Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 E 3 : | - WMf ■ I ■ NÝHERJI Skaftahlíð 24 ■ 105 Reykjavík Sími: 569 7700 ■ Fax: 569 7799 www.nyherji.is smtí ' Nú stækkar Nýherji enn hópinn og leitar að dugmiklu starfsfólki í fjölbreytt verkefni á sviði upplýsingatækni. Nýherji er eitt öflugasta þjónustufyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Markmið Nýherja er að útvega heildarlausnir í upplýsingatækni sem skapa mikinn ávinning fyrir viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa. Stefna Nýherja er að bjóða starfsfólki sínu áhugaverð og vel launuð störf og er mikil áhersla lögð á menntun og starfsþróun hvers og eins. Eftirfarandi nýjar stöður eru lausar til umsóknar: Vefforritarar - Java Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, m.a. forritun á vefjum fyrir viöskiptavini Nýherja, uppsetning verslana fyrir internetið og uppsetning og forritun gagnagrunnslausna fyrir internetið þar sem notaður er einn öflugasti hugbúnaður sem völ er á. Þekking og reynsla í forritun fyrir internetið er nauðsynleg. Að auki er æskilegt að hafa þekkingu á MS VC++, Delphi og/eða VB sem og þekking í forritun á server- og clienthluta (COM/DCOM) er nauðsynleg. Veitt er öflug þjálfun í JAVA og hlutbundinni hönnun og forritun. Forritarar: Visual Basic - C++ Starfið felst í hönnun og forritun á lausnum fyrir viðskiptavini Nýherja. Þekking og reynsla í forritun fyrir internetið er nauðsynleg, þar með talið í HTML / DHTML. Eftirfarandi þekking er æskileg: Gagnatengingar og SQL fyrirspurnarmál (DB2, MS SQL Server, Oracle, Informix, Access), aðferðafræði vöruhús gagna, C++, Delphi, VB og COM / DCOM. Veitt er öflug þjálfun í hlutbundinni hönnun og forritun. Lotus rétta átt! Lotus Notes & Domino hugbúnaðarsárfræðingar Vinna með viðskiptavinum í kerfisgreiningu, forritun í Notes umhverfinu, hugbúnaðarþróun nýrra kerfa og áframhaldandi þróun á stöðluðum Lotus Notes lausnum Nýherja. Við leitum að kraftmiklu starfsfólki sem hefur þekkingu eða reynslu í þróun og þjónustu í Lotus Notes og/eða inter-/ intra-/extranetlausnum. Góð tölvumenntun eða mikil reynsla af forritun, t.d. LotusScript, Java, C++, Visual Basic er æskileg. Allir okkar forritarar eru þjálfaðir til að fá CLP gráóu frá Lotus. 5AP R/3 kerfisstjóri Starfið felst í uppsetningu og viðhaldi SAP R/3 fjárhagsupplýsingakerfis. Umsækjandi fær víðtæka þjálfun og þarf að sækja námskeið erlendis. Starfið er fjölbreytilegt og krefst náinna samskipta við SAP sérfræðinga um allan heim. IBM RS/6000 sérfræðingar Leitað er að sérfræðingum á sviði AIX/Unix/Linux. Starfið felst í viðhaldi á vél- og hugbúnaði. Umsækjandi þarf að vera tilbúinn til að sækja námskeið erlendis. IBM AS/400 tæknimaður Leitað er að AS/400 tæknimanni. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu af AS/400 umhverfi. Starfið felst í viðhaldi á vél- og hugbúnaði. Umsækjandi þarf að vera tilþúinn til að sækja námskeið hjá IBM erlendis. Netsérfræðingar Um er að ræða þróun, uppsetningu og rekstur á neteftirIitskerfi fyrir viðskiptavini Nýherja. Leitað er eftir verkfræðingum / tæknifræðingum eða umsækjendum með mikla þekkingu og reynslu í tölvunetum og uppbyggingu þeirra. Mikill möguleiki á sérmenntun í starfi. Nýherji notar neteftirIitskerfi frá IBM og Tivoli. Netþjónusta Nyherja Sérfræðingar í netþjónustu Óskum að ráða nú þegar starfsmenn við almenna netþjónustu og sérlausnir, m.a. Microsoft NT, Novell, Lotus Notes og MS. Backoffice. Sérfræðingar í víðnetum Leitað er að verkfræðingum/tæknifræðingum eða umsækjendum með mikla þekkingu og reynslu á beinum (routerum), TCP/IP og Cisco-búnaði. Umsækjandi þarf að vera tilþúinn að sækja námskeið. Sérfræðingar í internetþjónustu í internetþjónustu leitar Nýherji að metnaðarfullu starfsfólki með þekkingu á víðnetum og Unix ásamt góðri þekkingu á sviði internetmála. MarkaðsfuUtrúi í tækniþjónustu Nýherji leitar að markaðsfulltrúa I tækniþjónustu. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á sviði tæknimála og vera sérstaklega góður í mannlegum samskiptum. Nánarí upplýsingar í boði eru góó laun, krefjandi og skemmtileg verkefni í vaxandi fyrirtæki. Viö meöhöndlum allar umsóknir sem trúnaðarmál og svörum þeim öllum. Frekari upplýsingar um stöðurnar veitir Símon Þorleifssori, starfsþróunarstjóri í síma 569 7700 eða e-mail simon.thorleifsson@nyherji.is. Umsóknareyðublöó liggja á heimasídu Nýherja, http://www.nyherji.is. business

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.