkru basli og
mátti þakka fyrir jafntefli á móti
Cagliari á San Siro-leikvanginum.
Þjóðveijinn Oliver Bierhoff jafnaði,
2:2, seint í síðari hálfleik og kom í
veg fyrir fyrsta tap liðsins á heima-
velli í 13 mánuði. Úkraínski leik-
maðurinn Andriy Schvchenko gerði
fyrra mark AC Milan úr vítaspymu
og var það sjötta mark hans á tíma-
bilinu. Domenico Morfeo, fyrrver-
andi leikmaður AC Milan og Dani-
ele Berretta gerðu mörk Cagliari.
Andrea Silenzi, fyrrverandi leik-
maður Nottingham Forest, gerði
fyrsta mark sitt í fjögur ár í efstu
deild er hann skoraði í 3:1 sigri
Tórínó á heimavelli gegn Bari.
Vallecano heldur áfram
að koma á óvart
„Litla“ liðið frá Madríd, Rayo
Vallecano, heldur áfram að koma á
óvart í spænsku knattspyrnunnni.
Liðið náði aftur efsta sætinu í deild-
inni með 1:0 sigri á Alaves á sunnu-
daginn. Bolo Perez gerði sigur-
markið átta mínútum fyrir leikslok.
A sama tíma gerði Barcelona óvænt
jafntefli, 3:3, við Numancia á útivelli
og er í öðru sæti tveimur stigum á
eftir Vallecano. Deportivo Coruna
og Celta Vigo eru í þriðja til fjórða
sæti, en Real Madrid féll niður í átt-
unda sæti með því að gera jafntefli,
2:2, gegn Oviedo á heimavelli.
Sunderland í þríðja sæti
KEVIN Phillips tryggði Sunderland 2:1 sigur á Aston Villa á Ljós-
vangi í gær og þar með heldur liðið þriðja sæti deildarinnar. Eftir
markalausan fyrri hálfleik kom Dion Dublin gestunum yfir á annarri
mínútu síðari hálfleiks. Þrettán mínútum síðar jafnaði Phillips metin
úr vítaspyrnu eftir að hendi var dæmd á Mark Delaney innan eigin
vítateigs, en þar var greimlega um rangan dóm að í-æða. Phillips inn-
siglaði siðan sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok er hann skallaði
boltann laglega úr miðjum vítateignum eftir snotra sendingu Stefan
Schwartz. Phillips er markahæstur í úrvalsdeildinni, hefur gert 12
mörk, þremur fleiri en Alan Shearer.